Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJVDAGVR 18. MAÍ 1999 - S Thgur. FRÉTTIR Viima hefst vió fLugvöUiim í júlí Flugmálayfirvöld stefna að því að hefja framkvæmdir við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli íjúlí nk. Þessar endurbætur munu kosta um 1,5 millj- arða króna. Þá er verið að leita að framtíðarstað fyrir flugtök og lendingar fyrir kennslu- og æfingaflugið, sem er um 70% af allri flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Tímasetning háð af- greiðslu deiliskipu- lags. Kennslu- og æf- ingaflug til Selfoss og K e 11 a v ík ur 11 u g va 11 a r. Leitað að framtíðar- stað fyrir snertilend- ingar. 70% af fhigum- ferð Reykjavíkurflug- vallar. Stefnt er að því að framkvæmdir við endurbætur á Reykjavíkur- flugvelli heíjist í júlí nk. Þá er miðað við að borgaryfirvöld verði búin að fjalla um deiliskipulag fyrir völlinn, en það er ennþá til meðferðar hjá þeim. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að verið sé að leita ýmissa Ieiða til að svokallaðar snertilendingar í kennslu- og æfingaflugi fari ekki fram á Reykjavíkurflugvelli. A nieðan unnið sé að endurbótum á flugvellinum þykir líklegt að það flytjist að mestu leyti til Sel- foss og Keflavíkurflugvallar. Nýjar flu^brautir A fundi Flugráðs fyrir skömmu var samþykkt ályktun þess efnis að komið verði upp flugbraut eða flugbrautum fyrir kennslu- og æfingaflugið og þá ekki allíjarri Reykjavíkurflugvelli. Flugmála- stjóri segir ekkert hægt að segja til um það hvað slík framkvæmd mundi kosta, enda sé það mjög háð því hvar brautin eða braut- irnar verða staðsettar. Verið sé að skoða ýmsa kosti í því sambandi og þá helst í grennd við höfuð- borgarsvaeðið. Niðurstaða í þeim efnum liggur ekki fyrir. Hann minnir á að svokallaðar snerti- lendingar, þ.e. flugtök og lend- ingar í kennslu- og æfingaflugi séu að umfangi næstum því tvær af hveijum þremur flughreyfing- um á Reykjavíkurflugvelli. Vill enguin svo illt Guðrún Agústdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur, segir að miðað við ályktun flugráðs sé stefnt að því að kennslu- og æfingaflugið verði áfram staðsett á Reykjavík- urflugvelli en snertilendingar þess yrðu á öðrum stað í grennd við borgina. Hún segir þó að það leysi engan vanda í sjálfu sér að flytja „ónæðið“ af þessari flug- umferð yfir í önnur sveitarfélög, enda vill hún engum svo illt. Guðrún minnir hinsvegar á að það sé búin að vera krafa borgar- innar um langt skeið og m.a. fyr- ir daga R-listans að allt flug ann- að en áætlunarflugið innanlands verði flutt frá Reykjavíkurflug- velli. Hún segir að umfang þessa flugs að undanskildu áætlunar- fluginu sé um 70% allra flug- hreyfinga á vellinum. - GRH Verslunarmenn mótmæla færslu á kvöldfréttatímum RÚV. Frá þingi þeirra á Akureyri. Gegn færslu fréttatíma 22. þing Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna lýsir yfir mikilli andstöðu við þá ákvörðun útvarpsráðs að færa fréttatíma Ríkisútvarpsins fram til kl. 18.00 og fréttatíma sjón- varps fram til kl. 19.00 frá og með 1. júní nk. „Með þessari ákvörðun er enn einu sinni verið að mismuna stétt verslunarmanna sem vinnu sinnar vegna hefur ekki tök á að fylgjast með aðalfréttatímum þessara stofnana lengur. Nógu erfitt hefur verið að fylgjast með fréttatímum kl. 19.00 og 20.00 því almennt er verslunarfólk við störf til kl. 18.30 og er vart kom- ið til síns heima fyrr en stundu síðar," segir í ályktun LIV. Verslunarmenn segja enn- fremur að ákvörðunin lýsi því tillitsleysi sem verslunarfólki sé oft sýnt. Þingið krefst þess að útvarpsráð dragi ákvörðun sína til baka. - BÞ Kemiarar ásaka borgiua um ögrun Kennarar í Melaskóla sem ekki hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín funduðu með borgarstjóra í húsakynnum skólans í gær. Þar lýstu kennarar yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í skólanum, en um 16 af 40 kennurum Melaskóla eru á förum. Heitt í kolimum í fræðsluráði. Titring- ur vegua bókunar R- lista iiin