Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Simbréf aug/ýsingadei/dar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritsljórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Forystaii sterk í fyrsta lagi Forysta Framsóknarflokksins stendur sterk að vígi eftir flokks- þingið um helgina. Flún fékk afgerandi stuðning í kosningunni um varaformann flokksins. Sú málefnalína sem formaðurinn, Halldór Asgrímsson, lagði í ræðu sinni á fyrsta degi flokksþings- ins endurspeglast í samþykktum þingsins um þjóðmálin. Niður- staða helgarinnar virðist sú að framsóknarmenn séu ánægðir með störf flokksins í ríkisstjórn og vilji meira af svo góðu á næsta kjörtímabili. í öðru lagi Flokksþingið einkenndist öðru fremur af slag um embætti vara- formanns, en það Iosnaði þegar umhverfisráðherra ákvað að hætta í stjórnmálum. Lengi vel þótti tvísýnt um úrslit þeirrar kosningar, en svo fór að lokum að hefðbundin hollusta hafði betur. Formaður Framsóknarflokksins tók að vísu ekki opinber- lega afstöðu til frambjóðendanna tveggja, en öllum mátti vera ljóst að Finnur Ingólfsson var hans maður - þótt ekki væri nema vegna náinnar samvinnu þeirra í núverandi ríkisstjórn. Margir hefðu litið á fall Finns sem áfall fyrir forystu flokksins og þá stefnu sem hún hefur fylgt í umdeildum landsmálum. Þess vegna hlaut Finnur afgerandi kosningu; fékk hátt í tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. í þriðja lagi Samfylkingarmenn virðast Iíta svo á að formaður Framsóknar- flokksins hafi sent þeim ákveðin skilaboð í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu. Annars vegar með því að setja á dagskrá umræðu um hugsanlegar leiðir sem gætu gert aðild að Evrópusamband- inu mögulega. Hins vegar með ítrekun sinni á því markmiði flokksins að leita eftir fylgi til stjórnarforystu eftir kosningar. Enginn þarf að efast um að Halldór Ásgrímsson heldur öllum dyrum opnum. En núverandi stjórnarasamstarf nýtur mikils fylgis meðal kjósenda stjórnarflokkanna. Það þarf því margt að breytast í næstu þingkosningum ef þær eiga að Ieiða til stjórnar- samstarfs án Sjálfstæðisflokksins. Elías Snæland Jónsson LeiðtogafLokkur Frjálslyndi flokkurinn verður formlega stofnaður um næstu helgi og mun það tvímælalaust teljast til merkari tímamóta í stjórnmálum á þeirri öld sem nú er að líða. Fjöldahreyfing- in, sem að baki flokksstofnun- inni stendur er slíkt afl ein og sér að annað eins hefur varla sést síðustu áratugi. Um allt land hafa menn risið upp og fylkt sér um flokkinn, stefnu hans og markmið. En þótt fjöldahreyfingin sé kröftug og dýnamísk þá er hún þó ekki nema brot af þeim byr sem Fijálslyndi flokkurinn hefur. Stærsti kostur Frjálslynda flokksins hlýtur að vera mannvalið sem þar er. Olfkt öðrum flokkum, þar sem þorri meðlima er það sem kallað er „almennir flokksmenn'1, hefur Frjálslyndi flokkurinn eintóma leiðtoga en enga almenna flokksmenn. Einsöngvarakór Því mætti eins vel skilgreina Frjálslynda flokkinn sem leið- togaflokk þar sem stórmenni er í hveiju plássi, eða öllu heldur plássleysi. Því jafnvel einsöngvarakórar þurfa stjórn- anda, en í Frjálslynda flokkn- um eru bara pólitískir ein- söngvarar og enginn stjórn- andi. Því til viðbótar rírðast þessir einsöngvarar hreint eldd sammála um í hvaða tónteg- und þeir ætla að syngja, hver eigi að syngja, hvenær og hvað. Því hefur það óhjá- kvæmilega gerst að stórmenn- in eru farin að rekast hvert á annað, leiðtogarnir eru trúir eðli sínu og allir vilja vera for- ingjar. Um helgina sprungu fyrstu sprengjurnar þegar upp V úr sauð milli þeirra Sverris Hermannssonar og Bárðar Halldórssonar. Bárður og hans generáiar segja Sverri Her- mannsson vera rekakkeri á hinni nýju hreyfingu. Honum hafi ekki tekist að hreinsa sig af Landsbankamálinu og hans forusta muni draga úr því mikla flugi sem verið hefur á fjöldahreyfingunni. Þess utan virðist Bárður telja fasískt yfir- bragð á því að gera Sverri að formanni Frjáls- Iynda flokksins því hann sá ástæðu til að nota það sem rök gegn for- mennsku Sverris að þetta væri ekki fastistaflokkur. Margir flokkar Sverrir hins vegar og félagi hans Grundartanga-J ón eru ekki í vafa um að þeir séu mun betur til forustu fallnir. Þannig benti Jón á hið póli- tíska framboðssteinbarn í maga Bárðar, og engum duld- ist að Jón taldi Bárð aulabárð. Spurningin nú hlýtur að snú- ast um hvort öll foringjaefnin í hinum óstofhaða Frjálslynda flokki nái að halda hópinn út þessa viku fram að stofnun flokksins og kosningu for- manns. Það verður að teljast ótrúlegt. Garri telur mun lík- Iegra - og í raun heppilegra - að foringjarnir stofni einfald- lega hver sinn flokk og hafi hver sína fjöldahreyfingu að baki sér. Þannig gætu menn um næstu helgi stofnað nokkra flokka með einn til tvo foringja í hverjum - Frjálslyndi flokkur Sverris gæti t.d. verið einn og Frjálslyndi flokkur Bárðar annar. 