Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Morðóðir ímgiiiigar
og unihverfi þeirra
Eftir fjöldamorðin í menntaskól-
anum í Littleton spyrja Banda-
ríkjamenn sig hvernig slíkur at-
burður geti orðið og hvers vegna.
Morðin voru kaldrifjuð og vel
skipulögð. Sjálfvirk vopn og mikið
sprengiefni var notað og virðist í
fljótu bragði hreinræktuð mann-
fyrirlitning vera orsök verknaðar-
ins. En þessi illvirki eru ekki ein-
angrað fyrirbæri, þótt óvenju-
margir unglingar féllu eða særð-
ust í skotárásinni innan skóla-
veggja, og veki þess vegna óvenju-
mikla athygli.
Morð og ofbeldi meðal ung-
linga í Bandaríkjunum eru fleiri
og tíðari en hollt þykir að viður-
kenna. Og fantaleg framkoma og
hótanir eru ekki undantekningar
meðal unglinga í skólum vestur
þar. Nú er leitað skýringa en full-
gild svör fást ekki. Ekki Iítur út
fyrir að millistéttarunglinga skor-
ti eitt né neitt, nema sfður sé.
Tækifærin sýnast mörg og fram-
tíðin björt en samt magna krakk-
arnir upp með sér dólgshátt og
siði sem geta leitt til óhreyrilegra
glæpaverka.
Eins og venjulega eftir hrotta-
legar fréttir af morðæði ungling-
anna er farið að deila um mikla
skotvopnaeign og frjálslega lög-
gjöf um byssuleyfi. Þar skiptast
menn í flokka eftir stjórnmála-
skoðunum. En einhvem veginn
fer það alltaf svo, að Iítið er hreyft
við lögum um takmarkalitla
vopnaeign einstaklinga og um-
ræðan lognast út af þangað til
næsti hryllingsatburður á sér stað.
Ileimur myndbanda og tölvu-
leikja
Félagsfræðingar og sálfræðingar
gera hverja könnunina af annarri
á hegðun og tilfinningalífí ung-
linga og sýnast þær bera að svip-
uðum brunni. Krakkarnir hafa lít-
il tengsl við foreldra sína eða
eldra fólk og skortir þá leiðbein-
ingu sem allt ungviði þarfnast.
Hana fá þau hvorki á heimilum
sínum eða í skólum. Þeir einangr-
ast og mynda klíkur sem aðrir
hafa Iitla sem enga innsýn í. For-
eldrarnir vita sáralítið um hvað
börn þeirra aðhafast eða um til-
fínningar þeirra. Þeir þekkja ekki
börnin sín og börnin ekki foreld-
rana.
Unglingarnir alast upp í heimi
myndbanda og tölvuleikja þar
Ekki okkur að kenna segir afþreyingariðnaðurinn.
sem grimmdin og drápseðlið er
mikill hluti tilverunnar. Tónlist
og textar hvetja til lauslætis og of-
beldis, sem óneitanlega geta haft
mótandi áhrif á viðkvæmar og
leitandi sálir.
Margir bandarískir unglingar
segjast vera uppgefnir af skyldum
og aga. Miklar kröfur eru gerðar
til þeirra í skólum, þeir vinna oft
með námi og heimaverkefnin
verða oft næturvinna. Helmingur
þeirra á fráskilda foreldra, og
mikill meirihluti þeirra býr á
heimilum þar sem húsráðendur
vinna úti. Margir þeirra verða að
Iíta til með yngri systkinum. Enn
aðrir eyða miklu af tíma sínum
einir heima.
Baksviö
Ofbeldi og mannfyrir-
litning meðal banda-
rískra menntaskóla-
nema er rannsóknar-
efni sem einhlít svör
fást ekki við. En eitt-
hvað mikið hefur far-
ið úrskeiðis.
Miklar kröfur eru gerðar til
ungra Ameríkana. Þeir verða að
standa sig vel í skóla, í vinnu og
íþróttum. Þeir sem ekki eru í
vinningsliðinu verða utangátta.
En krakkar þurfa athygli og þeir
þurfa ástúð. En aðstandendur eru
uppteknir af því að standa sig í
sinni samkeppni á vinnumarkaði
eða annars staðar og kynslóðabil-
ið er óhjákvæmilegt.
Fjórði hver ígrundar sjálfs-
morð
Einmanaleiki og öryggisleysi virð-
ist hrjá unglinga í auknum mæli.
Þeir fela sig í klfkum jafnaldra þar
sem allir klæðast eins og hver og
einn reynir að skera sig ekki úr
hópnum. Yfirgangur og þjösna-
skapur er ótrúlega víða ríkjandi í
framhaldsskólum. Sálfræðipró-
fessor sem er sérfræðingur í vin-
áttuböndum unglinga, en sér-
fræðisviðin í Ameríku eru ótelj-
andi, spurði í tíma hveijir af nem-
endunum hafi orðið fyrir ógnandi
hótunum í menntaskóla. Allur
hópurinn rétti samstundis upp
hönd.
Annar sérfræðingur hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu að á
hverju ári ígrundi fjórði hver
menntaskólanemi að fremja
sjálfsmorð. Sumir framkvæma
það eins og morðingjarnir í Litt-
leton, sem skutu sig eftir ódæðis-
verkin, aðrir gera sjálfsmorðstil-
raunir án þess að foreidrarnir eða
aðrir viti hvað fýrir þeim vakti.
Þeir taka inn stóra lyfjaskammta,
sem tekst að dæla upp úr þeim,
drekka frá sér ráð og rænu og
gera þá ótrúlegustu hluti eða aka
út af vegum á ofsahraða í þeim
tilgangi að stytta sér aldur, sem
oft mistekst samt.
