Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGVR 20. MAÍ 1999 - 3 FRÉTTIR Sákar Sölumið- stöðina iiin svik Jakob Bjömsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Akureyri, segir SH hafa svikið loforð sín og útilokar ekki eftir- mál. Akureyrardeild lögð niður sem og þró- unarsvið í Reykjavik. 19 missa vinnu. Stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefur ákveðið að loka starfstöð félagsins á Akur- eyri. Þá verður þróunardeild SH í Reykjavík lögð niður og eru breytingarnar hluti endurskipu- lagningar SH til að bregðast við breyttu umhverfi. Stjórn fyrir- tækisins heimilar jafnframt af- nám samninga um gagnkvæma afurðasöluskyldu. Þá er fækkun boðuð í stjórnum dótturfélaga. SH rekur dótturfyrirtækið Sæ- mark og verður ýmis önnur hag- ræðing hjá fyrirtækjunum. Sam- tals mun starfsmönnum fækka um 19 við þessar aðgerðir og verður heildarstarfsmannafjöldi kominn niður í 70-75 manns eft- ir breytingarnar í stað 100 í fyrra. Samkvæmt heimildum Dags tap- ast nú 11 störf í Reykjavík en 8 á Akureyri. Starfsmenn sem blaðið ræddi við, sögðust slegnir en Jakob Björnsson: Ég sé fulla ástæðu til að skoða þetta mál nánar, en ég get ekki sagt nánar til um viðbrögð. ótíðindin kæmu fólki ekki algjör- lega í opna skjöldu. Svik við Akureyringa Mikill styrr stóð um það hvort bæjarstjórn á Akureyri ætti að taka boði SH eða íslenskra sjáv- arafurða hf. þegar fyrirtækin kepptust um að koma til Akur- eyrar fyrir nokkrum árum. Jakob Björnsson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, sá um samningsgerð- ina og hann er harðorður í garð fyrirtækisins. „Það er illa komið fyrir Sölumiðstöðinni ef hún þarf að svíkja loforð sitt um uppbygg- ingu hér. Miðað við málatilbúnað Þórarinn B. Jónsson: Atvinnutækifæri verða aðeins þar sem menn sjá sér hag í að vera. á sínum tíma stóð til að SH stæði fyrir uppbyggingu til framtíðar frekar en að þetta væri einhver skammtímadúsa. Ég sé fulla ástæðu til að skoða þetta mál nánar, en ég get ekki sagt nánar til um viðbrögð okkar að sinni, að öðru leyti en því að þetta veldur sárindum. Þetta eru hreinlega svik miðað við það sem Iagt var upp með fyrir þremur og hálfu ári,“ segir Jakob. Gjaldþrot án aðgerða? Róbert Guðfinnsson, forstjóri SH, bendir á að fyrirtækið hafi lagt fyrirtækjum á Akureyri lið Iíkt og Slippstöðinni, kexverk- smiðju, sælgætisgerð og Akoplasti. Gífurlegar breytingar hafi orðið í sjávarútvegi að und- anförnu. Fyrirtækjum fækkað og hluti þjónustunnar færst til framIeiðsIufyrirtækjanna. „Fyrir norðan hefur orðið verulegur samdráttur og væntingar okkar til aukinnar framleiðslu hafa ekki gengið eftir heldur er samdráttur. Ef við ætlum að ná að reka þetta fyrirtæki er alveg Ijóst að við þurfum að laga okkur að breytt- um aðstæðum,“ segir Róbert. „Við erum að reka fyrirtæki," seg- ir Róbert en getur þess þó að að- gerðirnar nú séu auðvitað alls ekki lausar við sársauka. Ekki hægt að plna Þórarinn B. Jónsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, segist hafa skilning á þróuninni. Hann segir reyndar slæmt að tapa störfum á Akureyri og vissulega komi ákvörðunin nokkuð á óvart. „Hins vegar má segja sem svo að þegar menn eru píndir í einhvern farveg, kann það ekki góðri lukku að stýra til framtíðar. Atvinnu- tækifæri verða aðeins þar sem menn sjá sér hag í að vera. Við þekkjum erfiðleika IS og ég er hræddur um að sama staða hefði komið upp ef menn hefðu valið þann kost,“ segir Þórarinn. - BÞ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Kynnir álierslur Islands Halldór Asgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður ráðherra- nefndar Evrópuráðsins, kynnti í gær áherslur Islands vegna for- mennskunnar í ráðinu, í ræðu sem hann hélt á fundi með sendiherrum aðildarríkja ráðs- ins í Strassborg. Halldór sagði að Evrópuráðið hefði mikilvægu hlutverki að gegna vegna hins alvarlega ástands í Kosovo og taldi að ráð- ið ætti að stuðla þar að sam- bærilegu uppbyggingarstarfi og í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu á sfðasta áratug. Halldór sagði að efla bæri fjárhag Mannréttinda- dómstólsins og lýsti einnig ánægju sinni með stofnun emb- ættis umboðsmanns mannrétt- inda við Evrópuráðið og Iagði áherslu á að mannréttindafull- trúinn yrði kosinn á þessu ári. Þá má nefna að Halldór lagði áherslu á aukna samvinnu ráð- herranefndarinnar