Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
Tkyptr
FRÉTTIR
Þótt sund sé hollt og gott hefur komið í Ijós að ofmikið má gera afsvo góðu
Óholt að vera í
sirndi allan dagiun
Þótt sund sé hollt og gott
getur orðið of mlkið af
þvígóða. Á tveggja vikna
sundnámskeiði fengu %
bamanna hlustarbólgu.
Þótt sund sé hollt og gott hefur komið í
ljós að of mikið má gera af svo góðu.
Sundnámskeið þar sem krakkar voru í
vatni nánast frá morgni til kvölds sýndi
sig að valda 2/3 þeirra hlustarbólgu.
„Við vitum að við endurtekin böð og
sundferðir verða ákveðnar breytingar £
hlustinni þess eðlis að bakteríur geta
tekið sér þar bólfestu og haft áhrif á
húðina", sagði Hannes Petersen læknir
á háls-, nef og eyrnadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur sem ásamt laeknum á
heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum
rannsakaði faraldur hlustarbólgutilfella
að loknu 2ja vikna sundnámskeiði 27
bama (10-14 ára) í heimavistarskóla á
Austurlandi. Börnin fóru í sundtíma
§órum sinnum á dag og þess á milli
dvöldu þau töluvert í heita pottinum.
Klóriim bakteríuvænn
Hannes segir aðallega tvær kenningar
FRÉTTA VIÐTALIÐ
um það hvernig þessar bakteríusýking-
ar séu til komnar: Annars vegar, að
staðbundnar varnir í hlustinni bresti
við þessar endurteknu baðferðir og
bakteríur sem sannanlega finnast þar
undir eðlilegum kringumstæðum, nái
sér á strik og valdi sýkingu. Hins vegar
að bakteríurnar komi úr vatninu og
inn í hlustina. „Ég hugsa, án þess að
geta sannað það, að í þessu tilfelli hafi
bakteríurnar komið úr vatninu sjálfu
og samfara mikilli sundiðkun hafi
þetta svo blossað upp“, sagði Hannes.
En þegar menn komu til sýnatöku úr
lauginni var búið að hella í hana svo
miklum klór, að hann var margfalt yfir
þau viðmiðunargildi sem er mælt með
í sundlaugarvatni. Mikinn klór segir
Hannes m.a. óæskilegan vegna þess að
hann lækkar sýrustig vatnsins og gerir
það basískara, sem ýti undir bakteríu-
vöxtinn.
„Rúsmuhlustir“
„Ekki er hægt að ráðleggja endurtekn-
ar sundlaugarferðir á stuttum tíma
nema gæði vatnsins sé tryggð", segir í
ályktun læknanna. Og jafnvel í góðu
vatni segir Hannes það full mikið af
því góða að vera í böðum eða sundi frá
morgni til kvölds. „Við vitum að við
getum farið í sund á hveijum degi og
að t.d. í sumarleyfum eru krakkarnir
eflaust oft í sundi 1-2 ldukkutíma á
dag. Og það er allt í Iagi. En að dvelja
í lauginni eða heita pottinum nánast
allan daginn er langt frá því að vera
hollt - fyrir eyrun a.m.k.“ Húðin í
hlustinni soðni líka á sama hátt og
þegar fólk fái „rúsínuputta" í heitu
vatni. Þá bresti hin staðbundna vörn í
húðinni og bakteríurnar geti grafið sig
dýpra ofan í húðlögin og valdið sýk-
ingu.
Æskilegra að dreifa
sundkeimsluiuii
Jafnvel þótt vatnið hefði verið hreint af
bakteríum hefði mátt búast við ein-
hverjum eyrnasýkingum eftir þetta,
sagði Hannes. Skólayfirvöld ættu því
að reyna haga sundnámskeiðum á
annan hátt og dreifa kennslunni á
lengri tíma, jafnframt því að tryggja
gæði vatnsins; hafa það eðlilega klór-
blandað og sjá til þess að ekki sé of
mikið um gerla. Þær bakteríur sem
ollu flestum hlustarbólgu á fyrrnefndu
sundnámskeiði (P. aeruginosa) segir
Hannes finnast í nánast öllu yfirborðs-
vatni. -HEI
Heldur er farið að liitua
í ráðherramálum hjá
stjórnarflokkunum og
cr fullyrt í hcita pottln-
um að þegar tilkynnt
var um fjölgun ráðherra
hafi baráttan hitnað um
allan helming þar sem
fleiri telji sig nú eiga
möguleika á sæti. í heita
pottinum heyrðist hins vegar að hjá sjálfstæðismönn-
um virtust fáar ef nokkur kona eiga möguleika en
þess í stað þykir ljóst að þær raði sér á garðann í trún-
aðarstörfum fyrir flokkinn huian þingsins....
