Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 9
8 - l’RIDJVDAGVR 18. MAÍ 1999 I’RIDJVDAGVR 18. MAÍ 199 9 - 9 FRÉTTASKÝRING ERLENDAR FRÉTTIR Verðbdlga hefur ekki angrað íslendinga í um áratug en uú sjá ineim ýmis teikn á lofti um að húu geti farið að láta alvarlega á sér kræla ef ekki verði gripið í taum- aua. Vísitala neysluverðs hefur hækk- að um 0,5% á mánuði undan- farna þijá mánuði sem svarar til ríflega 6% verðbólgu á þessu tímabili. Fara verður meira en 5 ár aftur í tímann til að finna dæmi um jafn mikla verðbólgu. Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að það sé að sjóða upp úr í efnahags- lífinu. „En í hnotskurn má segja, að þeir þættir sem lögðust á eitt um að halda verðbólgunni niðri á síðasta ári, aðallega gengið og al- mennt hagstæð þróun á innflutn- ingsverði m.a. á olíu, hafi að ein- hveiju leyti verið að ganga til baka. Þá segir betur til sín en áður sá þrýstingur á innlendum þáttum neysluverðsins, sem raunverulega hefur verið í gangi um töluverðan tíma. Það er vissu- lega ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af þróuninni og ástæða fyrir stjórnvöld að huga að því hvort þau geti gert eitthvað til að vinna á móti þessu,“ segir Friðrik. Þjóðhagsstofnun telur ekki að búast megi við jafnmikilli verð- bólgu næstu mánuði og verið hef- ur. „Nei, það er ekki okkar mat. Engu að síður eru verðlagshækk- anir orðnar óþægilega miklar,“ segir hann. „Það er mjög mikil- vægt að halda áfram stöðugleika í efnahagsmálum og það er alveg ljóst að verðbólga sem er þetta mikið umfram það sem gerist í okkar helstu viðskiptalöndum stenst ekki til lengdar." Óþægilega miMð Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir ljóst að verðbólgan sé á einhverri uppleið. „Við áttum reyndar von á því að svo yrði á þessu ári, þ.e. að hún yrði vel fyrir ofan þau 1,3% sem hún var frá upphafi til loka síðasta árs og færi kannski frekar ( 2-2,5%. En síðan hefur orðið umtalsverð hækkun síðustu þrjá mánuði, sem skýrist að vísu af árstíðasveiflum að einhverju leyti. Eigi að síður sýnist okkur að svo geti farið að verðbólgan sé að skríða upp undir 3% sem yrði óþægilega mikið.“ Már segir í rauninni athyglis- vert hvað verðbólgan hafi haldist lág þrátt fyrir þau sterku merki um ofþenslu sem Seðlabankinn hafi varað við, m.a. mikinn út- lánavöxt bankanna, mjög vaxandi innlenda eftirspurn, mikinn við- skiptahalla og mjög svo lækkandi atvinnuleysi. Of snemmt sé að fullyrða um framhaldið en ljóst sé að sú mikla hækkun á fasteigna- verði sem keyrt hafi upp vísitöl- una að undanförnu eigi rætur að rekja til mikillar tekju- og útlána- aukningar sem sé hefðbundið of- þenslumerki. Vaxandi verðbólguhræðsla „Það er greinilega meiri óvissa og vaxandi verðbólguhræðsla á pen- ingamarkaðnum,11 segir Yngvi Orn Kristinsson, framkvæmda- stjóri peningamálasviðs Seðla- bankans. Hann segir að vaxta- munur milli Islands og umheims- ins sem sé nauðsynlegur til að viðhalda stöðugu gengi hafi vaxið töluvert að undanförnu og sé nú um 4,5%. „Við sjáum líka að vext- ir hafa verið að hækka á Iengri óverðtryggðum markaðsbréfum sem lýsir vaxandi verðbólguótta. Menn vilja fá hærri ávöxtun á óverðtryggðum nafnvaxtabréfum til að mæta aukinni áhættu. Auð- vitað getur þetta allt farið á besta veg en það er mikilvægt að vand- að verði til hagstjórnar á næstu vikum og mánuðum," segir Yngvi Örn. Þá brestur gengið fyrr eða síðar Hann segir Seðlabankamenn í sjálfu sér ekki hrædda um að allt fari úr böndunum á næstunni en það ráðist að mestu af því hvern- ig til takist í komandi kjarasamn- ingum og hvort það takist að ná tökum á viðskiptahallanum. „Ef við keyrum áfram með 3-5% við- skiptahalla brestur gengið auðvit- að fyrr eða síðar.