Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 7
TlSS^Ct
ÞJÓÐMÁL
o r» r» r .1 ► »i
seet íKM
o *■ n u n k n m n i ^
.a l B U i) V.(iV h 'i ■
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
Með logum skal
landoyggja!
„Því vil ég beina þeim tilmælum til allra sem láta sig málin varða að mótmæla með öllum tiltækum ráðum og
freista þess að koma I veg fyrír þennan hörmulega gjörning, “ segir Pálmi m.a. í grein sinni.
Nú er nýafstaðin mikil umhverf-
isveisla þar sem viðurkenningum
og verðlaunum hefur verið út-
hlutað til eintaklinga og fyrir-
tækja. Þetta er gott svo langt sem
það nær og virða ber það sem vel
er gert í þessum mikilvæga mála-
flokki sem varðar svo sannarlega
alla framtíð okkar Islendinga. En
meðan málsmetandi menn úr
stjórnsýslunni veita verðlaun á
Degi umhverfisins og flytja há-
stemmdar umhverfisverndarræð-
ur er verið að leika Ijótan leik á
bak við tjöldin.
Á því herrans ári 1998 voru
loksins staðfest Iög sem banna
flutning á framandi fiskistofnum
milli vatnasvæða. Tímabær laga-
setning og fagnaðarefni. Laus-
ungin sem viðgengist hefur á
Iiðnum áratugum í víðfeðmum
vatnakerfum Iandsins er svo
gengdarlaus að ætla mætti að
þeir sem þeim aðgerðum hafa
stjórnað væru ekki með heilli há.
Kvíaeldið sem átti á sínum
tíma að bjarga bágum efnahag
landsmanna, innflutningur á
norskum eldisfiski þrátt fyrir há-
vær mótmæli náttúruvísinda-
manna, gengdarlausar seiða-
sleppingar í laxveiðiár þar sem
oft hefur lítið sem ekkert tillit
verið tekið til uppruna seiðanna,
sleppingar laxaseiða í silungsár
og það á tíðum góðar silungsár
að viðbættum allskonar aðgerð-
um við og í ánum hafa teflt
vatnakerfunum og lífríki þeirra í
það mikla tvísýnu, að í raun
megum við teljast heppin ef við
sleppum með skrekkinn.
MiMlvæg lög
Því var lagasetning þessi eitt
mikilvægasta skref sem tekið
hefur verið til verndunar villtra
stofna laxa og silunga. En lögin
langþráðu voru of góð til að vera
sönn. I henni leynist ákvæði
sem gerir lögin um bann við
flutningi á framandi stofnum
milli vatnasvæða að lélegum
pappír. Undanþáguákvæði heitir
það á loðnu klækjamáli.
Og eins og við var að búast var
blekið varla farið að þorna á
þessari mikilvægu lagasetningu,
þegar fyrstu umsóknirnar um
undanþágur bárust embætti
Veiðimálastjóra. Um er að ræða
undanþágur frá Iögunum; um
flutning á hafbeitarlaxi í Norð-
Iingafljót í Borgarfirði og Hellisá
á Síðu.
KýlaveiM
Árið 1996 greindist kýlaveiki í
hafbeitarlaxi sem fluttur hafði
verið úr Lárósi í Norlingafljót í
Borgarfirði og Hellisá á Síðu.
Báðar eru árnar ófiskgengar.
Norðlingafjót liggur að einu víð-
feðmasta laxveiðisvæði landsins
og Hellisá á Síðu er í Vestur-
Skaftafellssýslu en þar eru flest-
ar bestu sjóbirtingsár landsins.
Þegar veikin kom upp urðu
menn felmtri slegnir sem von
var. Hafin var útrýming alls fisks
úr báðum ánum. Að sjálfsögðu
fullkomlega vonlaust verk þar
sem grindur sem eiga að halda
laxinum lokuðum innan afmark-
aðs svæðis gagna lítt þegar vex í
ánum. Engar rannsóknir hafa átt
sér stað síðan þetta ástand kom
upp; um það hvort sjúkdómur-
inn hafi dreift sér í náttúrulega
stofna svæðanna. Reyndar held
ég að búið sé að sanna það með
óyggjandi rökum að sjúkdómur-
inn berist frá sýktum laxi í sil-
ungsstofna, í það minnsta hefur
slíkt gerst f Elliðaánum þar sem
sjúkdómurinn hefur greinst í
urriðastofni árinnar. Má þar af
leiðandi ætla að svo sé einnig
farið með villta stofna í Borgar-
firði og á svæðinu í kringum
Hellisá.
