Dagur - 28.11.1998, Qupperneq 6

Dagur - 28.11.1998, Qupperneq 6
 22 — LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 LÍFIÐ í LANDINU „ístarfi mínu sem dagskrárstjóri hef ég lagt mikið upp úr því að halda ákveðnu sjálfstæði tii að velja efni til dag- skrár og tel mig viðhalda trúverðugleika með því að tengjast engum stjórnmálaflokki. En það er mjög ríkt í stjórn- málamönnum að vilja setja pólitíska stimpla á menn og þeim líður dálítið illa efþeir geta það ekki.“ Sigurður Valgeirsson hefurí starfi sínu sem deild- arstjóri innlendrar dagskrár- deildarRíkissjón- varpsins stóreflt hlut íslensks efnis. í viðtali ræðirhann um starf sitt, dagskrárgerð og einstaka þætti og rifj- arauk þess upp trommuferilinn og fleiri störfá litríkum ferli. - Þú átt feril að haki sem trommuleikari í hljómsveitum, segðu mérfrá honum. „Systir mín eldri átti trommu- sett og ég byrjaði að glamra á það níu ára gamall og lék með hljómsveitum í gagnfræðaskóla. Sfðan stofnuðum við Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosason, Jóhann G. Jóhannsson og Svein- björn I. Baldvinsson Nýja kompaníið um 1980. Það má segja að við kæmum eins og loftsteinn inn í íslenskt jazzlíf því við höfðum engan bakgrunn. Þetta var mjög metnaðarfull hljómsveit og einstaklega skemmtilegur félagsskapur. Samstarfinu lauk á eðlilegan hátt. Við gáfum út plötu, Iögð- um niður sveitina og þeir sem það vildu urðu atvinnutónlistar- menn. Mörgum árum seinna narraði Guðmundur Andri mig í Spaða en því sambandi lauk með skilnaði. Sennilega var þetta bara of tímafrekt og ef við fráskiljum hæfileika þá myndi ég aldrei vilja vera trommari að atvinnu.“ - Þú varst útgáfustjóri Al- menna bókafélagsins á átakatím- um í sögu útgáfunnar. „Eg var þar í fimm og hálft ár. Það var mjög skemmtilegur tími en mikil barátta sem lauk með ósigri. Þegar ég tók við hafði verið hafin útgáfa á verkum sem voru mjög þung í útgáfu og ég gekk inn í það. Eg tel samt að það hafi verið unnið ákveðið uppbyggingarstarf á meðan ég var í útgáfunni. Það getur eng- inn ímyndað sér hvað ég rembd- ist mikið fyrir lítið því á endan- um fór fyrirtækið mjög illa. Eg verð að nefna í þessu sambandi að fyrirtækið réðst Iíka út í rekstur bókabúðakeðju á þess- um tíma sem varð þungur baggi." - Hefði verið hægt að hjarga fyrirtækinu? „Eg hefði treyst mér til að gera betur en Friðrik mikli.“ - Þú hefur tekið saman hækur og skrifað leikrit og skrifað bamaefni jyrir sjónvarp. Geng- urðu með skáldadrauma? „Það er sennilega einhver skáldleg taug í mér en til að hún virki þarf helst að vera gjald- mælir og ákveðinn skilafrestur. Eg hef aldrei skrifað neitt nema fyrir peninga. Eg þekki þó nokk- uð af skáldum og innra með þeim býr ástríða. Eg er gjörsam- lega Iaus við þá ástríðu." Vinna er stöðug barátta - Höldum áfram með ferilinn sem er æði fjölbreyttur. Þú varst jjrsti ritstjóri Dagsljóss. Það hlýt- ur að hafa verið skemmtilegur tími. „Það var mjög spennandi. Ég hafði með mér mjög reynda dag- skrárgerðarmenn og sérlega góða umsjónarmenn. Það var Kolbrún Bepgþórsdóttip skrifar mikill kraftur í mönnum og þarna var mjög góður andi. Okk- ur var ekki beinlínis klappað í upphafi, en