Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 17
LAUGAKDAGUR 20. F F. B R Ú A R 199 9 - 33
Ð^wr.
LÍFIÐ t LANDINU
Hvað gerír aðstoðarmaður ráðherra? Hverjir eru ráðnirsem slíkir?
Hvaða laun hefurþetta ágætafólk? Hafa aðstoðarmenn lykilstöðu í
ráðuneytunum, stjómaþeirkannski landinu á bak við tjöldin?Eða em
þeirá beinni leið inn áþing?Aðstoðarmenn ráðherra, fólkið sem reglu-
lega kemurífjölmiðla en enginn veithvað gerir, em íkastljósinu íDegi
aðþessu sinni. Við upplýsumfjöldaþeirra, verkefni og launamál og
Hlutverk að-
stoðarmanns
ráðherra er afar
mismunandi
eftir ráðuneyt-
um og ráðherr-
um enda er
hlutverk að-
stoðarmanna
og staða þeirra
hvergi skil-
greind að öðru leyti en því sem
stendur í lögum um stjórnarráð
Islands að aðstoðarmaður skuli
víkja á sama tíma og ráðherra.
Aðstoðarmennirnir eru venju-
lega ráðnir á persónulegum og
pólitískum nótum, til dæmis eft-
ir samstarf heima í héraði hafi
um slíkt verið að ræða. Engin
regla er þó án undantekninga.
Sem undantekningu má nefna
þegar Eiður Guðnason alþýðu-
flokksráðherra réð sjálfstæðis-
manninn Magnús Jóhannesson
sem aðstoðarmann á sínum
tíma.
Nýskriðnir úr skóla
Búast má við að tekið sé tillit til
reynslu og menntunar við ráðn-
ingu aðstoðarmanna og flestir
þeirra hafi háskólamenntun en
það getur verið afar misjafnt.
Ráðning aðstoðarmanns fer
mjög eftir hverjum ráðherra en
þeirrar tilhneigingar hefur gætt
hjá sjálfstæðisráðherrum að ráða
unga aðstoðarmenn, efnilegt
fólk sem er nýskriðið úr skóla,
og telja sumir að þetta fólk sé
fyrst og fremst notað í innan-
flokksstarf fyrir ráðherrana.
Menntun eða reynsla þarf nefni-
lega alls ekki að skipta höfuð-
máli við ráðningu aðstoðar-
manns, meiru getur skipt hversu
gott samband er milli ráðherr-
ans og aðstoðarmannsins.
Traustið er fyrir öllu, segja þeir
sem til þekkja, annars er hætt
við því að aðstoðarmaðurinn
flækist bara fyrir í ráðuneytinu.
„Ráðherrann verður að geta
treyst aðstoðarmanninum 100
prósent sem nánum vini. Það
hefur sýnt sig að oft myndast
ekki eðlilegt samband milli ráð-
herra og aðstoðarmanns þegar
ráðherrann hefur ráðið aðstoð-
armann sem ekki hefur staðið
honum nærri, það myndast ekki
það traust sem á að ríkja. Að-
stoðarmaðurinn fer þá bara að
virka á einhvern allt annan hátt
og þvælist bara fyrir í ráðuneyt-
inu,“ sagði einn heimildarmaður
sem Dagur hafði samband við.
Innan stjórnsýslunnar er litið
á aðstoðarmann ráðherra sem
framlengingu af ráðherranum
án þess að aðstoðarmennirnir
teljist beinir aðstoðarráðherrar
enda hoppa aðrir ráðherrar í
skarðið ef ráðherra forfallast.
Aðstoðarmaðurinn telst ekki yf-
nefnum dæmi.
irmaður embættismanna og
hann verður óvinsæll ef hann
reynir að seilast inn á svið
þeirra. A Iaunaseðlum hafa að-
stoðarmenn stöðuna „skrifstofu-
stjóri" en á skipuritinu eru þeir
undirmannalausir beint undir
ráðherranum til hliðar við ráðu-
neytisstjórann. Samkvæmt
ákvörðun sem tekin var á þessu
kjörtímabili hafa þeir sömu kjör
og skrifstofustjórar í stjórnarráð-
inu, 351.178 krónur brúttó á
mánuði, og fyrir þær krónur
verða þeir að sinna öllum auka-
verkum sem falla þeim í skaut.
Móta starfió í samstarfi
Aðstoðarmennirnir eru fyrst og
fremst ráðgjafar ráðherranna og
nánir samverkamenn þó að það
fari eftir persónum og verkefn-
um. Þegar rætt er við fyrrver-
andi aðstoðarmenn ráðherra
kemur fljótlega í ljós að þeir
telja mikinn sveigjanleika og
svigrúm til að móta starfið í
samstarfi við ráðherrann. Það er
því afar persónubundið hvaða
stöðu hver og einn hefur og
hvaða verkefnum hann sinnir. í
áránna rás hafa aðstoðarmenn
gjarnan tekið að sér að stýra
stefnumarkandi verkefnum á
vegum ráðuneytanna, vera í
nefndum og ráðum og sumir
þeirra hafa eytt bróðurpartinum
af tíma sínum í slík verk. Þeir
skrifa Iíka ræður fyrir ráð-
herrana og sjá um baklandið,
hið pólitíska umhverfi og flokks-
leg tengsl. Sumir aðstoðarmenn
hafa litið á það sem hlutverk sitt
að vera til staðar í ráðuneytinu,
miðla boðum til ráðherra og
bregðast við ef eitthvað óvænt
kemur upp á. Þá er aðstoðar-
mönnum oft boðið í móttökur
og á sýningar og því geta þeir
myndað tengsl út á við ef þeir
svo kjósa. Þeir hafa einnig tæki-
færi til að vera töluvert á ferða-
lögum erlendis.
