Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR KR deildarbikanneistari kvenna en karlaleiimum frestad Sigurganga KR heldur áfram í kvennaknattspyrnunni, en á sunnudaginn urðu KR-stelpurnar deildarbikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úr- slitaleik, á meðan úrslitaleiknum í karlaflokki var frestað vegna vallarleysis. Enginit völlur fáan- legur fyrir úrslitaleik deildarbikars karla, sem fara átti fram um helgina. KR-stelpur uunu Stjömuna 2-1 í úrslitaleik kvenna, sem fram fór á Ásvöll- um. Urslitaleikur deildarbikarins í karlaflokki á milli Fylkis og IA fer fram þriðjudaginn 8. júní, líklega á Laugardalsvelli, þó enn hafi það ekki fengist staðfest. Enginn völlur var fáanlegur fyrir úrslitaleikinn sem upphaflega átti að fara fram á föstudaginn og er það miður að þessari keppni skuli ekki sýnd meiri virðing. I undanúrslitum vann Fylkir lið Leifturs 4-2 og Skaga- menn unnu lið Islandsmeistara IBV 2-1, en annars var leið Iið- anna í úrslitaleikinn eftirfarandi: Fylkir Leikir í riðlakeppninni: Fylkir - Víkingur R. 3-3 Fylkir - Hvöt 12-2 Tindastóll - Fylkir 1-5 Fylkir-ÍA 1-2 Fjölnir - Fylkir 0-13 Úrslitakeppnin: Fram - Fylkir 1-2 Fylkir - Vfkingur R. 3-0 Fylkir - Leiftur 4-2 Alls 6 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap í 8 leikjum. Skoruð mörk alls 43 d móti 11. ÍALeikir í riðlakeppninni: ÍA - Fjölnir 6-0 ÍA - TindastóII 2-1 ÍA - Hvöt 7-0 Fylkir - ÍA 1-2 Víkingur R. - ÍA 0-0 Úrslitakeppnin: ÍA-FH 3-1 ÍA - Þróttur R. 1-0 ÍBV-ÍA 1-2 AUs 7 sigrnr og 1 jafntefli t átta leikjum. Skoruð tnörk alls 23 gegn 4. Deildarbikarkeppnin hefur verið að sækja á í hugum knatt- spyrnumanna og áhorfenda sem voru orðnir mjög leiðir á fyrri mótum, sem gengu undir nafn- inu Reykjavíkurmót, Reykja- nesmót og Litla-bikarkeppnin. Nú koma liðin af landsbyggðinni einnig inn í þessa keppni, en þurfa ekki lengur að búa sér til sérstök mót til að fá æfingaleiki. Undantekning er Norðurlands- mótið þar sem Tindastóll vann KA, 2-1 í úrslitaleik. KR deildarbikarmeistari kvenna I deildarbikarkeppni kvenna unnu KR-stúlkur stöllur sínar í Stjörnunni örugglega, 4-0 í úr- slitaleik. KR-liðið fór taplaust í gegnum keppnina og vann alla sína leiki. Leikir KR: Riðlakeppnin: KR - Þór/KA 9-0 Fjölnir - KR 2-14 KR - ÍBV 2-0 Úrslitakeppnin: KR-Valur 4-1 Stjarnan komst taplaus í úr- slitaleikinn og hafði þá unnið meistaradeildarlið Val í riðla- keppninni og Breiðablik í úrslita- keppninni. Leikir Stjömnnnar: FH - Stjarnan 1-13 Valur - Stjarnan 0-1 Stjarnan - Haukar 9-0 Úrslitakeppnin: Breiðablik - Stjarnan 0-1 - gg/ek Keppnin í 1. deild hefst á morgun Keppnin í neðri deildum karla í knattspyrnu hefst annað kvöld. Heil umferð fer þá fram í 1. deild karla og leika þar strax saman í fyrstu umferð, fallliðin úr úrvals- deildinni í fyrra, Þróttur og IR, og fer Ieikurinn fram á Valbjarn- arvelli. Annar spennandi leikur í umferðinni, er leikur Fylkis og FH, sem fram fer á heimavelli Fylkis í Árbænum, en liðin urðu í 3ja og fjórða sæti deildarinnar í fyrra og háðu þar mikla baráttu um laust sæti í úrvalsdeildinni við Víking. Eins og flestir muna varð það ekki ljóst fyrr en á síð- ustu mínútu síðustu umferðar, hvert liðanna færi upp, en FH og Fylkir gerðu þá markalaust jafn- tefli í innbyrðis leik, á meðan Víkingur vann Stjörnuna 1-0 með marki á 90. mínútu, sem tryggði þeim sætið í úrvalsdeild- inni. Aðrir leikir í fyrstu umferðinni er svo leikur KA og Víðis á Akur- eyri, KVA og Dalvíkur á Reyðar- firði og Stjörnunnar og Skalla- gríms í Garðabæ. Ailir leikirnir hefjast ld. 20:00. 