Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 6
LÍFIÐ í LANDINU j
- LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
Fimm prósent
kosningaloforð
Þið fyrirgefið, lesendur
góðir, en mér fannst
aldrei verulega sannfær-
andi, sjónvarpsauglýs-
ingin sem Framsóknar-
flokkurinn birti fyrir
liðnar kosningar og
sýndi formanninn Hall-
dór Asgrímsson, þar sem
hann sat einhvers staðar
ábúðarfullur og tilkynnti
að flokkur hans ætlaði
að leggja milljarð til
fíkniefnavarna. Halldór
Ásgrímsson er nefnilega alltaf ábúðarfull-
ur að sjá og í þetta sinn gat ég ekki með
nokkru móti séð, að hugur fylgdi máli
bak við ábúðarfylluna. Vitaskuld dreg ég
ekki í efa að Halldóri sé það jafn mikið
kappsmál og okkur flestöllum öðrum, að
sigrast á þeim vanda sem eiturlyf eru
unga fólkinu okkar, en samt var einhvern
veginn svo augljóst að hann langaði svo
miklu meira að vera á fundi með Norð-
mönnum um Smugudeiluna, heldur en
sitja þarna og messa eitthvað um fíkni-
efnamál. Það er út af fyrir sig ekkert sér-
stakt við það að athuga; sérhverri mann-
eskju er heimilt að velja sér áhugamál og
hjartans mál og séu fíkniefnavarnir ekki
endilega ætíð efst í huga Halldórs Ás-
grímssonar, þá verður svo að vera og ég
vona bara að hann hafi haft gaman af
fundunum með Norðmönnum um
Smugudeiluna.
Þessi frægi milijarður
En þótt hver einstaklingur hljóti sem sé
að fá að kjósa sér sjálfur hvað hann hefur
sér hjarta næst, þá gegnir dálítið öðru
máli um stjómmálamenn, sem eru að
biðla til kjósenda og vilja atkvæði þeirra í
skiptum fyrir starfsorku sína og sannfær-
ingu. Halldór Ásgrímsson sat í þessari
sjónvarpsauglýsingu og tilkynnti að
Framsóknarflokkurinn ætlaði að beijast
með öllum ráðum gegn eiturlyíjavandan-
um og leggja til hans milljarð. Það gildir í
þessu tilfelli einu, þó eilítið óviss og
þreytulegur svipurinn, hafi vakið með
þeim áhorfanda og þeim kjósanda sem
hér talar, þann grun að baráttan gegn eit-
urlyfjavánni væri kannski ekki innsta
hjartans mál þess sem talaði, og kannski
hefði bara einhver auglýsingamaður eða
kjósendafræðingur Framsóknarflokksins
bent formanninum á að herská stefna
gegn eiturlyfjum væri máske vænleg til að
ná eyrum kjósenda. Þótt við höfum í
raun öll vitað að þetta var kosningaslag-
orð til að afla atkvæða, fremur en fast-
mótuð úthugsuð stefna, þá sagði maður-
inn þetta samt og okkur finnst að hann
eigi ekki að gleyma því alveg strax. Við
vorum alveg búin undir að hann gleymdi
því fljótlega, myndi kannski svo eftir því
þegar nálgast færi næstu kosningar, en
við ætluðumst þó til þess að hann rámaði
í þetta stóra loforð sitt lengur en svo ör-
fáar vikur, sem nú eru liðnar frá kosning-
unum.