Aðstoðarmennirnir hafa gjarn-
an samskipti við fjölmiðla og
tala jafnvel fyrir hönd ráðherra
út á við þó að mismikið sé. Ari
Edyvald, sem nú er ritstjóri Við-
skiptablaðsins, var til að mynda
mikið í sviðsljósinu sem tals-
maður dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins í tíð Þorsteins
Pálssonar en gerði minna af því
í sjávarútvegsráðuneytinu síð-
ustu árin. Þórir Haraldsson í
heilbrigðisráðuneytinu hefur
einnig vakið athygli fyrir að
svara fyrir ráðherra í fjöimiðlum
þó að það hafi minnkað eftir að
Helgi Már Arthúrsson var ráð-
inn upplýsingafulltrúi. Aðstoðar-
mennirnir verða að gæta sín
mjög að fara ekki út fyrir þann
ramma sem ráðherra og ríkis-
stjórn hafa markað enda hafa
sumir aðstoðarmannanna farið
Jónmundur Guðmarsson, aðstoðar-
maður menntamálaráðherra.
Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðar-
maður umhverfisráðherra.
Hilmar Þór Hilmarsson, aðstoðar-
maður utanríkisráðherra.
Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra.
flatt á yfirlýsingum í íjölmiðlum.
Dæmi um slíkt er orrahríðin í
vetur milli Þórhalls Olafssonar
og ísólfs Gylfa Pálmasonar þing-
manns um það hvað Þórhallur
hefði sagt eða ekki sagt um lög-
regluna og breytingarnar þar.
Fleiri en eiim
Þess eru nokkur dæmi að ráð-
herrar komi með fleiri en einn
aðstoðarmann inn í ráðuneytið.
Olafur Ragnar Grímsson var
þannjg með þrjá aðstoðarmenn
mestallan sinn tíma í fjármála-
ráðuneytinu, Mörð Arnason sem
upplýsingafulltrúa, Svanfríði
Jónasdóttur sem aðstoðarmann
og Má Guðmundsson sem efna-
hagsráðgjafa. Mörður var upp-
lýsingafulltrúi Olafs Ragnars
1989-1991 og segir að hann
hafi látið sér þessa þrjá duga og
ekki mokað neinum óbeinum
aðstoðarmönnum í föst embætti
í ráðuneytinu,- ekki ráðið deild-
arstjóra og skrifstofustjóra í stór-
um stíl eins og hafi tíðkast á
þeim tíma og tíðkist enn, að
sínu mati í meiri mæli hjá nú-
verandi ríkisstjórn, sérstaklega
framsóknarmönnunum, en þeim
fyrri.
„Það er vont því að menn
verða að geta tekið mark á póli-
tískum samstarfsmönnum ráð-
herrans, að þeir túlki vilja ráð-
herrans út á við og inn á við, og
embættismönnunum sem óvil-
höllum framkvæmdamönnum,"
segir hann.
Tveir aðstoðarmenn virðast
reglan fremur en undantekning-
in í fjármálaráðuneytinu f seinni
tíð. Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, var með tvo að-
stoðarmenn; Steingrímur Ari
Arason var efnahagsráðgjafi
hans og Þór Sigfússon var upp-
lýsingafulltrúi Friðriks og her-
fræðingur. Geir Haarde hefur þó
bara ráðið sér einn aðstoðar-
mann, Ragnheiði Arnadóttur,
enn sem komið er.
Fara út aítur
Stundum er litið svo á að aðstoð
við ráðherra sé bein og breið
braut upp á hinn pólitíska
stjörnuhimin og þess eru vita-
skuld dæmi en þau eru ekki
mörg. Finnur Ingólfsson aðstoð-
aði þannig Guðmund Bjarnason
heilbrigðisráðherra og Halldór
Asgrímsson sjávarútvegsráð-
herra. Venjan er sú að ráðherra
komi með aðstoðarmann sinn
inn f ráðuneytið og fari út með
hann aftur. Oft hefur ráðherr-
ann fundið starf fyrir aðstoðar-
manninn, dæmi um slíkt er
Steingrímur Ari Arason, sem \-ar
ráðinn framkvæmdastjóri Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna, og
Þór Sigfússon, sem fékk starf
hjá Norræna fjárfestingarbank-
anum í Helsinki áður en eða um
svipað leyti og Friðrik Sophus-
son var ráðinn forstjóri Lands-
virkjunar.
Þess eru einnig dæmi að að-
stoðarmaðurinn hafi hafnað
slíku. Þröstur Olafsson, sem var
aðstoðarmaður Jóns Baldvins
Hannibalssonar í utanríkisráðu-
neytinu, fór ekki leynt með at-
Hnnuleysið áður en hann var
ráðinn framkvæmdastjóri Sin-
fóníuhljómsveitar íslands.
Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður
dóms- og kirkjumálaráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra.
Orri Hauksson, aðstoðarmaður for-
sætisráðherra.
Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra.
Árni Magnússon, aðstoðarmaður
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Jón Erlingur Jónasson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra.