Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 2
2 - ÞKIDJUD AGU R 18. MAÍ 1999 . FRÉTTIR Mj alt avélmenm em framtíðin Kýrnar fara sjálfar inn í básinn þegar þær viija láta mjóika sig, sjáifvirkur búnaður þvær júgrin og sfðan hefjast mjaltir. Myndin er úr bæklingi framleiðanda tækisins. Nokkrir íslenskir bændur velta fyrir sér að fjárfesta í mjaltavélmennum. Kost- irnir eru margir en mikl ar breytingar þarf til hjá flestum. Vélar og þjónusta hafa umboð hér á landi fyrir Lely mjaltavélmennin og eru nokkrir bændur alvarlega að skoða þann möguleika að Ijárfesta í slíku tæki þó enginn hafi gengið endanlega frá kaupum enn. Mjaltavélmennið með öllu sem því fylgir kostar um tólf milljónir króna. „Þekkir“ kýmar Mjaltavélmennið er beintengt við tölvu sem geymir nauðsynlegar upp- lýsingar um kýrnar. Bóndinn hefur að- gang að mjög nákvæmum upplýsing- um um hveija kú í tölvunni. Eitt slíkt vélmenni annar því að mjólka sextíu kýr á sólarhring. I mjaltabásnum er skynjari og hver kýr hefur hálsband með eins konar strikamerki þannig að vélmennið „þekkir“ kýmar þegar þær koma til mjalta og mjólkar þær sam- kvæmt því. Hver speni er mjólkaður óháð hinum og þannig verða mjaltir jafnari yfir allt júgrið. Kýrnar stjórna því sjálfar hve oft þær eru mjólkaðar og jafnframt er í tækinu eins konar sjúkdómavörn. Þannig eykst nytin og að sögn þeirra sem séð hafa til slíkra tækja erlendis er allt yf- irbragð í fjósum þar sem mjaltavél- menni eru notuð mun afslappaðra en x hefðbundnum fjósum. Segja má að bæði kýrnar og bóndinn slaki betur á. Verulega heitur Einn þeirra sem er að skoða möguleik- ann á því að setja upp mjaltavélmenni í sínu fjósi er Arnar Bjarni Eiríksson bóndi í Gunnbjarnarholti í Gnúpvexja- hreppi. Hann rekur kúabú með 190.000 lítra kvóta. „Það er nú ekki alveg frágengið enn- þá en það má segja að ég sé heitur fyr- ir því,“ segir Arnar Bjarni. „Mér sýnist að þetta sé það sem koma skal. Það er engin spurning að í framtíðarlandbún- aði verður þetta alls ráðandi.“ Arnar Bjarni segir kosti tækisins ótviræða, nytin aukist og allt öryggi verði meira. „Það er svo mörgum eftir- litsþáttum sinnt með þessu tæki sem mannsaugað eða mannshöndin eiga erfitt með að greina, gagnvart til dæm- is júgurbólgu,“ segir hann og bendir á að ef júgurbólga er í uppsiglingu greini vélmennið það um tveimur sólarhring- um fyrr en bóndinn myndi gera. Ekki bundinn í báða skó Sjálfvirknin er meiri en bændur eiga að venjast í dag og ætti að hluta til að bæta úr þeim ókosti sem helstur hefur verið talinn við kúabúskap, það er að bændur séu mjög bundnir við sinn bú- skap. „Með þessu er mun auðveldara að lifa venjulegu líB þannig að maður sé ekki bundinn gjörsamlega í báða skó og væntanlega mun minna mál að fá afleysingamann," segir Arnar Bjarni. Ekki er aðeins um mikla íjárfestingu í tækinu sjálfu að ræða heldur þyrftu margir að gera breytingar á sínum fjós- um til að geta tekið mjaltavélmennið í notkun. „Fjósbyggingar sem byggðar hafa verið á undanförnum tuttugu árum eru úrelt fyrirbæri," segir Arnar Bjarni en aðalkostnaðurinn hjá hon- um fyrir utan tækið sjálft er við að breyta fjósinu og setja upp legubása. Fyrir þá sem byggja ný fjós má áætla að kostnaðurinn sé um sex milljónum króna meiri en ella ef þeir fjárfesta í mjaltavélmenni og er verð þess þá meðtalið. HI I hcita pottinum ræða mcmi stj ómarmyiidunarviðræð- urnar og ráðhcrrasæti af fullum krafti. Eitt af því scm á cr bcnt cr að framsóknar- mcnn hafa lialdið öðrum mögulcikum cn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn opn- um - scm þykir bæta samn- ingsstöðu þcirra. Það kom því ekki á óvart að sjá Jakob E Ásgeirsson einn skarpasta skrifara og hugmyndafræðing Sjálfstæðisflokksins skrifa i Moggann að sjálfstæðismenn ættu að skoða samstarf við Scingrím J. og félaga það væri „áhuga- vcröur" kostur. Pottverjar em sammála um að þama hafi Jakob verið að reyna að „hækka hlutabréfin“ í flokknum i stjómarviðræðum og sýna að Sjálfstæðis- ilokkuriim ætti líka fleiri kosti.... Ráðherraslagurinn í ríkisstjómarflokkunum gcisar nú sem aldrei fyrr - á bak við tjöldin. í pottinum hcyrðist úr herbúðum framsóknarmanna í Reykja- nesi að þar teldu menn Siv Friðleifsdóttur eiga kröfu til ráðherradóms því hún hefði að baki sér flest at- kvæði allra framsóknarþingmamia - fleiri en bæði for- maðurinn