2. deild Keppnin í 2. deild hefst einnig annað kvöld og fara þá fram þrír af fjórum Ieikjum 1. umferðar. Völsungur mætir Þór, Ak. á Akur- eyri, HK fær Selfoss í heimsókn í Kópavoginn og Ægir leikur gegn Leikni R, í Þorlákshöfn. A laugardag fær Léttir svo Tindastól í heimsókn á Ármanns- völl og KS fær Sindra i heimsókn til Siglufjarðar. LeiMríl. deild karla í knattspymu Fyirihlnti 1. umferð - Föstud. 21. maí Kl. 20.00 KA - Víðir Kl. 20.00 Fylkir - FH Kl. 20.00 KVA - Dalvfk Kl. 20.00 Stjarnan - Skallagrímur Kl. 20.00 Þróttur R. - ÍR 2. umferð - Föstud. 28. maí Kl. 20.00 Skallagrímur - FH Kl. 20.00 Dalvík - Fylkir Kl. 20.00 Víðir - Þróttur R. Kl. 20.00 Stjarnan - KA Laugard. 29. maí Kl. 14.00 ÍR - KVA 3. umferð - Þriðjud. 1. júní Kl. 20.00 FH - Dalvík Miðvikud. 2. júní KI. 20.00 KA - Skallagrímur KJ. 20.00 Fylldr - ÍR Kl. 20.00 KVA - Víðir Kl. 20.00 Þróttur R. - Stjarnan 4. umferð - Föstud. 11. júní Kl. 20.00 KA - Þróttur R. Kl. 20.00 Skallagrímur - Dalvfk Kl. 20.00 Víðir - Fylkir Kl. 20.00 ÍR - FH Kl. 20.00 Stjarnan - KVA 5. umferð - Föstud. 18. júní Kl. 20.00 Fylkir - Stjarnan KI. 20.00 Dalvík - ÍR Kl. 20.00 FH - Víðir Laugard. 19. júní Kl. 14.00 KVA - KA Kl. 14.00 Þróttur R. - Skallagrímur 6. umfcrð - Föstud. 25. júní KI. 20.00 KA - Fylkir KI. 20.00 Skallagrímur - ÍR Kl. 20.00 Stjarnan - FH Laugard. 26. júní KI. 16.00 Víðir - Dalvík Kl. 14.00 Þróttur R. - KVA 7. umferð - Föstud. 2. júlí Kl. 20.00 Fylkir - Þróttur R. Kl. 20.00 Dalvík - Stjaman KI. 20.00 ÍR - Víðir KI. 20.00 FH - KA Þriðjud. 6. júlí Kl. 20.00 KVA - Skallagrímur 8. umferð - Fimmtud. 8. júlí Kl. 20.00 KA - Dalvík Föstud. 9. júli Kl. 20.00 Skallagrímur - Víðir Kl. 20.00 Stjarnan - ÍR Kl. 20.00 Þróttur R. - FH Laugard. 10. júlí Kl. 14.00 KVA - Fylkir 9. umferð - Miðvikud. 14. júlí Kl. 20.00 Víðir - Stjarnan Föstud. 16. júlí Kl. 20.00 Fylkir - Skallagrímur Kl. 20.00 Dalvík - Þróttur R. KJ. 20.00 ÍR - KA Lau. 17. júlí Kl. 14.00 FH - KVA Miðvikud. 21. júlí Kl. 20.00 Víðir - KA Deildarkeppmn verður hörkuskemmtileg ÍÞR Ó T TA VIÐTALIÐ ÓlafurÞóröar- son þjálfari Fylkis. Keppni í 1. deild karla í knattspymu hefst anmó kvöld og verðurþá spiluð heil umferð. Skagamaður- inn ÓlofurÞórðarson, veið- ur þormeð í baráttunni, sem þjálfari og leikmoður meðFylki. - Hvernig hafa Fylkistnenn hagað undirbúningi fyrir keppnistmtabilið? „Við byrjuðum undirbúning strax í byrjun nóvember, en höf- um þó hagað honum öðruvísi heldur en í fyrra. Við höfum heldur bætt við okkur og erum því í mjög góðu formi í upphafi keppnistímabilsins og menn virkilega tilbúnir í átökin. Við fórum í æfingaferð til Portúgals fyrir páskana og sú ferð nýttist okkur vel. Okkur hefur líka gengið vel í vorleikjunum og erum nú komnir í úrslit deildar- bikarsins. Það fæst þó lítið fyrir þann árangur, þegar í deildar- keppnina er komið, en það gefur okkur þó góðan meðbyr og gott sjálfstraust í framhaldið. Ég ætla líka rétt að vona að menn hafi þroska til að nýta sér meðbyrinn, því það verður örugglega mikil og jöfn barátta í deildinni í sum- ar og alveg ljóst að menn verða að gefa allt sitt í hvern einasta Ieik.