Dagur - 03.02.1999, Síða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
ÞJÓÐMÁL
JJ^tr__________________________________________,
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjatd m. vsk.: 1.800 kr. á mánuði
Lausasöluverd: íso kr. OG 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gráta Björnsdóttir
Netfang auglýsingade/ldar: omar@dagur.is
Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Bjöm bíöur átekta
í fyrsta lagi
Það var tvímælalaust skynsamleg ákvörðun hjá Birni Bjarna-
syni, menntamálaráðherra, að draga sig út úr væntanlegum
slag um varaformennsku Sjálfstæðisflokksins - en arftaki Frið-
riks Sophussonar í það embætti verður kjörinn á landsfundi
flokksins í næsta mánuði. Það var almennt álit þeirra, sem vel
þekkja til innan Sjálfstæðisfiokksins, að hinn nýi fjármálaráð-
herra, Geir H. Haarde, hefði mun meiri möguleika en Björn á
að ná embættinu. Framboð Björns hefði aðeins leitt til mikilla
átaka innan forystu flokksins en ekki skilað honum neinum ár-
angri. Það lýsir því stjórnkænsku Björns að draga sig í hlé.
í öðru lagi
Ástæðulaust er hins vegar að draga þá ályktun af ákvörðun
Björns að hann stefni ekki enn á æðstu forystu í Sjálfstæðis-
flokknum þegar Davíð Oddsson lætur af formennsku. Björn er
einn sterkasti og áhrifamesti forystumaður Sjálfstæðisflokks-
ins og hefur örugglega metnað til að feta í fótspor föður síns,
sem var einn öflugasti formaður flokksins. I því ljósi ber að
skoða tillögur Björns um að leggja embætti varaformannsins
niður. Með slíkri skipulagsbreytingu yrði komið í veg fyrir að
næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins fái forskot í slag um
formennskuna síðar meir.
í þriðja lagi
Tveir frambjóðendur eru þegar komnir fram: Geir H. Haarde
og Sólveig Pétursdóttir. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður
þingflokksins, er einnig að íhuga framboð. Af þessum þremur
stendur fjármálaráðherrann vafalaust best að vígi, ekki síst ef
frambjóðendur verða þrír. Fyrir þingkonurnar er reyndar fleira
í húfi en varaformennskan. Þær eru einnig að hugsa um eigin
stöðu innan flokksins ef hann verður áfram í ríkisstjórn eftir
kosningar. Þá hljóta sjálfstæðiskonur að gera tilkall til ráð-
herraembættis og sú þeirra sem fær besta útkomu í varafor-
mannskosningunni mun þar standa best að vígi.
Elías Snæland Jónsson
Herformginn
Þá er varaformannsslagurinn
hafinn hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Geir Haarde og Sólveig
Pétursdóttir eru búin að
melda sig í þetta stríð, og Sig-
ríður Anna Þórðardóttir er enn
að kynda undir stríðsæsingn-
um hjá sjálfri sér, þó hún sé
enn ekki alveg tilbúin. Garri
efast þó ekki um að Sigríður á
eftir að skella sér í stríðið áður
en langt um líður. Það vekur
hins vegar óskipta
athygli að sjálfur yf-
irherforingi Islands
og Sjálfstæðisflokks-
ins, Björn Bjarnason
menntamálaráð-
herra, sendi síðasta
Morse-skeytið um
helgina: „You-can-
start-this-war-with-
out-me.“ Tilkynning
Björns breytir að
sjálfsögðu miklu um
vígstöðu allra hinna
kandídatanna.
Björn Bjarnason.
Strategíu- sér-
fræðingur
Garri er nú orðinn svo gamall
í hettunni að hann man eftir
Birni sem helsta sérfræðingi
Islands um herstjórnarfræði
eða það sem á útlensku er kall-
að „strategic studies“. Hann
virtist annar af tveim Islend-
ingum sem skildi hvað herfor-
ingjarnir austan tjalds og vest-
an voru að fara í ílóknum leik-
fléttum með hermenn og
kjarnavopn út og suður um
Atlantshafið. Þess vegna veit
Garri Iíka að þegar Björn send-
ir svona Morse-skeyti, sem á
yfirborðinu virðast saklaus
skilaboð, þá býr annað og
meira undir. Og af því að Garri
er hinn íslendingurinn sem
skildi taflmennsku generála
Kalda stríðsins, þá sér hann
hver Ieikflétta Björns er. Hún
er í tveimur liðum:
Fléttan
I. Björn byrjar á að veikja
ímynd varaformannsembættis-
ins með yfirlýsingum um að
það sé að verða hálfgerð tíma-
skekkja og Ieggja
beri það niður. Allir
helstu forustumenn
flokksins komu fram
í Mogganum { gær
og sögðu að trúlega
væri þetta nú rétt hjá
Birni, en hins vegar
væri svo stuttur tími
fram að landsfundi
að vonlaust væri að
breyta neinu núna.
Semsé: næsti vara-
formaður verður
með dagsstimpli,
sem rennur út íyrr en varir.
2. Rétt eins og gamli hjart-
artarfurinn í náttúrulífsmynd-
inni 1' sjónvarpinu bíður
álengdar uppi í brekku á með-
an ungu tarfarnir slást blóðug-
um slagsmálum um hjörðina,
þá bíður Björn líka álengdar.
Rétt eins og gamli tarfurinn
rennir sér niður á slituppgefna
ungu tarfana á réttu augna-
blild og sigrar í baráttunni um
hjörðina, mun Björn renna sér
til áhrifa í flokknum þegar aðr-
ir eru búnir að slíta sér út við
að slást um tímabundið, úrelt
og einskisvert varaformanns-
embætti. Björns tími mun
koma.
GARRl
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Fræg er sú staðhæfing Miltons
Friedmans, að ókeypis hádegis-
verður sé ekki til. Það er alltaf
einhver sem borgar, þótt að sá
sem étur hann fái hann frítt. Ein-
föld og auðmelt hagfræði prófess-
orsins aflaði honum heimsfrægð-
ar og lærisveina. En misjafnlega
meta þeir og túlka skoðanir hans
og kenningar.
Félag viðskiptafræðinga og
hagfræðinga efnir til morgun-
verðarfundar á morgun, fimmtu-
dag, þar sem opinber fyrirtæki
verða til umfjöllunar. Sá ákafi
einkavæðingarsinni, Pétur H.
Blöndal, flytur framsögu um efn-
ið „fé án hirðis." Allt er það gott
og blessað, en eitthvað bögglast
auðskildar kenningar fijálshyggj-
unnar fyrir brjóstinu á fundar-
boðendum.
Morgunverðurinn kostar nefni-
lega 1.000 krónur íyrir félags-
menn og 1.500 krónur fyrir gesti.
Væri Friedman spurður hvort
Niðurgreidd næring
í hagfræðinga
niðurgreiddur málsverður heyrði
ekki undir sömu kenningu og frír
málsverður er afskaplega Iíklegt
að hann mundi svara játandi. Það
er einhver sem greiðir niður í
hagfræðingana, en ekki í gesti
þeirra. En auglýst er
að fundurinn sé öllum
opinn og gestir séu
velkomnir. En þeir eru
ekki velkomnari en
svo, að þeir verða að
borga þriðjungi meira
fyrir það sem þeir éta
en þeir sem hafa við-
skiptamenntun.
Auglýst mismuiiun
Ekki skiptir öllu máli hverjir
greiða niður málsverðinn í hag-
fræðingana. Kannski eru það
gestirnir sem borga þriðjungi
meira, eða þeir félagar sem ekki
mæta á fundinn og njóta því ekki
niðurgreiðslunnar, en þá er gert
ráð fyrir að félagið sem heldur
fundinn annist kostakjörin fyrir
sitt fólk. En gera verður ráð fyrir
að þeir þármunir sem varið er 1'
niðurgreiðslur málsverðar sé ekki
„fé án hirðis“ og að allt sé þetta
með ráðum gert.
Það mega fundar-
boðendur eiga, að þeir
eru ekki að fela þá
grófu mismunun sem
niðurgreiðslurnar eru
til vitnis um. Hún er
vel auglýst og Fried-
man læriföður er gefið
langt nef og ullað á
hann í þokkabót.