við þing- mannasamkomu Evrópuráðsins og þing sveitar- og héraðs- stjórna. - FÞG Fjárfestar hafa trá á Vmnslustöðinni Fjárfestar virðast hafa óbilandi trú á framtíð Vinnsiustöðvarinnar þrátt fyrir að fyr- irtækið hafi tapað 100 milljónum króna á hverjum mánuðiá fyrri hluta rekstrar- ársins. Hugsanlegt er að þeirsjái fyrir sér að fyrirtækið muni sameinast eða taka upp samvinnu við önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Gengi hlutabréfa hækkað um 20% á tæpum mánuði. For- stjórinn ánægður. Fjárfestar spá í fram- tíðina. „Það er ánægjulegt þegar menn hafa trú á fyrirtækinu," segir Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson for- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. 20% hækkun Gengi hlutabréfa í Vinnslustöð- inni hafa hækkað um rúm 20% á skömmum tíma. Þegar tilkynnt var í seinni hluta aprílmánaðar að fyrirtækið hefði tapað rúmum 600 milljónum króna á fyrri helmingi rekstrarársins féll gengi hlutabréfa fyrirtækisins í 1,65. Síðan þá hefur gengi bréfanna hækkað jafnt og þétt og í gær hafði það hækkað úr 1,92 í 2,00. Að baki þessari síðustu hækkun lágu hlutabréfkaup fyrir 4 millj- ónir króna á nafnvirði, eða 8 milljónir króna á markaðsverði. Þá virðist einnig sem töluverð eftirspurn sé eftir hlutabréfum í fyrirtækinu, þrátt fyrir að stjórn þess hafi ekki enn tekið ákvörð- un um það hvernig bregðast eigi við þessu mikla tapi. Stefnt er að því að halda stjórnarfund í Vinnslustöðinni á morgun, föstu- dag. I húfi er áframhaldandi at- vinna fyrir 220 manns í land- vinnslu fyrirtækisins. Ekkert útilokað Rósant Torfason sérfræðingur hjá Fyrirtæki og Markaði hjá Is- landsbanka segir að þessi hækk- un á gengi hlutabréfa í Vinnslu- stöðinni sýni að fjárfestar virðast hafa trú á fyrirtækinu og þeim aðgerðum sem stjórn þess hyggst grípa til. í það minnsta virðist markaðurinn telja það jákvætt að eigendur fyrirtækisins ætli sér að gera eitthvað til að bæta afkomu fyrirtækisins frá því sem verið hefur. Þá sé ekki heldur útilokað að einhverjir fjárfestar séu að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu með það í huga að það verði fyrr en seinna að sameinast eða taka upp samvinnu við önnur fyrir- tæki. - CRH Andrés Þór á toppnum Andrés Þór Björnsson, hinn ljóshærði fulltrúi Islands í keppninni „Male of the year 1999“ á Filippseyjum 29. maí næst- komandi, virðist nokkuð sigurstrangleg- ur, miðað við atkvæðagreiðslu meðal þeirra sem heimsækja heimasíðu keppn- innar á Netinu (wvvw. man h un t.com. sg). I gær höfðu tæplega þrjú þúsund greitt atkvæði og var Andrés Þór í efsta sæti með 302 atkvæði eða 11% atkvæða og hafði á fáeinum dögum stokkið á toppinn úr þriðja sæti. Hinn 21 árs og 186 senti- metra hái íslenski tölvusölustjóri fellur því í góðan jarðveg meðal áhugafólks um karlkyns fegurð. I öðru sæti er fulltrúi frá Venezuela með 280 atkvæði og í þriðja sæti er fulltrúi Singapore með 274 atkvæði. Það rýrir gildi þessarar atkvæðagreiðslu að það vantar myndir af þó nokkrum þátttakendum, sem hafa þar af leiðandi ekki fengið atkvæði, t.d. fulltrúar Ítalíu, Danmerkur og Englands. Fulltrúi Bandaríkjanna er hins vegar með mynd en hefur ekkert atkvæði feng- ið. - FÞG Andrés Þór Björnsson, fulltrúi Islands, sigurstranglegur á „Male oftheyear 1999“ á Filippseyjum. JökuII hyggst lækka skuldir Á aðalfundi Jökuls á Raufarhöfn 17. maí sl. var samþykkt heimild til stjórnar að breyta samþykktum þannig að rafræn skráning hlutabréfa geti farið fram. I stjórn voru kjörnir Reynir Þorsteinsson sem er for- maður, Gunnlaugur A. Júlíusson varaformaður, Þór Friðriksson, Sig- urður Sigurkarlsson og Gylfi Arnbjörnsson. Á fundinum kom fram að breytingar á frystitogaranum Rauðanúp hafa tekist vel. Landvinnsla félagsins hefur einnig verið að skila mun betri árangri í vinnslu á „rússafiski“. Stefna stjórnar er að athuga með sölu eigna og lækka þannig skuldir félagsins. Á áætlun ársins 1999 er gert ráð fyrir 1004 milljóna króna rekstr- artekjum á móti 938 milljónum króna árið 1998 og rekstrargjöld nemi 676 milljónum króna á móti 784 milljónum króna árið 1998. Hagnaður ársins er áætlaður 8 milljónir króna á móti 219 milljóna króna tapi á sl. ári. " :'\vMo 6(V 11*5 íifilá ÍÖWV nséSfH e inHÍgafiííl i söthiþfll* fflfl'19 8»Y rm? «vfl -*h8 múiP íifjúíi 6pno«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.