tilrauna- samning. Sambærileg laun við háskóla- menntaða. Uppsagnir kennara halda áfram. Á fundi fræðsluráðs Reykjavíkur í gær Iétu áheyrnarfulltrúar kennara bóka áskorun til borgar- yfirvalda um að láta af ögrunum í garð kennara. Þess í stað ættu þau að einbeita sér að því að íeysa þann vanda sem blasir við í skólahaldi í borginni. Tilraimasaninimínr Þessi bókun kom í framhaldi af bókun fulltrúa R-listans í fræðsluráði á fundi þess 10. maí sl. Á þeim fundi létu þeir bóka að tillaga launanefndar sveitarfé- laga um tilraunasamning mundi færa kennurum umtalsverðar kjarabætur. I bókuninni er skor- að á alla kennara að kynna sér þessar tillögur sem vonandi geta orðið grundvöllur að nýjum samningum við kennara. Þá sé kennurum bent á að þeir geti nálgast þessar tillögur á heima- síðu Sambands íslenskra sveitar- félaga. Sambærileg latiu Á fundi fræðsluráðs í gær Iétu fulltrúar R-listans bóka að þeir hörmuðu að kennarar skuli líta á bókunina frá fyrra fundi sem ögrun við þá. Þar kemur einnig fram að fræðsluráð telur það mikilvægt að kjör kennara séu sambærileg og þau séu hjá öðr- um háskólamenntuðum hópum. Hvatt er til sátta í deilum kenn- ara og borgar svo hægt sé að halda áfram á braut framfara í grunnskólum borgarinnar. Uppsagnir halda áfram Á meðan hálfgerð pattstaða sé í deilum kennara og borgaryfir- valda um launakjör, halda upp- sagnir kennara áfram að berast inn til skólastjóra og fræðslumið- stöðvar. Hins vegar ber mönnum ekki saman um Qölda uppsagna. Kennarar halda því fram að um 160 kennarar hafi sagt upp vegna óánægju með sín kjör af rúmlega 200 sem sagt hafa upp. Á sama tíma hafa fræðslumið- stöðinni aðeins borist 78 upp- sagnir vegna kjaramála af 109 uppsagnarbréfum. Mismunurinn er talinn skýrast af því að margir kennarar skila uppsögnum sín- um beint til skólastjóra en fara ekki með þær til fræðslumið- stöðvar. - GRH Brýnt að breyta skattkerfinu Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur vill að skattkerfinu verði breytt þannig að staða Ijölskyldufólks batni. Fólk með Iágar tekjur og meðaltekjur eigi að njóta að minnsta kosti jafnmikilla kjarabóta og aðrir. Fundurinn telur að núverandi skatt- kerfi sé flókið og ógagnsætt og barnaljöl- skyldur verði langverst úti vegna jaðará- hrifa. Tekjutengingar bóta hafi í för með sér að umsamdar kjarabætur eða tekju- auki tii handa þessum hópum, skili sér í stórkostlegum sparnaði fyrir ríkissjóð vegna skertra bóta. Aðalfundurinn telur ekki ásættanlegt að skattkerfið auki á þann mismun sem orðið hefur í kjaraþróun hér á Iandi. Þeir tekjuhæstu hafi hagnast mest á breytingum tekjuskattkerfisins á meðan hinir tekjulægstu hafi fengið lítið sem ekkert í sinn hlut. Aðalsteinn Baldursson var endurkjörinn formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur um helgina. - bþ Delta á Verðbréfaþing Hlutaljárútboði Delta hf. lauk í gær. 1 boði var nýtt hlutafé að fjár- hæð krónur 20 milljónir að nafnverði á genginu 12, eða samtals 240 m.kr. að markaðsvirði. Seldist allt hlutafé sem í boði var til forkaups- réttarhafa. Ennfremur óskuðu hluthafar eftir 115 m.kr. að mark- aðsvirði í umframáskrift. Eftirspurn var því 48% umfram framboð. Delta hf. verður skráð á Aðallista Verðbréfaþings Islands innan skamms og mun Islandsbanki, sem sá um útboð félagsins, annast milligöngu vegna skráningar félagsins. - bþ Leiðrétting Rangt var farið með starfsheiti í viðtali sem birtist í helgarblaðinu við starfsfólk á tiiraunabúi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Möðruvöllum. í viðtalinu kom fram að Laufey Bjarnadóttir væri til- raunastjóri en rétt er að hún sér um framkvæmd tilrauna í fjósi og úr- vinnslu þeirra. Tilraunastjóri er Þóroddur Sveinsson og er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þá var einnig sagt að nautið á einni myndinni væri blendingur af Limousine og Aberdeen Angus kyni en rétt er að nautið er af Limousine kyni. - hi Aðalsteinn Baldursson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.