Hitt er svo annað
mál og flóknara; hvað er sann-
virði morgunverðarins með ræð-
um og pallborðsumræðum sem
ábæti? Markaðurinn hlýtur að
kunna svar við spurningunni þótt
það liggi ekki í augum uppi.
Suniir og hinir
Kaup embættismanna og þing-
manna er miklu betur falið en
niðurgreiðslur FVH. Þegar starfs-
manni Iaunþegasamtaka datt
seint og um síðir að fara að at-
huga hvernig það lið allt sækir sér
hnefa í sjóði ríkis og banka kem-
ur í Ijós hvílíkar viðbótartekjur
þetta fólk tekur sér og lýgur svo
til um lágu launin og fátækt sína.
Við þetta hefur frjálshyggjan
ekkert að athuga, enda segir
ótamin markaðshyggja, að hver
og einn eigi að skara eld að eigin
köku og taka til sín öll þau verð-
mæti sem hægt er að komast yfir
með öllum ráðum og klækjum.
Grófleg risna og margföld Iíf-
eyrisréttindi kjaraaðalsins eru
greidd af skattborgurum, sem
aldrei hafa vit á að fylgjast með
hvernig þeir eru hlunnfarnir. Og
gestir í morgunverði hagfræðing-
anna munu heldur aldrei velta
fyrir sér af hverju þeir eru ójafn-
ari en sumir.
Ertu sammála Bimi
Bjarnasyni um að skyn-
samlegt sé að leggja ni)-
ur varaformannsemb-
ættið í Sjálfstæðis-
flokknum?
Ellen Ingvadóttir
fotrmaðurJjmdss. sjáljstæðiskveitm.
„Nei, ég er ekki
sammála
menntamálaráð-
herra um að
leggja beri vara-
formannsemb-
ættið niður.
Hins vegar
bendi ég á að skipulagsreglur
Sjálfstæðisflokksins eru og eiga
alltaf að vera í endurskoðun,
hvort heldur á Iandsfundum eða
milli þeirra. Ég tel til dæmis með
hliðsjón af breyttri kjördæma-
skipan að nauðsynlegt kunni að
vera að skoða skipulagsreglur
flokksins með tilliti til verðandi
breytinga.“
Guðlaugur Þór Þórðarson
borgarjiilltníi Sjáljstxðisjiokksins.
„Til staðar er nú
þegar fimm
manna fram-
kvæmdastjórn í
flokknum, en
það mætti líka
hugsa sér að
kjósa hana beint
á landsfundi. Mér þykir þessi
hugmynd Björns Bjarnasonar
vera athyglisverð og sérstaklega í
því samhengi sem hún er sett
fram; þ.e. að nú eru að verða
miklar breytingar á kjördæma-
skipan og Sjálfstæðisflokkurinn
verður að heþa skipulagða vinnu
sem fyrst til að breyta hlutum í
samræmi við nýja skipan þeirra
mála. Þess vegna gæti verið ágæt
hugmynd að kjósa í fleiri emb-
ætti beint á landsfundi, en ég
held hinsvegar að ekki sé góð
hugmynd að leggja niður varafor-
mannsembættið.“
Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri á Akureyri.
„Það finnst mér
alveg koma til
greina. Hinsveg-
ar geri ég mér
jafnframt fulla
grein fyrir því að
þetta er hug-
mynd sem þarf
töluvert mikla umræðu og tæpast
sé ég að menn muni gera þetta á
komandi landsfundi, tíminn er
varla nægur. Rökin með því að
ræða þessa hugmynd tel ég með-
al annars vera þær breytingar
sem framundan eru á kjördæma-
skipan, jafnhliða þeim eiga menn
jafnframt að huga að skipulagi
flokksins.“
Iljálmar Jónssoii
j> ingmaður Sjáljstæðisflokltsins.
„Nei, því er ég
ekki sammála.
Varaformanns-
embættið er
g°tt og gagn-
merkt embætti,
skipulagsbreyt-
ingar þurfa
miklu lengri tíma heldur en nú er
fram að Iandsfundi. En þessa
hugmynd Björns Bjarnasonar er
sjálfsagt að ræða, einsog margar
aðrar.“