Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999-
LÍFiÐ í LANDINU
Drifkraftur ESB
- Hver er afstaða þín til aðildar
Islands að Evrópusambandinu?
“ESB er svo mikill drifkraftur í
pólitískri umræðu samtfmans að
við verðum að skoða öll þau
tækifæri sem við höfum til að
hafa áhrif á þá pólitísku stefnu-
mótun sem þar á sér stað. I
sambandi við inngöngu þá eru
ákveðnar hindranir á veginum
en ég fagna þeirri áherslubreyt-
ingu sem hefur orðið í Fram-
sóknarflokknum varðandi Evr-
ópumál. Eg er stuðningsmaður
þess að við tökum þátt í sam-
starfi sem tengist Evrópusam-
bandinu. Eg er hinsvegar ekki
að tala fyrir því að við göngum
inn í það. Það er spurning sem
bíður síns tíma.“
Heimildir
mínar segja að
það hafi verið
mjög stuttur að-
dragandi að því
að þú komst á
ráðherralista,
það hafi verið
ákveðið seint
um kvöld og til-
kynnt næsta
morgun.
„Þetta er saga
sem
gengið
ekki rétt.
inn vissi endan-
lega hver yrði á
tillögu Halldórs
nema hann
sjálfur fyrr en í
þann mund
sem hann lagði
hana fram. Ef
maður skoðar hinn pólitíska
raunveruleika þá var eðlilegt að
á listanum væru tveir ráðherrar
af suðvesturhorninu og fjórir af
landsbyggðinni. Það hefði verið
óeðlilegt að setja á Iistann fimm
ráðherra af landsbyggðinni og
einn af suðvesturhorninu. Þetta
var rökrétt tillaga hjá Halldóri."
- Hvemig hefðir þú tekið því ef
þú hefðir ekki verið valin ráð-
herra?
„Þegar við Finnur tókumst á
um varaformennsku í flokknum
og ég laut í lægra haldi þá stóð ég
ekki upp og sló frá mér. Eg tók
úrslitunum og hefði sennilega
gert það sama hefði ég ekki verið
valin ráðherra. Mér hefði hins
vegar þótt það tiltölulega óeðlilegt
í Ijósi úrslita kosninga og framtíð-
ar flokksins."
- Hefðir þú viljað verða ráðherra
einhvers annars málaflokks en
umhverfismála ?
„Eg var tilbúin að taka við
hvaða málflokki sem væri. Mér
finnst umhverfismálin hins vegar
mjög spennandi málaflokkur.
Umbverfisráðuneyti eru að verða
með stærstu, erfiðustu og
þyngstu ráðuneytunum erlendis
þannig að mér finnst ákveðin for-
réttindi að fá að koma hingað
inn. Það er mjög spennandi að
vinna í þessum vaxandi mála-
flokki og ég finn hvað mig þyrstir
í að Iáta gott af mér leiða í um-
hverfismálum.
Eg var í sveitarstjórn í átta ár og
stærsta málið sem ég tók þátt í
þar, og erfiðasta pólitíska málið,
sneri að umhverfismálum.
Minnihluti bæjar-
stjómar Sel-
tjarnarness náði
með mikilli vinnu
og þrautseigju að
stöðva áform
meirihluta bæjar-
stjórnar Sjálf-
stæðisflokksins
um að byggja um-
fangsmikla byggð
í kringum Nes-
stofu. Við geng-
um hús úr húsi
með undirskrifta-
lista og vorum
mjög eljusöm við
það að uppfræða
fólk um áformin,
þannig að mitt
stærsta pólitíska
mál á sveita-
stjórnarstigi var í
umhverfísmál-
- Hverjir eru þínir nánustu
pólitísku ráðgjafar?
„Eg er með bakhópa sem ég
hitti við og við. I þeim er bæði
flokksbundið og óflokksbundið
fólk. I einum hópnum eru bara
konur og við hittumst stundum í
hádeginu, fáum okku súpu og
köllum okkur „Soup Girls“. Eg
ráðfæri mig við hópana og fæ
viðbrögð við því sem ég er að
gera, bæði hrós og gagnrýni.
Þetta er mjög gagnlegt og gef-
andi, bæði fyrir mig og hópana.“
- Stefnirðu ekki í framtíðinni
að formennsku í Framsóknar-
flokknum?
„Eg tek alltaf eitt skref í einu.