Víöa hættur
Hætturnar eru svo sannarlega
fyrir hendi. Sjúkdómar, erfða-
mengun og fleira góðmeti siglir
oft í kjölfar slíkra vanhugsaðra
aðgerða. I báðum tilfellunum er
talið að hafbeitarlaxinn hafi
hrygnt og komið upp seiðum.
Þetta er einstaklega alvarlegt
mál í Hellisá, þar sem seiðin
undan hafbeitarlaxinum komast
að sjálfsögðu ekki heim og daga
uppi í sjóbirtingsánum í Vestur
Skaftafellssýslu. Og nú hafa
dómar verið felldir. Handhafar
valdsins; Veiðimálastjóri, Dýra-
læknir fisksjúkdóma og Land-
búnaðarráðherra hafa, þrátt fyrir
umsagnir fiskifræðinga Veiði-
málastofnunar sem vara eindreg-
ið við þessum flutningi, gefið
undanþáguleyfi fyrir ísetningu
hafbeitarlax í Norðlingafljót og
búast má við úrskurði Landbún-
aðarráðherra um Hellisá innan
tíðar. Formenn veiðifélaga Norð-
urár, Þverár, Flókadalsár, Gríms-
ár og Tunguár í Borgarfirði mót-
mæltu málsmeðferð veiðimála-
stjóra Árna ísakssonar, sem úr-
skurðaði í báðum tilfellunum
umsækjendunum í vil. Á sama
hátt hafa formenn veiðifélaga
Skaftár, Kúðafljóts og Grenlækj-
ar mótmælt fyrirhuguðum flutn-
ingi hafbeitarlax í Hellisá.
Sérfræði litils metin
Veiðifélagsformennirnir úr Borg-
arfirði kærðu síðan úrskurð
Veiðimálastjóra til Landbúnaðar-
ráðuneytisins en lokaúrskurður í
báðum þessum málum liggur hjá
þeirri eðlu stofnun. Sérfræðing-
ar Veiðimálastofnunar virðast
ekki í miklum metum á þeim bæ
og mætti halda að Landbúnaðar-
ráðherra og hans menn hafi ekki
haft fyrir því að lesa umsagnir
líffræðinga Veiðimálastofnunar,
sem er þó vísindaleg ráðgjafar-
stofnun og hefur á að skipa fær-
ustu sérfræðingum, hveijum á
sínu sviði. Leyfisveitingabréf
veiðimálastjóra Árna Isakssonar
hefur greinilega verið ráðuneyt-
ismönnum auðveldara lesefni.
Dýralæknir fisksjúkdóma;
Gísli Jónsson, sér í hvorugu til-
fellinu neina meinbugi á að flytja
hafbeitarlax f árnar nema svo
ótrúlega vildi til að einhverjir
sjúkdómar skytu upp kollinum í
hafbeitarstöðinni fram til vors.
Við lestur þessara plagga setur
að manni óhug. Niðurstaða und-
irritaðs eftir að hafa skoðað þetta
nokkuð lengi, er þessi. Þeir ráða-
menn sem nú hafa úrskurðað
fram hjá lögunum með fulltingi
fáránlegra undanþáguákvæða,
virðast ekki vandanum vaxnir og
ættu þar af leiðandi alls ekki að
hafa ákvörðunarvald í umhverf-
ismálum og umgengni við nátt-
úruna.
Minni og meiri hagsmimir
Lögin sem sett voru 1998 voru
kærkomin því með þeim var sett-
ur fótur fyrir þá aðila sem láta
sig engu skipta hag náttúrunnar,
svo fremi að græða megi ofurlít-
ið á braskinu. Þarna er greini-
lega verið að taka áhættu sem
varðar framtíð fiskistofna í
tveimur héruðum landsins;
taka minni hagsmuni fyrir meiri.