“ Viðskiptahall- inn er meginvandamálið og til þess að minnka hann þarf að auka þjóðhagslegan sparnað, seg- ir Ingvi Örn. Hann segir lítil merki sjáanleg um að almenning- ur sé að hægja á eyðslu sinni. Nýjar tölur frá lánastofnunum sýni t.d. mikla og áframhaldandi aukningu útlána til heimilanna. Fáist almenningur ekki til að spara verði rfkið að gera það. Það þarf meiri afgang hjá ríkissjóði, segir Ingvi sem telur að það yrði sterkur leikur í þessari stöðu ef ný ríkisstjórn boðaði t.d. aukið aðhald í Ijárlögum næsta árs. Þensla í einkageiranum Jón Kristjánsson, alþingismaður Framsóknarflokksins og formað- ur íjárlaganefndar, segir að full ástæða sé til þess að fara að öllu með gát á næstunni, því þenslu- merkin í þjóðfélaginu séu ótví- ræð. Stjórnvöld eigi ekki mörg stjórntæki önnur í glímu við verð- bólgu en ríkisfjármálin til að draga úr þenslu frá sinni hlið. Hann bendir á að í gangi séu gíf- urlegar Ijárfestingar í þjóðfélag- inu og þá ekki síst í einkageiran- um sem sé að setja allt úr skorð- um um þessar mundir. Það sé dagljóst að allir aðilar, bæði ríki, sveitarfélög og einstaklingar, verði að gá að sér á svona tíma og fara ekki í nema arðbærar fjár- festingar. Jón segist ekki sjá að tíðindin af vaxandi verðbólgu hafi sérstök íslendingar hafa um langt skeið ekki þurft að hafa áhyggjur af því að allt hækkaði milli búðaferða, en nú eru ýmis merki um að verðbólgudraugurinn illræmdi geti farið að láta á sér kræla á nýjan leik. áhrif á stjórnarmyndunarviðræð- ur Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. „Eg held að flokk- arnir geri sér fulla grein fyrir þeirri hættu sem bíður við hornið ef ekki er varlega farið. Og ég er viss um að það er ekki mikið sem ber á milli manna í þeim efnum. Það er auðvitað búið að segja mikið í kosningabaráttunni þann- ig að ég held að það þurfi að vanda sig mjög í forgangsröðun verkefna," segir Jón. Engar blekkingar Jón segir að Framsóknarflokkur- inn vilji standa við kosningaloforð sín, en flokkurinn boðaði m.a. stórauknar fjárveitingar til fíkni- varna og til barnafólks. „Við vilj- um halda þessu til streitu og leita leiða til þess að hægt sé að standa við þau loforð. Ég tel til að mynda að fíkniefnavandinn sé svo mikill að þjóðin eigi ekkert val í þeim efnum. Það verður að taka á hon- um,“ segir Jón. í kosningabaráttunni lofuðu liðsmenn stjórnarflokkanna ár- angur ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum og töluðu um að stöðugleikinn myndi rjúka út í veður og vind ef aðrir tækju við stjómartaumunum. „Stöðugleik- inn var og er fyrir hendi og það var ekki verið að blekkja neinn. Þetta eru hins vegar hættumerki sem nú er verið að segja frá varð- andi verðbólguna og ég fullyrði að ástandið er alls ekki óviðráð- anlegt. Við eigum alla möguleika á að ráða við ástandið en það þurfa að sjálfsögðu allir að leggj- ast á eitt í þeim efnum,“ segir Jón Kristjánsson. Vðruðtun við þessu Margrét Frímannsdóttir, talsmað- ur Samfylkingarinnar, segir þess- ar viðvaranir ekki nýjar. Seðla- bankinn og fleiri hafi áður varað við hættu á þenslu og verðbólgu. „Við bentum ítrekað á þetta í kosningabaráttunni en því miður var því í engu svarað. Reyndar hafði Davíð Oddsson áður gert mjög lítið úr þeim viðvörunum sem höfðu borist frá okkar helstu sérfræðingum í efnahagsmálum en það er fróðlegt að vita hver viðbrögð hans verða núna þegar kosningarnar