Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 19

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 19
LAU GARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 - 35 LÍFIÐ í LANDINU Á Patró. Myndin hér að ofan er frá Patreks- firði, kauptúni fyrir vestan sem stendur við samnefndan fjörð. Hvað heitir eyrin sem elsti hluti byggðarinnar stendur á? Áiftagerðisbræður. í samkeppni Ijósmyndara nýlega fékk þessi mynd Þorvaldar Arnar Kristmundssonar afhinum syngjandi Álfta- gerðisbræðrum verðlaun undir titlinum ís- lenskasta myndin. Hvar í Skagafirði er Álftagerði og hvað heita þessir fjórir syngj- andi bræður? Lukkunnar pamfíll. Sigbjörn Gunnarsson kom vel út úr prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra um sl. helgi. Velti þar sitjandi þingmanni úr sessi - og verður efað líkum lætur þingmaður eftir kosningarnar í vor. Hvað hefur Sigbjörn starfað síðustu árin og hver var afi hans, þekktur náttúruvísinda- og skólamaður og jafnframt þingmaður Al- þýðuflokks um skeið? 1. Baráttuglaður útgerðar- maður á Vestfjörðum hóf í vikunni veiðar á skipi sínu - kvótalausu. Afleið- ingarnar eru að Fiski- stofa hefur nú svipt skip- ið veiðileyfi og málið á að fara í hart. Hvað heitir skipið og hvaðan er það gert út? 2. Hvar á landinu eru þessir bæir; Hávarðakot, Húna- kot, Smáratún, Odds- partur, Búð, Unhóll og Borg? 3. Olafur Ragnarsson, nú bókaútgefandi í Vöku-Helgafelli, samdi fyrir um þrjátíu árum texta dægurlags sem Þorvaldur Halldórsson söng - og gerði næsta ódauðlegt. Hvert er lagið - og textinn? 4. Haustið 1940 kom strandferðaskipið Esja heim til Islands með hóp á þriðja hundrað Islendinga sem dvalist höfðu á Norðurlöndunum en voru þar innlyksa vegna stríðsins. Hvaðan kom skipið með þessa landa okkar heim? 5. Hvar eru þeir fjórir bæir í Suður-Þing- eyjarsýslu sem heita Halldórsstaðir. 6. Hvað heitir skógarlundurinn sem ekið er í gegnum þegar komið er yfir Leiruveg við Akureyri og ekið út Svalbarðsströnd? 7. Hann var árið 1929 skipaður skólameist- ari Menntaskólans í Reykjavík af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem þá var dóms- málaráðherra. Rektorsembættinu gegndi hann til dánardægurs árið 1956, enda þótt miklar deilur hefðu staðið um skip- an hans í embættið - einsog gjarnan varð þegar Hriflu-Jónas átti í hlut. Hver var hann? 8. Ef maður er á norðurleið um Húna- vatnssýslur, segjum til dæmis til Akur- eyrar, má stytta sér leiðina nokkuð, með því að fara út af hringveginum á móts við Stóru-Giljá og koma inn á hann aftur innarlega í Langadal. En hvað heitir leiðin sem þá er farin? 9. Hvað hét ljóðabókin sem Davíð Stefáns- son sendi frá sér árið 1919 og markaði upphaf ferils hans sem ljóðskálds? 10. Hver var á dögunum ráðinn bæjarstjóri Hornaljarðarbæjar? Svör: LAraD OG ÞJÓD Sigurgleði. Lið Aftureldingar sigraði í bikar- keppni karla í handknattleik um sl. helgi og voru þeir Einar Gunnar Sigurðsson og Bjarki Sigurðsson ánægðir að leikslokum, einsog sjá má á þessari mynd. Hverjar urðu lokatöl- ur leiksins og hvernig fór bikarleikur kvenna sem einnig var háður um liðna helgi? Afmæli. Til mikillar hátíðar var efnt í Reykja- vík sl. þriðjudag í tilefni afafmæli Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur. Hve gamalt er fé- lagið? Á myndinni hér að ofan sést Ellert B. Schram afhenda formanni KR afmælissögu félagsins og hver er formaðurinn? •bSejoj -jhjisas -[si spuequres Jtippopgeq suubui -npo;sao[ ijjejs buijj suiuieqs [ij ipuSaS ui3S ‘uuungBui