Dagur - 20.02.1999, Qupperneq 11

Dagur - 20.02.1999, Qupperneq 11
Tk^ir LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Fresturmn til að semja reiuiur út í dag Fjölmiðlar bíða í ofvæni fyrir utan Rambouillet-kastala skammt frá París, þar sem Serbar og Albanir sitja að samningaviðræðum. Seiidifulltrúar og aðr- ir ríkisborgarar Nató- ríkjaima byrjaðir að yfirgefa Júgöslavíu. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fer til Rambouillet í dag, en fresturinn sem Serbar og Albanir hafa til þess að komast að samkomulagi rennur út á hádegi, eða klukkan ellefu að íslenskum tíma. Sátta- semjarar í Rambouillet kastala afhentu samningsaðilum breytta útgáfu af samningsdrögunum í gær, og sögðu það vera lokagerð sáttmálans. I gær endurtók Albright enn einu sinni hótanir um hernaðar- aðgerðir, og beindi orðum sínum aðallega að Slobodan Milosevic, forseta Serbíu. „Hann fær að finna illilega fyrir því, og hann verður sviptur ýmsu sem hann metur mikils," sagði hún. Christopher Hill, sáttasemjari Bandaríkjanna, fór í gær til að hitta Milosevic forseta í Belgrað, en fyrri fundur þeirra á þriðjudag var árangurslaus. I þetta sinn neitaði Milosevic að ræða nokk- uð við Hill. Bæði Bandaríkin, Kanada og Frakkland hafa sagt sendifulltrú- um sínum að fara frá Belgrað. Stjórnvöld í Þýskalandi og Frakk- landi hafa hvatt ríkisborgara sína, sem búa í Júgóslavíu, til þess að fara úr Iandi hið fyrsta. Sömuleiðis voru Þjóðverjar varaðir við að ferðast til Júgóslavíu og Kosovo sérstak- lega. Gripið er til þessa ráðs til að sýna Serbum, og reyndar Albön- um líka, að Bandaríkjunum og NATO sé full alvara með hótun- um sínum. Milosevic hefur sagt að Serbar muni ekki láta undan kröfunni um að hersveitir NATO fari til Kosovo, jafnvel þótt það muni kosta þá hernaðaraðgerðir. Árásirnar myndu væntanlega hefjast á því að Tomahawk flug- skeytum yrði skotið frá skipum og kafbátum í Miðjarðarhafinu og Adríahafi. Fyrstu skotmörkin yrðu loftvarnarkerfi Serba, rat- sjárstöðvar og helstu bækistöðvar hersins. Engan veginn er þó víst að al- vara verði gerð úr þessum hótun- um, þar sem öll áhersla hefur verið lögð á það að ná fram pólit- ískri Iausn áður en gripið yrði tii hernaðaraðgerða. I gær fór Milutinovic, forseti Serbíu, fram á það við samráðs- hóp sex ríkja að þau veiti Serbum „vernd“ gegn því að NATO sendi hermenn sína til Kosovo. Það myndi einungis verða til þess, að enn erfiðara verði að finna pólit- íska lausn á deilunni, sagði hann í bréfi sínu til utanríkisráðherra samráðshópsins, enda sé ekki gert ráð fyrir því í upphaflegum friðartillögum hópsins að her- sveitir NATO verði staðsettar í Kosovo. - GB Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 22. febrúar 1998 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Oddur H. Halldórsson og Ásta Sigurðardóttir til viðtals á skrif- stofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. Til sölu Til sölu Volvo F-610, ár- gerð 1982, ekinn 300 þús. km. Með tveggja tonna lyftu. Lengd kassa 5,40, breidd 2,15 og hæð 2,0 metrar. Bíll í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 466-1502 og vinnusími 466-3360. HEIMURINN Kiirdar mótmæltu í Hamborg ÞÝSKALAND - Um 3.000 Kúrdar mættu til mótmælagöngu í Hamborg í Þýska- landi í gær. Þar var þess krafist að Abdulla Ocalan verði Iátinn laus úr fang- elsi í Tyrklandi. Mótmælagangan hófst nokkru síðar en áætlað var, m.a. vegna þess að verið var að bíða eftir Kúrdum frá öðrum borgum í Þýskalandi. Mótmælin virtust ætla að ganga friðsamlega fyrir sig, en um 1.000 lögreglumenn fylgdu göngunni eftir. Mannréttindasamtökin Amnesty inter- national telja ekki útilokað að Öcalan verði dæmdur til dauða og að dauða- dómnum verði framfylgt, jafnvel þótt engum dauðadómi hafi verið fullnægt í Tyrklandi í 1 5 ár. Þótt dauðarefsing sé enn í lögum hafa Tyrkir gætt þess að fremja ekki aftökur, ekki síst vegna þess að þeir hafa sótt það fast að fá inngöngu í Evrópusambandið. Barist í Kolumbíu KOLUMBIA - Harðir bardagar hafa geisað síðustu daga í Kólumbíu milli hersveita ríkisins og uppreisnarmanna og hefur nokkurt mann- fall orðið. A.m.k. 40 manns hafa látist, bæði úr röðum hersins og byltingarsveitanna. Friðarviðræður, sem nýlega voru hafnar, liggja niðri. Abdulla Ocalan. Aftur snjóHóðahætta í Ölpunum SVISS - Mikil snjókoma hefur verið í svissnesku ölpunum undanfar- ið, og með hækkandi hita óx í gær mjög snjóflóðahættan þar í Iandi. Fjöldi snjóflóða varð í gær og þurftu um 600 manns að yfirgefa heim- ili sín, en enginn hafði hlotið tjón af. Nokkur skíðasvæði voru lokuð vegna snjóflóða sem féllu yfir vegi sem þangað liggja. Sömuleiðis var rafmagnslaust á stóru svæði í Austurríki vegna þess að möstur féllu vegna snjóflóða þar. Sýnd kl. 9 á mánud. Sýnd kl. S - ísl. tal. Einnig sýnd kl. 3 um helgina. Sýnd kl. 11 á mánud. MuIan Sýnd kl. 1 um helgina. nniDOLBYl D I G I T A L rirmrir EcreArbic

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.