Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 9
I^íir LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 - 25 kennarar séu samheijar um vel- ferð barna. Þessvegna þarf sam- starfið að vera stöðugt og mark- visst og samskiptin þurfa að vera gagnkvæm. Um leið og foreldrar eða kennari finna að barni líður illa þarf að ræða saman og finna hvað er að, áður en vandamálið er orðið alvarlegt. Nám gengur ekki ef nemendum líður illa. Vellíðan barna heima og í skóla er því grundvallaratriði. Mér finnst ekki nægilega hugað að þessu.“ Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri f Grundaskóla á Akranesi, segir klögumál mjög fá í Grundaskóla en spurður um þann farveg sem foreldrar hafa bendir hann meðal annars á ráð- gjafarþjónustu innan skólans. „Við erum til dæmis með býsna öfluga ráðgjafarþjónstu. Ein þeirra Ieiða sem fólk hefur er að fara beint til skólasálfræðings- ins. Þar er hlutlaus aðili sem getur leiðbeint fólki varðandi mál barna sinna ef viðtöl við kennara hafa ekki dugað.“ Ágreiningsráð A Akureyri starfar Skólaþjónusta Eyþings og segir Jón Baldvin Hannesson forstöðumaður það koma fyrir að skólaþjónustan sé beðin um stuðning eða hjálp við að leysa mál en það sé í raun ekki formlega skilgreint hlutverk hennar. Skólaþjónustunni er ætlað að veita upplýsingar þegar eftir þeim er leitað og veita skól- um ráðgjöf en ekki skera úr í ágreiningsmálum. „Það er reynd- ar hvergi hægt að fá ráðgjöf og/eða yfirsýn yfir þau mál sem „Nám gengur ekki ef nemendum líður illa. Vellíðan barna heima og í skóla er því grundvallaratriði. Mér finnst ekki nægilega hugað að þessu, “ segir Áslaug Brynjólfsdótt- ir, umboðsmaður foreldra og skóla í Reykjavík. upp koma hér í umdæminu, þau dreifast á einstaka skóla og eng- inn sem nær utan um það,“ segir Jón Baldvin. Hann segist stundum hafa viðrað þá hugmynd að sveitarfé- lag á stærð við Akureyri ætti hreinlega að vera með umboðs- mann, einhvern sem hægt væri að snúa sér til með ýmis mál af þessu tagi. „Það er margt óljóst í þessu ferli," segir Jón Baldvin, „og eins er það erfitt þegar svona mál koma upp að hafa engan sem getur komið inn sem þriðji aðili. Það getur gagnast báðum aðilum, hvort sem það er skóli í vandræðum gagnvart foreldrum eða nemandi gagnvart skólanum. Það er þörf fyrir eitthvert milli- stig þar sem veittur er stuðning- ur, áður en mál verður að opin- berri stjórnsýsluákæru. Ef sveit- arfélag skipar einhvern aðila er hann að vísu hluti af stjórnkerfi þess en það mætti einnig sjá fyr- ir sér einhvers konar ágreinings- ráð eða úrskurðarráð með full- trúum fleiri aðila.“ Jón Baldvin, og reyndar fleiri sem rætt var við, bendir á að ef brot eru ekki því alvarlegri, sé hætta á að fólk hreinlega gefist upp þegar það stendur frammi fyrir því að þurfa að fara ein- „Það er þörf fyrir eitthvert millistig þar sem veittur er stuðningur, áður en mál verður að opinberri stjórn- sýsluákæru, “ segir Jón Baldvin Hannesson, forstöðumaður Skóla- þjónustu Eyþings á Akureyri. hverja stífa og formlega leið í kerfinu með skrifum og látum. „Margir treysta sér hreinlega ekki í það og eins þurfa mál ekki að vera svo alvarleg að foreldrum finnist að þeir þurfi að Ieggja fram kæru. Það þarf eitthvert millistig,“ segirjón