Dagur - 20.05.1999, Blaðsíða 4
é- FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
Ðgguir
FRÉTTIR
L A
Stofnun hafnarsanilags í undirbún-
ingi
Bæjarstjórn Austur-Héraðs hefur skipað þau Hafþór Guðmundsson
bæjarstjóra og Helgu Guðmundsdóttur, forstöðumann fræðslu- og
menningarsviðs bæjarins, í afmælisnefnd Menntaskólans á Egils-
stöðum. Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt að tekjur af vínveitinga-
leyfum verði varið til forvarnastarfa og til félagsmiðstöðvar unglinga.
Bæjarstjórn ræddi einnig stofnun hafnarsamlags og var samþykkt að
skipaður verði vinnuhópur á sameiginlegum fundi sveitarstjórna
Fellahrepps og Austur-Héraðs sem verður bráðlega.
Fjárveiting til byggingar íþróttahúss
Bæjarstjórn hefur staðfest tillögu bæjarráðs þess efnis að veita strax
2,5 milljónum króna til byggingar íþróttahúss, til viðbótar því fjár-
magni sem er á fjárhagsáætlun ársins, til þess að ljúka megi múrverki
og ílögn í gólf. Þessari viðbótarfjárveitingu verði mætt með lántöku
en málinu var að öðru leyti vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlun-
ar 1999.
Nýr aðstoðarskólastjóri
Börkur Vígþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Egils-
staða- og Eiðaskóla og gengið hefur verið frá rekstrarsamningi um
barnaskólann á Hallormsstað milli Fljótsdalshrepps og Austur-Hér-
aðs. Ný gjaldskrá Tónlistarskóla Austur-Héraðs fyrir starfsárið
1999/2000 var hefur verið staðfest af bæjarstjórn.
Þéttbýlisskilti út fyrir pípuhlið
Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við suðurenda Miðáss hefur verið sam-
þykkt sem og deiliskipulag við Kaupvang. Athugasemd við deiliskipu-
lag við Kaupvang barst frá Vegagerð ríkisins og af því tilefni var eft-
irfarandi bókað í bæjarráði: „Fallist er á rök Vegagerðar varðandi of
mikinn umferðarhraða við verðandi tengingu út á Hringveg. Um-
hverfisráð Austur-Héraðs leggur til að þéttbýlisskilti verði flutt suður
fyrir pípuhlið, sunnan Dagsverks. Með því má ætla að ökutæki verði
komin á Iöglegan hraða (50 km/klst.), þegar komið er að umræddum
gatnamótum og slysahætta lágmörkuð. Byggingarreitir verða færðir,
svo þeir verða a.m.k. 25 metra frá vegarbrún. Umhverfisráð mælir
með að bæjarstjórn samþykki tillöguna og sendi hana Skipulags-
stofnun til staðfestingar, ásamt athugasemdum og ofanritaðri um-
sögn við þær.“ Bæjarráð hefur einnig samþykkt að falla frá forkaups-
rétti að jörðunum Lynghóli og Sauðhaga samkvæmt tillögu Umhverf-
isráðs. -GG
Styrkir golf og
skotveiði
I gær voru undirritaðir
samningar milli íþrótta- og
tómstundaráðs Akureyrar
og Golfklúbbs Akureyrar og
Skotfélags Akureyrar.
Samningarnir hljóða upp á
4 milljóna króna greiðslu
frá bænum sem félögin fá á
næstu fimm árum til upp-
byggingar. Einnig hefur
verið ákveðið að greiða sigl-
ingaklúbbnum Nökkva
sömu fjárhæð frá árinu
2000-2005.
Framkvæmdir g°lf-
klúbbsins felast í uppbygg-
ingu á bifreiðastæðum og
aðkomu að félagssvæðinu að Jaðri. Áætlaður kostnaður er 5,4 millj-
ónir og er fyrsta áfanga Iokið. Skotveiðifélagið hyggst nýta peningana
í að byggja upp riffil- og leirdúfuvöll á félagssvæðinu á Glerárdal.
Áætlaður kostnaður er kr. 5,3 milljónir. -Bi>
Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og
tómstundaráðs, ásamt formönnum féiag-
anna tveggja. Þórhallur fyrir hönd Golf-
klúbbs Akureyrar og Einar Guðmann fyrir
hönd Skotveiðifélags Akureyrar.
Mynd: brink
Bág fjárhagsstaða leikfélaga
Á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga komu fram þungar
áhyggjur vegna bágrar Ijárhagsstöðu félaganna. I ályktun segir með-
al annars að örfá sveitarfélög hafi af framsýni og myndarskap stutt
starfsemi leikfélaga sinna en að sldlningsleysi á mikilvægi starfsem-
innar ríki hjá mörgum sveitarfélögum. Bent er á mikilvægi menning-
ar til að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Skorað er á stjórnvöld að
sýna vilja til byggðajafnvægis í verki með veglegum stuðningi við „það
mikla menningarafl sem í áhugaleikfélögunum býr“. -HI
Þenslan á byggingamarkaðnum hefur leitt til þess að tilboð í verk eru einatt nokkuð hærri en kostnaðaráætlanir
gera ráð fyrir. Þá hefur allur framkvæmdahraði aukist frá því sem áður var.
Verktakíifyrirtæki
nafa vart irndan
Hærri kostnaður og
færri bjóða í verk. Fá-
títt að enginn geri til-
boð. Góð verkefna-
staða. Dregur úr
þenslu hjá jarðefna-
fyrirtækjum.
