Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 ro^tr LJFIÐ I LANDINU Steinunn Úlína Þorsteinsdóttir. Þóra Guðmundsdóttir. Upptökur á áramótaskaupinu liófust nú í vikunni en nokkur leynd hvílir þó eim yfir ýmsu í kringum skaupið. Leikstjóri er Þór- lialiur Sigurðsson en liöfundar eru nokkrir og verða nöfn þeirra ekki gefin upp að sinni. Meðal leikara eru Steinuim Ólina Þorstcins- dóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Þórhallur Sig- urðsson (stundum kallaður Laddi), Þröstur Leó Gunnarsson, Gunnar Helgason og Hall- dóra Geirharðsdóttir. Þórhailur Sigurðsson (leikstjóri) vildi ekkert gefa upp um efnistök og spurður hvort skaupið yrði „heföbmidið" sagði hann: „Það skul- um við ekkert segja um. Það er ómögulegt að segja en við fylgjum ákveðnum hefðum.“ En semsagt: Skaupið er i framleiðslu! Tímaritið Nýtt líf útnefnir konu ársins í næstu viku. Vettvangurimi er Rex barinn nýi og er hægt að skemmta sér fram á þriðjudag við að vclta fýrir sér hver verðs- kuldi titiliim. í fyrra var það Þóra Guð- mundsdóttir í Atlanta, þar áður Rannveig Rist, Björk, Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðardóttir, Sophia Hansen og fýrst kvenna til að liljóta viðurkenninguna var Vigdís Finnbogadóttir. Dagur skýtur á að nú verðiþað... Ingibjörg Sólrún aftur, fýrst kvenna til að tvöfalda, eða... nafna hennar Pálmadóttir fyrir að vera eini kvenráðherrann, eða...? Tónlistarbransimi hefur mörg andlit. Or því að hljómsveitin Sklta mórall verður ekki með plötu um jólin þá gefur hún út bók. Um hvað? Sjálfa sig! Hvað annað? Dagur íslenskrar tungu er nýliðinn og nú fá stangveiðimenn að spreyta sig á nýyrðasmíð. Veiðiskapurinn er mikið litaður af er- lendum slettum, menn veiða á „streamer“, (straumflugur), þeir „hitsa“ (nota gáruhnút) og sumir veiða úr „bellyboat" sem cr stór hringlaga velbúimi kútur sem menn setja um sig miðja til að fleyta sér um vötn. Verslunin Veiðimaðurinn undir stjóm Ólafs Vigfús- sonar efnir til samkeppni um besta nafnið á þessa kúta og biðm is- lenskusinnaða stangveiðimenn að gmfla í huga sér. Stangveiðin berst nefnilega ckki bara út fýrir náttúmvemd, heldur líka mál vemd. Það hefur svo sem ekki farið mikið fýrir undirbúningi 21s pilts viðsvegar af landinu fýrir fegurðarsamkeppni í fjölmiðlunum, fýrir utan DV sem að sjálfsögðu sinnti keppninni samviskusamlega eins og þeirra er von og vísa. Hvað um það þá var Herra ísland valinn á fimmtudagskvöld, og heitir sá er valinn var fegurstur keppenda Andrés Þór Bjömsson 21s árs Reykvíkingur í Fjölbraut í Breið holti. En hafi konur haft í hyggju að króa piltinn af við fýrsta tæki- færi þá skal þess getið að hann á kærastu, sem er m.a.s. eitt af hans helstu áhugamálum, auk líkamsræktar og fótbolta skv. síðasta helg- arblaði DV. Brynja Benediktsdóttir flytur út leiklist frá Skemmtihúsinu á Laufásveginum í gríði og erg. Leikrit hennar Ferðir Guðríðarer ný- komið heim úr leikför til Dyflitmar þar sem þetta verk um Vínlandsreisu Guðríðar Þor- bjamardóttur á öndverðri elleftu öld fékk fínar móttökur. Leikritið er að verða býsna víðförult og hefur nú farið til Færeyja, Kanada, Svíþjóðar og írlands og er þegar búið að skipuleggja leikferð um gervöll Bandaríkin árið 2000. Bæði enska og ís- lenska útgáfa verksins verða sýndar í Skemmtihúsinu á sunnudaginn, sú enska kl. 14 og íslenska kl. 20, en ef marka má aðsóknina og hrifninguna í Dublin ættu menn að fá eitthvað fýrir sinn snúð. Ragnhildur Rú- riksdóttir leikur í íslensku útgáfunni en Tristan Gribbin þeirri ensku og þótti gagmýnendum í The Irisih Times og Evening Herald Tristan vera hrífandi í hlutverki sínu og var uppselt á 12. og slð- ustu sýningunni í Dublin... Brynja Benediktsdóttir. Guðmundur Hrafnkelsson sýndi stórfína markvörslu í fyrri leiknum gegn Ungverjum, á morgun verður hann aftur bak- hjarlinn í liðinu, enn einu sinni. Lífhandboltamannsins erekki bara dans á rósum. Það erhörkupuð að standa í eldlínunnifyrirísland. GuðmundurHrafnkelsson, lands- liðsmarkvörður, segir okkurfrá lífi landsliðsmannsins. Guðmundur Hrafnkelsson hefur varið mark Is- lands í 289 leikjum. Hann hélt, ásamt félögum sínum, til Ungveijalands í gær. Þar ætla strákarnir að reyna að fylgja eftir sigrinum í Laugardalshöll- inni frá miðvikudeginum og tryggja Islandi sæti í lokakeppni HM í Egyptalandi. Spennan minnkar með reynslunni „Eg get nú ekki sagt að ég sé lengur spenntur þeg- ar á að fara að velja landsliðið. Eg er farinn að gera mér grein fyrir því hvað ég get og til hvers er ætlast af mér. Eg er búinn að vera svo lengi í þessu að ég held að ég finni þegar að því kemur að ungu strákarnir fara að banka hraustlega á dyrnar hjá mér. En sem betur fer eru alltaf að koma upp ungir strákar sem geta tekið við þegar þar að kem- ur.“ - Oftast fær Iiðið ekki nema tvær til þijár æfing- ar fyrir leik. En hvað er það eiginlega sem leik- menn, í topp formi, gera á landsliðsæfingunum? „Við förum f gegnum varnar- og sóknarleik. Síð- an eru fundir þar sem við skoðum myndbönd af andstæðingunum. Þannig er betur hægt að gera sér grein fyrir hvemig best er að taka á þeim. Landsliðsæfingarnar eru mikil vinna en oftast skemmtileg. Allir keppast við að leggja sig hundrað prósent fram. Enginn vill vera skilinn eftir þegar hið eiginlega landslið er svo valið.“ Erfið ferðalög - Ferðalögin eru stór þáttur í lífi landsliðsmanns- ins. Ætli þau séu alltaf skemmtileg? „Nei þau eru mjög mis skemmtileg. Stundum er okkur kannski sagt að það sé tveggja til þriggja tíma rútuferð frá flugvellinum að hóteli. Svo þegar við mætum á staðinn lendum við kannski f 5-6 tíma ferðalagi í misgóðum rútum. Það getur verið erfitt. En mórallinn er góður í landsliðshópnum og það skiptir miklu máli. Við styttum okkur stundir með bröndurum og svo spilum við líka þannig að okkur Ieiðist ekkert. Svo erum við oft að hittast aftur eftir langan tíma og þá þarf mikið að spjalla, mest náttúrulega um handboltann. Við erum alltaf forvitnir að vita hvernig gengur hjá félögunum." Leikdaguriiin - Þegar komið er á leikstað taka æfingamar við á ný. Landsliðið fær 1-2 æfingar í íþróttahöllinni sem leikið er í til þess að kynnast húsinu. En hvernig gengur leikdagurinn fyrir sig? „Það er nú reynt að hafa hlutina sem eðlileg- asta. Við erum vaktir á morgnana og borðum sam- an. Seinna um daginn er haldinn fundur þar sem þjálfarinn fer yfir leikinn og stappar í okkur stál- inu. Sálfræðiuppbyggingin skiptir mjög miklu og hana fáum við áður en við förum inn á völlinn til að hita upp. Korter fyrir Ieik förum við svo inn í klefa og þar beijum við leikmennirnir okkur sam- an og reynum að ná upp baráttuandanum sem er nauðsynlegur ef vel á að ganga“. Þjóðsöngurinn „Þjóðsöngurinn skiptir miklu máli. Þegar maður hlustar á hann og horfir á fánann fyllist maður stolti yfir því að vera íslendingur. Það er síðasta áminningin um að við vorum valdir til þess að spila fyrir þjóðina. Það verða allir landsliðsmenn að gera sér grein fyrir því að þeir eru þarna til þess að spila fyrir Island." Dagur sendir baráttukveðjur til Ungveijalands: Áfram Guðmundur! Áfram ísland! -GÞÖ Maður viknmiar keypti flokk Maður vikunnar snaraði út 5.000 kalli til að tryggja sér nafnbót- ina frjúlslyndur og þjófstartaði stojnun „stjómmálaflokks" í leyni heima í stofu með kajfinu og nokkrum vinum svo enginn gæti gengið í hann. Stjórnmálabarátta fær nýja vfdd þegar hún gengur út á að halda öðrum frá þátttöku og Sverrir Hermannsson hefur nú sýnt að hann er maður stórhuga á þessu sviði eins og öðrum. „Fáir útvaldir" var kjörorð hans í bankanum og það lifir í Frjáls- lynda flokknum. I dag á svo að stofna hálfbróðurinn „Frjálslynda lýðræðisflokkinn". I hanskahólfinu á fjölskyldubtl Bárðar Halldórssonar? Sverrir er maöur vikunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.