Dagur - 03.02.1999, Qupperneq 1
Fært frá láglaima-
fólld til launahæstu
Með breytmgum á
sköttmn og bótum
1995-97 tóku stjóm-
völd 10 þúsund kall á
mánuði af láglauna-
fólki og færðu hæst-
launaða hópnum yiir
20 þúsund krónur.
Munur hæstu og lægstu tekna
hefur aukist á undanförnum
árum, að hluta með vaxandi
launabili, en langmest með til-
færslum ríkisvaldsins frá lægst
Iaunuðu hópunum til þeirra hæst
launuðu. Þetta kemur fram í úr-
vinnslu Þjóðhagsstofnunar úr
skattframtölum landsmanna.
Ráðstöfunartekjur lægst laun-
aða fimmtungs hjóna (með undir
150.000 á mánuði) Iækkuðu um
10 þúsund krónur á mánuði frá
1995-97 með margföldun skatta
og næstum helmings lækkun
barnabóta og vaxtabóta. Það sem
ríkið þannig sparaði, færði það
þeim tíunda hluta hjónanna sem
langhæst launin hafði (að meðal-
tali 620.000 á mánuði), sem
þannig fengu yfir 20 þúsund á
mánuði gegnum skattalækkanir
og hærri bætur.
Frá fátækum til þeirra ríku
Af þessu Ieiddi að lægst launaði
hópurinn hélt
aðeins eftir 6%
hækkun af ráð-
stöfunartekjum,
þrátt fyrir 17%
hækkun heildar-
launa, því ríkið
„tók“ 2/3 hækk-
unarinnar.
A hinn bóginn
hélt hæsti tekju-
hópurinn ekki
bara 21% launa-
hækkun sinni
hlutfallslega
óskertri, heldur hækkuðu ráðstöf-
unartekjur þessa hóps, vegna
„viðbótargjafanna“, um 26% - það
er ríflega fjórfalt meira en hjá
þeim lægst launuðu. Aukasneiðar
voru Iíka klipnar af öllum launum
fyrir neðan meðallag og bætt við
hjá hæst launaða þriðjungi hjón-
anna, en miklu minni upphæðum
en hæst launaði hópurinn fékk.
Meira en sexfaldur
lairiia munur
Til að skoða tekjudreifingu heim-
ilanna skiptir Þjóðhagsstofnun
meðal annars öllum hjónum í 10
jafn fjölmenna
hópa, frá þeim
tekjulægsta til
hins tekjuhæsta,
og reiknar síðan
hversu stór hluti
heildartekna alls
hópsins kemur í
hlut hvers tíunda
hluta þeirra.
Við algera
launajöfnun
fengi hver þeirra
10% heildartekn-
anna. Árið 1997
fengu tekjuhæstu 10% hjónanna
um 22% af heildartekjum alls
hópsins (620.000 krónur á mán-
uði að meðaltali) - eða 6,4 sinn-
um stærri hlut en (3,4%) lægst
launuðu 10% hjónanna (98.000
krónur á mánuði). Raunar var
hlutur hæst launuðu 10% hjón-
anna nánast jafn há upphæð og
þau 40% hjónanna sem lægstu
laununum þurftu að skipta með
sér.
Sparaði „toppimum“
270.000 krónux
Þá er komið að opinbera tekju-
jöfnunarkerfinu. Árið 1995
greiddi lægst launaði hjónahópur-
inn aðeins 6 þúsund krónur í
skatta og fékk því vaxtabætur sín-
ar og barnabætur (samtals 101
þúsund krónur að meðaltali) að
mestu greiddar út. Árið 1997
höfðu bæturnar lækkað um meira
en helming (í 38.000 krónur að
meðaltali) og skattarnir 8-faldast,
þannig að þeir átu upp allar bæt-
urnar og meira til. Á sama tíma
hækkuðu bætur þeirra hæstlaun-
uðu (í 56.000 krónur) og skatt-
prósenta þeirra lækkaði. Skatt-
þyrði hæst Iaunaða hópsins lækk-
aði því um 3% á sama tíma og hún
hækkaði hjá öllum nema 3 launa-
hæstu hópunum, og hlutfallslega
mest hjá þeim tekjulægstu. Þetta
sparaði tekjuhæsta hópnum um
270 þúsund krónur að meðaltali.
