Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 5
T^wr-
ÞRIDJUD AGU I{ 24. NÚVEMBER 1998 - S
FRÉTTIR
L. J
Þjóðin ekki að
veði fvrir álver
Raforkuframleiðsla til
stóriðju á að standast
markaðsforsendur, en
ekki niðurgreiðast
með ríkisábyrgðum
eða eigin fé opinberra
orkufyrirtækja.
„Eg held að (ríkis)ábyrgðir á lán-
um sé stórmál, því sá sem veitir
ábyrgð fyrir Iáni tekur í raun og
veru á sig alla ábyrgðina. Aætluð
fjárfesting í raforkuvinnslu vegna
nýs álvers (200-250 þús. tonna)
er t.d. af stærðargráðunni 70
milljarðar króna. Og ég sé enga
ástæðu til þess að þjóðin verði
sett að veði fyrir þessa 70 millj-
arða heldur verði að vinna þetta á
öðrum forsendum," sagði Þórður
Friðjónsson, ráðuneytisstjóri iðn-
aðarráðuneytisins, á ráðstefnu
Samorku „Framtíðarsýn í orku-
málum". A næstu 5-10 árum vill
hann sjá raforkumálin færast á
markaðsgrundvöll. Skilið verði á
milli vinnslu, flutnings, dreifingar
og sölu. Stofna eigi sjálfstætt
flutningsfyrirtæki. Helstu orku-
fyrirtækin verði rekin sem hluta-
félög. Og alþjóðavæðing nái til
raforkubúskaparins í þeim skiln-
ingi að Islendingar taki þátt í
verkefnum erlendis og útlending-
ar hér heima.
Ekld ríkisábyrgðir íyrir
stóriðju
Þórður segir ástæðlaust að ein-
blína á að Islendingar einir taki
þátt í raforkuvinnslu fyrir áhættu-
samar atvinnugreinar eins og ál-
ver og aðra stóriðju í framtíðinni.
Ekki eigi að nýta ríkisábyrgðir eða
eigið fé opinberra orkufyrirtækja
sérstaklega í þágu stóriðju með
því að niðurgreiða orkuverðið
með einhveijum hætti - heldur
eigi stóriðja einfaldlega að stand-
ast kröfur markaðarins í framtíð-
inni. „Ella sé ég ekki ástæðu til að
fara í framkvæmdir á þessu sviði,“
sagði Þórður.
Landsvirkjim á ekki að taka
áhættuna
Það sé meginatriði, að raforku-
framleiðsla t.d. fyrir nýtt stórt ál-
ver, eigi ekki byggjast á orkufyrir-
tæki í opinberri eigu, heldur eigi
að freista þess að Ijármagna hana
með öðrum hætti, t.d. í nýju fyrir-
tæki. „Til að skýra þetta nánar og
setja í beint samhengi við Lands-
virkjun, þá finnst mér t.d. vafa-
samt að fara Kárahnjúkavirkjun
og að Landsvirkjun taki þar alla
áhættu á dreifingu og sölu með
bakstuðningi í eigin fé fyrirtækis-
ins. Heldur eigi að gera þetta á
vettvangi nýs fyrirtækis. Mér
finnst heldur ekki að sveitarfélög
eigi að ráðast í stóriðju með þess-
um hætti og Ieggja til þess sitt eig-
ið fé.“
Norsk Hydro hættir ckki
eigin fé
Þórður segir flest stórfyrirtæki
leitast við að dreifa áhættu af fjár-
festingum. I samningaviðræðum
við Norsk Hydro hafi fyrirtækið til
dæmis ekki sýnt neina tilhneig-
ingu til þess að fjárfesta hér með
móðurfyrirtækið sem ábyrgðarað-
ila að væntanlegum þeim Iánum,
heldur yrði nýtt álver verkefna-
fjármagnað og þannig dregið úr
áhættu móðurfyrirtækisins eins
og hægt er. Það sama eigi að sjálf-
sögðu að gilda á okkar hlið. — HEI
Afhenti óút-
fyUta ávísuii
og skal greiða
4 milljonir
25 ára kona hefur í Héraðsdómi
Reykjaness verið dæmd til að
greiða fyrirtækinu Sjávardýr ehf.
fjórar milljónir króna vegna inni-
stæðulausrar ávísunar, en hið
sérkennilega við málið er að hún
fyllti ekki sjálf inn töluna á ávís-
uninni.
