Dagur - 28.11.1998, Side 7

Dagur - 28.11.1998, Side 7
niw>«síft B*tl nsa Mi U V V. ,8S H M 0 h U H h 0 ’J A J Tkyur LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 - 23 Lára Margrét Ragnarsdóttir er nýkomin úr kosningaeftirliti íAlbaníu. Hún segir að spenna hafi ríkt í iandinu fyrir atkvæða- greiðslu um nýja stjórnar- skrá. ÖttmníAlbaníu - Þú varst töluvert gagnrýndur fyrir að taka skemmtiþátt Hemma Gunn af dagskrá. Af hverju tókstu þá ákvörðun? „Mér finnst Hemmi Gunn vera ein af fáum stjörnum okkar í sjónvarpi. Það stafar af honum stjörnuljóma. Mér fannst hins vegar vera kominn tími til að hvíla hann. I sjónvarpi verður að eiga sér stað viss markviss end- urnýjun, ekki síst í okkar litla landi. Eg er hins vegar \áss um að Hemmi Gunn getur átt glæsi- lega endurkomu í sjónvarp, eftir hvíld.“ - Hvað með Spaugstofuna sem snýr aftur ár eftir ár? „Spaugstofan hefur gríðarlegt áhorf og þegar vel tekst til eru þeir félagar frábærlega fyndnir og bjóða upp á þjóðfélagssatíru í hæsta gæðaflokki. Eg veit ekki um neinn hóp sem fer í fötin þeirra hvað það varðar. Auk þess eru þeir allir góðir leikarar og söngvarar. Auðvitað kemur að því að það verður gott fyrir þá að hvíla en í vetur sá ég ekkert sem ég gat boðið áhorfendum upp á sem var betra en þeir. En ef ég ætti að kreista út úr mér hrós um Stöð 2 myndi ég hrósa þeim fyrir Fóstbræður, sem eru djarfir húmoristar og höfða mjög til ungs fólks.“ Fólk vill úmlenda dagskrá - Er ekki mikill vandi að vera yf- irmaður innlendrar dagskrár- gerðar sem þarf helst að vera hæði menningarleg og áhorf- endavæn? „Það er hægt að fá hörku áhorf á menningarlegt og vits- munalegt efni sem um leið er skemmtilegt. En á sama hátt hefur lítið upp á sig að setja skýringarlaust til dæmis mjög framsækna tónlist á kvölddag- skrá og móðga þarmeð meiri- hluta þjóðarinnar. A kvöldin, alla daga vikunnar, eru góðir þættir sem sameina það að vera bæði skemmtilegir og vitsmuna- legir. „Þetta helst“ er dæmi um sh'kan þátt og á hann horfa tæp- lega 30 prósent þjóðarinnar. „Stutt í spunann" er þáttur sem byggist á vitsmunalegum leik þótt hann sé í léttum dúr. Og ís- lendingar eru svo gáfaðir að það er hægt að bjóða þeim upp á og fá dúnduráhorf á „Sunnudags- Ieikhúsið", sem Morgunblaðið heiðrar með gagnrýni eftir hverja mynd.“ - En hvað með dýrari verkefni, eins og íhurðarmiklar sjónvarps- myndir og leikrit, eru það fjár- hagslega þung verkefni? „Ég mun aldrei biðjast afsök- unar á því að bjóða upp á leikin verk sem eru tiltölulega ódýr i framleiðslu; mér finnst ég geta hreykt mér af því. Stærri verk eru dýr en við verðum þó með tvö slík verkefni í vetur. I fyrsta lagi Dómsdag sem er 90 mín- útna sjónvarpskvikmynd eftir Egil Eðvarðsson. Hún verður frumsýnd á annan í jólum, og fjallar um Sólborgarmálið. Þá er á jóladagskránni stór sjónvarps- mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson sem heitir; Þegar það gerist og er gerð er eftir samnefndri smá- sögu hans. Auk þess verða á jóladagskrá tvær nýjar barna- myndir. Þannig sýnum \dð bæði styttri verk sem reynt er að vinna á hagkvæman hátt og dýr- ari verk sem taka langan tíma í vinnslu. Málin eru komin í góð- an farveg nú þegar við erum með styttri verk og lengri ásamt leikritum af Ijölunum og endur- sýningar. Þá er framleiðsla sjón- varpsins á leiknu efni farin að nálgast það að vera eins og hún á að vera.