Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 1
 Auka sparnad með sölu síma og bauka Iðnaðar- og viðskipta- ráðherra vill auka spamað með því að selja eignarhlut ríkis ins í fyrirtækjum, þar á meðal ríkishönkun- um og Landssíman- um. Segir stjómar- myndun skýrast í vik- unni. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir ljóst að fréttir af vaxandi verðbólgu hafi áhrif á stjórnarmyndunarviðræð- ur stjórnarflokkanna sem standa yfir. Verðbólga mælist um 6% samkvæmt verðþróuninni und- anfarna þrjá mánuði og hafa bæði Þjóðhagsstofnun og Seðla- banki varaði við þenslu og vax- andi hættu á verðbólgu. „Við verðum að skoða það mjög vel hvernig við tryggjum áframhaldandi stöðugleika sem best. Liður í því er að sjálfsögðu aukinn sparnaður og ný sparnað- arform almennt séð til að draga úr viðskiptahallanum. Til þess verður líka að auka sparnað hjá einstaldingum og það þarf líka að huga vel að út- gjöldum ríkis- sjóðs,“ segir Finn- ur. „Það þarf að koma með viðbót- ar sparnaðarform svo sem með sölu á eignarhlutum ríkisins í fyrirtækj- um og gefa ein- staklingum þannig kost á að Ijárfesta og auka með því sparnaðinn." - Ertu að tala um Landssímann og ríkisbankana? „Já, já, það eru hlutir sem koma til greina,“ sagði Finnur. Skýrist í júní Þegar talað er um að draga úr þenslu vakna spurningar um hvort ríkið muni ekki fresta áformum um dýrar og vinnuafls- Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra: Verðbólgan hefur áhrifá stjórnarviðræður. frekar framkvæmdir eins og virkjanir og byggingu stóriðju- vera. Finnur segir ekki hægt að hætta við að uppfylla samninga sem gerðir hafi verið. „Þar nefni ég sem dæmi samninginn um raforku til Norður- áls og Járnblendi- félagsins frá Sult- artangavirkj un. “ - Hvað þá með álver í Reyðarfirði og nýtt orkuver á Austurlandi? „Það er ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en kemur fram í júní. Það mun allt skýr- ast síðari hluta næsta mánaðar,“ segir Finnur. Vöruðum vlð þessu „Við bentum ítrekað á þetta í kosningabaráttunni en því miður var því í engu svarað. Reyndar hafði Davíð Oddsson áður gert mjög lítið úr þeim viðvörunum sem höfðu borist frá okkar helstu sérfræðingum í efnahags- málum en það er fróðlegt að vita hver viðbrögð hans verða núna þegar kosningarnar eru búnar. Hann svaraði þessu engu í kosn- ingabaráttunni því þá eyddi hann öllu sínu púðri í Samfylk- inguna,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samfylk- ingarinnar, um viðvaranir Seðla- bankans og Þjóðhagsstofnunar. Fljótvirkast að fresta fram- kvæmdum Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, segir að VSI lítist ekki á að hamlað sé gegn vaxandi þenslu með því fyrst og fremst að halda vöxtum háum því það bitni einkum á útflutnings- og sam- keppnisgreinunum. Æskilegra sé að reyna að keyra fram sparnað og draga úr þjóðarútgjöldum með aðgerðum í ríkisfjármálum. „Fljótvirkast er auðvitað að fres- ta framkvæmdum. Það er fram- kvæmdamarkaðurinn sem bull- sýður á núna. - s.dór/vj Sjá einnig bls. 8-9. 1 1 í < Kaupfélagsmenn eiga mikið undir aðalfundinum í dag. ' Allt betra en óvissan ; Aðalfundur Kaupfélags Þingey- , inga fer fram í dag og er mikil , spenna í S-Þingeyjarsýslu fyrir 1 fundinn. Bændur sem Dagur ’ ræddi við í gær voru misbjart- 1 sýnir en flestir tóku þó fram að „allt væri betra en óvissan". Orðið „trúnaðarbrestur" virðist aðstandendum félagsins ofar- lega í sinni. Skilja má af hlutaðeigandi að það hafi komið algjörlega í opna skjöldu að stolt héraðsins, elsta kaupfélag landsins, rambaði á barmi gjaldþrots. Fjölmargir einstaklingar eiga háar Ijárhæð- ir á reikningum félagsins sem nú hafa verið frystir og þeir ein- staklingar eru ekki síst uggandi um sinn hag. Bóndi á Tjörnesi neyddist í gær til að slá lán fyrir áburðarkaupum sínum þótt hann ætti væna fúlgu inni hjá félaginu. - BÞ Kattavöm fyrir þröst „Jú það stefnir heldur betur í fjölgun hjá mér,“ sagði Gestur Einar Jónasson, útvarpsmaður- inn góðkunni, „og það stefnir í að við hjónakornin þurfum að fara að rýma gestaherbergið í það minnsta!" Dagur náði tali af Gesti þar sem hann var að útbúa „kattavörn" við lítið hreiður sem skógarþröstur hafði gert í blóma- potti á veröndinni þar sem hann býr í Vanabyggð á Ákureyri. Gest- ur negldi upp trjágreinaflækjur neðan við hreiðrið til þess að kettir kæmust síður að hreiðrinu. Þrösturinn kunni augljóslega við sig þarna því hann „söng og fagn- aði góðum Gesti“, eins og segir í frægu kvæði. Gestur segir þröst- inn alveg hættan að fljúga upp þótt umgangur sé á veröndinni. Hins vegar er hann enn ekki far- inn að þiggja rúsínurnar, sem Gestur ber í hann. I hreiðrinu eru fimm egg og er Gestur ákveð- inn í að koma öllum á legg! - BG Hann söng og fagnaði góðum Gesti, þrösturinn sem verpt hafði á veröndinni hjá Gesti Einari Jónassyni, útvarps- manni á Akureyri. mynd: brink Ekkert ljóð verðlaimað Dómnefnd sem skipuð var til að fara yfir innsend ljóð í ljóðasam- keppni Dags og Menor hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert ljóðanna gefi tilefni til verðlauna og verða því engin verðlaun veitt að þessu sinni. Niðurstaða dómnefndar er ein- róma. Alls bárust um 80 ljóð frá um 60 höfundum. I dómnefnd sátu Stefán Þorláksson sem var formaður, Margrét Björgvins- dóttir og Haraldur Ingólfsson. Dagur og Menor hafa efnt til Ijóðasamkeppni og smásagna- samkeppni til skiptis annað hvert ár og þátttaka jafnan verið góð. Þetta er í fyrsta sinn sem dómnefnd kemst að þeirri nið- urstöðu að ekkert framlag verð- skuldi verðlaun. I síðustu kepp- ni var val dómnefndar hins veg- ar erfitt, en hlutskarpastur þá var Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.