Dagur - 13.02.1999, Page 1

Dagur - 13.02.1999, Page 1
Sjukrahúsið fer í viðræður við álfa Samstarfsörðuglelkar starfsfólks og fyrir- hugaðar nýfram- kvæmdir urðu til þess að framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- lands kallaði eftir þjónustu álfasérfræð- ings. Framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi kallaði á dögunum eftir þjónustu sérfræð- ings í málefnum álfabyggða til þess að komast að því hvort framkvæmdir við nýbyggingu við sjúkrahúsið væru í sátt við álfana og náttúruna. Jafnframt átti að spyrja álfana hvort þeir kynnu einhverjar skýringar á miklum samstarfsörðugleikum sem ríkt hafa um árabil meðal starfsfólks á sjúkrahúsinu. Niðurstöður eru engar enn sem komið er og segir Erla Stef- ánsdóttir, píanókennari og álfasérfræðingur, að hún muni reyna betur síðar, þegar náttúran vaknar. Vill sátt við umhverfið Lengi hefur ríkt úlfúð og ólga meðal starfsfólks sjúkrahússins, þ.e. milli stjórnenda og annarra starfsmanna. Um leið standa fyr- ir dyrum framkvæmdir vegna viðbyggingar við sjúkrahúsið og var þeirri hug- mynd hreyft að vandræðin í samskiptunum kynnu að stafa af því að álfar væru að gera mönnum grikk - en álfa- steinn er skammt frá sjúkrahúsinu eða í klettaborg sem kölluð er Þóris- hólar. Mörgum sögum fer af slýsum og óhöppum í tengslum við vega- lagningar og aðrar framkvæmdir og ákvað Bjarni Arthúrsson, framkvæmdastjóri sjúkrahúss- ins, að fá Erlu í heimsókn. Mun hún hafa haldið ásamt Sveini Sveinssyni lækni að álfasteinin- um til að ræða við íbúana þar og með samningaumleitanir í huga ef álfarnir tengdust sam- starfsörðugleikunum á einhvern hátt eða hefðu eitthvað við fyrir- hugaðar framkvæmdir að at- huga. Bjarni Arthúrsson vildi ekki tengja komu Erlu við meinta samstarfserfiðleika. „Ég held ég vilji orða þetta þannig að ég hef átt spjall við Erlu og mun eiga það áfram. Það eru engar niðurstöður komnar í sjálfu sér. Við erum bara að spjalla og annað get ég ekki sagt á þessu stigi,“ segir Bjarni, en tekur fram að spjallið tengist fyrirhug- uðum framkvæmdum við ný- bygginguna frekar en samskipta- erfiðleikum. „Þetta snýst annars ekki um einn stein, heldur erum við að tala um allt umhverfið. Það eru vissir staðir betri en aðr- ir og við viljum vera í sátt við umhverfið. Við vildum vita hvort við hefðum frið með nýbygging- una,“ segir Bjarni. Viðræður þegar náttúran váknar Erla Stefánsdóttir segist hafa farið austur á þorranum að beiðni framkvæmdastjóra sjúkra- hússins. „Ég ætla að fara aftur seinna í vor þegar náttúran vakn- ar, því það þýðir ekkert að fara á þessum tíma,“ segir hún. „Ég myndi annars segja að það sem sé erfiðast þarna er að hús- ið er byggt á sprungunni og ef skjálftinn kemur þá er ég hrædd um að það gerist eitthvað. Það eru hreyfingar þarna. Orkulín- urnar eru ekki góðar þarna en það má þó laga. Ég kann ráð til að ýta þeim burtu, en það er erfitt að lýsa þeim. Það er hægt að komast fyrir erfiðleika í sam- skiptum fólks og komast að sam- komulagi,“ segir Erla. Hún tekur fram að það sé ósköp einfalt að kenna einhverj- um hulduverum um það sem milli mannfólks fer. „Það er nær að mannfólkið vandi sig. Við skulum annars sjá til þegar nátt- úran vaknar. Ég held aftur á móti að það eigi að vígja húsið og fá prest til að hjálpa. Það á að gera gagnvart öllum húsum og mann- eskjum,“ segir Erla. - FÞG Álfasérfræðingur var fenginn til Selfoss fyrir skömmu til að kanna hvort álfar gætu átt sök á vand- ræðum sjúkrahússins á staðnum. Clinton sýknaður Oldungadeild Bandaríkjanna sýknaði í gær Bill Clinton af ákærum til embættismissis. Fyrir dómnum Iágu tvö ákæru- atriði á hendur Clinton, og náði hvorugt þeirra þeim aukna meiri- hluta sem þurfti til sakfellingar. Ákæran um meinsæri var felld með 55 atkvæðum gegn 45, en ákæran um að hafa hindrað framgang réttvísinnar féll á jöfnu, 50 atkvæði gegn 50. Lengi hefur verið talið nær ör- uggt að þau 67 atkvæði af 100, sem þurfti til sakfellingar, myndu ekki nást í öidungadeildinni þar sem Repúblikanar eru aðeins 55 en Demókratar 45. Stuðnings- menn Clintons líta margir hverj- ir á það sem mikinn sigur fyrir forsetann að ekki hafi einu sinni náðst einfaldur meirihluti, en andstæðingar hans segja hann hafa Iitla ástæðu til að hrósa sigri þar eð hneisa hans sé mikil og muni seint gleymast. — GB Bolludagurinn er á mánudaginn og örugglega munu margir taka forskot á bollusæluna nú um helgina eins og hún Andrea Jóhannsdóttir sem gæddi sér á bollu í Björnsbakaríi í gær. Sjá bolluuppskriftir á bls. 28-29. mynd: hilmar i j i 1 i Framsóknarmenn hóta að stöðva frumvarp um Háskólann nema menntamálaráðherra geri á því ákveðnar breytingar. Framsókn stoppar Háskóla- fnunvarp „Það liggur ljóst fyrir að þing- flokkur okkar mun ekki sam- þykkja frumvarpið nema þessu ákvæði verði breytt," segir Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknar um háskólafrum- varp menntamálaráðherra. Þar er gert ráð fyrir að boðin verði út þjónusta sem Stúdentaráð Há- skólans veitir nú og fær greiðslur fyrir af innritunargjöldum stúd- enta. Þingflokkur Framsóknar- flokksins hefur haldið frumvarp- inu um Háskóla Islands hjá sér nokkuð lengi en hefur nú hafnað því óbreyttu. „Við lítum svo á að ef þetta atriði yrði samþykkt gætu einstaklingar eða félög úti í bæ fengið þessa þjónustustarf- semi til sín. Þar með væri búið að grafa undan tilvist þess mikil- væga þáttar í stúdentasamfélag- inu, sem er hin lýðræðislega starfsemi stúdentaráðs," segir Hjálmar. EkM samþykkt óbreytt Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur í tvígang samþykkt það og sent menntamálaráðherra bréf um að þingflokkurinn sam- þykki að frumvarpið verði lagt fram en með þeim fyrirvara að þessu ákvæði um stúdentaráð verði breytt til samræmis við samþykkt Háskólaráðs frá 19. nóvember síðastliðinn. Þar náð- ist samkomulag milli fulltrúa bæði Vöku og Röskvu, sem og fulltrúa kennara, um að í frum- varpið verði sett ákvæði um að Háskólaráð hafi heimild til að fela stúdentaráði ákveðna þjón- ustu án útboðs. - S.DÓR -p 1 •smmÆM WOfíLDWtDE EXPfíESS ~ EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.