“ - Þegar kemur að innlendri dagskrárgerð er eins og Stöð 2 haft gefist upp t' samkeppni við RÚV . Það hlýtur að gleðja þig? „Fólk vill íslenska dagskrá. Auðvitað kostar það mikið fé en ég tel að Stöð 2 geti ekki veitt RUV alvarlega skráveifu meðan þeir sem þar ráða eru ekki dug- legri við innlenda dagskrárgerð." - En nú er Stöð 2 að sækja t sig veðrið hvað varðar áhorf á frétta- tímann. Sú skýring heyrist og virðist mjög trúverðug að það sem hái fréttastofu Sjónvarps sé of mikil endurnýjun, þvt áhorf- endur séu thaldssamir og vilji geta fest augu á fréttamenn sem þeir þekkja og treysta þar af leið- andi. „Ég vil sýna kollegum mínum á fréttastofunni fulla virðingu en í þeirra sporum myndi ég setja í fréttasettið fasta þuli, karl og konu, sem segðu fréttir nær öll kvöld, en aðrir fréttamenn sæj- ust þá minna. Þessa leið myndi ég fara.“ - Kvartar þú mikið yfir pen- ingaskorti við yfirmenn þt'na? „Ég er á móti því að kvarta yfir peningaskorti. Ég sóttist eftir þessu starfi og þá byrja ég ekki á því að setjast og kvarta. Ég berst fyrir því að fá eins mikla pen- inga og möguiegt er en ekki síð- ur reyni ég að gera sem mest úr peningunum og nýta þá eins og mögulegt er. Að því leyti er ég eins og nýtin húsmóðir." - Finnst þér erfitt sem yfirmað- ur að skamma fólk eða jafnvel reka það? „Ekki tiltakanlega. Það er mik- ilvægt í starfi eins og þessu að vera almennt vel fyrir kallaður og verða sem sjaldnast snöggreiður. Starfinu fylgja mik- il átök og framhjá þeim verður ekki sveigt. Það er hægt að skamma fólk talsvert ef maður er alveg rólegur og segir ná- kvæmlega það sem manni finnst. Menn taka því yfirleitt þokkalega. Svo get ég trompast eins og aðrir og þá geri ég það. Ef maður verður að segja fólki upp þá gerir maður það, en á sh'kt ber alltaf að líta sem mikið alvörumál, en ef maður sér ekki aðra leið færa verður maður að gera það.“ - Þegar þú slekkur á sjónvarp- inu á kvöldin, ertu þá sáttur við afrakstur kvöldsins? „I þessu starfi upplifi ég mig eins og vélstjóra á stóru fleyi sem er sífellt á þönum á bak við tjöldin með skiptilykilinn til að reyna að herða hér og þar og jafnvel að hringja eftir varahlut- um. Margt í dagskránni er ég sáttur við og annað ekki alveg, en þá trúi ég yfirleitt að það sé á góðri leið. Arangur næst fyrst og fremst með góðri blöndu af mik- illi vinnu, opinskárri gagnrýni og hæfileikum. Fólk heldur oft að þeir sem vinna í sjónvarpi séu mjög sjálfsánægðir og gangi um í vímu yfir verkum sínum. Það er ekki þannig þótt einhverjar undantekningar hljóti að finn- ast. Hér hafa verið sendir út þættir með bros á vör og af miklum krafti en þegar búið er að slökkva á vélunum fer fram mikið uppgjör á bak við tjöldin. Hér eru gerð mistök eins og annars staðar. Ég hef ákveðna Ieikjakenningu um fjölmiðla- vinnu og hún er á þann veg að fólk verði alltaf, hversu reynt og hæft sem það er, að gefa sig allt í þessa vinnu en gleyma því samt ekki að vera glatt. Því ef vinnuálagið og stressið fer yfir ákveðin mörk verður allt skyndi- lega hundleiðinlegt og stein- dautt sem við gerum og áhorf- andinn er ekki lengi að skynja það. Svo vísa ég auðvitað til hins fornkveðna úr Stuðmannamynd- inni; Hæfilega væld en snyrti- mennskan þó ávallt í fyrirrúmi." Gríðarlegar deiluráttu sér stað uin nýja stjómarskrá Albaníu áðuren atkvæði vom greidd um hana um síðustu helgi. LáraMar- grét Ragnarsdóttir segir að spenna hafi ríkt ogfólk hafi óttast sprengingar og ofbeldisverk á kjördaginn. Áberandi vonleysi hafi veríð meðal þjóðarínnar. „Þegar við komum til Albaníu lá mikil spenna í loftinu. Við viss- um af því að það væri búið að skipuleggja og hóta mótmæla- aðgerðum. Það lá í loftinu að það gætu orðið læti. Það var þó ekki mikið um það, ein sprengja á kjörstað í Norður-Albaníu daginn fyrir atkvæðagreiðsluna. En það lá spenna í loftinu fram eftir sunnudeginum þangað til fólk áttaði sig á því að það yrðu ekki öflug mótmæli. Fólk var að ybba sig á einstaka stað en það var ekki til vansa,“ segir Lára Margrét Ragnarsdóttir þing- maður. ...ef fólki