7*"%. JÓHANNES SIGURJÓNS / SON 'rr>f » skrifar Leit að heiðarlegiun embættismanni Það er alkunna að við íslendingar búum ekki yfir miklu frumkvæði til góðra verka og skortir oftar en ekki skynsemi til að skynja þörf- ina á nauðsynlegum tiltektum í þjóðfélaginu. Og kveikjum yfir- leitt ekki á perunni fyrr en ein- hverjir aðrir vísa okkur veginn með aðgerðum í öðrum löndum. Og þá segjum við gjarnan: Af hverju vorum við ekki löngu bún- ir að láta okkur detta þetta f hug? Gott dæmi um ofannefnt er hið merka framtak Indveija í Punjab- héraði, sem fólst í leit með log- andi Ijósi að heiðarlegum emb- ættismanni í stjórnkerfinu. Leitin stóð yfir í 18 mánuði og niður- staðan var sú að ekki einn einasti heiðarlgur embættismaður kom í leitirnar. Afturámóti fundust 300 spilltir embættismenn. Fram kom einnig í frétt um þetta mál að Indland telst vera áttunda spiltasta rfki heims sam- kvæmt alþjóðlegri könnun. Embættisættingj ax Þegar við lesum þessa frétt, þá Iiggur auðvitað í augum uppi að við hefðum lyrir löngu átt að vera búin að senda út leitarflokka eftir heiðar- Iegum emb- ættismönn- um á íslandi. I öllum þeim aragrúa kannana og rannsókna sem fram hafa farið hér á landi á smávægi- iegustu fyrirbærum, þá hefur hinn heiðarlegi embættismaður legið gjörsamlega óbættur hjá garði. Við höfum ekki hugmynd um hvort embættismenn okkar eru upp til hópa stálheiðarlegir og grandvarir starfsmenn, eða hvort þeir endurspegla veruleikann í Indlandi. Þetta er reyndar ekki al- veg rétt, því öll þekkjum við ein- hverja emb- ættismenn, þeir eru gjarnan f hópi kunningja okkar og ætt- ingja sem við þekkjum að- eins af góðu einu. Og því göngum við jafnan út frá því sem vfsu að þeir séu heiðarlegir embættismenn, þrátt fyrir að við vitum ekkert hvað þeir eru að bauka í vinnunni. Ættmgjagæska Og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Spilling embættismanna í Indlandi ku fyrst og fremst koma fram í mútuþægni. Því er örugg- lega ekki til að dreifa hér á landi. En ef spilling er til staðar í emb- ættismannakerfinu á Islandi, þá er hennar sjálfsagt fyrst og fremst að leita í tenglsum við nepótisma og klíkuskap. Embættismenn eiga sem sé ættingja og vini út um allt, og ættingjarnir og vinirnir eiga sjálfir ættingja og vini sem þurfa á fyrirgreiðslu embættismanna að halda, og svo koll af kolli. Og þarna erum við komin á heimaslóðir í spillingunni og för- um að kannst við okkur. Leitin að hinum heiðarlega embættismanni á Islandi á sem sé ekki að taka mið af mútuþægni heldur mis- notkun aðstöðu í þágu vina og ættingja. En niðurstaðan yrði samt væntanlega sú hér, öfugt við Indland, að enginn óheiðarlegur embættismaður fjmdist á byggðu bóli. Vegna þess að ættingjagæska hefur hingað til ekki verið skil- greind sem merki um spillingu á íslandi. undu engai óspilltan embættis- -Dagur snuria svairaid Hvor er líhlegri tilfor- mennsku í Frjálslynda flokknum, BárðurHall- dórsson eða SverrirHer- mannsson? Bjami Hafþór Helgason framkvæmdastjóriÚtvegsmammfélags Noróttrlands. „Þetta er afar flókin staða í óskil- greindu um- hverfi. Tals- menn Frjáls- lynda flokks- ins hafa sagt í viðtölum að átökin snúist um steinbarnið í maga Bárðar Hall- dórssonar og bankaferii Sverris Hermannssonar. Æskilegast væri að finna þriðja manninn sem sátt væri um. Eftir helgina er það sennilega ekki Jón Sigurðsson. Einhvern veginn hlýtur þetta þó að leysast þegar menn setjast niður. Eða leysast upp.“ ísólfur Gylfi Pálmason þingmaóurFramsóknatflokks. „Þetta er óneitanlega svolítið spaugilegt og líkara sápuóperu en pólítík. Sverrir er góður veiði- maður og hann hlýtur því að landa formennskunni." GuðlaugurÞórÞórðarson borgaifidltníiSjálfstæðisflokltsins. „Það er aug- ljóst að þeir félagar báðir og þeir sem í kringum þá eru hafa ótvíræða hæfileika til þess að starfa á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Að mælast með innan við 3% fylgi og klofna samt er dæmi um slíkt. En ef ég stæði í þeim sporum að velja milli Sverris og Bárðar yrði valið mér mjög erfitt." LúðvOt Bergvinsson þ ingmaðnrAlþýðitflokks. „Mér virðist sem svo að þessi ný- stofnaði stjórnmála- flokkur hefji göngu sína á því að klof- na. Eg treysti mér því ekki til þess að kveða uppúr um hver eigi að Ieiða þennan flokk, eða hvorn arminn fyrir sig.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.