- HEl
Tekjuhæsti hópur hjóna hefur meira
en sexfalt hærri laun en sá
tekjuiægsti.
Heilsugæslan
í forgang
„Við höfum sett heilsugæsluna í
Reykjavík í algjöran forgang,11 seg-
ir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra.
Hún bendir á að mjög líklegt sé
að ný heilsugæslustöð verði opnuð
í Efstaleiti í sumar í stað næsta árs
eins og upphaflega var gert ráð
fyrir. I ár verði gerð veruleg brag-
arbót í heilsugæslumálum Grafar-
vogsbúa og sömuleiðis sé farið að
huga að heilsugæslustöð fyrir
Voga-, Heima- og Sundahverfi.
„Eg hef ekki orðið vör við annað
hingað til en að borgaryfirvöld
væru sátt við þessa forgangsröð f
uppbyggingu heilsugæslunnar í
Reykjavík," segir Ingibjörg.
Borgarráð hefur beint þeim til-
mælum til heilbrigðis- og ijár-
málaráðherra að tryggt verði nægi-
legt fé á fjárlögum á næstu árum
til að hægt sé að koma heilsugæsl-
unni í borginni í viðunandi horf.
Sérstök áhersla verði lögð á hverfi
þar sem flest börn og aldraðir búa.
- GRH
Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Magnús hefur ekki áður setið á þingi og þurfti því að undirrita drengskapar-
heit að stjórnarskránni og skrifstofustjóri Alþingis, Friðrik Ólafsson, fylgist með. - mynd: hilmar
1
1
t
I
1
íbúðin þar sem uppsafnað sorp
fyllti um sjötíu stóra ruslapoka var
hreinsuð á sunnudag og er nú vart
meira en fokheld. íbúar munu
funda með félagsmálayfirvöldum
og Öryrkjabandalaginu.
- mynd: brink
íbúar
slegnir og
ráoþrota
Húsvörður Ijölbýlishússins á Ak-
ureyri, þar sem þriggja ára gam-
alt sorp safnaðist upp í einni
íbúðinni, en hefur nú verið
hreinsað út, segir að íbúarnir
standi ráðþrota yfir því hvernig
þetta gat gerst. Skjólstæðingur
félagsmálayfirvalda, kona um
fertugt í Oryrkjabandalagsíbúð,
henti ekki heimilissorpinu held-
ur safnaðist það fyrir í íbúðinni,
eins og Dagur skýrði frá í gær.
Húsvörðurinn segir að allir
íbúar Ijölbýlishússins hafi hist
einu sinni vegna málsins og
muni bráðlega funda með bæði
félagsmálastjórn og Öryrkja-
bandalaginu um framhaldið.
„Við höfum fengið mjög góðar
undirtektir við öllum kröfum
okkar hingað til og viljum engan
úlfaþyt gera vegna málsins. Ég
varð hins vegar afar ósátt þegar
ég sá það haft eftir aðilum Ör-
yrkjabandalagsins í Degi, að
menn könnuðust ekki við að
hringt hefði verið og kvartað.
Það er ekki rétt. Eg hafði sam-
band strax og okkur grunaði
hvað væri að gerast og þessu var
samstundis vísað til umsjónarað-
ila hér á Akureyri, sem er félags-
málastjórn," segir húsvörðurinn.
Af tillitsemi við hlutaðeigandi og
málavöxtu alla, kýs hann að
koma ekki fram undir nafni.
Alhliða sótthremsun
Stefnt er að alhliða sótthreinsun
í fjölbýlishúsinu og en þar er
ennþá megn fnykur í stigagangi.
Konan hleypti engum inn til sín
í íbúðina og er sú skýringin á að
enginn vissi af ástandinu innan
dyra. Sorp flæddi um allt í íbúð- J
inni en talið er að svefnherberg-
ið hafi verið eina vistarvera íbúð-
arinnar sem ekki var notuð und-
ir rusl. — BÞ
WOfílOW/œ EXPfíESS
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
Afgreiddir samdægurs
flkfk Venjulegir og JgW demantsskomir
trúlofunarhringar s&wm&z
6ullsm»,r C /tHI')
Vi/l SIGTRYGGUR & PETUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 FIMMFALDUR 1. VINNINGUR