Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 1
Bæj arfulltmar fá líka 30% hækkun Bæjarstjórar, bæjar- fulltníar og nefnda- menn, a.m.k. í stærstu bæjarfélögimum, eiga flestir von á 30% launáhækkun eins og þingmennirnir. „Samkvæmt samþykktum Reykjavíkurborgar í áratugi hafa laun kjörinna fulltrúa Reykjavík- urborgar verið föst prósenta af þingfararkaupi. Eigi að víkja frá því þarf að taka sérstaka ákvörð- un um það, sem ég veit ekki til að hafi komið til umræðu - hvorki í þessu sveitarfélagi eða öðrum sem ég þekki til,“ sagði Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur, spurður hvort laun borgarstjóra, borgarfulltrúa og allra sem sitja f nefndum og ráðum borgarinnar muni nú hækka um 30% í kjölfar Kjaradóms um hækkun þingfar- arkaups og ráðherrralauna. Svipuð svör fengust frá starfs- mannastjóra Kópavogskaupstað- ar. Karl Jörundsson, starfs- mannastjóri Akureyrarbæjar, sagði að bæj- arstjórn hafi í fyrra ákveðið að launa- greiðslur og nefndalauna- greiðslur á kjörtímabilinu skyldu miðast við þingfarar- kaup. Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri sagði engar breytingar á því hafa kom- ið til umræðu í bæjarráði nú í kjölfar hækkunar þingfarar- kaupsins. Virðast því allar líkur á að 30% hækkunin komi þar sjálf- krafa til framkvæmda. Ekki sjálfkrafa í Hafnarfirði Hafnarfjörður er þó undantekn- ing. „Það liggja fyrir fyrirmæli um það að við eigum ekki að reikna út neinar launabreytingar núna,“ sagði Gunnar Rafn Sig- urðsson, starfsmanna- stjóri Hafnar- fjarðarbæjar. Hvort það þýði að kjörn- ir fulltrúar í Hafnarfirði verði alveg af þessari launa- hækkun sagð- ist hann ekk- ert geta sagt um. Einungis hafi verið tek- in sú ákvörð- un að laun kjörinna full- trúa fylgi ekki sjálfkrafa ákvörð- un Kjaradóms. Eftir sé síðan að ákveða hvort launin muni hækka - og þá hvenær og hvernig. Bæj- arstjórn Arborgar ákvað á síðasta fundi sínum að láta hækkunina ekki ná til bæjarfulltrúa og nefndarmanna í sveitarfélaginu, enda stutt síðan laun þeirra voru hækkuð verulega. „Hæfilega þóknun“ segja lögin Sigurður OIi Kolbeinsson, lög- fræðingur hjá Sambandi sveitar- félaga, segir alls ekki sjálfgefið að laun sveitarstjórnarmanna muni almennt hækka í kjölfar úrskurðar Kjaradóms eða hann hafi bein áhrif inn í sveitar- stjórnir landsins. Þótt algengt sé að þau taki mið af þingfarar- kaupi sé það heldur ekki algilt. Það sé hvers sveitarfélags fyrir sig að taka ákvarðanir í þessu og Samband sveitarfélaga hafi sem slíkt ekkert yfirlit um þær ákvarðanir. I sveitarstjórnarlög- um segir einungis; „skylt er sveit- arstjórn að ákveða hæfilega þóknun til sveitarstjórnarmanna fyrir störf þeirra." I lögunum er engan annan vegvísi að finna um þessar launagreiðslur eða nokkra tengingu þeirra við þingfarar- kaup eða aðrar greiðslur. - HEI Frá borgarstjórnarfundi í Reykjavík. Borgarfulltrúar munu fá 30% launa- hækkun í kjölfar niðurstöðu Kjaradóms. Þriðjimgur gefur bloð PricewatershouseCoopers gerði nýverið könnun á því hve hátt hlutfall íslendinga hefði gefið blóð og jafnframt var spurt um ástæðu þess að fólk gæfi ekki blóð. Rúmlega þriðjungur, eða 38% aðspurðra, sagðist hafa gef- ið blóð en 62% neituðu. Þessi hópur er á aldrinum 18-67 ára og var um að ræða slembiúrtak 1000 íslendinga. Nettósvarhlut- fall var um 70%. Flestir karlar nefndu trassa- skap sem helstu ástæðu þess að þeir gæfu ekki blóð en þegar kon- ur voru spurðar kom í Ijós að þær báru því við að þær mættu það ekki. Nokkuð er mismunandi eft- ir aldurshópum hvaða orsakir eru gefnar. Þannig er trassaskapur ráðandi hjá hinum yngri. Einnig er munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Flestir höfuðborgarbúar segjast ekki mega gefa blóð en úti á landi bera menn oftast við trassaskap. - Bl> Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands hóf opinbera heimsókn sína til sveita Eyjafjarðar í gær. Gamli bærinn í Laufási var meðal viðkomustaða forsetans og hér sést hann kíkja í pottana í gamla eldhúsinu. mynd: brink Þingmenn Framsóknarflokksins lítt hrifnir af ósk Samfylkingarinnar um að fá þingflokksherbergi þeirra og segjast hvergi víkja. Förum hvergi „Við munum hvergi víkja," sagði Guðni Agústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um þá ósk Samfylkingarinnar að fá þing- flokksherbergi Framsóknar- flokksins. Oskin er komin fram þar sem það herbergi er stærra en þau sem A-flokkarnir hafa haft í þinghúsinu. Samfylkingin er með 17 manna þingflokk en Framsóknarflokkurinn er með 12. Þingmenn Framsóknar- flokksins taka illa í þessa hug- mynd og sennilega talar Guðni fyrir þá alla saman. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, sagðist ekki trúaður á að af þvl verði að Samfylkingin fái þingflokksherbergi Fram- sóknar. Hann sagði vandalaust að breyta þannig húsgagnaskip- an í þingflokksherbergi Alþýðu- flokksins að 17 þingmenn kom- ist þar fyrir. Hann sagðist hafa það á tilfinningunni að einhver stríðni lægi að baki þessari ósk Samfylkingarinnar. Líka kennslustofa Ólafur G. Einarsson sagðist telja víst að Framsóknarflokkur- inn hafi verið í þessu þingflokks- herbergi síðan um 1950. Ragn- ar Arnalds, sem setið hefur lengst á þingi af núlifandi mönnum, sagðist telja að þing- menn Framsóknarflokksins hefðu verið í þessu herbergi al- veg síðan síðari heimsstyijöld- inni lauk. Hann benti á að hér áður fyrr hafði Háskóli Islands aðstöðu til kennslu í þessu herbergi og fleirum í þinghúsinu eða á með- an þinghaldið var yfir sumarið. Sömuleiðis mun MR hafa haft kennsluaðstöðu í þinghúsinu. Arið 1921 var þvf breytt og þing- haldið fært yfir á veturna og þá hætti HI að hafa þarna aðstöðu. Ólafur G. Einarsson sagðist hafa heyrt af því að fyrir stríð hafi Sjálfstæðisflokkurinn haft þetta þingflokksherbergi fyrir sig. - S.DÓH WORUJWtDE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 LC\

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað: 93. tölublað - Blað 1 (20.05.1999)
https://timarit.is/issue/186543

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

93. tölublað - Blað 1 (20.05.1999)

Aðgerðir: