Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 6
6 - FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 OMflT ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aöstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. : Lausasöiuverd: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Ráðherraþenslan í fyrsta lagi Ymsir stjórnarsinnar hafa gripið á lofti aðvaranir forstjóra Þjóðhagsstofnunar og bankastjóra Seðlabankans um ofþenslu í efnahagslífinu og aukna verðbólgu. Misjafnt er þó hvað þeir telja til bjargar. Nýstárlegasta tillagan er vafalaust sú sem fram kom hjá viðskiptaráðherra í Degi í fyrradag - að til að hamla á móti þenslunni eigi ríkið að losa sig við helstu eigur sínar, svo sem Landssímann og ríkisbankana. Það er hárrétt sem Mar- grét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingar, segir í viðtali við Dag, að slíkar hugmyndir eru „flótti frá veruleikanum“ og lík- legar til að hafa þveröfug áhrif á efnahagslífið. í öðru lagi Nýjasta ráðstöfunin sem eykur á þensluna í þjóðfélaginu er úr- skurður kjaradóms um 30 prósenta hækkun Iauna ráðherra og alþingismanna. Flest bendir til að þessi gífurlega hækkun fari meira og minna í gegnum sveitarstjórnarstigið líka, þar sem laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa hækka gjarnan í beinu fram- haldi af launahækkunum ráðherra. Hækkanirnar hafa því víð- tæk áhrif og verða ofarlega í hugum forystumanna stéttarfé- laganna þegar þeir móta kröfugerð vegna komandi kjarasamn- inga. í þriðja lagi Það er hins vegar athyglisvert að í þeim viðræðum sem nú standa yfir um að framlengja líf ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar, virðast þær einu hugmyndir uppi um þennan kostnaðarlið skattborgaranna að fjölga enn frekar ráðherrum! Fréttir benda til þess að nú þegar sé samstaða innan stjórnarflokkanna um að ráðherrarnir verði ekki tíu heldur tólf. Engin efnisleg rök eru fyrir slíkri ráðherraþenslu, enda virðist ætlunin að bæta við tveimur ráðherraembættum einungis vegna þess hversu margir stjórnarþingmenn telja sig eiga rétt á að verma ráð- herrastóla. Það er auðvitað fáránleg ástæða til að íjölga ráð- herrum. Þvert á móti hníga mörg rök að því að rétt sé að sam- eina ráðuneyti, til dæmis í atvinnumálum, og fækka ráðherr- um í næstu ríkisstjórn frá því sem nú er. Elías Snæland Jónsson Kvenmanns- leysi? Það er greinilegt á öllu að Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram verða höfuðvígi karl- mennskunnar í landsstjórn- inni. Garri fær ekki betur séð en reykvískir karlar verði uppi- staðan í ráðherraliði flokksins í nýrri stjórn, rétt eins og þeir- ri gömlu. Ihaldsemi er dyggð. Prímadonnurnar á Suðvestur- horninu gerðu það einfaldlega ekki nægjanlega gott í uppstill- ingunni eða í prófkjörum til að komast að þessum eftirsóttu kjötkötlum. Fyrir vikið er Sjálfstæðis- flokkurinn líka síð- asta vígi karl- mennskunnar á ís- landi. Þar þekkja konurnar takmörk sín og karlarnir eru húsbændur á sínu heimili, þó Davíð sé auðvitað yfirhús- Ingibjörg bóndi á þessum testosteronbúgarði. Skaffa estrogeniö Það kemur því í hlut fram- sóknarmöddunnar að bjarga málum ef ríkisstjórnin á ekki að hírast kvenmannslaus í kulda og trekki. Og maddam- an virðist vel geta komið með estrogenið í stjórnina. Þrjár konur eru í þingflokki fram- sóknar og allar eru þær eld- heitar í ráðherrastóla og þó svo að þær enduðu allar innan stjórnar væru þrír stólar eftir handa strákunum. Þrjár konur Mótorhjólastúlkan Siv ber æg- ishjálm yfir aðra þingmenn hvað atkvæðamagn varðar en hún er leiðtogi flokksins á Reykjanesi. Að auki á hún langa sögu innan flokksins bæði á þingi og í sveitarstjórn- armálum. Hún hlýtur því að vera nokkuð augljós kostur. Að vísu hefur Hjálmar Arnason, annar maður á Reykjanesi, gert kröfu um stól líka og minnt á yfirlýsingu Halldórs um að ráðherrar þyrftu ekkert endilega að koma úr efstu sæt- unum. A móti hafa menn bent á að sú yfirlýsing hafi ekki síður átt við um Jón Krist- jánsson, sem Hall- dór vildi manna helst gera að ráð- herra. Fráleitt væri annað en gera Ingi- björgu Pálma aftur að ráðherra - ann- ars væri Halldór að viðurkenna að gerð hefðu verið mistök í heilbrigðisráðu- neytinu. Valgerður Sverris- dóttir hefur verið þingflokks- formaður og kemur úr sterku framsóknarkjördæmi. Að vísu tapaði hún manni fyrir borð, en þó ekki væri nema bara til að fá þrennu, þá gæti Halldór leikandi gert hana að ráðherra. Þannig væru komnar 3 konur í 12 manna ríkisstjórn eða 25%. Stokkist kapallinn með þess- um hætti gæti Garri líka hætt að hafa áhyggjur af strákunum að hírast svona kvenmanns- lausir