Dagur - 13.02.1999, Side 4
t S. - p t> e t siíi'ú :.n . i i ,\ a r> ha ss i. > ví z ,v
20 — LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
PETUR
GAUTUR
eftir Henrik Ihsen
Sýningar:
Fös. 12. feb. kl. 20
Lau. 13. feb. kl. 20
ALLRA
SIÐUSTU
SÝNINGAR!
Glefsur úr
leikdómum:
„Hið vandasama aðal-
hlutverk leikur Jakob Þór
og ferst það vel úr hendi.
Framsögn hans er til fyrir-
myndar og leikurinn af-
burðagóður."
„Leikur, búningar, tónlist,
leikmynd og lýsi ng
mynda mjög sannfærandi
heild þar sem textinn er
gerður að lifandi afli sem
hrífur áhorfandann með
sér."
Sveinn Haraldsson MBL
„Uppsetning Leikfélags
Akureyrar á Pétri Gaut
hlýtur að teljast leiklist-
arunnendum á Akureyri
og í nærsveitum kær-
komið tækifæri til þess
að njóta einnar af perlum
leikbókmenntanna. Þeir
ættu ekki að láta það
fram hjá sér fara."
Haukur Ágústsson Degi
„Sveinn Einarsson leik-
stjóri hefur skilað hreint
frábæru verki. Svona á
leikhús að vera og það er
einfaldlega fullkomin
synd að láta þessa sýn-
ingu fram hjá sér fara."
Þórgnýr Dýrfjörð RÚVAK
„Leiftrandi skemmtileg
sýning þar sem ævintýrið
er höndlað í eftirminni-
legum atriðum. Ógleym-
anlegt."
Auður Eydal DV
TEATER
QG
DANS
I NORDEN
V N
LEIKFÉLAG
AKUREYRAR
SÍMI 462 -1400
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
bók
Elias Snæland
Jónsson
ritstjóri
HILLAN
Murdoch
kveður
„Ég er í annarri deild, ekki á meðal guða eins
og Jane Austen og Henry James og Tolstoy,“
sagði Iris Murdoch eitt sinn um skáldskap
sinn. Ymsir gagnrýnendur hafa orðið til að
taka undir þetta sjálfsmat hennar, en flestir
viðurkenna þó að hún hafi verið einn helsti
skáldsagnahöfundur Breta á seinni hluta ald-
arinnar - að minnsta kosti nú þegar hún er
látin.
Ekki svo að skilja að Murdoch hafi tekið
mikið mark á gagnrýnendum. Fræg eru um-
mæli hennar þar að lútandi: „Slæm gagnrýni
skiptir jafnvel enn minna máli en hvort það
rignir í Patagoníu!“
Einbimi í leit að systkiniun
Iris Murdoch var ekki einn þeirra höfunda
sem leita frægðar í fjölmiðlum eða á manna-
mótum. Þvert á móti hélt hún sig til hlés og
Iagði metnað sinn í skáldsögurnar. Þær urðu
27 áður en yfir lauk, auk þess sem hún samdi
nokkrar bækur um hitt helsta áhugamál sitt;
heimspeki. Reynar var skáldsagnagerðin og
heimspekin nátengd í öllu lífsstarfi hennar;
sögurnar eru ekki síst gegnumlýsing á ein-
staklingum sem standa andstænis djúpstæð-
um siðferðilegum spurningum. Það á eink-
um við um átökin miklu milli góðs og ills.
Jean Iris Murdoch fæddist í Dublin á Ir-
landi 15. júní árið 1919 og var því 79 ára
þegar hún lést eftir nokkurra ára baráttu við
hinn illræmda Alzheimer-sjúkdóm. Eigin-
maður hennar og sálufélagi, John Bayley,
hefur nýverið lýst dapurlegum áhrifum þessa
sjúkdóms á konu sína í merkilegri bók - „El-
egy for Iris.“
Hún ólst upp á bókmenntasinnuðu heimili
í London og fór að skrifa þegar á barnsaldri.
„Eg var einbirni í leit að ímynduðum bróður
eða systur. Þess vegna þykir mér gaman að
búa til sögupersónur," sagði hún eitt sinn.