I júlí í fyrra keypti fyrirtækið
Reykjaneshryggur ehf. í Reykja-
vík bát af Sjávardýrum ehf., en
konan var prókúruhafi hjá
Reykjaneshrygg ehf. og hafði ein
heimild til að ávísa á viðkomandi
tékkareikning. Framkvæmda-
stjóri seljenda tók að sér ýmsar
lagfæringar á bátnum fýrir af-
hendingu og varð að samkomu-
lagi að hann fengi tékkhefti
Reykjaneshryggs ehf. í því skyni,
þannig að konan undirritaði
ávísanir, en framkvæmdastjórinn
fyllti út tölurnar eftir atvikum.
Allmargar ávísanir voru þannig
innleystar, en fjögurra milljóna
króna ávísun reyndist innistæðu-
Iaus. Konan hafnaði persónu-
legri ábyrgð á ávísuninni og bar
að útfylling framkvæmdastjórans
væri skjalafals, en til vara um-
boðssvik. Olöf Pétursdóttir úr-
skurðaði að ávísunin væri full-
gild og bæri ekki með sér að hún
væri gefin út fyrir hönd Reykja-
neshryggs ehf. og því bæri konan
sjálf ábyrgð á greiðslunni. — FÞG
Opna bæði kosn-
mgaskrifstofu
Valgerður og Jakob
fara í prófkjörsbaráttu
af iulliim þuiiga.
Tvísýn barátta
framundan.
Líkur eru á hörðum slag á milli
Valgerðar Sverrisdóttur og Jakobs
Björnssonar um 1. sætið í próf-
kjöri framsóknarmanna á Norður-
Iandi eystra. Prófkjörið fer fram
16.-17. janúar og hyggjast bæði
Jakob og Valgerður opna kosn-
ingaskrifstofu á Akureyri fyrir
prófkjörið. Valgerður mun opna
sína skrifstofu í Hafnarstræti 90
þar sem áður var skrifstofa Fram-
sóknarflokksins. Hún tekur til
starfa 7. janúar, en Jakob hyggur
á opnun sinnar skrifstofu á næstu
dögum í Kaupvangsstræti 4.
I skoðanakönnun sem gerð var
hjá Akureyringum fyrir skömmu
kom í ljós að Jakob hefur um 10%
forskot í fyrsta sætið, en erfitt er
að segja til um vinsældir þessara
tveggja í kjördæminu í heild. Val-
gerður segir að staða sín sem
Valgerður Sverrisdóttir.
þingmanns í Reykjavík sé bæði já-
kvæð og neikvæð fyrir prófkjörs-
baráttuna. „Það styrkir mig að
vera þingmaður og í ábyrgðar-
stöðu sem formaður þingflokks-
ins. Hins vegar þýða störf mín að
ég hef minni tíma í kjördæminu,
en ég mun nýta allar stundir sem
gefast til að fara norður. Ég fæ
góðar undirtektir, en þetta mun
ekki vinnast nema með mikilli
vinnu,“ segir Valgerður.
Jakob Björnsson hyggst opna
Jakob Björnsson.
sína skrifstofu í Kaupvangsstræti
4 á hæðinni fyrir ofan Jón Bjarna-
son úrsmið. Jakob býst við að
verða virkur á skrifstofunni fram
að kjörinu en „maður þarf þó að
gefa sér tíma til að halda jól“. Líkt
og Valgerður segist Jakob óviss
um tilfinningu sína gagnvart kjör-
inu. Aðspurður segist hann eng-
an her vera með í vinnu, en vissu-
lega komi ýmsir að störfum með
honum. — BÞ
Landssíimim styrkir skólakeriid
Landssíminn hefur samið við
menntamálaráðuneytið um að
styrkja íslenska menntakerfið
með 23 milljónum í því skyni að
efla notkun upplýsingatækni í
skólum og þróun fjarnáms og
IJarkennsIu. Framlag Landssím-
ans verður 2 milljónir á þessu ári
og síðan 7 milljónir árlega næstu
þrjú árin. Fyrirtækið leggur fram
tölvubúnað, fjarskiptabúnað og
vinnu starfsmanna sinna og fell-
ir síðan niður fjarskiptakostnað.