Siðlaust poppauðvald
Engin einhlít skýring fæst á því að
unglingar sanka að sér vopnum
og dúndra af hríðskotabyssum á
skólafélaga sína. Vídeóleikir og
sýndarveruleiki þar sem drepa má
að vild og sýna alls kyns hetjuskap
án eiginlegra blóðsúthellinga eða
Ieiðinlegra afleiðinga, kann að
rugla óþroskaða heila í ríminu.
Tónlist og textar sem hvetja til
mannfyrirlitningar og ofbeldis
eru algengari og áhrifameiri en
siðlaust poppauðvald þarf að við-
urkenna eða svara fyrir fremur en
gróðapungar kvikmyndanna sem
aldrei bera ábyrgð á einu né
neinu.
Eiturlyfjaneysla truflar dóm-
greind og breytir veruleikaskyni.
Skemmtanaiðnaðurinn Iætur ekki
sitt eftir liggja að dásama vímuna
og er víman oft hluti af þeirri
skemmtun sem boðið er upp á.
Undir siðsamlegu yfírborði er
ofbeldishneigðin til staðar og
jafnvel í glæsilegum mennta-
stofnunum dáðustu fordæmis-
þjóðar heimsins er stutt í villi-
mennskuna, þótt frelsi og mann-
réttindi og virðing fyrir Iífi ann-
arra séu prédikuð þar alla daga.
Dúman samþykkti Stepasjín
RÚSSLAND - 298 þingmenn dúmunnar, neðri
deildar rússneska þingsins, greiddu Sergei
Stepasjín atkvæði sitt í embætti forsætisráð-
herra, en 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn
tilnefningunni. Andstæðingar Borisar Jeltsíns
Rússlandsforseta á þingi hafa því ekki kosið að
nota þetta mál til að klekkja á forsetanum með
því að greiða atkvæði gegn tilnefningunni, enda
hefði það komið sjálfum þeim f koll þar sem
Jeltsín hefði orðið að leysa upp þingið ef til-
nefningu Stepasjín væri hafnað í þrígang á
þingi. Þar með getur Stepasjín snúið sér að
stjórnarmyndun, en hann hefur sagt að litlar
breytingar verði bæði á ráðherraliði og stefnu-
málum frá því sem var í ríkisstjórn Jevgenís Prímakovs.
Stepasjín hyggst reyna að blása lífí í efnahag landsins með skatta-
lækkunum og markaðsendurbótum ásamt því að fylgja fyrirmælum
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þá vill hann taka Júgóslavíu inn í ríkja-
samband Rússlands og Hvíta-Rússlands, en segir þó að viðræður um
það geti ekki hafist fyrr en stríðinu í Júgóslavíu er lokið.
BaraJk horfir til LLkuds
ISRAEL - Ehud Barak, nýkjörinn forsætisráðherra fsraels, er þegar
farinn að huga að stjórnarmyndun og segir álitlegasta kostinn vera
samsteypustjórn stóru flokkanna tveggja, Verkamannaflokksins og
Likuds. Benjamin Netanyahu, fráfarandi forsætisráðherra, verður
ekki formaður Likudflokksins, og mun það auðvelda stjórnarmyndun
verulega. Náist ekki samkomulag stóru flokkanna um stjórn þarf
Barak að leita til flokks strangtrúaðra Gyðinga, Sjasflokksins, sem
átti einnig aðild að stjórn Benjamins Netanyahus.
Hollenska stjómin faLLin
HOLLAND - Wim Kok, forsætisráðherra
Hollands, baðst í gær lausnar fyrir sig og ríkis-
stjórn sína eftir að frumvarp um þjóðarat-
kvæðagreiðslu var óvænt fellt í fyrrinótt á þjóð-
þingi landsins. Flokkur vinstri-frjálslyndra, D
66, hafði tilkynnt fyrirfram að ef frumvarpið
kæmist ekki í gegnum þingið myndi hann segja
sig úr stjórnarsamstarfinu. Stjórnin hafði því
ekki lengur meirihluta á þingi.
Mótmæli í Belgrað
JÚGOSLAVÍA - Foreldrar og aðrir ættingjar serbneskra hermanna,
sem berjast í Kosovostríðinu, héldu í gær mótmælafund í miðborg
Belgrað. Þetta er í fyrsta sinn sem opinber mótmæli eru viðhöfð í
Júgóslavíu gegn stefnu stjórnvalda í stríðinu, en fundurinn krafðist
þess að hermennirnir snúi heim frá Kosovo. Stjórnvöld í Júgóslavíu
segja mótmælendurna vera landráðamenn.
Nefiid frá SÞ til Kosovo
JÚGÓSLAVÍA - Nefnd háttsettra fulltrúa Sameinuðu þjóðanna fór í
gær í fyrsta sinn frá því loftárásir Nató hófust inn í Kosovohérað til
þess að kanna ástandið þar. Þá kom Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, til Makedóníu í gær þar sem hann hugðist
ræða við stjórnvöld um friðartillögur og heimsækja flóttamannahúð-
ir.
Stærsti maður í heimi
ÚGANDA - Þrítugur maður í Úganda, John Paul Ofwono að nafni,
mun vera stærsti maður heims, en hann mælist vera 2,48 metrar á
hæð. Hann er ólæs og atvinnulaus, en er sagður vonast til þess að
geta aflað sér Iifibrauðs með stærðinni. Heimsmetabók Guinness
hefur þó ekki enn staðfest að um stærsta mann í heimi sé að ræða,
hyggst ganga úr skugga um það innan skamms.
BJÓÐUM ÚRVALS
Aburður, yfirbreiðslur og öli verkfæri sem til þarf
OÐURVORUR
VERSIUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100