Hún gekk menntaveginn, meðal annars í Ox-
ford þar sem hún kynntist ýmsum róttækl-
ingum; varð kommúnisti um skeið en færðist
síðan smám saman til hægri og endaði sem
fylgjandi Thatchers á níunda áratugnum. I
Oxford lagði hún einkum stund á heimspeki,
en þá grein kenndi hún seinna um langt ára-
bil.
Margverðlaimuð
Að loknu háskólanámi starfaði hún meðal
annars við hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna
á meginlandi Evrópu eftir heimsstyrjöldina
síðari; kynntist þar aðeins Jean Paul Sartre,
hreifst um hríð af tilvistarstefnu hans og
skrifaði um það efni fyrstu bók sína: „Sartre:
Romantic Rationalist" (1953).
Hún var orðin 35 ára þegar hún hóf að
skrifa skáldsögur. Sú fyrsta sem komast á
prent - „Under the Net“ - kom út árið 1954;
síðan sendi hún nokkuð reglulega frá sér nýj-
ar sögur, oft með aðeins eins árs millibili.
Frægasta saga hennar er vafalaust „The
Sea, The Sea“ sem hlaut hin eftirsóttu
Booker-verðlaun árið 1978 - en alls voru sex
bóka hennar tilnefnd til Jjeirrar Mðurkenn-
ingar. Tvær aðrar skáldsögur fengu þekkt
bresk bókmenntaverðlaun: „The Sacred and
Profane Love Machine" (1974) og „The
Black Prince“ (1973). Hún var einnig öðluð
af bresku drottningunni.
Handrit í pappirspoka
Murdoch var alltaf að skrifa þar til sjúkdóm-
urinn rændi hana sköpunargáfunni. Hún
byrjaði gjarnan á nýrri sögu daginn eftir að
hún skilaði handriti til útgefanda síns.
Vinnuaðferðir hennar voru einnig sérstak-
ar. Hún skrifaði allar sínar bækur með
penna: „Ég hef aldrei snert ritvél, hvað þá
tölvu," sagði hún eitt sinn í blaðaviðtali. Er
hún hafði lokið við nýtt handrit stakk hún því
ofan í stóran pappírspoka og hélt með það til
útgefandans í London. „Það er eðlilegt að ég
fari með það sjálf, því þetta er alltaf eina ein-
takið sem til er.“
Frægt er að hún lét aldrei breyta stafkrók
frá handritinu; það varð að birtast nákvæm-
lega eins og hún hafði gengið frá því.
Margt hefur verið skrifað um skáldskap
hennar. Þar má sérstaklega nefna bókina
„Iris Murdoch: The Saint and the Artist“ eft-
ir Peter J. Conradi (útgefandi St. Martin’s).
Sólrún, Pol Pot og Plnlby íslands?
Ég hef lengi ver-
JÓHANIUESAR- ið þeirrar skoð-
unar að mönn-
um beri að forð-
ast svívirðilegar
og særandi sam-
líkingar, nema
þá helst ef þær
eiga verulegan
og rökstuddan
rétt á sér.
Þannig tel ég
ekki við hæfi að
nemendur uppnefni, ja, til dæm-
is handavinnukennarann sinn
Hitler, af því að hann þyki
strangur úr hófi fram og vilji
halda uppi arískum aga í bekkn-
um. Samlíkingin er einfaldlega
of langsótt, of mikil hyldýpisgjá
milli háttalags Hitlers og handa-
vinnukennarans.
I fyrra tók tannlæknir á Húsa-
vík upp á því í ritsmíð að spyrða
■ saman nafn lögfræðings í bæn-
um og nöfn „morðingja" á borð
við Che Guevara og Lenín. Lög-
fræðingurin brást eðlilega
ókvæða við og taldi að jaðraði við
meiðyrði og varð úr mikil þrætu-
bók að vonum.
Agætur sjómaður í sama bæj-
arfélagi átti það til á sjöunda
glasi að hrópa uppstyttulaust
fram yfir ellefta glas: „Stalfn er
góðmenni, Stalín er Ijúfmenni!"
Og auðvitað varla tij eftirbreytni,
en ekki beinlínis saknæmt þar
sem ekki var farið út í saman-
burð við nafngreinda einstakl-
inga í þessu upphrópunum.
Khmerar og kratar
Hingað til hef ég sjálfur í ræðu
og riti forðast særandi svívirðing-
ar í mínum samanburðarfræð-
um, nema nauðsynlegt hafi þótt í
þágu skemmtanagildis. En nú
kann að verða breyting á. Þannn-
ig háttar til að ég er hálfmennt-
aður maður, hef sem sé Iært ýmis
fræði en fátt er um prófgráður.