í landsstjórninni. GARRI Pálmadóttir. JÓHAIVNES SIGURJÓNS- SON skrifar Dularfulli sendaiidiiui Meintur glæpamaður og mann- orðsþjófur gengur laus. Óbæri- leg óvissa liggur eins og mara á íslensku samfélagi. Hver er dularfulli sendandinn? Spyr maður mann. Og annan. Hver kom vappandi á pósthúsið fyrir kosningar með grimmilegar vammir og skammir á Halldórs Ásgrímsson í bæklingsformi, krafðist dreifingar á óhróðrinum og borgaði fyrir úr digrum sjóði? Var maðurinn með lambhús- hettu? Útsendari Samfylkingar? Eða Sverris? Eða Talebana? Var þetta kannski framsóknarmaður í ógurlegri fýlu af því að hann fékk ekki, að eigin dómi, maklegt sæti á lista flokksins? Póstleyndarákvæði Framsóknarflokkurinn heimtar svör. Þjóðin öll heimtar svör. En Islandspóstur segir: Varir okkar eru innsiglaðar. Fyrirbærið „póstleyndarákvæði laga“ kemur í veg fyrir að Islandspóstur geti svipt huliðshjálminum af huldu- manninum. Ástandið er í raun óviðunandi. Grannar líta með tortryggni hver á annan og spyrja sjálfa sig sömu spurningar: Er hann, minn góði granni, kannski dularfulli send- andinn? Á fund- um sitja menn órólegir og gjóa augum á sessu- nauta og aðra meðsetumenn sína. Er dularfulli sendandinn ef til vill einn af þeim? Það hriktir í stoðum hjónabanda. Gunna er hætt að hleypa Jóni nálægt sér, því hún vill ekki láta saurugar hendur sendandans illa snerta líkama sinn, ef Jón væri nú ein- mitt sendandinn sjálfur. Og Jón hefur ekki lengur hvatir til Gunnu, því kynferði dularfulla sendandans hefur ekki verið upplýst og þvf hugsanlegur möguleiki að einmitt Gurma sé sökudólgurinn sjálfur. Dulkóðun? Við þetta verður ekki Iengur unað. Hér þarf að taka á málum. Lagabreytinga er þörf. Það verður með einhverjum hætti að afnema eða draga úr vægi póstleyndará- kvæða laga, svo hægt verði að af- hjúpa hinn Ieyndardómsfulla sendanda og þar með hreinsa mannorð annarra Iandsmanna, sem að sjálfsögðu liggja allir undir grun á meðan hinn seki leikur lausum hala og er óþekkt- ur með öllu. Ef hinsvegar ekki reynist unnt að upplýsa málið með lagabreyt- ingum og samstilltu átaki þings og þjóðar, þá verður að Ieita ann- arra leiða. Þá er komið að því að siga rannsóknarblaðamönnum á huldumanninn. Það ætti Ijanda- kornið ekki að standa í okkar bestu rannsóknarblaðamönnum að hafa upp á einum aumum sendanda sem hefur Iátið ljósrita eða prenta 30.000 eintök af framsóknaróhróðri, ekki síst þar sem íslandspóstur veit nafn mannsins. Nema náttúrlega að þar sé búið að dulkóða nafn dularfulla sendandans. svaraö Eigafeöur aðfájafn langtfæðingarorlof og mæður? Hulila Jensdóttir Ijósmóðir. „Það finnst mér ekki. Móðirin er með barnið á brjósti allt upp undir heilt ár og væri pabbinn heima allan þann tíma er ég hrædd um að hann væri orðinn illa haldinn á taugum af aðgerðaleysi. Það hef- ur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð, að margir feður sem taka sér langt fæðingarorlof fara þá í fríinu að leita sér að annarri vinnu á með- an. Og ekki er það tilgangurinn sem til er stofnað með orlofinu.“ Stemgrímur J. Sigfússon 'tingmaðurVG. „Hafa þarf sérstöðu móð- ur í huga hvað varðar fæð- ingu og brjóstagjöf fyrstu mán- uði. Hinsveg- ar þarf að lengja fæðingarorlof feðra, gera reglur sveigjanlegri og þar með auka möguleika foreldra til að skipta orlofi á milli sín. Þá þarf að lengja tímann svo hægt sé að nýta fæðingarorlof að einhverju Ieyti á fyrstu árunum á ævi barnsins, en ekki bara fyrstu mánuðina. Að hægt sé að geyma sér réttindi fram í tímann. Þá þarf að auka sjálfstæðan rétt feðra sem ekki er yfirfæranlegur, sá hálfi mánuður sem hluti feðra hefur rétt til að taka í dag, er of stuttur tími." Þorgerður Gunnarsdóttir þ iugmaður Sjáljstæðisflokks og verðandi móðir. „Það á að auðvitað að vera mark- mið, þó það takist kannski ekki í einu skrefi. Eg sæi hluta orlofs- ins eyrna- merktan konunni og annan hluta merktan karlinum og síðan kæmi líka tími sem þau gætu valið hvort þeirra myndi nýta sér. Einnig skiptir miklu máli að fæð- ingarorlofið verði sveigjanlegt en það yrði að gerast í sátt við vinnu- veitanda." Aðalstemn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsankur. „Já, það vildi ég sjá. Mikil- vægt er að feður geti í auknum mæli tekið þátt í uppeldi barna sinna og eftir fæðingu barns er oft mikið álag á móður- ina, sem feðurnir geta létt af henni hafi þeir til þess svigrúm. Margir af mínum umbjóðendum vilja gjarnan vera heima með börnum sínum og myndu gera það ef þeir bæði gætu fengið leyfi frá störfum sínum og eins haldið launum óskertum.11 GUÍ moíi Bnlojl Glristd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.