“ - Telurðu að þitt lið verði sterkara í ár? „Við erum með ósköp svipað lið og í fyrra, en ég tel þó að það sé sterkara í ár og reynslunni rík- ara. I heildina er liðið í mun betra formi, því í fyrra var tölu- vert um meiðsli hjá lykilmönn- um langt fram eftir tímabili. Þeir leikmenn eru nú í góðu formi og því á ég von á liðinu mun sterkara en í fyrra. Við höfum líka fengið til liðs við okkur sterka leikmenn eins og Júgósla- vann Zoran Stosic, frá Ægi í Þor- lákshöfn og einnig Þórhall Dan, sem er kominn heim frá Dan- mörku. Hann hefur þó ekkert spilað ennþá, en á örugglega eft- ir að strykja okkur í baráttunni f sumar.“ - Nú hefur ykkur gengið vel að skora mörk t vorleikjunum. Hverju þakkar þú það? „Mörkin hafa verið að skiptast nokkuð jafnt á mannskapinn og enginn einn sem á heiðurinn öðrum fremur. Á móti höfum við líka verið að fá á okkur mörk, en það vill verða fórnarkostnaður- inn við að spila skemmtilegan sóknarbolta, eins og við erum að reyna að gera.“ - Hvemig meturðu svo stöð- utta i upphafi íslandsmóts? „Mér sýnist að við séum með eitt af sterkari Iiðunum í deild- inni, en hún verður örugglega mun jafnari en oft áður og ég held að breiddin eigi eftir að setja svip sinn á toppbaráttuna í sumar. Ég á jafnvel von á því að ein Ijögur til fimm lið muni berj- ast um að komast upp, en alla vega eru þau ein sex sem ætla sér í þann síag. Þróttur, IR, Fylkir, FH, KA og Stjarnan eru þar lík- legust, en mjög erfitt er að meta möguleikana fyrirfram. Ég hef lítið séð til þeirra á grasi og þess vegna er erfitt að gera sér grein fyrir stöðunni, því grasboltinn er allt öðru vísi. FH-ingar sem voru á svipuðu róli og við í fyrra, koma sterkir til Ieiks og einnig hafa KA-menn verið að styrkja sig töluvert og eiga örugglega eftir að blanda sér í toppbaráttuna. Þróttarar verða einnig sprækir og hafa þegar fengið þefinn af því að vera uppi. Þeir eru því örugglega tilbúnir til að leggja mikið á sig til að endur- heimta sætið. Stjarnan hefur Iíka verið að styrkja sitt lið og hafa fengið til sín Júgóslavana tvo, sem voru með KVA í fyrra. Leik- menn sem virldlega héldu því liði á floti í fyrra. ÍR-ingarnir eru svo á svipuðu róli, en þeir hafa þó misst eitthvað af mannskap og eiga því eftir að sanna sig aftur. Onnur lið eins og Víðir, KVA, Skallagrímur og Dalvík eru svo meira óskrifað blað, en eiga þó örugglega eftir að verða erfið heim að sækja. Það má því segja að deildin hafi styrkst heilmikið á milli ára og hún á örugglega eftir að verða hörkuskemmtileg.“ - Ertu sjálfur t góðu fonni og hvemig líst þér á að leika gegn þtnum gömlu félögum afSkag- anum í úrslitum deildarbikars- ins? „Sjálfur er ég í þokkalegu góðu spiiformi og hlakka mikið til átakanna í sumar. Mér líst hara vel á að spila gegn mínum gömlu félögum í úrslitum deildarbikars- ins og það verður örugglega skemmtileg viðureign. Við spil- uðum reyndar gegn þeim í riðla- keppninni og skoruðum þar fyrir þá sigurmarkið í leiknum. Við vorum manni færri í heilar 40 mínútur og potuðum inn sjálfs- marki í lokin. Það má því segja að við höfum marið okkur en ekki þeir.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.