En ég kann til dæmis skil á mál-
tækjum á borð við: Eftir höfðinu
dansa limirnir. Og höfuð okkar
mennta- og hálfmenntamanna er
auðvitað sjálfur menntamálaráð-
herra. Sem hefur einmitt nýverið
opnað allar gáttir á sviði svívirði-
Iegra samlíkinga og sennilega
seilst lengra í þeim efnum en
dæmi eru um.
Ráðherra hefur sem sé á net-
inu viðrað hugmyndir sínar um
vissar hliðstæður í pólitík Ingi-
bjargar Sólrúnar og Samfylking-
arinnar á Islandi annarsvegar og
Pol Pots og hans kátu Rauðu
Khmera í Kampútseu hinsvegar.
Nú þekki ég Ingibjörgu Sólrúnu
ekki vel þó við værum samtíða í
Menntaskólanum við Tjörnina á
sínum tíma og veit |ní ekki gjörla
hvern mann hún hefur að geyma.
Enn minni voru samskipti okkar
Pols Pots. Hinsvegar veit ég að
ekld er hægt að bera þau Ingi-
björgu og Pol saman hvað varðar
frammistöðu í fjöldamorðabrans-
anum á sama hátt og gert var með
Davíð og Sál í biblíunni, nema þá
helst með því að söngla: Pol Pot
drap sínar milljónir en Ingibjög
Sólrún drap - ja, kannski flugu, ef
hún hefur þá gert það.
Og þó menntamálaráðherra
standi ógn af Samfylkingunni og
vilji vara landsmenn við þeim
Satans söfnuði, þá er kannski
ekki beinlínis við hæfi að bera
hana saman við Rauðu Khmer-
ana. Því þó Samfylkingin eigi
hugsanlega eftir að reynast
landsmönnum illa, þá eru svona
heldur litlar Iíkur á að við þurf-
um að upplifa það sama og fólk-
ið á blóðvöllum Kampútseu á
sínum tíma.
Bjöm og Kim
Hið jákvæða við samanburðar-
fræði menntamálaráðherrra er
hinsvegar það að nú getur limur á
borð við mig farið að dansa eftir
höfðinu. Þegar fordæmið að ofan
liggur fyrir þá hefur maður loksins
frelsi til að opinbera ýmsar hug-
leiðingar og vangaveltur sem mað-
ur hefur fyrir siðasakir ekki viljað
láta frá sér fara til þessa.
Þegar ég var ungur maður og
róttækur, eins og allir ungir menn
sem ekki eru fæðingarhálfvitar
hljóta að vera, Jjá var ég sannfærð-
ur um að Bjöm Bjarnason væri
njósnari Sovétmanna, föðurlands-
svikari, eins konar Björn „Philby“
Islands. Björn var þá blaðamaður
á Mogga og andskotaðist daglega
á rússum og vinstrimönnum ojg
meintum vinstrimönnum. I orð-
um, æði, útliti og ldæðaburði var
hann prótótýpa hins hreinræktaða
hægrimanns, hann var svo full-
kominn í sinni rullu, svo yndislega
massívt íhald að það var of gott til
að vera satt. Hann hlaut að vera
tilbúningur - framleiddur eftir for-
múlunni um hundrað prósent
hægri manninn. Og engir höfðu
meiri hag af |)ví að búa til svona
mann en einmitt Sovétmenn - til
brúkunar í njósnaskyni. Enginn
myndi gruna slíkan mann um
græsku, enda forðust Kremlverjar
æfinlega að ráða yfirlýsta vinstri-
menn til njósnastarfa.
Svona var ég nú einfaldur og
bláeygur (eða rauðeygður) í
bernsku. Og þó. Ég meina, það
hefur aldrei verið afsannað að
Björn hafi verið Moskvuagent.
Ekki eru öll kurl komin til grafar
úr skjalasöfnum KGB. Þannig að
hver veit nema að hinn óttalegi
leyndardómur Björns Bjarnason-
ar eigi eftir að verða lýðum Ijós.
Svona geta nú limirnir orðið
svívirðilegir í samanburðarfræð-
um og andstyggilegir í ályktun-
um þegar sjálft höluðið hefur
varðað veginn.
SPJALL