Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGU K 20. FF.BKÚAK 19 99 LÍFIÐ í LANDINU 40 ár með Castró Fidel Castró. Björn Bjarnason óskar Kúbverjum þess að þeir losni sem allra fyrst undan oki harðstjórnar hans en Sverrir Úlafsson harmar að íslendingar skuli ekki eiga í pólitíkinni mann eins og Castró. íþessum mánuði eru fjörutíu ár liðin frá þvíFidel Castró tók við völdum á Kúbu. Menn eru ekki á einu máli um ágæti ein- ræðisherrans lífsseiga og viðmælendur Dags eru þarengin undan- tekning. Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra: Ok haxöstjómar Þegar hugsað er til þess, að Fidel Castro hefur stjórnað með harðri hendi á Kúbu í fjörutíu ár, brýst fyrst fram sam- úð með því fólki, sem hefur mátt þola fátæktina og grimmd- ina í svo langan tíma. Skoðana- kúgun er fylgifiskur kommún- ismans á Kúbu eins og annars staðar, mannréttindi eru að engu höfð, ferðafrelsi ríkir ekki og þjóðin er öll í fátæktarfjötr- um. Þá sækir einnig á huga minn undrun yfir því, að marg- ir virðast telja, að á Kúbu hafi menn staðið að heilbrigðis- og menntamálum á þann veg, að til fyrirmyndar sé. Á þessi áróð- ur hljómgrunn á furðulegustu stöðum. Litlu munaði á sínum tíma, að hernaðarbrölt kommúnista á Kúbu kallaði kjarnorkuátök yfir allt mannkyn. Staðfesta Johns F. Kennedys, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og manna hans gegn sovéskum eldflaugum á Kúbu skipti sköpum fyrir þróun alþjóðamála og heimsfrið. Á meðan Sovétríkin máttu sín nokkurs var Kúba á framfæri þeirra í orðsins fyllstu merk- ingu. Eftir að sá bakhjarl hvarf hefur enn sigið á ógæfuhliðina fyrir Kúbveija. Einkennilegt var að fylgjast með því fyrr á þessum vetri, þegar forystusveit Alþýðu- bandalagsins sáluga undir for- sæti Margrétar Frímannsdótt- ur, sem nú hefur verið tilnefnd talsmaður nýrrar samfylkingar vinstrisinna á Islandi, fór í póli- tíska pílagrímsför til Kúbu. Er með ólíkindum, að lýðræðislega kjörnir fulltrúar telji sér til framdráttar að leggja með þess- um hætti einskonar blessun yfir hina forneskjulegu stjórnar- hætti á Kúbu. I Sovétrikjunum máttu íbú- arnir þola harðstjórn kommún- ista í 70 ár. Margt bendir til, að það taki að minnsta kosti jafn- langan tíma að koma þjóðfélag- inu á réttan kjöl, eftir hrun kommúnismans. Samskonar mynd og jafnmikið sár mun blasa við allri heimsbyggðinni, þegar Castró hverfur frá völd- um á Kúbu. I tilefni fjörutíu ára afmælis byltingarinnar á Kúbu færi ég Kúbverjum þær einlægu óskir, að þeir losni sem allra fyrst undan oki harðstjórnarinnar. Sverrir Ólafsson myndlist- armaöur: t kvöldmat með Castró Árið 1991 var ég á fyrirlestraferð um Suður-Ameríku og Mexico, ásamt vini mínum, franska Iist- fræðingnum Pierre Restany. Góðvinur minn, José Nativitad Gonzalez Paras, var á þessum tíma utanríkisráðherra í Mexico. Hann bauð okkur félögunum að slást í för með sér til Kúbu á Havana Biennalinn. Fáeinum dögum síðar vorum við á leið til Havana, með boð frá mennta- málaráðherra Kúbu (byltingar- hetjunni Armando Hart) um að halda sinn hvorn fyrirlesturinn. Aðstoðar menntamálaráð- herra Kúbu er yndisleg kona sem heitir Lupe Vélis. Eigin- maður hennar Antonio Núnez Jiménez, sem nú er nýlátinn, var einn þeirra áttatíu og tveggja byltingarmanna sem fýlgdu EI Commandante Fidel Castro frá Mexico á bátkrílinu „Grandma". Einn daginn var ég spurður hvað ég vildi helst sjá meðan á dvöl minni stæði. Ég svaraði sam- stundis: „Mig langar að hitta E1 Commandante, Fidel.“ „Companéro," sagði Núnez. „Það er ekki heiglum hent, en við sjáum til.“ Leið nú og beið næstu daga og við flæktumst víða og kynntumst fjölmörgum áhugaverðum ein- staklingum. Það var þó ekki fyrr en eftir nokkra daga að ég áttaði mig á því, að við vorum komnir inn í innsta hring gömlu bylting- arforingjanna og nánustu vina Fidels. Allt frá því að ég fór að hugsa um pólitík, hef ég haft mikið dálæti á djörfung og dugnaði kúbönsku þjóðarinnar og eldmóði byltingarinnar. Bylt- ingar sem breytti Kúbú úr feni spillingar, vændis og almennrar fyrirlitningar á alþýðunni í há- menntað samfélag metnaðar- fulls fólks sem lætur ekkert mót- læti traðka drauma sína og von- ir niður í svaðið. Það var því lyg- inni Iíkast fyrir mig, afkomanda byltingarsinnaðra víkinga, að uppgötva hvert ég raunverulega var kominn. Allt í kringum mig var fólk, sem svo sannarlega hef- ur lagt sitt að mörkum við mót- un pólitískrar sögu aldarinnar. Byltingarhetjan Núnez bauð okkur Pierre til kvöldverðar á heimili þeirra hjóna. Við mætt- um á tilsettum tíma í matinn og sáum að einungis var búist við okkur, Armando Hart og einum leynigesti. Sest var að borðum. Allt í einu heyrðist nokkur fyrir- gangur, hávaði f bílum og miklar mannaferðir. Áður en við gátum komið upp orði var húsið um- kringt lífvörðum vopnuðum Kalasnikof hríðskotabyssum. Okkur var vitaskuld brugðið en frúin sagði ósköp rólega: „Eg held að E1 Commandante sé kominn." Það var eins og við manninn mælt að inn úr dyrun- um steig hávaxinn og myndar- Iegur maður með flott skegg og fór ekki á milli mála hver þar fór. Við félagarnir stóðum upp frá matborðinu heldur vand- ræðalegir á svip. Við stóðum augliti til auglitis við sjálfan Fidel Castro, forseta Kúbu. Hann brost breitt og sagði: „Vel- komnir til Havana. Ég frétti að fyrirlestrarnir ykkar hefðu verið skemmtilegir". Sfðan rétti hann okkur sitthvort vindlabúntið, bundið saman með rauðum borða og sagði: „Mér er sagt að ykkur þyki vindlar góðir. Þá eru þeir kúbönsku bestir. Annars eru reykingar óhollar og ég er sjálfur hættur að reykja.“ Við áttum þarna skemmtilegar stundir, þar sem spjallað var um heima og geyma og Fidel vildi allt vita um Island, myndlist, menningu og auðvitað pólitík. IIlu heilli var hann á hraðferð og dvöl hans varð því ekki Iöng. Hann bað afsökunar á tímaleysi sínu og hvarf á brott án þess að hafa tíma til að borða með okk- ur. Sú stund sem við fengum tækifæri til að eyða með honum þarna í stofunni á ósköp venju- legu kúbönsku heimili, er líklega með því eftirminnilegasta og ánægjulegasta sem fyrir mig hef- ur komið á lífsleiðinni. Fidel er sérlega aðlaðandi maður. Geislandi af ættjarðarást, húmor og bráðgreindur. Hann er hafsjór af þekkingu og ein- hver skemmtilegasti maður sem ég hef hitt. Mikið væri nú gam- an ef við ættum svona karl í pólitíkinni hér á klakanum! Ingibjörg Haraldsdóttir rit- höfundur: Sá gamli brallar eim Ég held ég muni það rétt að í fyrsta sinn sem ég sá Fidel Castro hafi hann verið að halda ræðu og ég að hlusta á hann. Þetta varð svo að samskipta- munstri hjá okkur: hann einn í ræðustól og talaði lengi, ég með- al þúsundanna og hlustaði. Nokkrum sinnum komst ég þó nær honum. Eitt sinn gerðist það á karneval í Havana. Þá var ég á breiðgötunni Malecón í góðra vina hópi, í nokkurri fjar- lægð frá mestu hávaðastöðun- um. Kvöldið var fagurt og hlýtt, einsog þau eru yfirleitt í Havana. Kemur þá ekki allt f einu þaklaus jeppi skrensandi fyrir horn og stoppar kippkorn frá okkur. Við stýrið sat enginn annar en Fidel Castro. Nokkrir grænklæddir með honum. Fór þá einsog kliður um götuna: EI Commandante! og fólk þusti að jeppanum og umkringdi hann á augabragði. Það var einsog vin- sæll frændi hefði birst óvænt í afmælisveislu: allir vildu eiga við hann orð, einhver rétti honum risastórt bjórglas úr vaxbornum pappa og hann þáði sopa. Svo kvaddi hann og ók burt og alþýð- an veifaði og hélt svo áfram sínu karnevali. Oðru sinni lenti ég í blaða- mannaferð upp í sveit. Salvador Allende, sem skömmu síðar varð forseti Chile, var í heimsókn á Kúbu og spurst hafði út að blaðamennirnir fengju að hitta hann, en af öryggisástæðum var það ekki staðfest. Viti menn, einhversstaðar á þjóðveginum nemur rútan staðar, blaðamenn- irnir fara út og biðin hefst. Svo kom bílalestin með Allende og Castro með honum, og þarna hófst blaðamannafundur undir beru lofti. Ég hafði fengið lán- aða myndavél sem ég kunni ekki sérlega vel að nota, en reyndi þó eftir bestu getu að fanga þá fé- lagana á filmu. Árangurinn varð ekki glæsilegur, og þessar mynd- ir eru nú löngu glataðar. Það sem sagt var á þessum fundi hefur líka gleymst. Eitthvað um stjórnmálaástandið í Chile, minnir mig, og framtíð Rómönsku Ameríku. Það sem enn lifir í huga mínum er þjóð- vegurinn, hitinn og rautt mold- arrykið, barátta mín við bévítans myndavélina, og svo þessir tveir menn sem áttu svo svipaða drauma. Annar þeirra löngu fall- inn í valinn, hinn stendur enn uppréttur, en að vísu tekinn að lýjast, röddin hás eftir fjörutíu ára ræðuhöld, skeggið gisið og grátt. Fyrir nokkrum mánuð- um var ég á Kúbu en sá hann þá bara í sjónvarpi. Hann var að segja frá því hvernig Kúbanir hefðu komið til aðstoðar ná- grönnum sínum í Honduras og Nicaragua eftir að fellibylurinn Mitch Iagði þar allt í rúst, og hvað þeir hygðust gera fleira til að hjálpa þeim að komast á rétt- an kjöl eftir þessar gífurlegu hamfarir. Alltaf eitthvað að bralla, sá gamli. Ennþá að. -KB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.