Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIOJÚDAGUR 18. MAÍ 1999
ÞJÓÐMÁL
JJiamar
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: el(as snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK
Sfmar: 460 6ioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.soo KR. A mánuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfang augiýsingadeiidar: omar@dagur.is
Simar augiýsingadeiidar: (REYKJAVfK)563-i6i5 Amundi Amundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Bjðrnsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Slmbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVlK)
Tímasprengja fundin?
í fyrsta lagi
Sjálfstæðismenn gerðu eingöngu út á stöðugleika, góðæri og
Davíð Oddsson í kosningabaráttunni. Var ekki annað að skilja
á málflutningi þeirra en allt þetta þrennt yrði óbreytanlegur
veruleiki Islendinga næstu ár bara ef kjósendur krossuðu við
Sjálfstæðisflokkinn. En núna strax eftir kosningar koma sér-
fræðingar ríkiskerfisins ffam á opinberum vettvangi hver á
fætur öðrum og boða að stöðugleikinn sé í stórhættu. Þeir
fullyrða að það sem af er þessu ári hafi verðbólga stóraukist
enda sé hættuleg þensla í þjóðfélaginu.
í öðru lagi
Því er ekki að neita að almenningur, og launafólk alveg sér-
staklega, hefði ástæðu til að taka meira mark á þessum yfirlýs-
ingum forstjóra Þjóðhagsstofnunar og Seðlabankans ef þær
hefðu komið fram með afdráttarlausum hætti rétt fyrir kosn-
ingar en ekki rétt eftir þær. Það heyrðist til dæmis lítið frá
þessum sérfræðingum um hættuástand þegar Össur Skarp-
héðinsson, þingmaður Samfylkingar, fullyrti í viðtali við helg-
arblað Dags í miðri kosningabaráttunni að fjármálaráðherrann
sæti á tímasprengju í efnahagsmálum. Nú er hins vegar engu
líkara en að sérfræðingarnir hafi allt í einu heyrt tifið í
sprengjunni - þegar búið er að kjósa.
1 þriðja lagi
Vafalaust er það fásinna að láta sér detta í hug að aðvaranir
sérfræðinga kerfisins hafi nokkuð með það að gera að
framundan er mótun kröfugerðar stéttarfélaganna í landinu
vegna kjarasamninga sem renna út innan árs. Því síður að þeir
séu að reyna að hamla eitthvað á móti þeim eðlilegu viðbrögð-
um almenns launafólks að kreljast kjarabóta í samræmi við þá
þrjátíu prósenta launahækkun sem ráðherrar og alþingismenn
fengu frá kjaradómi á kjördag. Kannski hafa þeir bara áttað sig
á því að það var ekki nóg að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að
tryggja marglofaðan stöðugleika; að þvert á móti hafi graftar-
kýli verðbólgu bólgnað út síðustu mánuði, að sjálfsögðu undir
styrkri stöðugleikastjórn Davíðs Oddssonar.
Elias Snæland Jónsson
Ópdlitísk pólitík
Garri tekur eftir því að það eru
þeir fóstbræður úr lögfræð-
ingastétt og stórfjármálamenn,
Hreinn Loftsson og Jón
Sveinsson, sem fengnir hafa
verið til að skrifa stjórnarsátt-
málann fyrir ríkisstjórnina.
Þetta er bara eins og í hjóna-
böndum háaðalsins - það
verða sérþjálfaðir lögfræðingar
að koma að því að skrifa kaup-
málann. Raunar skrifuðu þeir
félagar síðasta stjórnarsátt-
mála líka og trúlega er það
þess vegna sem þeir voru
fengnir til verksins á ný. Þeir
Davíð og Halldór eru nefni-
lega svo ánægðir með hvernig
til tókst að framkvæma síðasta
sáttmála, að þeir
telja einsýnt að
það sé forskrift-
inni frá þeim
Jóni og Hreini að
þakka.