það er nú þannig að það er ekkert meira stressandi að ganga illa en að ganga vel. Ég lít einfaldlega svo á að öll vinna manns sé stöðug barátta og maður stendur ekki allt í einu uppi sem sigurvegari." - Hvernig fannst þér að verða skyndilega heimilsvinur lands- manna á skjánum? „I byrjun var mér tekið fremur illa í blöðunum, lenti til dæmis í úrtaki yfir verstu sjónvarpsmenn landsins. Mér brá nokkuð þegar ég las það. En þegar á leið urðu viðtökur æ vinsamlegri þannig að við sem stóðum að Dagsljósi gátum verið mjög sátt. En ég hef enga sérstaka þörf fyrir að vera sýnilegur í sjónvarpi og mér líð- ur afskaplega vel þar sem ég er ^ U nuna. - Það hefur verið reynt að tengja þig Sjálfstæðisflokknum og ráðning þt'n sem dagskrár- stjóra hefur af sumum verið talin pólittsk. Hverju svararðu þvt'? „Ég var kosinn leynilegri kosn- ingu með Ijórum atkvæðum og það eru einungis þrír sjálfstæð- ismenn í útvarpsráði. Mér finnst engan veginn hægt að segja kosningu mína hafa verið pólit- íska. Ég vil gjarnan trúa því að ég hafi verið ráðinn vegna hæfi- leika og reynslu. Mér finnst þó ekkert óeðlilegt við það að menn vilji tengja mig Sjálfstæðis- llokknum því ég hef alla starfsævi mína unnið mikið með sjálfstæðismönnum. Ég hef hins vegar aldrei verið í stjórnmála- flokki og hef takmarkaðan áhuga á pólitík. I starfi mínu sem dagskrárstjóri hef ég lagt mikið upp úr því að halda ákveðnu sjálfstæði til að velja efni til dagskrár og tel mig við- halda trúverðugleika með því að tengjast engum stjórnmála- flokki. En það er mjög ríkt í stjórnmálamönnum að vilja setja pólitíska stimpla á menn og þeim líður dálítið illa ef þeir geta það ekki. Ég vil vera maður sem ekki er hægt að setja á ákveðið merki og ég geri engan greinarmun á mönnum hvar í flokki sem þeir standa." - Vt'kjum að sjónvarpsdag- skránni. Nú var Dagsljós tekið af dagsltrá þrátt fyrir tnikið áhorf, voru það ekki mistök svona eftir á að hyggja? „Nei, ég er ekki þeirrar skoð- unar. Þættirnir voru búnir að vera á dagskrá fimm ár í röð og höfðu gengið vel en það var kominn tími til að breyta til. Það má Iíka segja að Dagsljós þættirnir hafi verið farnir að þróast á þann veg að vera þrír þættir undir sama nafni, um- ræðuþáttur á þriðjudögum, menningarþáttur á fimmtudög- um og föstudagsþátturinn var í Iéttum dúr. Með því móti að setja svona mikið púður í einn þátt vorum við að keyra dag- skrána meira í lokuðum rásum þannig að þegar fólk sagði: „Það er aldrei neitt í þessu sjónvarpi" og maður svaraði: „En við erum til dæmis með Dagsljós Qóra daga vikunnar þá var viðkvæðið: „Já, en það er ekkert í Sjónvarp- inu fyrir utan Dagsljós. Nú eru margir og fjölbreyttir þættir á dagskrá í stað Dagsljóss og í viðbót við það. Ég nefni til dæmis magasínþáttinn Kol- krabbann sem er mjög vaxandi og er fimm sinnum í viku á und- an fréttum. Það er meiri vinna fyrir mig að stýra svona dagskrá og að mörgu Ieyti miklu skemmtilegra. Mér ber að þjóna áhorfendum til að dagskráin geti orðið skemmtilegri og fjölbreytt- ari og áhorf sýnist mér vera svip- að og var á Dagsljós.“ .unifaalífi t,uWöub ói> 'r/cj í/.nni I .Eirig

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.