Halldór þarf að fara á fund
En Halldór er strax búinn að gleyma
sjónvarpsauglýsingunni sinni. Hún hefur
líklega dottið úr honum einhvers staðar á
leiðinni á alveg sérstaklega mikilvægan
fund í útlöndum, einhvern fund sem er
alveg lífsspursmál fyrir íslensku þjóðina
að einmitt Halldór Ásgrímsson sitji og
stjórni og leggi eitthvað til málanna um
viðskiptamál, ef ekki hreinlega hernaðar-
aðgerðir í öðrum löndum. Það segir sig
sjálft að ef Halldór Ásgrímsson er sífellt í
stríði í útlöndum, þá geta gleymst lítil-
ræði eins og svolítil styrjöld sem hann
þóttist ætla að hefja hér heima - gegn eit-
urlyíjunum. Því sú styijöld hefur nú að-
eins sárafáum vikum eftir kosningar
reynst vera gervistríð. Ein aðalbækistöð
þjóðarinnar í því stríði, sem hún þykist
heyja gegn eiturlyfjunum, er meðferðar-
stöðin Stuðlar og þar er nú ekki verið að
færa út kvíarnar og fjölga herfylkjum og
ráða fleiri dáta og pótintáta í stríðið. Nei,
þar er verið að draga saman seglin. Það
er verið að fækka meðferðarplássum
vegna þess að milljarður Framsóknar-
flokksins hefur eitthvað látið á sér
standa. Á Stuðlum voru hvorki meira né
minna en heil átta pláss fyrir langt leidda
eiturlyfjasjúklinga á unglingsaldri; átta
pláss sem öllum kunnugum ber saman
um að þyrfti að fjölga stórlega, auk þess
sem öllum kunnugum ber líka saman um
að aftur þurfi að koma á fót ýmsum
„mildari" meðferðarheimilum, sem Iögð
voru niður þegar Stuðlar voru stofnaðir
með Iúðrablæstri og húsbyggingabrölti
fyrir nokkrum misserum. En það er sem
sagt ekki verið að fjölga plássum handa
þessum tvö hundruð ungmennum sem
Halldór Ásgrímsson sagði okkur í sjón-
varpsauglýsingunni að væru í hættu
stödd og skoraði á okkur að leggja þeim
lið í neyð þeirra með því að kjósa Fram-
sóknarflokkinn. Það er verið að fækka
plássunum, þau verða fímm. Það verða
aðeins fimm pláss í stríði Framsóknar-
flokksins gegn eiturlyljunum.
Sigurinn ákveðinn fyrirfram
Fimmtíu milljónir, er sú upphæð sem
vantar til að hægt sé að halda áfram
þeirri fátæklegu starfsemi Stuðla, sem
fram að þessu hefur verið útvörður okkar
í styrjöldinni. Fimmtíu milljónir gætu
virst dálítið há tala, en lítur öðruvísi út
þegar á það er Iitið að mér reiknast til að
þetta séu nákvæmlega fimm prósent af
þeim milljarði sem Halldór Ásgrímsson
ætlaði að leggja til fíkniefnavandans á því
kjörtímabili sem nú er nýhafið. Fimm
prósent - og Stuðlar fá ekki þessi fimm
prósent. Sfðan í apríl hefur erindi Stuðla
um milljónirnar fimmtíu beðið á borði
ríkisstjórnarinnar og ekki verið svarað.
Hvorki fyrir kosningar né núna eftir
kosningar og sjónvarpsauglýsingar Fram-
sóknarflokksins. Og nú verður ekki beðið
lengur og það er sem sé verið að fækka
plássunum. Úr heilum átta niður í heil
fimm. Þetta er glæsilegur árangur f stríð-
inu og mun áreiðanlega eiga mikinn þátt
þeim fullnaðarsigri, sem búið er að
ákveða að við Islendingar munum vinna á
eiturlyfjavánni. Því eins og við munum þá
kváðu stjórnvöld í landinu upp þann úr-
skurð að ísland skyldi verða án eiturlyíja
árið tvö þúsund eða tvö þúsund og eitt
eða tvö þúsund og tvö, hvenær sem það
var nú aftur - alla vega hljóta eiturlyfin
að fara eftir þessu og hypja sig burt frá
landinu, fyrst stjórnvöld eru búin að
ákveða þetta svona skörulega; kannski
þarf alls ekki milljarð Framsóknarflokks-
ins til. Vonandi ekki, því milljarðurinn
virðist allt í einu ekki standa lengur til
boða, úr því ekki er hægt að kría út fyrir
fimm prósentunum til þess að þrjú illa
haldin ungmenni komist í meðferð svolít-
ið fyrr en eila. Engin fimm prósent, bara
fimm pláss; það dugar í stríði Framsókn-
arflokksins gegn eiturlyljunum. En
kannski hart ef ekki er hægt að treysta
því að Framsóknarflokkurinn efni vesæl
fimm prósent af kosningaloforðum sín-
um.