Sammála
En fleira kemur
til. Það er nefni-
lega ekki svo
mikill munur á afstöðu flokk-
anna til málefna. Þeir Davíð
og Halldór eru alveg sammála
um öll aðalatriði máls. Hins
vegar eru þeir ósammála um
aukaatriði s.s. það hvort hægt
sé að skattleggja sérstaklega
gróða sem hlýst af því að menn
selja aflaheimildir og hætta í
útgerð. Pólitískt eru þeir sam-
mála um að það sé ófært að
menn maki krókinn á því að
selja sameiginlegar auðlindir
þjóðarinnar, en þeir eru
skattatæknilega ósammála um
hvort eitthvað sé hægt að gera
í málinu. Halldór vill Iáta til
skarar skríða, en Davíð vill láta
kjurt liggja og taka afleiðing-
unum, sem hverju öðru
hundsbiti. I samanlagðri
stjómmálasögu lýðveldisins er
þetta sérkennilegasti ásteyt-
ingarsteinn stjórnmálaflokka -
að vera pólitískt sammála um
stórmál en vera innilega ósam-
mála um lagatæknileg atriði.
Tími lögmaima
Það þarf því ekki stjómmála-
menn til að skrifa stjórnarsátt-
mála fyrir samstjórn Fram-
sóknar og íhalds. Það þarf ein-
hverja, sem eru glöggir í laga-
og skattatæknilegum atriðum.
Þar liggur hin raunverulega
skýring á því að tveir frægustu
fyrirtækja- og viðskiptalög-
fræðingar landsins eru gerðir
að sérstökum rit-
stjórum stjórnar-
sáttmálans.
Hreinn og Jón
eru ekkl að tala
saman um póli-
tík. Þeir eru að
tala saman um
Iögfræði, rétt
eins og þeir gera
alla hina dagana
þegar þeir eru í sinni venju-
íegu vinnu. Stjórnarsáttmálinn
verður þeirra lögfræðiálit á því
hvað má skattleggja og hvað
ekki - hvor hafði rétt fyrir sér
Davíð eða Halldór! En þetta er
fyrirboði þess sem koma skal.
Pólitíkin er að missa fótanna,
það eru allir að verða sammála
um grundvallaratriðin. Það
eru allir komnir inn á miðjuna.
Spurningin er bara um einstök
atriði hinnar tæknilegu út-
færslu. Stjórnmálamenn eru
því á útleið en tími lögfræðing-
anna er kominn! GARRI
Jón Hreinn
Sveinsson. Loftsson.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
SjúMr í ráðherrastóla?
í Degi um helgina birtust vanga-
veltur undir fyrirsögninni: Ráð-
herraveikin orðin útbreidd. Þar
var verið að spekúlera um ráð-
herraefni í fyrirsjáanlegri ríkis-
stjórn íhalds og framsóknar og
kom glögglega fram að framboð
er meira en eftirspurn. Og stang-
ast auðvitað á við þann út-
breidda áróður að laun þing-
manna og ráðherra séu með
þeim hætti að hæfir einstakling-
ar fáist yfirleitt ekki til að hverfa
frá vellaunuðum störfum og setj-
ast á þing og í ríkisstjórn og puða
þar uppstyttulaust nótt og nýtan
dag á sultarlaunum og fá að auki
skít og skömm í hattinn fyrir við-
vikið.
Eins og sannaðist í kosningun-
um var framboð á þingmanns-
efnum margfalt meira en eftir-
spurn. Og eftirsókn eftir stormi í
ráðherrastólum staðfestir að
færri komast þar að en vilja.
Ógengt framhjá
í grein Dags um hina útbreiddu
ráðherraveiki er reynt að meta
hveijir séu líklegir til að verma
ráðherrasessur og hverjir muni
ganga bónleiðir til búðar og færð
rök fyrir. Hvað Sjálfstæðisflokk-
inn varðar þá er einn sagður afar
líklegur vegna þess að „framhjá
honum verður ekki
gengið.“ Annar kandí-
dat er talinn koma
sterklega til greina af
því að „hann“ er kona.
Sá þriðji á góða mögu-
leika þar sem hann er
ráðherra fyrir, en á
móti kemur að sá er á
sjötugsaldri og hefur fengið að
vera ráðherra í heii 8 ár og end-
urnýjunar því kannski þörf.
í Framsóknarflokknum er
einnig einn sem „ekki verður
framhjá gengið" vegna sigurs
hans í kosningunum. Annar hef-
ur átt við krankleika að stríða en
ef hann nær sér að fullu, þá er
næsta víst að hann geri tilkall til
ráðherrastóls. Og þrir eru örugg-
ir, væntanlega af því að þeir eru
ráðherrar fyrir.