Stuðningi Landssímans verður
ráðstafað í samráði og samstarfi
við menntamálaráðuneytið, sam-
kvæmt samningi sem mennta-
málaráðherra og forstjóri Lands-
símans hafa undirritað.
Fjarfundakerfi í aUa skólana
A grundvelli samningsins verður
fyrst um sinn ráðist í tvö verk-
efni. I fyrsta lagi hefur verið
ákveðið að þrír grunnskólar og
þrír framhaldsskólar verði þró-
unarskólar í upplýsingatækni.
Þeim er ætlað að þróa notkun
upplýsingatækni í starfsemi
sinni og leiðbeina öðrum skólum
á því sviði. Landssíminn mun
m.a. leggja til ISDN-tengingar í
skólunum og fastar línur tengdar
háhraðanetinu. Fjarfundakerfi
verður jafnframt sett upp í öllum
skólunum þannig að bekkir geta
komist í samband við annan
bekk. - HEI
Síldveiði á Héraðsflóa
Nokkur síldveiði var á Héraðsflóa um síðustu helgi og fór mest af
þeim afla sem fékkst til frystingar, söltunar og bræðslu til Neskaup-
staðar og Hornafjarðar. Mestu hefur verið landað hjá SR-mjöli á
Seyðisfirði, eða 8.318 tonnum, en 5.596 tonnum hjá Síldarvinnsl-
unni á Neskaupstað. Alls hefur verið landað 36.930 tonnum af síld
og hefur mest af henni farið til bræðslu, eða 27.803 tonn en 7.196
tonn til söltunar og 1.931 tonn til frystingar. Heildarsíldarkvótinn er
89.540 tonn og því liðlega 53 þúsund tonn óveidd. Haugabræla var á
Héraðsflóa í gærdag. Loðnuaflinn er kominn í 383 þúsund tonn og
enn óveidd um 420 þúsund tonn af upphafskvóta sem búast má við
að verði aukinn eftir áramót. — GG
Rekstur sokkaverksmiðju í burðar-
liðnum á Blönduósi
Sveitarfélögin Höfðahreppur (Skagaströnd), Skagafjörður (nýtt sveit-
arfélag) og Blönduósbær ásamt Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra
(INVEST), Byggðastofnun ásamt Fjárfestingaskrifstofu atvinnulífsins
hafa verið skoða fyrirtæki og kanna möguleika að því að kaupa þau
norður til að skapa fleiri atvinnufyrirtæki og draga úr atvinnuleysi.
Það sem er einna lengst komið er stofnun á sokkaverksmiðju sem
staðsett yrði á Blönduósi, en Hörður Ríkharðsson, starfsmaður IN-
VEST, segir að fleiri kostir séu á borðinu sem séu allrar athygli verð-
ir. - GG
Skógrækt utan nytjaskógamarka
styrkt
Landbúnaðarráðuneytið hefur styrkt skógrækt
utan nytjaskógamarka í Eyjafirði með einni millj-
ón króna, en plantað var á þessu ári um 30 þús-
und plöntum af ýmsum tegundum og tegundaaf-
kvæmum utan nytjaskógamarka.
Ríkisstyrkt nytjaskógrækt á jörðum bænda í
Eyjafirði hefur nú verið stunduð í 15 ár og fer
þeim bændum fjölgandi sem vilja stunda skógrækt
á jörðum sínum. Þó eru ekki öll svæði f Eyjafirði
talin jafn hentug til nytjaskógræktar og voru því
sett svokölluð nytjaskógamörk en utan þeirra er
talið að skógur vaxi verr en innar í firðinum.
Margir bændur sem búa utan þessara marka hafa
þó verið styrktir til plöntukaupa sl. 10 ár af Skóg-
ræktarfélagi Eyfirðinga og Búnaðarsambandi
Ejjafjarðar. Meginmarkmiðið með skógræktinni er að veita skjól,
fegra umhverfi jarðanna, gera svæðin byggilegri og styðja þannig
hefðbundinn landbúnað. — GG
Guðmundur
Bjarnason
landbúnaðarráð-
herra.