og varaformaðurinn.... í pottinum hcyrist nú að einhverjir aðdáendur Öss- urar Skarpéðinssonar hafi verið að ræða um að stofna aðdáendaklúbbinn „Vinir Össurar". Ástæðan fyrir þessari umræðu einmitt nú er að Össur þykir heldur betur hafa skorað hjá Geir Haarde og Davíð þegar hann kom með yfirlýsingu sína um timasprengjuna í Degi fyrr í vor. Tímasprengjan var viðskiptaliallinn, cn þeir Geir og Davíð sögðu Össur bullukoll. Nú hins vegar er timasprengjan orðin virk og Össur gctur sagt „I told you so“ - og allir vilja vera vinir hans!.... Össur Skarphéðinsson. FRÉTTAVIÐTALIÐ Eyþór Amalds nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandssíma ísUndssími ætlarað keppa við Landsímann um þjón- ustu í almenna símkerfinu. Nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandssíma segirað verðá símtölum eigi eftirað iækka og þjónustan að verðabetri. Fullt starf að keppa við Landsímaim - Þú komst inn í horgarstjóm sem tnaður úr atvinnulífinu efsvo tná að orði komast. Hvað veldur því að þú telur núna að það fari ekki saman að vera varaborgarfull- trúi og framkvæmdastjóri íslandsstma? „Það fer í sjálfu sér alveg saman en það er mikið framundan hér. Það er verið að byggja þetta fyrirtæki upp frá grunni og við þær aðstæður þarf maður að hafa nægan tíma og starfsmenn og allir sem standa að fyrir- tækinu þurfa að finna að maður sinni þessu 100 prósent. Við erum óhjákvæmilega að fara að keppa við Landsíma Islands og það þykir sumum nóg.“ - / hverju er starfsemi Íslandssíma fólg- in í dag? „Við erum ekki að veita neina þjónustu ennþá en við ætlum að kynna þetta í lok mánaðarins. Þessi starfsemi mun taka á öll- um sviðum fjarskipta. Við byijum á ákveðn- um þáttum fyrst en við ætlum að bjóða upp á það sem Landsíminn er að bjóða upp á. I dag er engin samkeppni í almenna símkerf- inu. Hvorki fyrir heimili eða fyrirtæki. Það er í raun eingöngu samkepnni á farsíma- markaðnum. I raun og veru er ísland eitt af örfáum ríkjum í Evrópu sem ekki er með •saftiktípþíii tíi' almeiina' símkerfinu. Sam- kvæmt fjarskiptalögum er frelsi í fjarskipt- um en það hefur enginn treyst sér til að keppa.“ - Forsætisráðherra hefur boðað að Lands- síminn verði seldur á kjörtímabilinu. Hefur Íslandssími áhuga á að kaupa? „Eg held að fyrsta skrefið sé að keppa við Landsímann. Eg held að það sé mjög heil- brigt fyrir Landsímann að vera ekki í ríkis- eigu. Það er svolítið erfitt fyrir ríkisvaldið að tryggja samkeppni á meðan það fer með hlutabréfin. Það er erfitt að vera hlutlaus við að setja reglurnar og vera síðan sá aðili sem er 98% af markaðshlutdeildinni.“ - Hverjir eiga Íslandssítna „Þetta er íslenskt simafyrirtæki. Helstu hluthafarnir eru Hof eignarhaldsfélag Hag- kaupsfjölskyldunnar, Burðarás eignarhalds- félag Eimskipafélagsins, Tölvubankinn sem hefur sérhæft sig í símkerfum, Radíómiðl- un sem sinnir m.a. fjarskiptaþörfum fiski- skipaflotans, Eignarhaldsfélag Valfellsfjöl- skyldunnar og svo koma einstaklingar og minni aðilar að þessu." - Þróunin i fiarskiptum hefur verið mjög ör. Hverjar eru helstu breytingamar framundan? „Það er yfirleitt tajdðiúm að það.SéTéenht! að bylta fjarskiptamarkaðnum. Annars veg- ar að fjarskipti eru gefin frjáls, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða Evrópu. Það veldur því að það verður til einhvers konar sam- keppni eftir nærri 100 ára einokun, oftast ríkissímafyrirtækja. Hins vegar er internet- tæknin að ryðja sér til rúms í fjarskiptum og það breytir mjög miklu. Þetta voru yfirleitt lokuð og læst kerfi en núna erum við að fá kerfi sem eru algjörlega opin, þar sem allur samskiptabúnaður talar saman. Það mun lækka verð á flutningi grfðarlega af því þá eru þetta ekki lokuð kerfi þar sem menn okra á sínum viðskiptavinum heldur opið flæði af stafrænum pökkum. I þriðja lagi held ég að viðskiptahættir símafyrirtækj- anna sem einokunarfyrirtækja séu algjör- lega úreltir og það sem kemur í staðinn er meiri skilningur á þörfum neytandans og miklu betri þjónusta en áður hefur tíðkast." - Það eru samkvæmt þessu betri tímar framundan hjá símnotendum, betri þjón- usta og lægra verð? „Já það er engin spurning. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf einhver að ryðja brautina." -VJ SrlilUlg iihWtffts IhSfj i Iríri'j ‘rííiltfilBjýtóO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.