Goggunarrðð
Samkvæmt þessu mati blaða-
manns Dags, (sem er
nánast örugglega
rétt), þá verða menn
ráðherrar í krafti kyn-
ferðis, heilsu,
reynslu, aldurs og ár-
angurs í kosningum.
Þingmenn þurfa að
vera sæmilega hressir
og ernir, annað hvort karlmenn
eða konur, og mega helst ekki
hafa tapað verulega í nýliðnum
kosningum. Gott er ef þeir hafa
Ianga reynslu af ráðherrastólum,
en hún getur orðið þeim fjötur
um fót ef nýir kandídatar, sem
ekki verður framhjá gengið þvi
þeirra tími er kominn í goggun-
arröðinni, knýja á dyr.
Einn eiginleiki sem sumum
kann að þykja ráðherrum nauð-
synlegur, er þó ekki nefndur í
umþ'öllun Dags. Sem sé sá að
þeir hafi verið, eða séu líklegir til
að verða góðir ráðherrar. Að þeir
séu bestu mennirnir sem völ er
á, óháð aldri, kynferði og gogg-
unarröð. Þetta er nú kannski það
sem almenningur myndi setja á
oddinn ef múgurinn fengi ein-
hveiju ráðið um það hverjir velj-
ast til setu í ráðherrastólum.
Með öðrum orðum, ef flokkarnir
sýndu kjósendum þá virðingu að
ganga til kosninga með ráðherra-
efnin á hreinu.
En það er náttúrlega mál sem
óupplýstum almúga kemur ekki
við, ekki frekar en fjárreiður
stjórnmálaflokkanna.
X^ur
snm&i
svaurad
Hverjir verða íslands-
meistarar í knatt-
spymu?
(íslandsmótið hefst í dag með
leik KR og ÍA í Frostaskjólinu.)
Geir Magnússon
íþró ttafréttamaður á Sjónvarpinu.
„Eg tel að í
raun eigi
þrjú lið alveg
jafna mögu-
Ieika, það er
ÍA, ÍBV og
KR. Þetta
eru lið með
sterka leik-
menn og ríka
hefð, góða þjálfara, öll aðstaða er
fyrir hendi - þannig að allar for-
sendur eru til staðar. En eigum
við ekki að skjóta á að tími KR-
inga sé kominn, það væri gaman
þó ekki væri nema vegna 100 ára
afmælis félagsins, sem er á þessu
ári.“
Jóhannes Ólafsson
formaðurknattspymudeildaríBV.
„Margir ætla
sér að
hampa titlin-
um og það
gerum við
hér í Eyjum.
Við höfum
undirbúið
Iiðið vel, höf-
um farið í
tvær æfingaferðir til útlanda,
spilað marga leiki og síðan þarf
lukkan Iíka að vera með og við
væntum Jiess að hún verði okkar
megin. IBV verður án nokkurs
efa í toppbaráttunni, en að okk-
ur munu líka sækja ýmis fleiri lið
einsog til dæmis KR, sem hefur
aldrei komið eins vel undirbúið
til móts. Einnig hef ég mikla trú
á Keflavíkurliðinu, Leiftri og
Skaganum."
Guðjón Guömundsson
tþró ttafrétta maötir á Stöð 2.
„Einsog
staðan er í
dag finnst
mér Iang Ifk-
legast að það
verði KR-
ingar, ef Guð
lofar. Hins-
vegar er ljóst
að þeir fá
harða samkeppni frá IBV og IA
en verði þeir KR-ingar ekki Is-
landsmeistarar í ár verða þeir
það á næsta ári, á þúsund ára af-
mælis kristnitökunnar. Þá legg
ég til að bikarinn verði afhentur
á Þingvöllum."
Magnús Orri Schram
framkvænidastjóri KR-rekstrarfélags.
„Við KR-ing-
ar fögnum
100 ára af-
mæli í sum-
ar, afmælis-
veislan hefst
í dag með
fyrsta leikn-
um, sem
verður milli
KR og ÍA hér f Frostaskjóli. í af-
mælisveislunni ætlum við KR-
ingar að skemmta okkur vel, en
sjáum svo í haust hvort pakkarn-
ir verða okkur að skapi.“
:c)iad
BmöbjIújajlKiJ linjlasl -iuJhs
uÖ)8
aills