Þenslan á byggingamarkaði hef-
ur gert það að verkum að tilboð í
verk eru oft á tíðum nokkuð yfir
kostnaðaráætlunum, eða allt að
35% og jafnvel meira. Vegna
góðra verkefnastöðu fyrirtækja
hefur einnig borið við að tilboð í
útboðsverk hafa verið færri en
oft áður. Hinsvegar er frekar fá-
títt að ekkert tilboð hafi borist í
verk sem boðið hefur verið út
vegna þenslu á markaðnum. Það
gerðist þó á dögunum þegar
Reykjavíkurborg fékk ekkert til-
boð í smíði undirganga fyrir fót-
gagnandi undir Skeiðarvog.
Kostnaður í hærri kantiniun
Hrafnhildur Blöndal hjá Inn-
kaupastofnun Reykjavíkur segist
aðeins muna eftir 2-3 tilfellum
þar sem ekkert tilboð hafi borist
í verk sem borgin hefur boðið út
á sl. fjórum árum. Hún segir að
þenslan á markaðnum birtist
þeim einkum í færri tilboðum og
kostnaður sé í hærri kantinum.
Þá hefur viljað brenna við að stór
fyrirtæki sem búist var við að
mundu bjóða í verk gera það ekki
vegna anna við stærri verkefni. I
staðinn hafa minni fyrirtæki séð
sér leik á borði þegar minni verk
eiga í hlut.
Minni þátttaka í tilboðum
Jóhanna Hansen hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins segir að
kostnaðartölur í tilboðum fyrir-
tækja séu hærri um þessar
mundir en oft áður. Það sé eink-
um í þeim tilboðum sem hafa
skamman verktíma, eða verk sem
eiga að vera tilbúin á 6-9 mánuð-
um. Hinsvegar séu tilboðstölur
ennþá tiltölulega eðlilegar í verk-
um með lengri verktíma. Hún
kannast þó ekki við að engin til-
boð hafi borist í verk sem ríkið
hefur boðið út. Aftur á móti hef-
ur borið á því að þátttakan í til-
boðsgerð hafi verið minni en
reiknað hafði verið með. Það
helgast af góðri verkefnastöðu
verkatakafyrirtækja, auk þess
sem vor og sumar séu mestu
annatimarnir á byggingamarkaði.
A þeim tíma gætir árstíðabund-
innar sveiflu bæði í hærra verði
og meira framboði á verkum
miðað við aðra árstíma. Engu að
síður hafa menn séð þess merki
að eitthvað sé farið að draga úr
þenslu hjá jarðefnafyrirtækjum.
Á móti kemur að mjög mikið sé
að gera hjá innréttingaverktök-
um og búist við að svo verði
áfram næstu mánuði.
Meiri hraði
Páll Sigurjónsson, forstjóri
Istaks, segir að það sé mikið að
gera í sumar og ekki örgrannt um
að það sé meira en oft áður.
Hann segir að það sé góður
gangur í þjóðfélaginu og ekkert
sem bendir til annars en að svo
verði áfram. Hinsvegar sé það
svo í þessum bransa að menn sjá
ekki verkefni nema kannski í 6-
12 mánuði fram í tímann. Hvað
þá tekur við sé alltaf háð ein-
hverri óvissu. Þá sé verktíminn
alltaf að verða styttri og styttri og
því hefur allur framkvæmdahraði
aukist til muna frá því sem áður
var með tilheyrandi kostnaðar-
lækkun. Það sé því Iiðin sú tíð að
menn geti dundað sér við smíði
stórra bygginga eða við aðrar
framkvæmdir. Páll segir að
ástandið sé orðið mun heilbrigð-
ara en áður var, enda athuga
menn fyrst hvort þeir eigi pen-
inga áður en þeir taka ákvörðun
um framkvæmdir. -GRH
700 þáðu ílsldinjöl
Milli 600 og 700 manns þáðu frítt
fiskimjöl í garða sína sem Krossa-
nesverksmiðjan á Akureyri veitti
bæjarbúum ókeypis í vikunni. Jó-
hann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir
eftirspurn hafa verið heldur meiri
en gert var ráð fyrir. Mælt er með
því að garðeigendur dreifi mjölinu
strax á lóðir sínar.
Jóhann Pétur segist ekki hafa
reiknað mjölið til fjár, enda hafi
tilgangurinn ekki snúist um það.
„Við vildum bara gefa fólki kost á
að fá góðan áburð á lóðirnar sín-
ar. Auðvitað vonum við að þetta sé
jákvætt fyrir fyrirtækið í leiðinni
um leið og við fáum grænni Akur-
eyri.“
Langvinnt strfð hefur verið
milli hluta íbúa á Akureyri og
Krossanesverksmiðjunnar vegna
ólyktar. Verksmiðjan hefur nú lagt
ákveðnar tillögur fyrir Hollustu-
600-700 Akureyringar nýttu sér ókeypis fiskimjöl frá Krossanesverksmiðju
sem notað verður til gróðurverndar í görðum.
vernd ríkisins um nýjan mengun-
arvarnabúnað. Það mál er til
skoðunar en ef Hollustuvernd
blessar þau áform tekur um hálft
ár að koma nýjum búnaði upp.
„Við erum sannfærðir um að hug-
myndir okkar séu besta mögulega
tækni sem fæst í dag og á grund-
velli þessa búnaðar er von okkar
að Hollustuvernd mæli með 4ra
ára starfsleyfi fyrir fyrirtækið,“
segir Jóhann Pétur. -l!l>