Fáið ykkur í pípu
og slappið af
í viðtali einhvers staðar sagði forstöðu-
maður Stuðla að biðtíminn eftir meðferð
væri nú eitt ár. Vissulega væri reynt að
koma allra erfiðustu tilfellunum að fyrr
en sem því næmi, en þetta væri nú samt
staðreynd. Eitt ár. Uppdópaður ungling-
ur, örvæntingarfullir foreldrar, komið aft-
ur eftir eitt ár. Reynið að spjara ykkur
þangað til og bíta á jaxlinn. Fáið ykkur í
pípu og slappið af, Framsóknarflokkurinn
er önnum kafinn. Hann er að byggja ál-
ver á Reyðarfirði; hann er að æfa sig með
ameríska hernum í að glíma við öfgafulla
umhverfisverndarmenn; Halldór, hann er
í útlöndum; Clinton er í símanum, það
þarf að fara einhvers staðar í stríð - í út-
löndum. Halldór þarf að fara á fund út af
því. Og Finnur er á fundi með Columbia
Ventures; ekki trufla hann með væli út af
uppdópuðum unglingi. Gleymið ekki for-
gangsröðinni, byggðastefnunni, íslensku
atvinnulífi. Vantar fimm prósent af því
sem lofað var? Unglingurinn út úr heim-
inum og umsetinn glaðbeittum dílerum?
Já, einmitt, komið aftur eftir eitt ár. Þá
verður Halldór kannski kominn til lands-
ins, kannski vaknaður, en alla vega liggur
ekkert á. Þetta reddast bara ef við fáum
álver á Reyðarfjörð og virkjum Eyjabakk-
ana; getur ekki verið að þá líði unglingn-
um aðeins betur? Og hvurnig væri annars
að senda dópistana á búlldósera austur á
Eyjabakka, eða láta þá fá vinnu í kannski
- ef villtustu draumarnir rætast - olíu-
hreinsunarstöð á Reyðarfirði; hver þarf
svo sem að sprauta sig ef hann gæti nú
fengið vinnu þar? Gleymið ekki forgangs-
röðinni; truflið ekki forráðamenn Fram-
sóknarflokksins með tittlingaskít eins og
þremur glötuðum plássum á Stuðlum,
þremur glötuðum sálum á götum Reykja-
víkur, eða annars staðar á Iandinu, fimm
skitnum prósentum af kosningaloforðun-
um. Einhvers staðar las ég að það væri
orðið aðkallandi vandamál í Reykjavík,
allt ldámið sem hér er boðið uppá á búll-
unum. Vel má svo vera, en ég gæti sem
best trúað það yrði samt meira vandamál
fyrir þjóðina er fram líða stundir, allt
klámið í kosningaloforðum Framsóknar-
flokksins.
Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi
Rásar 2 á miÖvikudag.
UIVBUDA-
LAUST
„Eri það er sem sagt ekki
verið að fjölga plássum
handa þessum tvö hundruð
ungmennum, sem Halldór
Ásgrímsson sagði okkur í
sjónvarpsauglýsingunni að
væru í hættu stödd og skor-
aði á okkur að leggja þeim
lið í neyð þeirra, með því að
kjósa Framsóknarflokkinn.
Það er verið að fækka pláss-
unum, þau verða fimm. Það
verða aðeins fimm pláss í
stríði Framsóknarflokksins
gegn eiturlyfjunum."