Dagur - 18.05.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUn AGU R 18. MAÍ 1999 - 3
FRÉTTIR
Grænlenskir mót-
mæla j eppaferð
Úrklippur úr grænlensku blöðunum þar sem fjallað er um rnálið.
Gegn ímynd Græn-
landsjökuls að hleypa
vélknimuni ökutækj-
um á hann, segja græn-
lenskir ferðamála-
frömuðir, sem mót-
mæltu íslensk-danska
jeppaleiðangrinum.
40 yfirmenn og almennir starfs-
menn ýmissa fyrirtækja, félaga og
stofnana í ferðamálabransanum á
Grænlandi undirrituðu mót-
mælaplagg gegn íslenska jeppa-
leiðangrinum yfir Grænlandsjök-
ul, en án árangurs, því leiðangur-
inn hélt af stað í gær. Mótmæl-
endurnir telja það f andstöðu við
hreina ímynd Grænlandsjökuls að
leyft sé að vélknúin ökutæki fari
yfir jökulinn.
Tveir íslendingar voru á meðal
þeirra sem skrifuðu undir mót-
mælaplaggið, þeir Helgi Jónas-
son, sem rekur Farm House í
Narsaq, veiðir silung og hreindýr
og Stefán H. Magnússon í hrein-
dýrastöðinni í Isortaq. Helgi segir
f samtali við Dag að mótmælin
hafi gengið út á að vernda hrein-
leika náttúrunnar með því að
reyna að stöðva að vélknúin öku-
tæki Iegðu á jökulinn.
„Þetta fer að okkar mati ekki
saman og skaðar ímynd jöklaferð-
anna út á við,- einkum í augum
þeirra sem eru að byggja upp
hundasleðaferðir yfir jökulinn.
Menn hafa áhyggjur af ímyndinni
og mengunarmálunum. Nú er
ferðin hafin og skilgreind sem
undanþága, en það breytir ekki
því að þetta stórskaðar ímynd
landsins sem náttúruperlu," segir
Helgi.
Grænt ljós eftir málamiðlun
Jeppaleiðangurinn, með þremur
breyttum íslenskum jeppum, á að
taka 10 daga á jöklinum sjálfum
og er styrktur af KNI A/S, sem er
stærsta verslunarfyrirtæki Græn-
lands og arftaki gömlu einokunar-
verslunarinnar dönsku. Er leið-
angurinn einmitt í tengslum við
225 ára afmæli fyrirtækisins. KNI
hafði frumkvæði að leiðangrinum
og taka þátt í honum fjórir Islend-
ingar og fimm Danir.
Borgarstjóri Ammasalik, Vittus
Mikaelsen, Iagðist gegn því að
leiðangurinn yrði farinn, en fyrr-
um borgarstjóri og núverandi
þingmaður, Anders Andreassen,
var meðmæltur. Leiðangurinn
fékk þó grænt ljós þegar Mikael-
sen samþykkti þá málamiðlun að
um algera undanþágu yrði að
ræða. Þessi málamiðlun hefur
verið gagnrýnd harðlega af ferða-
málayfirvöldum og -frömuðum í
Grænlandi, sem leggja áherslu á
að viðhalda eigi hreinleikaímynd
jökulsins og leyfa aðeins göngu-
ferðir og hundasleðaferðir yfir
jökulinn. Meðal þeirra sem skrif-
uðu undir mótmælaplaggið voru
ferðamálastjórar í Upernoolk, Qa-
sigiannguit og Aasiaat - FÞG
Jón Sveinsson lögmaður Fram-
sóknarflokksins viII vita hver ber
ábyrgð á bæklingnum.
Erntí
skoðim
Síðdegis í gær var talið ólíklegt að
Islandspóstur myndi svara fyrir-
spurnum um hinn stöðvaða áróð-
ursbækling, þannig að nafn send-
andans kom ekki fram. Yfirmenn
Islandspósts fólu lögfræðingi sín-
um að skoða stöðu fyrirtækisins
með póstleyndarákvæði í huga.
Einar Þorsteinsson, forstjóri Is-
landspósts, sagði í samtali við Dag
síðdegis í gær að Iögfræðingurinn
væri enn að meta stöðuna. „Við
vinnum hörðum höndum við að
klára málið en ég hef ákveðnar
efasemdir um að það takist í dag,“
sagði Einar.
Sem kunnugt er hefur Jón
Sveinsson lögffæðingur fyrir hönd
Halldórs Asgrimssonar og Fram-
sóknarflokksins krafið Islandspóst
svara við því hver hafi staðið á bak
við tilraun til að dreifa áróðurs-
bæklingi í 30 þúsund eintökum,
þar sem vegið var að Halldóri,
Finni Ingólfssyni, ríkisstjóminni
og fleiri einstaklingum. - FÞG
Guttormur Bj. Þórarinsson formaður Foreldrafélags ísaksskóla afhenti borgarstjóra undirskriftalista með nöfnum
um 50% foreldra nemenda vegna þess að borgin hefur ekki fallist á að greiða rekstrarkostnað skólans að fullu.
Fyrir vikið stefnir í að skólagjöld nemenda hækki um 100% á næsta skólaári. Borgarstjóri lofaði engu en foreldrar
lifa þó í voninni að til þessara hækkana komi ekki.