eru búnar. Hann svaraði þessu engu í kosningabar- áttunni því þá eyddi hann öllu sínu púðri í Samfylkinguna," seg- ir Margrét. Hún segir að mikið hafi skort á alvöru umræðu fyrir kosningar um stöðuna í efnahagsmálum og hvers væri að vænta í þeim efn- um. „Okkar fjárhagsáætlun til fjögurra ára gerði ráð fyrir 2,5% hagvexti og tók inn í alla þá áhættuþætti sem hafði verið bent á af Seðlabankanum og fleirum. Davfð Oddsson gerði ekkert ann- að en gera lítið úr þeim áætlun- um sem við vorum með. Það eina sem hugsanlega gat orðið að hér í náinni framtíð var ef Samfylking- in kæmist til valda. Nú kemur það hins vegar í ljós að Samfylk- ingin var eina stjórnmálaaflið í þessari kosningabaráttu sem var með raunhæft mat á stöðunni í efnahagsmálum. Við vöruðum ít- rekað við ýmsum þenslumerkjum og kröfðumst þess m.a. að menn gerðu grein fyrir því hver staða ríkisfjármálanna væri. Uppgjör síðasta árs hefur ekki birst enn en líklega kemur það núna fljótlega eftir kosningar.“ Margrét segist hafa ítrekað bent á það í kosningabaráttunni að þenslumerkin væru mjög svip- uð og á þensluárunum 1987-88. „A þetta benti ég ítrekað en því var í engu svarað öðru en því að við værum helsta hættan. Þjóðar- útgjöldin jukust um 12% á síðasta ári og það er meiri aukning en var á þensluárinu 1987. Það eru mjög mörg teikn sem eru lík núna og þau voru 1987-88. Þá hrökkl- aðist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins frá og við fengum það verk- efni að laga stöðuna og það gæti gerst aftur núna eða innan eins eða tveggja ára.“ Hefóbimdin þegar kjara- samningar nálgast „Þessi umræða kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart,“ segir Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins. „I fyrsta lagi var það vitað fyrir kosn- ingar að það væri ákveðin þróun í hækkunum. Síðan er það hefð- bundið og hægt að fletta því upp í fréttaskýringum gegnum tíðina að þegar fer að nálgast kjarasamn- inga ríða þeir á vaðið forstjórar „hlutlausu" stofnananna í þjóðfé- laginu um að nú sé vá framundan og verkafólk verði sjma stillingu í sínum kröfum," segir Björn Grét- ar og bætir við að kjaradómur sé þá gjarnan búinn að hækka laun „þessara sömu gæðinga“ um sem svari grunnkaupi verkafólks á mánuði. „Síðan eigum við að sýna fulla ábyrgð. Ég ætla ekki að rengja það að það geti verið eitt- hvað í pípunum í sambandi við verðbólgu en þessi sömu aðilar sem hafa verið að framkalla þess- ar stórkostlegu, óskiljanlegu hækkanir til elítunnar í þjóðfélag- inu eru um leið að senda skilaboð út til almennings í landinu um að það sé raunverulega ekkert verið að hugsa um að halda beisluninni á verðbólgunni. Eftir höfðinu eigi Iimirnir að dansa. Og það eru skilaboð okkar í dag. Þeir eiga að horfa sjálfum sér nær þessir sem núna eru að auka bilið í þjóðfélag- inu og stéttaskipta því allsvaka- lega sýnist mér.“ Kemur í hausiim á þeim Seðlabankastjóri lýsti yfir um helgina að sýna yrði mikið aðhald í komandi samningum en það er ekki á Birni Grétari að heyra að Verkamannasambandið ætli að verða við því. „Nei, ég held að það sé kominn tími til að þeir sem eru kosnir til og eiga að hafa „vit fyr- ir“ og sýna þessa svokölluðu ábyrgð sem verkafólk er búið að axla að undanförnu súpi seyðið af því sem þeir eru að gera núna. Ég hef haldið því fram að þetta sé pólitísk ákvörðun sem átti sér stað með þessar ótrúlegu hækkanir sem kjaradómur framkallaði og ég stend við það. Þetta var pólitísk ákvörðun og nú kemur hún í hausinn á þeim. Það er alveg klárt mál.