Dagur - 03.02.1999, Page 7

Dagur - 03.02.1999, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 - 7 Ðagur. ÞJÓÐMÁL Jafnaðarhugsj ónin aldrei miMlvægari ÁGÚST EINARSSON ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Stundum er sagt að stjórnmála- menn hugsi aðeins fjögur ár fram í tímann og varla það. Þeir þurfi að sæta endurkjöri á Ijögurra ára fresti og því falli langtímahugsun ekki að pólitískum markmiðum þeirra því að þeir hljóti eðli máls samkvæmt að hugsa fyrst og fremst til næstu fjögurra ára til að ná endurkjöri. Ef þeir ná ekki endurkjöri geti þeir hvort sem er ekki barist fyrir framtíðarhug- myndum. Þessi kenning hefur oft verið notuð af embættismönnum til að rökstyðja aukin völd þeirra. Emb- ættismenn geti samkvæmt þessu leyft sér að hugsa til lengri tíma vegna atvinnuöryggis og séu því oft betur til þess fallnir að leggja á ráð sem eiga að duga lengi. Þetta er villukenning. Eigum við að umbera að tugir milljóna sveiti tii bana eins og nú gerist og bilið milli ríkra og fátækra þjóða aukist stöðugt svo og bilið milli ríkra og fátækra innan eigin samfélags? Ég segi nei, “ segir Ágúst m.a. í grein sinni. Miklar breytingar framimdan Almenningur, sem afsalar sér valdi með því að kjósa sér full- trúa, hugsar til langs tíma. Hegð- un mannsins er langtímahugsun. Hann velur sér lífsförunaut til langs tíma, stofnar fjölskyldu sem er hans allt Iífið, Qárfestir í menntun til langs tíma og vinnur oft áratugum saman hjá sama vinnuveitenda. Vitaskuld hugsar kjósandinn til langs tíma. Það eru stjórnmálamennnirnir sem efast stundum um hæfileika kjósandans til langtímahugsunar. Hvað sem þessu líður þá vant- ar samræðu innan stjórnmála hvernig fólk vill að samfélagið þróist á næstu áratugum. Nú er einstakt tækifæri til að líta lengra fram á við og nýta aldamótin og nýtt árþúsund til að skyggnast fram á við. Maðurinn hefur ekki lifað í skipulögðu samfélagi nema í um 10.000 ár en mestu framfarirnar og breytingarnar í umhverfi mannsins hafa orðið síðustu 100 árin. Verða næstu 100 ár jafn mikl- um breytingum undirorpin eins og síðasta öld? Það er líklegt að svo verði. Tæknin mun halda áfram og fólksfjölgunin er gífur- leg. Um síðustu aldamót lifðu á jörðinni einn og hálfur milljarð- ur, um næstu aldamót verða það sex milljarðar en á dögum Krists fyrir 2.000 árum lifðu á jörðinn eitt hundrað og þrjátíu milljónir manna. Þaðþarfnýja hugntyndafræði Mikil vandkvæði steðja að mann- kyninu og jörðinni á næstu ára- tugum vegna umhverfisvanda- mála og fólksfjölgunar. Þetta krefst aukinnar áherslu á sið- ferðileg málefni. Hvernig eigum við að haga samskiptum manna? Eigum við að umbera að tugir milljóna svelti til bana eins og nú gerist og bilið milli ríkra og fá- tækra þjóða aukist stöðugt svo og bilið milli ríkra og fátækra innan eigin samfélags? Eg segi nei. Við getum ekki látið misrétti og mis- munun aukast. Það er ekki ein- ungis ósiðlegt og óveijandi út frá hugmyndafræði um manngæsku og bræðralag heldur er það vís- asti vegurinn til að steypa öllu í glötun með styrjöldum, umhverf- isslysum og jafnvel eyðingu mannkyns og jarðar. Það þarf því nýja hugmyndafræði í upphafi nýrrar aldar, hugmyndafræði sem byggir á gömlum merg jafn- aðarstefnunnar um frelsi, jafn- rétti og bræðralag. Ef til vill hafa þessi hugtök aldrei verið jafn mikilvæg og einmitt núna. Brú yfir í næstu öld Brúin yfir í næstu öld verður byggð úr hugtökunum um frelsi, jafnrétti og bræðralag. I þeim er fólgin lífsvon okkar. Vitaskuld beitum við markaðslögmálum og samkeppni til að tryggja hag- kvæma nýtingu takmarkaðra framleiðsluþátta, en í mannleg- um samskiptum verðum við að beygja markaðslögmálin undir strangan siðferðilegan mæli- kvarða samhjálpar og náunga- kærleika. Réttlæti mun skipta miklu máli á næstu áratugum. Við viljum réttlátt þjóðfélag en það er marg- þætt markmið. Það er óréttlátt ef kerfið leiðir til mismununar og þrengingar fyrir suma en vellyst- ingar og forréttinda til annarra. Þetta verður aldrei liðið ekki frekar en kúgun konunga og að- alsmanna var þoluð fyrir 200 árum. Það eru ekki nema 200 ár frá byltingunum í Bandaríkjun- um 1776 og í Frakklandi 1789, byltingar sem gerbreyttu samfé- laginu m.a. í átt til meira frelsis einstaklinga. Valddreifmg er lykilatriði Eitt