Þingeyingar taki höndum saman
Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur Iýsir yfir þungum áhyggjum
vegna slæmrar fjárhagsstöðu Kaupfélags Þingeyinga. Fundurinn skorar
á alla Þingeyinga að taka höndum saman í þeim erfiðleikum sem blasa
við þingeysku samfélagi.
I ályktuninni kemur fram að KÞ hafi allt frá stofnun verið mjög mik-
ilvægur hlekkur í atvinnulífi á félagssvæði Verkalýðsfélags Húsavíkur og
einn öflugasti atvinnurekandinn á svæðinu. Takist ekki að endureisa
starfsemina, muni afleiðingarnar verða mjög alvarlegar fyrir Þingeyinga,
sérstaklega þó starfsmenn, bændur og þau fyrirtæki sem byggi afkomu
sína á viðskiptum við KÞ.
Fundurinn skorar á forsvarsmenn KÞ að leita allra leiða til að finna
viðunandi Iausn á málefnum kaupfélagsins. Jafnframt er bent á að KÞ
hafi í tímans rás látið gott af sér Ieiða til alls konar góðgerðar-, æsku-
lýðs- og íþróttamála. Áhrif fjárhagserfiðleikanna gæti því víða. — BÞ
Hækkunin bitnar
á þeim efnaminni
Hækkun skólagjalda í
ísaksskóla ávísun á
stéttaskiptan skóla.
Foreldrar krefjast jafn-
ræðis. Borgarstjóri lof-
ar engu.
„Þetta bitnar fyrst og fremst á
þeim efnaminni. Þannig að skól-
inn verður stéttaskiptur, öðruvísi
en nú er. Þetta stríðir einnig á
móti almennri jafnaðarstefnu og
siðfræði borgarbúa," segir Gutt-
ormur Bj. Þórarinsson formaður
Foreldrafélags Skóla Isaks Jóns-
sonar.
100% hækkun
Borgarstjóra voru í gær afhentir
undirskriftalistar með nöfnum
tæplega 400 foreldra sem eiga
nemendur í skólanum. Þetta er
um 50% þátttaka. Ástæðan fyrir
þessum undirskriftum er vegna
þess að skólagjöld munu hækka
um 100% á næsta skólaári að öllu
óbreyttu. Foreldrar greiða um
3600 krónur á mánuði fyrir hvern
nemenda en það gjald hækkar í 7
þúsund krónur sé miðað við að
framlög borgarinnar til skólans
verða óbreytt samkvæmt nýgerð-
um þjónustusamningi við skólann.
Til jalns við aðra
Þessu vilja foreldrar ekld una og
krefjast þess að nemendur skólans
verði að fullu metnir til jafns við
aðra Reykvíkinga sem sækja
ast þess einnig að jafnræðisregla
stjórnarskrárinnar verði í heiðri
höfð og borgarbörnum verði ekki
mismunað þótt þau Iétti undir
með grunnskólum borgarinnar
f)TStu þijú ár sinnar skólagöngu og
sæki sér menntun í ísaksskóla. I
bréfinu til borgarstjóra kemur
einnig fram að það séu léttvæg rök
af hálfu borgarinnar að nemend-
um ísaksskóla standi til boða
kennsla í grunnskólum borgarinn-
ar. 1 mörgum þeirra sé h'tið um
stöðugleika í kennaraliði vegna
erfiðleika við að manna þá, önd-
vert við Isaksskóla. Að auki sé
ástandið í mörgum grunnskólum
þannig að foreldrar sætta sig ekki
við að börn þeirra hefji skólagöngu
sína við.þær aðstæðuni - GBl 1
grunnskól3,bofgaifiqi9at.<ÞJ4iiJwegH>j J|i y,
Viðhorf batnað til hænda
Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna,
telur að umræða um landbúnaðarmál og hag
bænda hefði mátt vera meiri fyrir alþingis-
kosningarnar. Hins vegar telur hann viðhorf-
ið til bændastéttarinnar hafa batnað að und-
anförnu:
„Landbúnaðarumræðan var tiltölulega lítil
en fremur jákvæð. Eg er ekkert endilega viss
um að það hefði þjónað tilgangi að hafa hana
meiri. Nú er tiltölulega jákvætt viðhorf til
landbúnaðarins í þjóðfélaginu og sátt um
mál. Ef þetta er rétt túlkun hjá mér, mega
bændur tiltölulega vel við una,“ segir Ari.
Þau mál sem Ari vísar til eru sátt um fram-
leiðsluhætti, þ.e.a.s. skilningur á því að hér
verði framleiddar áfram landbúnaðarvörur á
flestum sviðum við góðar aðstæður. Þá sé einnig nokkuð góð sátt um
innflutningsvernd og sátt um að ekki sé skynsamlegt að minnka stuðn-
ing við landbúnað enn frekar en orðið er. „Eg álykta að viðhorfið sé nú
jákvæðara til landbúnaðarins en t.d. fyrir síðustu kosningar," segir Ari.
- BÞ
131 slasast við hústörf
Alls hefur 131 vinnuslys við landbúnaðarstörf verið tilkynnt síðan árið
1990, þar af 8 dauðaslys. Mörg slysanna áttu rót sína að rekja til ófull-
nægjandi öryggisbúnaðar eða óvarkárni, segir í Handbók bænda 1999,
• ipeip Jqmtur np út j<flþþgjpn.
Ari Teitsson.