Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 4
P9(> t \.\w .8 r HnaMHiutiitt 4 -ÞRIÐJUDAGU K 18. MAÍ 1999 Hraðakstur áberandi Umferðarmálin voru áberandi hjá lögreglunni þessa helgi. Eins og oft á þessum árstíma er hraðakstur allt of algengur og margir öku- menn sem þarf að hafa afskipti af vegna ökuhraða þeirra. A föstu- dagskvöld voru sem dæmi ijöl- margir ökumenn stöðvaðir á Kringlumýrarbraut við Slettuveg eftir að hafa mælst á bifreiðum sfnum vel á „öðru hundraðinu". En það var ekki það eina því öku- menn voru einnig stöðvaðir fyrir hraðakstur í íbúarhverfum þar sem Ieyfður er 30 km hámarksökuhraði. Um helgina voru það 40 öku- menn sem voru kærðir vegna hraðaksturs og 16 fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Vörubílar í íbúðarhverfum Höfð voru afskipti af nokkrum vörubílum og öðrum stórum bílum sem voru inni í íbúðarhverfi að næturlagi samkvæmt dagbók lögregl- unnar í Reykjavík um helgina. I 19. grein lögreglusamþykktar er Iagt bann við því að vörubifreiðar þyngri en 3,5 tonn eða fólksflutninga- bílar fyrir fleiri en 10 farþega standi á götum eða almennum stæðum borgarinnar frá kl 22:00 til 06:00. Bannið gildir einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þunga þeirra. Brýnt er að eigendur slíkra tækja virði þessar reglur og leggi ökutækjunum í sérstök stæði. Talsvert var um hraðakstur um helg- ina. Þrír slasast Okumaður missti vald á bifreið sinni að morgni Iaugardags á Miklu- braut við Reykjanesbraut. Bifreiðin valt eina veltu og slösuðust þrír farþegar sem voru í bifreiðinni. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir að hafa dökkar plastfilmur í framrúðu eða fremri hliðarrúðum en slíkt er óheimilt samkvæmt um- ferðarlögum. Veittust að leigubílstjðra Tveir menn voru handteknir eftir að þeir veittust að leigubílstjóra sem var að flytja þá. Mennirnir voru fluttir á Iögreglustöð en hinn slasaði fór sjálfur á slysadeild til aðhlynningar. Þá var karlmaður fluttur á slysadeild eftir átök í miðbænum að morgni laugardags. Hann hafði áverka í andliti. Skemmdu leikskóla Þrjú ölvuð ungmenni unnu skemmdir á leikskóla í vesturbænum að kvöldi föstudags. Ungmennin sem eru 14 ára voru afhent forráða- mönnum. Brutust iuu í geymslur Brotist var inn í geymslur í húsnæði í miðborginni aðfaranótt sunnu- dags. Talsverðu var stolið. Haudtekin með fíkuiefni Tvennt var handtekið eftir að fíkniefni fundust í bifreið þeirra við Kringluna aðfaranótt mánudags. Gámur á bíl Verulegt tjón varð á ökutæki á Bíldshöfða að kvöldi föstudags. Þar var verið að hífa 20 feta gám er stroffa slitnaði með þeim afleiðingum að gámurinn lenti á bifreiðinni. Drukkinn á hjóli Aðfaranótt laugardags féll ölvaður maður á reiðhjóli og rotaðist. Hann var fluttur á slysadeild. Lög- reglan hvetur fullorðna einstak- linga til að nota hjálma þegar hjólað er á reiðhjólum. Lögreglan hvetur fólk til að nota tilkynnt um konu Iiggjandi á Vest- —hjálma á reiðhjóli.— urgötunni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild vegna höfuðáverka sem ekki liggur fyrir hvernig hún hlaut. Lá á Vesturgötuuni Aðfaranótt laugardags var lögreglu Olíuleki Talið er að um 400 lítrar af díselolfu hafi lekið á Háaleitisbraut við Bústaðaveg að morgni laugardags. Lekinn varð er eldsneytisleiðsla fór í vörubifreið. Slökkvilið var fengið á vettvang til að gera ráðstaf- anir á vettvangi. Eldur í Skrifstofuhúsnæði Eldur kom upp í herbergi á 3. hæð í skrifstofuhúsnæði á Suðurlands- braut aðfaranótt mánudags. Talsverðar skemmdir urðu á herberginu en engar utan þess. Eldsupptök eru óljós. FRÉTTIR Ð^ur Búið er að innsigla samkomulag um veiðar íslendinga í Barentshafi. Smugusamning- ar komnir í höm íslendingar fá á þessu ári 8.900 lesta þorsk- kvóta í Barentshafi sem skiptist til hebn- inga milli lögsögu Noregs og Rússlands. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra Islands, Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, og N.A. Ermakov, formaður sjávar- útvegsráðs Rússlands, skrifuðu undir þríhliða rammasamning landanna í St. Pétursborg á sunnudag um samstarf á sviði sjávarútvegs. Þá voru undirritað- ar tvíhliða bókanir Islands og Noregs annars vegar og íslands og Rússlands hins vegar en samningurinn og bókanirnar fela í sér samkomulag um þorskveið- ar Islendinga í Barentshafi. Ut- anríkisráðherrar allra Norður- landanna, auk utanríkisráðherra Eystrasaltslandanna og Rúss- Iands, funduðu í St. Pétursborg í lok síðustu viku. I bókununum felst að Islend- ingar fá á þessu ári 8.900 lesta þorskkvóta, sem skiptist til helm- inga milli lögsögu Noregs og Rússlands. Kvótinn samsvarar 1,86% af leyfilegum heildarafla á þorski í Barentshafi og helst það hlutfall út samningstímann'. Áuk þess er gert ráð fyrir 30% auka- afla. Samningurinn og bókanirn- ar gilda í 4 ár í senn sé samn- ingnum ekki sagt upp. í bókun íslands og Noregs er gert ráð fyrir að íslensk skip veiði 4.450 lestir af þorski á þessu ári í norskri lögsögu. Norsk skip fá á þessu ári að veiða 500 lestir af löngu, keilu og blálöngu á línu í íslenskri lögsögu utan 12 mílna og sunnan 64°N og 17 þúsund lestir af loðnu í íslenskri lögsögu norðan 64°30 N á tímabilinu frá 20. júní til 15. febrúar. I bókun Islands og Rússlands felst að ís- lensk skip geti veitt 4.450 lestir af þorski í rússneskri lögsögu á þessu ári. Þar af munu Rússar bjóða íslenskum útgerðum 37,5% eða 1.669 lestir til kaups á markaðsverði. í báðum bókun- unum er miðað við að fari leyfi- legur heildarafli á þorski í Barentshafi niður fyrir 350.000 Iestir falli veiðar Islendinga úr stofninum niður sem og veiðar norskra fiskiskipa í íslenskri lög- sögu. Samningurinn og bókan- irnar öðlast formlega gildi þegar aðilar hafa tilkynnt hver öðrum að nauðsynlegri innlendri máls- meðferð vegna gildistöku þeirra sé lokið. Leitað verður heimildar Alþingis til staðfestingar samn- ingsins og bókananna þegar það kemur saman. Markaður fyrir rekstrarvör- ur sjávarútvegsins Aukin þátttaka íslendinga í veið- unum kann að leiða til þess að markaður opnast fyrir ýmsar rekstrarvörur sjávarútvegsins. Þar ber auðvitað hæst veiðarfæri og annars konar tæki til fiskveiða en framleiðsla íslenskra fyrir- tækja á þessu sviði er mjög eftir- sótt vfða um heim vegna gæða. Hins vegar kann bágt ástand rússneskra útgerða að valda því að þær hafi ekki um sinn efni á því að kaupa ýmsan búnað af Is- lendingum, þó ekki skorti þær viljann. - GG Stormur í snafsaglasi Samíylkiiigiii á Vest- urlandi hefur hafió siim imdirhúning að flokksstofmm. Jó- hann Arsælsson segir iiieiiiiiigarmimiim iim hvort stofna eigi flokkinn í haust eða á næsta ári „storm í snafsaglasi.“ „Við ályktuðum svo sem ekki neitt um málið en það voru allir sammála um að hefjast handa við undirbúning að flokksstofn- un Samfylkingarinnar sem allra fyrst,“ sagði Jóhann Ársælsson alþingismaður eftir fulltrúaráðs- fund hjá samfylkingarfólki á Vesturlandi um helgina. Á fundinum var valinn sam- ráðshópur sem á að skoða málið og kalla síðan aftur til fundar síð- ar. Hann segir að allir hafi verið sammála því að fara strax að vinna í málinu. Eins væri nauð- synlegt fyrir þingmennina að hafa svona samráðshóp. Jóhann Ársælsson. „Það gengur ekki þegar búið er að kjósa menn á þing fyrir Sam- fylkinguna að þingmennirnir fari að halda fundi í gömlu flokkun- um út af hinum ýmsu málum sem upp koma. Við verðum að halda áfram að vinna saman inn- an Samfylkingarinnar núna eftir kosningar,“ segir Jóhann. Hann sagði að sá skoðanamunur innan Samfylkingarinnar um hvort stofna eigi flokkinn í haust eða bíða fram á næsta ár væri ekki til staðar hjá þeim á Vesturlandi. Þar vilji allir stofna flokkinn og að gefa þurfi flokksstofnunni þann tíma sem þarf. Ekki ágremingur „Það er alveg ljóst að ganga þarf frá mörgum málum hjá flokkun- um sem að Samfylkingunni standa. Flokkarnir eiga eignir og skuldir sem þarf að ganga frá áður en hægt er að leggja þá nið- ur. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar að heljast eigi handa sem fyrst við að stofna félög Samfylk- ingarinnar um allt land því það þarf ekki að haldast í hendur við sjálfa flokksstofnunina eða hvenær hinir flokkarnir verða lagðir niður,“ segir Jóhann. Hann segir að sá meiningar- munur sem felst í því hvort flokksstofnunin verður í haust eða á næsta ári sé íjarri því að vera einhver ágreiningur innan Samfylkingarinnar. Það sé ekki deilt um hvort leggja eigi af stað heldur hvenær Iagt verður af stað. „Þetta er í mesta Iagi stormur í snafsaglasi," sagði Jóhann Ár- sælsson. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.