Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
FRÉTTASKÝRING
L
ro^ir
Auðltnd í æsku Svalb
GEIRA.
GUÐSTEINS-
SON
SKRIFAR
Forseti íslands sagði
að það væri gleðiefni
að enn væri Ólafs-
Qörður að færa þjóð-
inni hetjnr og íyrir
iiiyiidrr sem sýndu
æsku landsins að
hægt væri að vera í
senn góður íslending-
ur og afreksmaður á
alþjóðlegum keppnis-
velli, og vitnaði þar
til afreka Kristins
Bjömssonar skíða-
manns.
Forseti Islands, hr. Olafur Ragn-
ar Grímsson, kom í opinbera
heimsókn í gær til þeirra 10
sveitarfélaga sem standa utan
Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar.
Fyrst kom forseti til Svalbarðs-
strandarhrepps og var tekið á
móti honum við Valsárskóla þar
sem leikskólabörn sungu fyrir
forsetann. Síðan leit forseti við í
kennslustofu þar sem börnin
voru ófeimin við að fræða hann
um fugla, ekki síst lóuna og
krumma, hann skoðaði vinnu-
bækur og ræddi við börnin í létt-
um tón. 1 íþróttasalnum var síð-
an stutt samkoma þar sem börn-
in voru enn í aðalhlutverki, fóru
m.a. með ljóð eftir Bólu-Hjálmar
sem fæddur er í hreppnum. Þar
sagði forseti m.a.: „Þið eigið
mikla auðlind í þessari æsku sem
er að alast hérna upp. Það er
vissulega ástæða til þess að óska
ykkur til hamingju með það. Það
er gaman að koma hér að vorinu
og skynja breytinguna í náttúr-
unni og umhverfinu og skynja að
það er öllum hagur í því að
tryggja áframhaldandi hagvöxt og
byggð við Eyjafjörð." Síðan var
Safnasafnið skoðað, en það er
hið eina sinnar tegundar hér-
Iendis og eina listasafnið í sveit á
Islandi. Það helgar sig alþýðulist.
Þar á eftir var snæddur morgun-
verður að Þórisstöðum hjá Stef-
áni Tryggvasyni og Ingu Margréti
Arnadóttur, en að Þórisstöðum
er hægt að fylgjast með mjöltum
úr veitingastofu og þar er starf-
ræktur húsdýragarður. Morgun-
verðurinn samanstóð af fram-
leiðsluvörum úr hreppnum. For-
seti sagði að hugmyndin að því
að vera með þess háttar sýningar-
bú væri skemmtileg blanda
gamla og nýja tímans og hluti af
menningunni og það væri einnig
stór liður í því að halda þræðin-
um milli búskapar og ungu kyn-
slóðarinnar í landinu.
Að Þórisstöðum færði yngis-
mærin Halldóra Sigríður Hall-
dórsdóttir frá Hyrnu forsetanum
að gjöf körfu sem var fyllt af nátt-
úruvænum húðvörum frá Urta-
smiðjunni, sem rekin er af Gígju
Kjartansdóttur að Fossbrekku.
Um er að ræða sanna gæðavöru
úr hreinni og kraftmikilii náttúru
Islands, ekki lyf heldur dýrmæta
gjöf frá móður náttúru. 011 fram-
leiðsla Urtasmiðjunnar er hand-
unnin, umbúðirnar umhværfis-
vænar og endurvinnanlegar.
Fyrsti viðkomustaður forseta
íslands í Grýtubakkahreppi var
kirkjustaðurinn Laufás. Þar voru
kirkjan og gamli bærinn skoðuð.
Við móttökuna sagði Jóhann Ing-
ólfsson, oddviti, að það væri við
hæfi að taka á móti forsetanum í
Laufási, þessum sögufræga og
fallega stað þrátt fyrir að heldur
væri sunnanáttin hvöss. „Það er
mikilvægt hverju byggðarlagi að
fá þjóðhöfðingja sinn í heimsókn
en síðast kom forseti íslands
hingað í heimsókn árið 1956.
Það er von mín að þessi heim-
sókn verði fræðandi og skemmti-
leg og sýni þér að hér ríkir lífs-
kraftur og bjartsýni," sagði Jó-
hann Ingólfsson.
Að lokinni skoðunarferð um
gamla bæinn í Laufási í fylgd
prestsfrúarinnar, Ingibjargar Sig-
urlaugsdótlur, var haldið í heim-
sókn í Grenivíkurskóla, heilsað
upp á nemendur og starfslið og
þar var boðið upp á píanóleik.
Síðan var haldið í Grenilund,
dvalarheimili aldraðra, og heilsað
upp á íbúa og hlustað á söng kórs
Grenivíkurkirkj u.
Síðdegis hélt forseti til Ólafs-
fjarðar. A samkomu þar sagði
hann m.a.: „í heimsókn minni í
fyrirtækin hér kynnist ég ríkuleg-
um vilja ykkar til framfara og
nýrrar sóknar, hvernig þið hygg-
ist nýta þau tækifæri sem fjöl-
þættur markaður nýrra tíma fel-
ur í sér. Þau þáttaskil sem göng-
in fólu í sér hafa opnað ykkur
nýjar leiðir og hvatt til umhugs-
unar um þá möguleika sem nú
bjóðast. Þannig eru samgöngu-
mannvirkin ekki aðeins verkefni í
þágu umferðar og flutninga held-
ur líka vítamíngjafi á sviði at-
vinnu og félagslífs." Síðan sagði
forseti að það væri gleðiefni að
enn væri Ólafsfjörður að færa
þjóðinni hetjur og fyrirmyndir
sem sýndu æsku landsins að hægt
væri að vera í senn góður íslend-
ingur og afreksmaður á alþjóðleg-
um keppnisvelli, og vitnaði þar til
Kristins Björnssonar skíðamanns.
Forseti sagðist vonast til þess að
Ólafsfjörður mætti áfram verða
útvörður þeirra eiginleika sem
best hefðu dugað í fari íslendinga.
Að því loknu afhenti forseti ís-
lands „Hvatningu forseta íslands
til ungra íslendinga" sem afhent
er m.a. vegna góðrar frammistöðu
í námi, m.a. tónlistarnámi og
íþróttum. Þau sem hvatninguna
hlutu eru Björg Birgisdóttir 11
ára, Bragi Sigurður Óskarsson 16
ára, Elsa Guðrún Jónsdóttir 13
ára, Guðný Ósk Gottlielbsdóttir
15 ára, Hjalti Már Hauksson 13
ára, Jóna Björg Arnadóttir 15 ára,
Kristján Uni Óskarsson 15 ára,
Linda Rós Rögnvaldsdóttir 16
ára, Soffía Snædís Sveinsdóttir 14
ára og Tomasz Kolosowskí 13 ára.
Ennfremur Birgir Örn Stefánsson
Yngsti heimilismaðurinn á Þórisstöðum, Arnaldur Starri Stefánsson, býður
forseta velkominn til morgunverðar.
Safnasafnið skoðað í fylgd Níelsar Hafstein. Fjær stendur Árni K. Bjarna-
son, sveitarstjóri.
Veggjahleðsla gamla bæjarins í Laufási sk
prestsfrúar í Laufási, og Björns Jósefs