Ágúst Ólafsson frétta-
maður Stöðvar 2 á Aust-
urlandi ntun nú fluttur
til Homafjarðar, þar sem
hann mun vinna fyrir
Skjávarpið þar. Þetta
skilur Stöð 2 eftir frétta-
mannslausa á Austíjörð
um, sem þykir sérstak-
lega hagalegt í ljósi þess
að RÚV undir fomstu Jó-
hanns Haukssonar er nú
að hefja sjónvarpsútsendingar að austan eins og
menn hafa eflaust tekið eftir....
í pottinuin heyrist að
flaggskip Veraldarþjón-
ustu BBC (BBC World
service) stefni að því að
vera með umfangsmikla
útsendingu frá íslandi á
17. júní. Um tvo þætti
er að ræða, aimars vcgar
umræðuþáttur sem
verður sendur út heint
og hins vegar unninn hehnildarþáttur. Þessa dagana
mun verið að leita að fólki til að koma fram í þáttmi-
um....
Bjöm
Snæbjómsson
formaðurEiningar-Iðju
Þriðjastærsta verkalýðsfé-
lag landsinsmeð tæplega 6
þúsundfélagsmenn sá dags-
ins Ijós sl. sunnudagþegar
verkalýðsfélagiðEiningvið
Eyjafjörð ogIðja,félag verk-
smiðjufólks, gengu í eina
sæng.
Þriðja stærsta verkalýðsfélag
landsius vlð Eyj afj iirð
Stærri eru Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur og Efling, sem varð til við sameiningu
verkamannafélagsins Dagsbrúnar og verka-
kvennafélagsins Framsóknar. Nýkjörinn
formaður Einingar-Iðju, Björn Snæbjöms-
son, sem áður var formaður Einingar, segir
að það fyrirkomulag að í stjórn sitji utan 4
stjórnarmanna formenn sex starfsgreina-
deilda og fjögurra svæðisráða á Dalvík,
Olafsfirði, Hrísey og Grenivík, sé mjög gott
auk þess sem það sé liður í valddreifingu
innan félagsins.
- Nafnið Eining-Iðja er samsett úr nöfn-
um félagannu sem voru að sameinast.
Kom til greina eitthvað annað nafn, eða er
þessi nafngift aðeins tímabundin rúðstöf-
un?
„Nei, það var samþykkt í atkvæðagreiðslu
að þetta yrði nafn þessa nýja verkalýðsfé-
lags og ég á ekki von á neinni breytingu
nema til kæmi sameining við eitthvað enn
annað verkalýðsfélag," segir Björn Snæ-
björnsson.
- Eru miklar væntingar til hins nýjafé-
lags í komandi kjarabarúttu?
„Ég hef miklar væntingar til hins nýja afls
í eyfirskri veraklýðsbaráttu sem nú er orðið
til. Þessar breytingar sýna hversu dugleg
verkalýðshreyfingin er að Iaga sig að breytt-
um tímum og þjóðfélagsaðstæðum. Eyfirskt
verkafólk ríður eins og oft áður á vaðið í
þessum efnum. Það er tilbúið að takast á
við nýja tíma á nýrri öld þar sem verkalýðs-
hreyfingin ætlar sér áfram að vera öflugt
þjóðfélagsafl, aflvaki framfara og breytinga
til batnaðar."
- Síðustu daga hafa forystumenn í þjóð-
líflnu verið að vara við aukinni verðbólgu
og þenslu, m.a. Birgir ísleifur Gunnars-
son, seðlabankastjóri. Hvað tdknar það
fyrir kröfugerð næsta árs?
„Það er mjög alvarlegt ef verðbólgan er að
fara upp en ég sé ekki að það stöðvi okkur í
því sem við erum að undirbúa í tengslum
við komandi kjarasamninga. Það hlýtur að
gefa okkur ákveðnar vísbendingar ef aðrir
hópar geta fengið án baráttu 30% kaup-
-hækkun eins og alþingismenn. Við vitum að
eftir síðustu kjarasamninga hafa ýmsir hóp-
ar fengið umtalsverðar kauphækkanir. Þar
stöndum við frammi fyrir því t.d. hjá okkur
að eina fólkið á sumum vinnustöðum hér
við Eyjaíjörð sem ekki hefur fengið umtals-
verðar kauppækkanir, er okkar fólk sem er
með bundna samninga. Á Fjórðungssjúkra-
húsinu eru okkar félagsmenn eina fólkið
sem ekki hefur fengið kauphækkanir frá
síðustu samningum, en það er eina fólkið
sem stjórn sjúkrahússins getur ekki samið
sérstaklega við og bendir þar á samninga-
nefnd ríldsins. Aðrir hópar hafa fengið um-
talsverðar hækkanir gegnum aðlögunar-
samninga. Ég spyr, hvers á þetta fólk að
gjalda? Svörin frá samninganefnd ríkisins
eru þau að okkar samningar séu bundnir og
á meðan verði ekki rætt við okkur." c.c.