“ Björn Grétar segir að kjaradóm- ur sé vísbending um að þeir sem stjórni landinu hafi valið verð- bólguleiðina. „Síðan koma skila- boð á eftir um að verkafólk eigi að koma í veg fyrir þetta með því að taka Iítið og helst ekki neitt en það verður ekki svoleiðis. Mælir- inn er fullur og ég hef hvergi heyrt annað hjá þeim sem ég vil kalla ábyrgu aðilana í þjóðfélag- inu, launafólkinu." Fresta framkvæmdum „Við höfum verið uppi með ná- kvæmlega sama málflutning að undanförnu," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, um verðbólguviðvaranir Seðlabank- ans og Þjóðhagsstofnunar. „Við drógum hliðstæða mynd upp á okkar aðalfundi og vöruðum við því að fella þungann af eftir- spurnarstjórnun á peningamálin. Ef það á fyrst og fremst að hamla gegn vaxandi þenslu með því að halda vöxtum háum eða hækka þá er það aðhald sem bitnar fyrst og fremst á útflutnings- og sam- keppnisgreinunum. Við teljum að það sé miklu æskilegra að reyna að keyra fram sparnað og draga úr þjóðarútgjöldum með aðgerðum í ríkisfjármálum,“ segir Þórarinn. Hann vill ekki nefna neitt ákveðið í því sambandi, segir það verkefni stjórnmálamanna að ákveða forgangsröðina í þeim efn- um. „Fljótvirkast er auðvitað að fresta framkvæmdum. Það er framkvæmdamarkaðurinn sem bullsýður á núna. Við höfum líka dregið það fram að það sé tíma- bært að setja lög um að takmarka heimildir sveitarstjórna til þess að skuldbinda sveitarsjóði til út- gjalda. Það sýndi sig á síðasta kjörtímabili ríkisstjórnarinnar að sveitarfélögin hafa verið aðalveik- Ieikinn í hagstjórninni. Þar hefur aðhaldið sýnilega verið lang- minnst eins og t.d. í launamálun- um. Þar hefur ekki verið til staðar nauðsynleg festa og í stöðugt fleiri sveitarfélögum eru rekstrar- gjöldin orðin hreint ótrúlega hátt hlutfall af tekjum. Þess vegna er orðið tímabært að setja ramma um það. Það var t.d. gert í Dan- mörku á sínum tíma,“ segir Þórar- inn. Ótrúlegar kauphækkanir Hann segir að það verði bara að láta reyna á það í komandi samn- ingum hvort verkalýðshreyfing stilli launakröfum í hóf. „Það hafa verið ótrúlega miklar almennar Iaunahækkanir á íslandi síðustu 5 árin. Það hefur komið okkur á óvart að atvinnulífið hafi getað axlað þessar hækkanir. Við sjáum það hins vegar núna að þær eru farnar að koma niður á hagnaði fyrirtækja. Hagnaðarhlutfallið er lækkandi og það er verulegt hættumerki því þá dregur aftur úr nýsköpun og framförum. Við sjá- um ekki að það verði framhald á þessari miklu framleiðniaukningu sem hefur orðið. Hún stafaði að hluta til af því að við vorum að koma úr mikilli efnahagslægð og það var vannýtt afkastageta í at- vinnulífinu. Því er ekki að heilsa Iengur. Þvert á móti er kominn fram verulegur skortur á vinnuafli í mörgum greinum. Þess vegna er það okkar afstaða að það sé ekki um neitt annað að tefla við endur- nýjun kjarasamninga en að miða launabreytingar við það sem er að gerast hjá ölíum okkar viðskipta- og samkeppnisþjóðum. Þá erum við að tala um 2-4%. Ef það verð- ur hér einhver allt önnur kjara- þróun mun gengi íslensku krón- unnar láta undan síga áður en varir. Þá erum við komin aftur í sama farið og í upphafi áratugar- ins. Það væri skelfilegt að íáta sveitarstjórnarmenn hringinn í kringum landið leiða þá þróun yfir okkur. Akvarðanir þeirra og undanlátssemi gagnvart hjúkrun- arfræðingum og kennurum í op- inbera geiranum geta ekki orðið neinn vegvísir um framtíðina í launaþróun," segir Þórarinn. HEIÐUR HELGADÓTTIR OG VALGERÐUR J ÓHAIVN SDÓTTIR Barak taliim öruggur ISRAÉL - ísraelar kusu sér f gær forsætisráðherra og nýtt þing. Nánast öruggt