Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 13
.a \ h u 7i t\a\j ir.xn I^wr. .• <> e >. iiu . a i Hur»í.a\Jir.in«v-Sr ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Kóngurinn á Old Trafford, Alex Ferguson. Leikmenn Manchester United fagna fimmta Englandsmeistaratitli sínum á sjö árum. Emanuel Petit leikmaður Arsenal, að vonum súr í lelkslok. Fiinm meistaratitlar á sjo ánrni hjá Ferguson Spennan á toppniun varði til síðustu sek- úndu. Grátur á High- bury. Southampton stóðst prófið. West Ham í Evrópukeppni. Steve McManaman kvaddi með stæl. „Við erum komnir hingað til að sjá Manchester United verða meistara," sögðu margir stuðn- ingsmanna Tottenham sem fylgdu liði sínu til Old Trafford á sunnudaginn. Þeim varð að ósk sinni, eins og milljónum stuðn- ingsmanna Rauðu djöflanna um allan heim. Alex Ferguson leiddi sína menn til sigurs í úrvals- deildinni í fimmta sinn á sjö árum. Mest spennandi Ieiktíð í úrvalsdeildinni, frá 1989, lauk með sigurgöngu og gleðitárum á Old Trafford, þar sem heima- menn náðu að snúa 0-1 tapi í 2- 1 sigur. Það var við hæfi að besti maður United, David Beckham, sæi um að jafna og enginn átti meira skilið að skora sigurmark- ið en varamaðurinn, Andy Cole. Síðustu mínútur ensku úrvals- deildarinnar voru æsispennandi. Spurningunni um meistaratitil- inn var ekki svarað fyrr en flaut- að var af. Það voru öllu beiskari tárin sem hrundu niður vanga heima- manna á Highbury. Knattspyrnu- stjórinn, Arsene Wenger, var að sjálfsögðu með skýringu á tapinu á reiðum höndum. „Aston Villa hafði fyrir einhverju að beijast og þeir Iögðu sig alla fram. Tottenham hafði ekkert mark- mið og því var auðvelt fyrir Manchester að snúa leiknum sér í hag.“ Úrslitin í lokaiunferðinni Urslit Iokaumferðarinnar fóru nokkuð eftir bókinni. Þegar toppslagurinn er frátalinn stend- ur uppúr frábær endasprettur hjá Southampton. Gamli Ev- ertonmaðurinn, David Jones, leiddi sína menn til sigurs gegn sínu gamla liði og gulltryggði úr- valsdeildarsæti Southampton fyrir aldamótaleiktíðina. West Ham tók sig á, eftir mikinn tröppugang, og gulltryggði Evr- ópusæti með stórsigri á Middles- brough, 4-0. Eyal Berkovitch var arkitektinn að sigrinum og lagði upp öll mörkin. Þessi urðu úrslit umferðar- innar: Arsenal - Aston Villa 1-0 Charlton - Sheff. W. 0-1 Chelsea - Derby 2-1 Coventry - Leeds 2-2 Liverpool - Wimbledon 3-0 Man.Utd - Spurs 2-1 Newcastle - Blackburn 1 - 1 Nottm. F. - Leicester 1 - 0 So’ton - Everton 2-0 West H. - M’boro 4-0 Góður sigur Liverpool á Wimbledon vekur athygli, eink- um fyrir góðan leik Steve McManaman, sem kvaddi Liver- pool með sínum besta leik á keppnistímabilinu. Gestirnir Iéku sinn 21. leik í röð án sigurs. Wimbledon hefur ekki náð að sigra síðan Joe Kinnier fékk hjartaáfallið í Leeds í byrjun Endaspretturinn kom of seint Einstakur endasprettur hjá Nott- ingham Forest kom því miður of seint. Þrátt fyrir þijá sigra í röð varð hlutskpti liðsins að falla. For- est og Charlton hafa því verið eins og jojo á milli deilda síðustu árin. Oðru máli gegnir um Black- burn. Fjórum árum eftir að Kenny Dalglish leiddi liðið til efstu hæða enskrar knattspyrnu er það fallið í fyrstu deild. Millj- arðarnir sem Brian Kidd eyddi í leikmannakaup komu fyrir lítið. Það er alveg ljóst að Blackburn keypti oft köttinn í sekknum bæði fyrir og meðan á leiktíðinni stóð. En kötturinn í sekknum, með stóru Kái, heitir Kevin Davis og var keyptur frá Southampton