Dagur - 26.02.1999, Síða 11

Dagur - 26.02.1999, Síða 11
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L. Kj amorkusprengj an frétt aldarinnar HEIMURINN 67 gamalrejmdir bandarískir frétta- nienii voru fengnir til að velja 100 merk- nstn fréttir aldarinn- ar. Merkasta frétt aldarinnar, að mati hóps bandarískra frétta- manna, átti sér stað þegar Bandaríkin vörpuðu í ágúst 1945 kjarnorkusprengju á borg- irnar Hiroshima og Nagasaki í Japan. Næst merkasta fréttin þótti þeim vera þegar Neil Arm- strong varð fyrsti maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið árið 1969. I þriðja sæti lenti sprengjuárás Japana á Pearl Harbour í Hawaii-eyjaklasanum árið 1941, en sá atburður varð til þess að draga Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina. Það eru samtök sem nefna sig „The Freedom Forum“, eða Vett- vangur frelsisins, sem tóku upp á því að fá 67 bandaríska frétta- menn, alla gamalreynda í faginu og suma komna á eftirlaun, til þess að gera lista yfir það sem þeim þótti 25 merkustu fréttir aldarinnar. Upp úr því var svo unninn listi yfir 100 merkustu fréttirnar, og var afraksturinn birtur í gær. Samtökin segjast vera óháð stjórnmálaöflum en helga sig baráttu fyrir frelsi í fréttaflutn- ingi og málfrelsi almennt. Utkoman úr þessu uppátæki er nokkuð forvitnilegur spegill aldarinnar, þótt hann sé nokkuð litaður af sjónarhorni bandarísks fréttamats. Þannig lenti upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar í áttunda sæti, en upphaf þeirrar síðari í 22. sæti. Fall Sovétríkjanna 1991 komst í 13. sætið og hrun Berlínarmúrsins árið 1989 í 27. sæti. Morðið á John F. Kennedy árið 1963 lenti í 6. sæti, en hneykslis- og kærumál Clintons rétt skriðu í 53. sæti. Af helstu tækniafrekum á þessari öld tækninnar má nefna að fyrsta flug þeirra Wright- bræðra árið 1903 lenti í 4. sæti, upgötvun penisillínsins árið 1928 í 11. sæti, uppgötvun DNA-byggingar erfðaefnisins árið 1953 þar skammt á eftir, fjöldaframleiðsla Henrys Fords á bifreiðum 1913 komst í 17. sæt- ið og getnaðarvarnarpillan, sem hlaut náð fyrir augum banda- ríska lyfjaeftirlitsins árið 1960 lenti í 20. sæti. — GB 38 hafa farist í Ölpimiun AUSTURRÍKI - Talið var í gær að 38 manns hafi farist í snjóflóðun- um í Pasnaundal í Austurríki. 32 lík höfðu þegar fundist en 6 manna var enn saknað og ólíklegt talið að þeir finnist á lífi. Fórnarlamba snjóflóðanna, sem eru þau mestu á síðari tímum í Austurríki, verður minnst í guðsþjónustu í borginni Innsbruck. Yfir 70 manns hafa farist í snjóflóðum í Evrópu á þessu ári. Farþegaflugvél först á Ítalíu ÍTALIA - Itölsk farþegaflugvél með 31 um borð fórst f lendingu í Genúa í gær og létust fjórir. Vélin var lent en fór út af flugbrautinni og lenti í sjó. Farþegunum tókst flestum að komast af eigin rammleik út um neyðarútganga og var bjargað um borð í vélbáta. Kosovo-Albanir mynda bráðabirgða- stjóm JUGOSLAVIA - Sendinefnd Kosovo-AIbana í friðarviðræðunum í Frakklandi hefur ákveðið að mynda bráðabirgðaríkisstjórn fyrir Kosovo-hérað, eftir að fyrstu viðræðulotunni er lokið. Þessi stjórn verður undir forystu Frelsishers Kosovo, en með þátttöku tveggja hófsamari samtaka Kosovo-Albana, þ.e. Lýðræðisbandalagi Kosovo (LDK), sem Ibrahim Rugova stjórnar, og Sameinuðu lýðræðishreyf- ingunni (LBD). Óttast er að Serbar séu að undirbúa stórsókn á hendur Kosovo-Albönum. Þjóðverji tekinn af lífi í Bandaríkjun- um BANDARÍKIN - Þjóðverjinn Karl LaGrand, sem dæmdur var til dauða vegna morðs, var í gær tekinn af lífi f Arizona í Bandaríkjun- um. Þýskaland, þar sem dauðarefsing er ekki leyfð, hafði reynt að fá bandarísk yfirvöld til þess að hætta við aftökuna. Henni var frestað á síðustu stundu á þriðjudag vegna þess að LaGrand hafði óskað eftir því að hann vrði líflátinn í gasklefa, en dómstóll úrskurðaði að sú að- ferð væri ómannúðleg. I gær breytti LaGrand svo um skoðun og vildi láta sprauta eitri í sig, og skömmu síðar var aftakan framkvæmd. BILASYNING HöUur'ðhf. Komíð, sjáíð og reynsluakíð Sýnum nýju bílana frá Honda helgina 27. og 28 febrúar í sýningarsal okkar við Tryggvabraut. Erum í samningastuði! HOKfDA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.