Baldtdn. Edda Sóley Oskarsdóttir fram- kvæmdastjóri foreldrasamtak- anna Heimilis og skóla segist ráðleggja fólki að gera skriflegar kvartanir því formleg og skrifleg erindi sé erfiðara að hunsa en til dæmis ef fólk hringir til að bera upp kvörtun. Skortir upplýsingar Þau ráð sem foreldrar hafa virð- ast ekki nægilega skýr og skil- virk. „Fólki er almennt ekki ljóst hver er réttur þess,“ segir Edda Sóley Oskarsdóttir. „Hvert á ég að snúa mér’? Við hvern get ég talað? Fólk er oft óöruggt í því hver er réttur nemandans, hvert er í rauninni markmið grunn- skólalaganna, hvert et markmið- ið með þeim reglugerðum sem settar eru og hvernig það á að snúa sér í þessu. Það á í raun ekki bara við um þetta, heldur allt sem gerist." Þórhildur Líndal, umboðs- maður barna, tekur í sama streng um þær leiðir sem færar eru til lausnar einstakra mála: „Almennt talað virðast þær alls ekki vera nægilega skýrar. Það er einstaka skóli sem hefur verið að koma sér upp ákveðinni aðgerða- áætlun sem er mjög af hinu góða, en ég vil sjá þetta í öllum skólum þannig að börn sitji við sama borð hvar í skóla sem þau eru. Eg tel brýnt að þetta fari inn í alla skólana vegna þess að börnum á að Iíða vel f skólanum. Þau eiga að vera örugg þar. Þau eiga ekki að verða fyrir aðkasti eða niðurlægjandi meðferð og allra síst af hálfu fullorðinna," segir Þórhildur. Um næstu mánaðamót sendir umboðsmaður barna frá sér skýrslu um einelti. Þar er meðal annars að finna fjölmargar tillög- ur barna og unglinga um hvernig unnt er að vinna gegn einelti. Það er von umboðsmanns að skýrslan nýtist jafnt börnum sem fullorðnum í baráttunni gegn einelti, ekld síst innan skólanna. Sítinviinia besta forvömin Einn þröskuldurinn í Iausn um- ræddra mála virðist sá að of seint er Ieitað til hlutaðeigandi kennara, umsjónarkennara eða skólastjóra. Þrennt virðist eiga þátt í því. Einhver tími kann að líða þar til foreldri gerir sér grein fyrir hvað er að gerast. Einnig er kvörtunum stundum ekki beint til þeirra sem málið varðar. Hið þriðja er að foreldrar óttast að bera upp vandamál barna sinna, telja að börnin verði Iátin gjalda þess. Stundum heyrist talað um tortryggni eða togstreitu milli foreldra og skóla. Guðbjartur Hannesson bendir á að allsstaðar þar sem fólk tal- ast of lítið við bjóði það upp á tortryggni. „Ef maður fer að geta sér til um hvað hinn heldur, meinar eða vill, þá býður það upp á slíkt. Almennt eru viðþorf foreldra jákvæð og öll samskipti mjög jákvæð þó til séu undan- tekningar. Þrátt fyrir það held ég að við getum gert enn betur. Við þurfum mikið meira á foreldrum að halda í umræðum um hvernig við getum gert vel og líka að við séum samstíga um kröfur til krakkanna." Guðbjartur bendir á að stundum skorti á að kvörtun- um sé beint strax til skólans, ef til vill frekar talað á kaffistofum úti í bæ. I bæjarfélagi á stærð við Akranes berist slíkur orðrómur stundum inn í skólann áður en formleg kvörtun kemur og þá sé jafnvel byrjað að vinna úr málinu þegar foreldri leitar eftir aðstoð. „Það kemur fyrir að þegar for- eldrar loks leita til skólans að þeir eru ef til vill orðnir svo óánægðir að þeir sjá enga lausn og koma til skólastjórans til að biðja jafnvel um að kennari verði rekinn. Það er úrræði sem við getum