Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 8
24 - LAUGA RDAGUR 20. F E B R Ú A II 1999 LÍFIÐ t LANDINU Dfigwr f r ' > r f f f. f F i ’ Grunnskólinn, eins og reyndar allir skólar, er - eða á að minnsta kosti að vera - samstarfsverkefni allra sem honum tengjast. Skóli á að vera þjónustustofnun og þjónustan á að beinast að nem- endunum. Þjónustan sjálf á að vera samstarfsverkefni heimila og skóla. Myndin er tekin í Brekkuskóla á Akureyri en tengist umfjöllunarefninu ekki beint. - mynd: brink Böm eiga rétt á að líða vel í skólanum Einelti eralvarlegt mál - alvarlegast auðvitað fyrirþolandann. Meintaga- leysi íslenskra ungmenna hefurverið í brennidepli og eineltismál eru hluti afþeirri umræðu. Oftasterþá rætt um einelti nemenda gagnvart öðrum nemendum og einelti nemenda gagnvart kennur- um. En hvað um einelti kennara gagnvart nem- endum? _Hvaða ráð hefur nemandi, og þá foreldrar, þegar Samskipti kenn- ara og nemanda hafa verulega slæm áhrif á allt líf nemandans? Vantar skilvirkt og skipulagt ferli til að leysa úr slíkum málum? Dagur ræðir við fólk sem vinnur að skólamálum og málefnum barna almennt og leitar lausna. Umfangið óþckkt I umræðu um skólamál hafa réttilega heyrst þær raddir að fjölmiðlum og reyndar fleirum, okkur öllum ef tiI viU, hætti til að dæma fjöldann út frá fáum tilfellum. Til að gefa einhverja hugmynd um umfang þess vanda sem snýr að slæmri framkomu kennara gagnvart nemendum, má nota einfalt reiknilíkan: AIls eru um 3.600 manns sem kenna í grunnskólum landsins, kennarar og leiðbeinendur. I öllum stétt- um fyrirfinnst ómögulegt fólk og ef við gefum okkur að 5 prósent kennara séu í raun ómögulegir kennarar, þá eru það 180 manns. Auðvitað ber ekki að setja jafnaðarmerki milli þess að vera ómögulegur kennari og þess að leggja nemanda eða nemend- ur í einelti. Ef við miðum við að eitt prósent kennara Ieggi nem- enda eða nemendur í einelti eru það 36 grunnskólakennarar og fórnarlömbin næsta örugglega nokkuð fleiri. Hafa ber í huga að þessar tölur eru ekki byggðar á rannsóknum, fremur ætlaðar til umhugsunar. Hvað menn eiga við með hug- takinu einelti getur verið mis- munandi og til dæmis nefndi einn viðmælenda blaðsins að áður fyrr hafi menn talað um að „kennari tæki nemanda fyrir1'. I víðustu merkingu getum við sagt að einelti kennara gagnvart nem- anda taki yfir endurtekin atvik, þar sem framkoma og viðmót kennara er niðrandi, særandi, móðgandi eða á annan hátt lítils- Hrðandi fyrir nemandann. Leiðir til lausnar Vanda í samskiptum kennara og nemenda er eðlilegast að bera upp við kennarann sjálfan eða umsjónarkennarann. Sum vandamál eru að vísu þess eðlis að eðliiegra er að leita béint til skólastjórans. Mörg mál tekst að leysa innan skólans en takist það ekki er næst að leita til skóla- nefndar og þá skólafulltrúa í umboði hennar. Finnist ekki lausn á vettvangi sveitarfélagsins er hægt að leita með málið til menntamálaráðuneytisins. Mismunandi er eftir stærð sveitarfélaga hvernig málum er háttað og til dæmis gegnir Ás- laug Brynjólfsdóttir starfsmaður hjá Fræðsluráði Reykjavíkur (skólanefnd Reykjavíkur) starfi umboðsmanns foreldra og skóla. Áslaug sinnir hvort tveggja upp- lýsingagjöf til foreldra og fæst við úrvinnslu einstaldingsmála sem ekki hefur tekist að leysa innan skólanna. Aslaug segist fá mörg og íjölbreytileg mál til úr- lausnar. „Eg verð alltaf að vera hálfgerður sáttasemjari og sjá hlutina frá báðum hliðum,“ segir Aslaug. „Þannig leysast mál yfir- leitt. Maður getur ekki staðið eingöngu með öðrum aðilanum." En finnur hún ekki fyrir van- trausti frá foreldrum þar sem hún er starfsmaður „skólakerfis- ins“? „Nei, ég hefi reynt að hlusta mjög Vel á fólk og hefi ekki orðið vör við það. Þegar ég var fræðslustjóri Reykjavíkurum- dæmis var það meðal annars í mínum verkahring að leysa ágreiningsmál, en þá var bæði í lögum og sérstakri reglugerð kveðið á um starfssvið fræðslu- stjóra. Samkvæmt núverandi Iög- um á að vísa öllum málum til skólanefnda og hvergi minnst á ákveðinn yfirmann, utan skóla- stjóra viðkomandi skóla. Nei, maður leysir ekki ágrein- ingsefni bara með því að skoða þau frá einni hlið. Foreldrum er bent á að Ieita íyrst til umsjónar- kennara og síðan til skólastjóra, en þegar það gengur ekki geta þeir snúið sér til mín og oft eru þessir aðilar boðaðir saman. Það kemur síðan f minn hlut í þessu starfi að horfa á málið frá báðum sjónarmiðum og hafa réttsýnina og lögin að Ieiðarljósi. En ég fæ einnig mál frá skólastjórum til afgreiðslu og vissulega er oft um erfið mál að ræða og einna erfið- ust viðfangs eru þau mál, þegar börn fást ekki til að sækja skóla. Þar að baki geta legið ýmsar ástæður og vissulega getur það stundum verið vegna eineltis. ' Brýriast af öllu ér að foreldrar og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.