Það er alveg óljóst hvað verður í
framtíðinni. Við verðum bara að
sjá hvað tíminn leiðir í Ijós.“
„Ég fagna þeirri
áherslubreytingu sem
hefur orðið í Framsókn-
arflokknum varðandi
Evrópumál. Ég er stuðn-
ingsmaður þess að við
tökum þátt í samstarfi
befur Sem tengist Evrópusam-
6n er '
Eng- bandinu. Eg er hinsveg-
ar ekki að tala fyrir því
að við göngum inn í
það. Það er spurning
sem bíður síns tíma.“
um.“
„Ég tók úrslitunum og hefði sennilega gertþað sama hefði ég ekki verið valin
ráðherra. Mér hefði hins vegar þótt það tiltölulega óeðiiiegt í ijósi úrslita
kosninga og framtíðar flokksins."
Siglfirðingurinn Friðrik J. Arngrímsson kláraði menntaskóla og prófúr Stýri-
mannaskólanum áður en hann fór í lögfræðinám i háskólanum. „Sumir safna
frímerkjum, ég hefáhuga á sjávarútvegi og hefalla tíð haft. Ég hefekki
hugsað um annað, “ segir hann.
og reynslu á nýjan mann. Þó að
við munum auðvitað vinna saman
þá verður verkaskipting skýr.
Kristján mun hafa yfirumsjón
með því sem lýtur að fiskveiði-
stjómuninni. Eg mun aftur vera
með yfirumsjón með öðru sem
lýtur að starfi framkvæmda-
stjóra.“
- Hvor vkkar verður talsmaður
LÍÚ?
„Ætli við verðum það ekki báðir
en það færist að verulegu leyti
yfir á mig.“
- Nm er sagt að Kristján séfrekur
og erfiður í samstarfi. Hvemig
leggst það í þig?
„Eg væri ekki að þessu ef það
legðist ekki vel í mig. Það er al-
gjört grundvallaratriði.“
Ákveðinn í að slaka á
- Hverju svararðu því að hann vilji
ráða en samtfela sig á hak við ein-
hvem mann?
„Mér finnst það bara fyndið.
Við erum búnir að gera það upp
frá báðum hliðum. Fyrir mann
eins og Kristján hlýtur að koma
að því að hann taki þessa ákvörð-
un og það gerist ekki nema hann
sé ákveðinn í að fara að slaka á.
Það er erfitt fyrir mann sem er
búinn að hafa þetta allt í fanginu
að hætta en þegar búið er að taka
Nýráðinn framkvæmda-
stjóri LÍÚ er með stýri-
mannspróf upp á vas-
ann. Hann er Siglfirð-
ingur og sjómaður í húð
og hár.
„Undanfarin ár hef ég unnið ein-
göngu fyrir útgerðir, stórar og
smáar. Að því leytinu til verður
þetta ekki mikil breyting, ég kem
til með að vinna fyrir sömu aðil-
ana. Þetta hefur yfirleitt verið
samningagerð af ýmsu tagi, mikið
tengt fiskveiðistjórnuninni, kaup
og sala á skipum, sameining fyrir-
tækja og hvað sem er,“ segir Frið-
rik J. Arngrímsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra ún-egsmanna,
LIU. Eins og komið hefur fram í
fjölmiðlum mun Kristján Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri LIU í
hátt í 30 ár, hætta um ára- og
aldamót og vera þess í stað í fullu
starfi sem stjórnarformaður.
Frá 15 áratil sjós
Friðrik er Siglfirðingur að upp-
runa, móðir hans heitir Margrét
Friðriksdóttir, kaupmaður á
Siglufirði, og faðir hans Amgrím-
ur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri.
Friðrik er fæddur 1959 og að
sjálfsögðu alinn upp á Siglufirði
en 16 ára gamall fór hann í
menntaskóla. Að stúdentsprófi
loknu lá leiðin í Stýrimannaskól-
ann og loks í lögfræði í háskólan-
um. Frá 15 ára aldri var hann til
sjós, fór á sjóinn í öllum fríum og
tók jafnvel einn og einn túr með
skóla. Eftir útskrift úr Stýri-
mannaskólanum starfaði hann
sem stýrimaður í nokkra mánuði,
aðallega á togaranum Orvari frá
Skagaströnd.
„Sumir safna frímerkjum, ég
hef áhuga á sjávarútvegi og hef
alla tfð baft. Eg hef ekki hugsað
um annað og það er ekkert flók-
ið,“ segir hann. „Konan segir að
útgerðimar séu númer eitt, skipin
númer tvö og hún og fleiri númer
þijú. Eg veit ekki hvort það er satt
hjá henni en ég hef fyrst og
fremst verið kringum þetta dag og
nótt. Þetta hefpr verið áhugamál-
ið.“
Friðrik er kvæntur Guðrúnu
Blöndal, markaðsstjóra hjá Kaup-
þingi, og eiga þau fjögur böm og
eitt bamabarn, sem er þriggja ára.