af lykilhugtökum næstu ára verður valddreifing. Vald liggur víða en er að safnast á of fáar hendur. Við þurfum eftirlit með valdi og á þessari öld hefur stjórnarandstaða á hverjum tíma og fjölmiðlar verið þetta eftirlit. Ef fjölmiðlar verða hins vegar hluti af efnahagslegu valdi stór- fyrirtækja sem keppa á fákeppn- ismarkaði þá er voðinn vís. Þessi hætta er enn meiri í litlu samfé- Iagi eins og okkar. Algert vald í höndum hinna fáu höfðingja innanlands sem máttu sín þó einskis gagnvart útlendu valdi leiddi til falls þjóðveldisins fyrir 700 árum. Þótt sjálfstæði og full- veldi séu hugtök sem hafa allt aðra merkingu nú en fyrir 100 eða 700 árum þá þarf lítil þjóð sem býr að séreinkennum sem hafa gert hana sjálfstæða að gæta að ýmsu um leið og hún einangr- ar sig ekki. Það er öllum sama um okkur nema okkur sjálfum. Það er margs að gæta og veldur sá er á heldur. SamfylMng gegn fátækt ÞÓRUNN SVEIN- BJARNAR- DÓTTIR ÞÁTTTAKANDI I PRÓFKJÓRI SAM- FYLKINGARINNAR / REYKJANESKJÖRDÆMI SKRIFAR Það er nöturleg staðreynd að nú við aldarlok skulu 12% Islend- inga þurfa að draga fram lífið á tekjum sem skilgreindar eru fyrir neðan fátækramörk. Meirihluti þessa hóps eru Ijölskyldur með börn. Mitt í velmeguninni og örum hagvexti hefur stjórnvöld- um greinilega mistekist að ríða félagslegt öryggisnet sem heldur. í gagnmerku viðtali við tímaritið Veru segir Harpa Njáls, félags- fræðingur sem hefur umsjón með innanlandsaðstoð Hjálpar- starfs kirkjunnar, að eitthvað í ís- lenskri samfélagsgerð valdi því að fátækt hafi ekki minnkað hlut- fallslega á þessari öld hér á landi. Það er vert að staldra við þessi ummæli. Þau segja okkur að ís- land stendur ekki undir nafni sem velferðarþjóðfélag. Þau segja okkur einnig að í landi sem nú trónir í fimmta sæti yfir ríkustu þjóðir heims telja stjórnvöld sig ekki hafa tök á að haga samfé- Iagsþjónustunni þannig að fá- tækt fólk eigi einhverja von um að vinna sig út úr erfiðum að- stæðum. Skilningsleysi stjórnvalda á högum þeirra sem vegna skertrar starfsorku eða tímabundinna vandræða þurfa á aðstoð okkar hinna að halda virðist takmarka- lítið. Þau skella skollaeyrum við kröfum öryrkja sem ítrekað hafa bent á að vonlaust er að lifa af fullum örorkubótum, þ.e. 63 þúsund krónum á mánuði, hvað þá að hægt sé að skrimta af 44 þúsund krónunum sem tveir þriðju hlutar þeirra verða að láta sér nægja í mánuði hverjum. For- ráðamenn Oryrkjabandalagsins tala um aðskilnaðarstefnu stjórn- valda gagnvart öryrkjum. Getur verið að þar sé heldur djúpt í ár- inni tekið? Nei, því að stefna stjórnvalda hefur dæmt þennan stóra hóp þjóðfélagsþegna til fá- tæktar. Sent hann út á guð og gaddinn. Fátæktin er dýrkeypt Það er dýrkeypt að vera fátækur. Nýleg rannsókn Landlæknisemb- ættisins á áhrifum stéttarstöðu á heilsufar barna færði okkur heim sanninn um það. Kröpp kjör hafa bein áhrif til hins verra á heilsu- far barna. Strax í æsku getur fá- tæktin búið börnum aðstæður sem þau munu aldrei fá ærlegt tækifæri til þess að komast út úr. Við skulum gera okkur grein fyr- ir því að við lok 20. aldarinnar fæðast börn á Islandi sem líklega Það er dýrkeypt að vera fátækur. Nýleg raunsókn Landlækn- isembættisins á áhrifum stéttarstöðu á heilsufar bama færði okkur heim sannfnn um það. Kröpp kjör hafa bein áhrif til liins verra á heilsufar bama. munu ganga undir oki fátæktar- innar alla ævi. Þess vegna er fátt brýnna en snúið verði af þeirri braut sem stefna núverandi stjórnvalda hefur markað og samfélagið sjái sóma sinn í því að aðstoða þá sem af margvíslegum ástæðum þurfa á stuðningi okkar að halda. Sá stuðningur mun skila sér margfalt til samfélagsins þegar fram í sækir. Alþingiskosningarnar á vori komanda munu m.a. snúast um baráttuna gegn fátæktinni á Is- landi. Samfylkingin hefur gert þá baráttu að sinni. Innan raða hennar er að finna ötulustu talsmenn þeirra hópa sem á undanförnum misserum hafa krafið stjórnvöld um skilning á högum sínum og úrbætur sem duga. Krafan um mannsæmandi laun öllum til handa snýst um réttlæti og mannlega reisn. Samfylkingin þarf á stuðningi þínum að halda til þess að vel- ferðarþjóðfélagið geti borið nafn með rentu á Islandi og fá- tækt verði útrýmt hjá einni rík- ustu þjóð veraldar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.