fyTÍr metfé. Hann fylgir Blackburn í fyrstu deildina meðan fyrrum stjóri hans, David Jones, hugsar um milljónirnar sem komu í kassa Dýrlinganna við söluna. - GÞÖ Sigur og tap gegn Noroinöniiuiii íkörfu íslenska landsliðið í körfubolta lék tvo æfingaleiki við Norðmenn um helgina. Island vann fyrri leikinn, 85-78 en tapaði þeim siðari, 68-74. Friðrik Ingi Rún- arsson, annar þjálfara landsliðs- ins, sagði að þetta hefði verið góð æfing. „Þeir börðu alla vega vel á okkur og við eigum því að vera viðbúnir svona átökum." Guðmundur Bragason, fyrir- liði, tók í sama streng og Friðrik og sagði að þetta hefði verið mikil barátta en ekki kannski mildll körfubolti. Það voru sann- arlega orð að sönnu því það sem Norðmenn sýndu í Rykken Hal- leh, átti Iftið skylt við körfubolta. Þeir héngu eins og öskupokar á Islendingunum og ef stuggað var við þeim vældu þeir. Gamla kempan, Þorgeir Bryn, hélt lið- inu á floti og tók í taumana þeg- ar á þurfti að halda. Hann skipti fimm sinnum um lið í vetur og hefur nú leikið með tuttugu og þremur liðum á ferli sínum. Landsliðið hélt til Slóvakíu á mánudaginn þar sem það tekur þátt í undankeppni Evrópu- keppni landsliða. Þar er liðið í riðli með heimamönnum, Rúm- eníu, Hvíta Rússlandi, Wales og Kýpur. Guðmundur Bragason pg$i að þetta væri nokkijð sterk- ur riðill en sagði að ísland ætti að eiga góða möguleika á að þess þarf liðið að ná þriðja sæt- komast áfram í keppninni. Til inu í sínum riðli. - GÞÖ Island rótburstaði Kýpur íslenska landsliðið í handknatt- leik vann sinn stærsta sigur í handknattleik frá upphafi, 42- 11, er það tók lið Kýpur í bak- aríið í Kaplakrika sl. laugardag í undankeppni EvTÓpukeppninn- ar. Markahæstur var Valdimar Grímsson með 10 mörk, 4 úr vítum. A sunnudag vannst einnig stór sigur, 34-13, og enn var Yaldiinar markahæstur, nú með 11 mörk, 7 úr vítum. Sebastian Alexandersson stóð sig vel, varði 15 skot fyrri dag- inn en 12 þau seinni. Leikirnir sem þó skipta máli í þessari keppni verða leiknir um mán- aðamótin er Islendingar leika vdð Svdsslendinga. Það verða hreinir úrslitaleikir um lausa sætið. - gg Lokastaðan á Englandi Manch. Utd. 38 22 13 3 80- 37 79 Arsenal 38 22 12 4 59- 17 78 Chelsea 38 20 15 3 57- 30 75 Leeds 38 18 13 7 62- 34 67 West Ham 38 16 9 13 46- 53 57 Aston Villa 38 15 10 13 51- 46 55 Liverpool 38 15 9 14 68- 49 54 Derby 38 13 13 12 40- 45 52 Middlesbro 38 12 15 11 48- 54 51 Leicester 38 12 13 13 40- 46 49 Tottenham 38 11 14 13 47- 50 47 ShefiField Wednesday 38 13 7 18 41- 42 46 Newcastle 38 11 13 14 48- 54 46 Everton 38 11 10 17 42- 47 43 Coventry 38 11 9 18 39- 51 42 Wimbledon 38 10 12 16 40- 63 42 Southampton 38 11 8 19 37- 64 41 Charlton 38 8 12 18 41- 56 36 Blackburn 38 7 14 17 38- 52 35 Nottingham Forest 38 7 9 22 35- 69 30 Markahæstu leikmenn ensku úrvals- deildarinnar 18 mörk Dwight Yorke, Man. United Jimmy Floyd Hasselbaink, Leeds 17 mörk Michael Owen, Liverpool Nicolas Anelka, Arsenal Andy Coie, Man. United 15 mörk Hamilton Ricard, Middlesbr. 14 mörk Dion Dublin, Aston Villa Robbie Fowler, Liverpool Alan Shearer, Newcastle Julian Joachim, Aston Villa 13 mörk Gianfranco Zola, Chelsea 12 mörk Ole Gunnar Solskjær, Man. United Dennie Bergkamp, Arsenal 11 mörk Marcus Gayle, Wimbledon Gustavo Poyet, Chelsea 10 mörk Jason Euell, Wimbledon Tore Andre Flo, Chelsea Ian Wright, West Ham Noel Whelan, Coventr)' Tony Cottee, Leicester

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.