er neitaö um að greiða atkvæði Lára Margrét var í Albaníu á vegum Evrópuráðsins um síð- ustu helgi að fylgjast með at- kvæðagreiðslu um nýja stjórnar- skrá. Að kosningaeftirlitinu stóðu OSE, Oryggisstofnun um samvinnu í Evrópu, Evrópuráð- ið og Evrópuþingið. Eftirlits- mennirnir voru á annað hundr- að, þar af yfir 30 þingmenn. Eftirlitsmennirnir þurftu að kanna aðstæður á hvetjum stað og svara spurningum um tækni- lega framkvæmd atkvæða- greiðslunnar því að auðvitað getur skipt máli ef þrýstingur er á kjósendur, vopnaðir lögreglu- menn eru inni á kjörstöðunum og fólki er neitað um að greiða atkvæði. „Núverandi ríkisstjórn Alban- íu er samsett af sex flokkum, sósíalistum, mannréttinda- flokknum, lýðræðisbandalaginu, jafnaðarmönnum, bændum og þjóðernisflokknum. Sali Ber- isha, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem kallar sig lýðræðis- sinna, fer fyrir stjórnarandstöð- unni. Hann er hálfgerð þjóð- hetja að mati sumra. Berisha taldi að nýja stjórnarskráin hefði marga ókosti og því væri ástæðulaust fyrir fólk að taka afstöðu til hennar með því að greiða atkvæði. Til þess væri hún alltof léleg,“ segir Lára Margrét. Þjóðarbrotin ber að virða Feneyjanefnd Evrópuráðsins fór yfir nýju stjórnarskrána og var ráðgefandi við samningu henn- ar. Hún er byggð á stjórnar- skrám Vestur-Evrópu og ný- frjálsra Evrópuríkja. I henni er meðal annars kveðið á um full- veldi Albaníu, aukið Iýðræði með þingræði og réttur einstakl- inganna er aukinn. Kosninga- aldurinn lækkar og nú fá Alban- ar kosningarétt 18 ára gamlir. Þing Albaníu getur viðhaldið friði og gætt hagsmuna þjóðar- innar með her. Lögð er áhersla á að Albanía sé samansett af þjóðarbrotum og það beri að virða. Atkvæðagreiðslan fór fram á sunnudaginn en þingmennirnir komu til Albaníu nokkrum dög- um fyrir atkvæðagreiðsluna til að kynna sér ástandið og ræða við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í landinu. A kjördag var farið snemma á fætur og ferðast linnulaust milli kjörstaða í 20 klukkustundir. Þingmennirnir ræddu við fólkið á götunni og kjörstjórnina og fylgdust með ástandinu. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar liggur ekki endanlega fyr- ir en þó er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti er með stjórnar- skránni. Kjörsóknin var um 35 prósent. GLuggaLausir kofar - Alhanía hefur lengi verið eitt lokaðasta og fátækasta land Evr- ópu. Hvernig er ástandið þar? „Ég held að þeim þingmönn- um, sem ekki höfðu komið áður til Albaníu, hafi brugðið talsvert við að sjá örbirgðina og slæman aðbúnað fólks. Kuldinn var mikill, rigning og hálfgerð slydda. Landið er gríðarlega vanþróað og varla hægt að segja annað en að almenningur búi í gluggalausum múrsteinskofum, sem var varla hægt að kalla hús. Límhverfis þau var búið að hrófla upp háum múrsteinsgirð- ingum. Ofan á þeim voru flöskubrot til að varna inn- göngu. Ég tók eftir því að mörg barnanna voru aðeins í plast- sandölum með einu bandi yfir ristina - það var það eina sem þau áttu í þessum kulda. Fá- tæktin var gífurleg." Af tiLviLjun - Þú hefur verið nokkrum sinn- um í kosningaeftirliti áður, í Eystrasaltsríkjunum og Bosnt'u. Hvemig stendur á því að þú ert í þessu ? „Þetta byrjaði af hreinni til- viljun. Ég var í Eystrasaltsríkj- unum þegar þau voru nýfijáls og tengdist Litháen gegnum áhuga okkar Islendinga. Vegna þessara tengsla var talið eðlilegt að ég færi í kosningaeftirlit þar á vegum Evrópuráðsins árið 1992. Þegar fólk er einu sinni búið að fara í svona ferð og gengið þokkalega er þrýst á að það taki þetta að sér aftur vegna þeirrar reynslu og samanburðar sem það getur byggt á,“ segir hún. -GHS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.