iijiaq uossuof ihqjeq 'oi •JUguC} IBJIEAS '6 'jnejqb8u[ujoaujaq -g 'UOSSauUBjq {UIJBg ■ i_ •jnjiaiBjgB/y '9 ■uup[npjgyj i 8o [BpiBQieg ‘[BpBÍqXag ‘[BpjBxeg i nia Jisssij iiæg •£ 'BSuipU3[SJ 8SZ giajjBQiiq UBSsacj t uiiaq Qidpjs ijjný s[jb ua t:p[n.ui[,(jeqbuj3q tuqsXcj 8o eiqssiq igæq ijáaj gaui uijbj jba issacj giaj •ipuBjuuig i ouiBSjag bjj uioq Qidpjs 'F 'uuijxsj 8o - giSe[ Jijiaq ‘ofs y •£ •;8uicjjB8uBg i æqeABjpjÁcj i nia Jiæq Jtssocj iijjy 'Z •igjtjsqsijBj bjj jn jjo8 j3 8o 8£Z'V9 utíaujB/Y Jijiaq Qidiqs '1 •Buqjnjs -eqnBjq uinqjoui 9j poui b uibjj ii -jáj qjgut /_ [ injgjeqoj ngin pjqogeuusAq I -suispq epujaujjÁ} iqjeui \z ijoui é ‘g!Qi{ BpupujBgis jjjáj qjgui gz ngin jb -8ujpj3jnjjy 80 [jj qjajieqjq i Jtqgjtiqoq * •puq uin eSujpjqsj inpBUiSujcj 80 jnSujQæjjninjjBU ‘uÁsimjy b suejgqs -Bjuu3j\[ UBjsjauiejgqs ‘uinQgjjj bjj uos -sjgpuiajs jgpujsjs iba jjæinggj i sueq !JY 'J!3ASSUJBAÁ[\I I IJOÍJSJB JJ3AS pjJOA uossjBuunQ uigfqSjs mjaq jb njsngjs * •uossuof uu!JS}jyj J3 sujsSbjsj jnpBuuog -eueSBp essscj JJJS ![3BUIJB bjb 001 mppq 'g >l * •jjuÁssjnjsg JeqsQ So Jnjpg ‘qsiQ ‘snjSjs mo Jugfj jmingæjg -qqq -BUUB/\ pJA UBUUnS JUIUIBqS ‘!QJ}Jb8bO[S J jddaiqnjÁas b[uib8 uinujq i ia [QiaSejjjY * qjÁaujBjý * Fluguveiðar að vetri (105) Hefðin er rík Þegar ég áttaði mig á því að fisk- arnir sem við erum að egna til Ieiks við fluguna hafa verið í vötn- unum í þúsundir ára fannst mér ég aðeins merkilegri maður en fyTr. Til dæmis er Veiðivatnaurriðinn af gamla stofninum merkilegt fyrir- brigði frá náttúrunnar hendi. 10 þúsund ára gamall. Þarna hefur hann verið frá því Iand lyftist og hann lokaðist inni, þegar íshellan hvarf af landinu. Maður hneigir sig í auðmýkt fyr- ir svona merkilegum andstæðingi. Vér veiðimeim Fræðimenn telja að fyrstu önglarnir hafi verið gerðir fyrir 30 þúsund árum, en þá má segja að vinur vor Homo sapiens hafi um það bil verið að festa sig verulega í sessi sem herra jarðarinnar og skapari ör- laga heimsins. Fyrstu skráðu heimildirnar um fluguveiði eru þó ungar. Um 200 eftir Krist skrifar Cládíus Aelíanus að flugu- veiðar séu hafnar í Makedóníu. Onglarn- ir voru skreyttir ullarþræði og hanafjöðr- um. Þegar hér er komið sögu telja menn kominn grundvöll fyrir því að stunda veiðar sér til ánægju og sem íþrótt. Skrif um fþróttina hefjast þó ekki fyrr en með Júílönu Berner, sem ég hef minnst á fyrr, en frægð hennar og ljómi er í réttu hlut- falli við dýrðina sem stafar af riti hennar „Ritgerð um veiðar með öngli“. Þar er um að ræða grundvallar- heimild um fluguveiðar, og í fyrsta sinn sagt frá því hvernig silungur og lax taka gerviflugu. Abbadísin Bern- er lagði grunn að íþrótt vorri með því að taka eftir og skrá hvernig lífshætt- ir fiskanna fylgja skordýralífinu. Hún sá að fiskarnir velja sér fæðu eftir því hve mikið býðst af tilteknum skordýrum. Hér kom bingóið sem býr að baki allra flugu- veiða enn þann dag í dag: Abbadísin hnýtti 12 flugur, eina fyrir hvern mánuð ársins, eftir því hvaða skordýr voru á ferð- inni hverju sinni. Saga mannkyns átti ekki eftir að verða söm eftir. Sanmir veiðimaður Abbadísin gerði meira. Hún skilgreindi nefnilega hinn „sanna veiðimann". Sam- kvæmt abbadísinni er sannur veiðimaður þetta: hugsjónamaður, heimspekingur og náttúruunnandi. Hún gekk þá þegar svo langt að krefjast þess að hinn sanni veiði- maður smíðaði stangir sínar sjálfur, hnýtti flugurnar og tvinnaði línur. Og frúin lagði meira til. Sá fiskur var eftirsóknarverðari eftir