„Við byijuðum að vera saman 12
og 13 ára. Það er ekki flókið
ástarlífið á þeim bænum.“
Gott milli mín og hans
Starfslok Kristjáns og ráðning
Friðriks urðu til þess að Jónas
Haraldsson lögfræðingur LIU
sagði upp starfi sínu. Hann hefur
látið óánægju sína berlega í ljós.
Friðrik segir: „Hann hefur tjáð sig
um þetta. A milli mín og hans er
ekkert nema gott.“
- Heldurðu að það sé verið að
refsa honum fyrír að tapa máli
fyrir Granda, eins og einhvers
staðar hefur komiðfram?
„Eg ætla ekki að blanda mér í
það mál. Það er algjörlega mér
óviðkomandi og ég hef ekkert um
það að segja. Eg hef ekkert haft
með þessa ákvörðun að gera.
Þetta er algjörlega án þess að ég
komi þar nálægt.“
- Hvemig kom það til að þú
varst ráðinn í þetta starf?
„Kristján hafði bara samband
við mig og spurði mig hvort þetta
kæmi til greina,“ svarar Friðrik og
kveðst hafa þurft að velta ákvörð-
uninni fyrir sér. „Eg hef verið að
byggja upp minn rekstur undan-
farin ár og gengið vel. Það var
heilmikil ákvörðun."
- Hefurðu verið að vinna fyrír
LÍÚ?
„Nei, ekki fyrir LÍÚ, bara fyrir
útgerðir, bæði stórar og smáar.“
Skýr verkaskipting
Kristján kemur til með að starfa
sem stjómarformaður í fullu
starfi. Friðrik segir að sér finnist
mikilvægt og gott að Kristján fari
ekki út sama daginn og nýr mað-
ur kemur inn vegna þess að
„hann hefur -yfirburða þekkingu á
sjávarútveginum. Það er mikill
styrkur að hafa hann áfram og
það er hugsunin með þessu, að
reyna að yfirfæra þessa þekkingu
ákvörðunina þá er hún bara tekin
þannig að ég hef ekki áhyggjur af
því þó að menn segi eitthvað
svona. Það verður að vera þeirra
mál.“
- Hvemig telurðu að framtíðin
verði t fiskveiðimálum þjóðarinn-
ar?
„Ég held að það sé mikilvægt
að menn haldi þeirri stefnu sem
hefur verið mótuð því að mark-
miðið með fiskveiðistjómunar-
kerfinu er að vemda fiskistofnana
og hámarka afraksturinn og nýt-
ingu þeirra. Þetta er gmndvallar-
sjónarmið sem ekki má missa
sjónar af,“ segir hann og telur
ekkert betra hafa komið fram.
Hugmyndir eins og veiðileyfagjald
eða auðlindaskatt telur hann ekki
til hins betra enda er greinin nú
þegar að borga mikinn skatt.
„Þegar gengur vel hjá fyrirtækjum
verður það til þess að þau fara að
borga skatta. Það er ekki langt
síðan mörg þeirra vom að tapa
miklum Ijárhæðum,“ segir hann.
„Sumir \ilja breytingar breyt-
inganna vegna. Sem betur fer
höfum við haft almennar reglur
sem hafa skilað verulegum ár-
angri. Nú verða fýrirtækin að
standa á eigin fótum sem verður
til þess að þeir lifa, sem standa
sig best. Það hefur orðið vemleg
breyting varðandi stöðugleika.
Menn hafa getað skipulagt sig
fram í tímann, ljárfest í nýjum
tækjum og búnaði í trausti þess
að ekki verði kollsteypur á morg-
un. Þetta var mikið rætt í síðustu
kosningum og þá var mjög mikil-
vægt að stjómarflokkamir fóru
ekki á taugum enda veit meiri-
hluti þjóðarinnar að þetta hefur
skilað okkur áfram.“
Fríðrik telur óþolandi að Is-
lendingar veiði ekki rækju á Sval-
barðasvæðinu og segir: „Það er al-
gjört forgangsverkefni að mínu
mati því að við eigum fullan rétt á
því samkvæmt Svalbarðasáttmál-
anum og Norðmenn útiloka okk-
ur með algjörum órétti. Þetta er
gífurlegt hagsmunamál fyrir ís-
lenska þjóð. Við ættum að vera að
veiða þar, höfum fullan rétt til
þess og verðum að fara að veiða
þar strax á morgun.“ -GHS