sjaldnast beitt. Það eru auðvitað líka dæmi um að fólk hafi kvartað og telji að við höfum ekkert gert, að við tökum bara málstað kennarans og svo gerist ekki neitt. En það eru til fleiri dæmi þar sem við höfum fengið ágætar ábendingar og athuga- semdir og getað Ieiðrétt mál,“ segir Guðbjartur. TeMð á málimiiin I Grundaskóla á Akranesi er tek- ið á eineltismálum og öllum samskiptum nemenda, kennara og foreldra með mjög athygli- verðum hætti. Samvinna og samræður gegna þar Iykilhlut- verki. Starfið miðast að vísu fremur við einelti nemenda á milli, enda eru slík tilvik mun al- gengari en einelti kennara gagn- vart nemendum og nemenda „Börnum á að líða vel í skólanum, þau eiga að vera örugg þar. Þau eiga ekki að verða fyrir aðkasti eða niðurlægjandi meðferð og allra síst af hálfu fullorðinna, “ segir Þórhild- ur Líndal, umboðsmaður barna. gagnvart kennurum. „Við erum að þoka okkur áfram í að finna farveg fyrir meðferð eineltis- mála, gæðafarveg þar sem við getum sagt að við gerum þetta með skipulegum hætti. Þetta hefur verið viðvarandi vandamál í skólum sem aldrei er hægt að sætta sig við,“ segir Guðbjartur Hannesson. Gerð var eineltiskönnun í skólanum 1997 og foreldraviðtal notað til að ræða líðan barnanna og almennt um þau sjálf fremur en námsframvinduna sérstak- Iega. Gerð var könnun meðal nemenda og í framhaldinu talað við þá sem nefndir voru sem þolendur og gerendur eineltis. Ekki var notast við hugtakið ein- elti vegna mismunandi skilnings á því, heldur spurt um stríðni, hrekki, barsmíðar, ógnanir, hót- anir, afskiptaleysi og fleira. I vetur hefur verið unnið að því að koma upp hóp til að vinna að þessum málum, eineltishóp, sem í eru kennarar, hjúkrunar- fræðingur og sálfræðingur og ætlað er að taka við þeim málum sem umsjónarkennara tekst ekki að Ieysa. Sambærileg könnun var einnig gerð í vetur og er verið að „Við þurfum mikið meira á foreldr- um að halda í umræðum um hvernig við getum gert vel og líka að við séum samstíga um kröfur til krakkanna, “ segir Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grunda- skóla á Akranesi. vinna úr henni og ræða við for- eldra og nemendur. „Hugmyndin með ein- eltiskönnuninni og því ferli öllu saman er að reyna að grípa inní strax og stöðva eineltið. Það er býsna forvitnilegt að fylgjast með því núna að í þeirri könnun sem við gerðum núna tveimur árum á eftir hinni fyrri, að sjá að margir af þeim sem bent var á fyrir tveimur árum, mikill meirihluti raunar, eru ekki nefndir núna sem þolendur eða gerendur. En það hefur færst til, það eru komnir nýir, en eftir sem áður virðist hafa tekist að taka á mál- efnum flestra, það hefur virkað en aftur á móti er það ekki end- anleg lausn. Það virðist vera ein- hver mekkanismi í hópnum sem gerir það að það eru þá einhveij- ir nýir sem verða fyrir athuga- semdum." Meiri afsMpti foreldra „Við erum að gera tilraunir með vitnisburðarform sem er þróað af Skólaþjónustu Eyþings á Akur- eyri,“ segir Guðbjartur Hannes- son. „Þetta er þrískiptur vitnis- burður - nemendur fylla út ítar- legt blað sem er varðandi kennsluaðferðir, samskipti við aðra nemendur, líðan, heima- nám, hvernig þeim finnst kenn- arinn kenna og svo framvegis. Foreldrar fylla út sambærilegt form og síðan kennararnir. Síðan er þetta allt borið saman. 1 við- talinu er farið yfir þessi þrjú blöð og borið saman og ræddir ein- stakir þættir. Þarna er mikið komið inná viðhorfið til kennar- ans, Iíðanina, samskipti kennara og nemenda. Það er auðvitað ljóst að menn eru misfærir að taka viðtöl en þessi viðleitni núna f vitnisburði, bæði hvað varðar eineltið og annað, er auðvitað tilraun til að draga fólk til samræðna á jafn- réttisgrundvelli um fleiri mál heldur en sem beinlínis eru hefðbundin viðfangsefni skólans, af því að við vitum að þau skipta svo miklu máli. Við getum rætt við foreldra á miklu meiri jafn- ræðisgrundvelli, ekki til að segja þeim fyrir verkum, heldur ekkert síður til að þiggja leiðbeiningar þeirra. Við þurfum ekkert síður á því að halda að fá skoðanir þeirra. Þannig að það má segja að þetta sé tilraun í þá átt að auka þessa umræðu en það er mitt mat að í heildina séu for- eldrar of afskiptalitlir af skólan- um og of lítilþægir í kröfum til okkar. Þetta er spurning um samstarf en ekki að við séum að stjórna þeim eða þeir okkur," segir Guðbjartur. Skólinn er samstarfsverkefni Grunnskólinn, eins og reyndar allir skólar, er - eða á að minnsta kosti að vera - samstarfsverkefni allra sem honum tengjast. Skóli á ekki að vera einangruð stofnun þar sem stjórnendur og aðrir starfsmenn fara sínu fram að vild. Skóli á heldur ekki að vera stofnun sem tekur við öllum vandamálum heimilanna sem senda börnin til náms. Skóli á að vera þjónustustofnun og þjón- ustan á að beinast að nemend- unum. Þjónustan sjálf á að vera samstarfsverkefni heimila og skóla. Einhver kann að segja að hér sé gerður úlfaldi úr mýflugu varðandi einelti kennara gagn- vart nemendum. Tilfellin séu fá og ekki rétt að dæma heila stétt út frá hegðun nokkurra einstakl- inga og vandamálið sé ekki raun- verulegt vandamál heldur örfá tilfelli. Það er hinsvegar sama hve tilfellin eru fá. Fyrir þá nem- endur sem verða fyrir einelti er vandamálið raunverulegt. Fyrir foreldra þessara nemenda skiptir í raun engu þótt tilfellin séu fá. Urræðin verða að vera fyrir hendi. Foreldrar verða að geta leitað eitthvert með sín mál gagnvart kennurum og leiðirnar þurfa að vera skýrar og skilvirkar. Á hitt er einnig að líta að á slíkum málum eru tvær eða fleiri hliðar. Þótt hér hafi einkum ver- ið spurt um einelti kennara gagnvart nemendum skal áréttað að einelti nemenda gagnvart nemendum eða nemenda gagn- vart kennurum er ekkert síður alvarlegt mál. Kennari sem sakaður er um að leggja nemanda í einelti skilur eigin gerðir ef til vill með öðrum hætti en nemandinn. Engu að síður þurfa hlutaðeigandi að eiga kost á að fá sín mál leyst á full- nægjandi hátt, hver svo sem sök- ina á. Semsagt: Tölum saman, vinn- um saman! Hvað finnst þér um einelti kenn- ara gagnvart nemendum eða nemenda gagnvart kennurum? Hefur þú eða þín hörn orðið fyrir sltku einelti eða þekkirðu ein- hvern sem hefur orðið fyrir slíku? Skrifaðu okkur bréf og skýrðu frd sjónarmiðum þínum eða segðu okkur sögu þína. Innsent efni verður hugsanlega birt en að sjdlfsögðu verður gætt nafnley nd- ar og fyllsta trúnaðar við bréjrit- ara ef þess er óskað. ritstjori@dagur.is Dagur vegna helgarblaðs Strandgötu 31 600 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.