Hagsmunir veiðifélaganna og
íbúa í Borgarfirði og Vestur-
Skaftafellssýslu svo og allra
stangaveiðimanna sem þarna eru
árlegir gestir, eru vissulega miklu
meiri en hagsmunir nokkurra
einstaklinga sem vita ekki hvað
þeir eru að gera. Hagsmunir
allra Islendinga og þá ekki síst
þeirra sem erfa munu landið eru
miklu meiri heldur en þeirra sem
nú hafa fengið undanþágubeiðn-
irnar samþykktar.
Norðlingafljót verður aldrei
laxveiðiá í þeim skilningi orðsins
meðan sleppt er hafbeitarlaxi í
ána. Því hlýtur það að vera for-
gangsmál og það eina sem skipt-
ir einhveiju uppá framtíðina; að
gera fiskveg um Barnafoss. Ég
skil mæta vel áhuga bænda fyrir
auknum arði af jörðum sínum,
en náttúran verður að fá að njóta
vafans í jafn mikilvægu máli og
hér um ræðir. Um Hellisá á Síðu
gegnir allt öðru máli; flutningur
hafbeitarlax þangað getur ekki
talist annað en fullkomið
glapræði.
Verndunarlögin um bann við
flutningi framandi stofna milli
vatnasvæða hafa verið misnotuð
í fyrsta sinn frá því þau voru sett.
Ef fer fram sem horíir verður
það ekki í síðasta sinn.
Mótmælum!
Þeir embættismenn sem nú fara
svo gerræðislega með vald sitt
koma ekki til með að þurfa að
sæta ábyrgð, ef svo illa færi að
sjúkdómar legðu undir sig þessi
gjöfulu veiðisvæði eða stofna-
blöndun breytti svo erfðum
heimastofnanna að þeir yrðu
aldrei samir.
Því vil ég beina þeim tilmælum
til allra sem Iáta sig málin varða
að mótmæla með öllum tiltæk-
um ráðum og freista þess að
koma í veg fyrir þennan hörmu-
lega gjöming.
Það eina rétta í málinu væri,
að Veiðimálastjóri sæi sóma sinn
í að afturkalla umrædd fiskflutn-
ingsleyfi. Guðmundur Bjarna-
son, landbúnaðar- og umhverf-
isráðherra, ætti að fara ofan í
saumana á málinu, kynna sér
það betur og ljúka ferli sínum
með því að viðurkenna að mistök
hafi verið gerð og ógilda Ieyfið í
Norðlingafljót. Með því legði
hann eftirmanni sínum og þeim
sem stýra þessari grein umhverf-
ismála línumar um ókomin ár.
Lokaorð
Tvennskonar fréttir bárust mér
um það bil sem ég lauk við grein-
arkornið. Önnur fréttin og sú
gleðilega var að Landbúnaðar-
ráðherra hefði hnekkt leyfisveit-
ingu Veiðimálstjóra fyrir ísetn-
ingu hafbeitarlax í Hellisá.
Fjöður í hatt Guðmundar
Bjarnasonar. Það breytir hins-
vegar engu um leyfisveitinguna í
Norðlingafljót. Hin fréttin vakti
minni fögnuð undirritaðs, en
þar var komin enn ein undan-
þágubeiðin. Að þessu sinni er
farið fram á undanþágu fyrir
flutningi seiða af framandi stofni
í Breiðdalsá, en eins og alkunna
er hefur Rangárbjargvætturinn
hreiðrað um sig við Breiðdalsá
og vakið vonir manna austur þar
um kraftaverk. Veiðimálastjóri
hefur birt smáklásúlu í Lögbirt-
ingarblaðinu þar sem hann lög-
um samkvæmt auglýsir eftir at-
hugasemdum. Veiðimálastofn-
un hefur sent frá sér umsögn um
málið (neikvæða). Ef að líkum
lætur og miðað við fyrri af-
greiðslur Veiðimálastjóra þá
endar málið hjá Landbúnaðar-
og umhverfisráðherra til lokaaf-
greiðslu. Vonandi bregst hann
ekki skyldu sinni.