var talið að Ehud Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins, bæri sigur úr býtum og Benjamin Netanyahu geti því kvatt forsætisráðherra- embættið eftir þriggja ára valda- tfð. Bundnar eru vonir við að Barak komi friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs aftur á skrið. Hann hefur fullan hug á að semja við Palestínumenn um framtíðarríki þeirra og segir ör- yggi fsraels mun betur tryggt með slíkum samningi heldur en áframhaldandi togstreitu. Flest benti til þess að kosningaþátt- taka yrði góð. Benjamin Net- anyahu var þó ekki tilbúinn til að sætta sig við ósigur í gær og fullyrti að kosningaúrslitin ættu eftir að koma á óvart. Ehud Barak verður væntanlega næsti forsætisráðherra ísraels. Rugova segir yfirlýsingu sina marklausa ÞYSKALAND - Ibrahim Rugova, einn helsti leiðtogi þeirra Kosovo- Albana sem ekki hafa viljað beita vopnavaldi í Saráttunni við Júgóslavíustjórn, sagði í blaðaviðtali í Þýskalandi í gær að hann hafi í raun verið fangi stjórnvalda í Belgrað. Ekkert sé að marka yfirlýs- ingu, sem hann undirritaði í apríl ásamt Slobodan Milosevic þar sem meðal annars er farið fram á að Atlantshafsbandalagið bindi enda á loftárásir sínar. Rugova segist eingöngu hafa undirritað yfirlýsinguna til þess að tryggja fjölskyldu sinni frelsi. Jafnframt sagðist Rugova þeirrar skoðunar að loftárásir NATO ættu að halda áfram þar til Milosevic Iéti undan. Þá sagði Rugova í sama blaðaviðtali að hann myndi ekki taka sæti í ríkisstjórn með Frelsisher Kosovo að stríðinu loknu. Efnahagskreppan í Asíu aö líða hjá? Michel Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF), sagði í gær að svo virðist sem versta fjármálakreppan í Asíu sé nú liðin hjá og íjármálamarkaðir í Asíu séu nú komnir á rétta braut. Búast megi við hagvexti í Suður-Kóreu ogTaílandi á þessu ári, sömu- leiðis á Filippseyjum og Malasíu og „jafnvel hugsanlega" Indónesíu líka. Þó segir hann enn mikið starf óunnið í endurbótum á efnahags- kerfi þessara ríkja, og varast beri óhóflega bjartsýni. Sergei Stepasjín virðist hafa stuðning Dúmunnar. Stepasjín tryggir sér stuðniug RÚSSLAND - Sergeí Stepasjín, sem Boris Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur tilnefnt í embætti for- sætisráðherra, hitti í gær nokkra leiðtoga á rússnesku Dúmunni og héraðsleiðtoga í þeirri von að tryggja sér stuðning þeirra. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, þarf að staðfesta til- nefninguna, og sagði Gennadí Selesnjov, leiðtogi rússneskra kommúnista, að Stepasjín gæti gert sér góðar vonir um stuðning Dúmunnar. Bandaríkin andvíg Bildt SVÍÞJÓÐ - Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra í Svíþjóð, nýtur ekki stuðnings Bandarfkjanna í embætti sáttasemjara í Kosovodeil- unni og hafa bandarísk stjórnvöld beinlínis reynt að koma í veg fyrir að Bildt fari til Júgóslavíu á vegum Sameinuðu þjóðanna til að miðla þar málum. Réttindum indjána hafnað GVATEMALA - íbúar í Gvatemala gengu til kosninga á sunnudag um það, hvort veita eigi indjánum aukin réttindi í samræmi við frið- arsamning sem stjórnvöld í landinu gerðu við skæruliða árið 1996. Talningu var ekki lokið síðla dags í gær, en allt benti til þess að mik- ,11 meirihluti hafi hafnað því að indjánar fái hin auknu réttindi. Samningurinn batt enda á 36 ára borgarastyrjöld í landinu, og var meiningin að indjánar fengju umráð yfir helgistöðum sínum auk þess sem tungumál þeirra verði notað í skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og dómskerfinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.