því sem hann var tregari til að taka. Þá fyrst að erfitt reynd- ist að setja í fiskinn væri listin að veiða á flugu farin að nálgast hámark unaðarins. Og til að klykkja út og fullkomna verk sitt lagði hún til að fluguveiðar væru ekki að- eins fyrir heldra fólk, heldur allan al- múga. Ranglega var slegið inn ártal í pistli þar sem minnst var á Berner á dögunum, rit- gerðin kom ekki út 1850, heldur í kring- um 1500, eins og ráða mátti af textanum. Hún var hluti af stórri bók, Book of St. Albans, sem samin var og skráð af munk- um fyrir hefðarfólk. Þar var fjallað um svo merkileg fyrirbrigði sem skjaldar- merkjafræði og dádýraveiðar; og svo auð- vitað fluguveiðar. Júlíana Berner var hinn sanna móðir fluguveiða á vorum dögum. Heill henni. Búnaður Fluguveiðarnar fólust í því á mið- öldum að ota stönginni fram, 5-6 metra langri, og láta fluguna detta fyrir fiskinn. 19. öldin kom svo með allri sinni dýrð: hjólum, silldlínum, og styttri stöngum; bylting stóra varð þegar banda- rískur fiðlusmiður snéri sér að þarflegum málum og hannaði „splitcane" stöng úr bambus sem var klofinn endilangt og komið góðu fram- mjókkandi snikki á hvern klofning; sex slíkir bambusrenningar mynduðu svo stöngina sem felld var saman af miklum hagleik. Bambusstangirnar innleiddu möguleikan á því að kasta flugum, ekki bara slæma þeim út. Dulúð og menning En allt á sér skuggahliðar. Jafnvel flugu- veiðar. Þær urðu um miðbik 19. aldar eindregið hefðarmannasport sem sveipað var dulúð og íhaldssemi. Þegar þurrflugu- veiðin hófst (eftir að menn höfðu tekið eftir því að gömlu flugurnar voru stund- um teknar áður en þær sukku) má segja að íhaidssamir menn hafi ráðið stöðnun. Við bresku kalkárnar mátti ekki annað heyrast nefnt en veiða á þurr- flugu, sem varð að miklu snobbi. En björtu hlið- arnar komu líka fram: miklar rökræður um veiðitækni, og mikilfengleg rit um hvort betra væri að veiða andstreymis eða þvert á straum, eða jafnvel und- an, eða... Þetta var endalaust. En snobbið jókst með hreintrúar- mönnum á borð við Frederic Halford sem fór á eftirlaun 45 ára gamall til að helga sig fluguveið- um. Hann fyrirleit votfluguveiðar á sama hátt og við setjum markverða fyrirvara við maðkadorg okkar tíma. Skues Merkilegur maður kom þá fram eftir aldamót og bjargaði okkur áfram inn í draumalandið. G.E.M. Skues. Hann þró- aði nymfur sem veitt var með undir yfir- borði á reki undan straumi. Og svo komu fram snillingar eins og Sawyer með Phea- sant tail og iíf okkar gat dafnað í takt við breytta tíma. Jock Scott Laxveiðar kölluðu á hjól til að hemja kon- ung fiskanna. Og svo komu flugurnar, hver af annarri. Flóknar og glæstar fyrir augu veiðimannsins: Jock Scott er talin hafa verið hnýtt fyrst á skipi á leið frá Bretlandi til Noregs árið 1845. í henni voru 45 mismunandi einingar, en þeim hefur fækkað upp á síðkastið. Margar frægustu laxaflugurnar eiga einmitt ættir sínar að rekja til Viktoríutímabilsins á Englandi. Ofskrúð var í tísku. Bylting varð hins vegar þegar flugurnar felldu Ijaðrirnar og við tóku hárvængsflugur. Þær eru einfaldari, ódýrari, fisknari og... ekki nærri jafn fallegar og hinar! Við stöndum því á gömlum merg flugu- veiðimenn á vöðlum vorum þegar vdð ösl- um ár og vötn - að efna í baráttu við sjálfa náttúruna með vopnum sem er jafngömul manninum. FLUGUR Stefán Jón Haístein skrifar Veiðivötn: fiskurinn er mörg þúsund ára gamall, veiði- menn fylgja langri hefð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.