Dagur - 19.06.1999, Síða 11

Dagur - 19.06.1999, Síða 11
Xk^nr LAUGARDAGUR 12. júni 1999 - 27 MATARGATIÐ Ingólfur Einarsson, i reiðslumaður i Kaffi I inu á Höfn. mynd eldsmidurinn.be Humarinn er herramannsmatur Meðal þeirra gersema sem hafíð gefur okkur er humarinn, þessi þétti og Ijúffengi krabbafiskur. Humar er ein þeirra fisktegunda sem lítið þarf að hafa fyrir, til að gera að góðum mat og til eru þeir sem telja best að gera alls ekki neitt, heldur snæða hann hráan, beint upp úr karinu á bryggjunni. Þeirra á meðal er Ingólfur Einarsson veitingahúss- eigandi á Hornafirði. Ekki held- ur hann þessu fram af því hann kunni ekki með fiskinn að fara, því Ingólfur er matreiðslumaður og alvanur að matreiða humar. Hann er og einn þeirra horn- firsku veitingamanna, sem ásamt verslunareigendum og fískverkendum á staðnum, hafa einsett sér að gera Höfn að humarbæ Islands. „Við viljum einfaldlega að fólk geti gengið að humar vísum hér á Horna- firði hvenær sem er, bæði í verslunum og á veitingastöð- um,“ segir Ingólfur. Ferðamenn kunna að meta humarinn Humarveiðar voru aðeins heim- ilar yfir sumartfmann þar til á síðasta ári að reglum var breytt og eru þær nú leyfðar á öllum árstímum. „Það er mikill fengur fyrir veitingamenn að geta feng- ið ferskan humar allt árið um kring,“ segir Ingólfur og bætir við að sá humar sem nú veiðist sé að vísu smár - en góður. „Við veitingamenn á Horna- firði verðum með humarrétti á matseðlinum svo Iengi sem eitt- hvað veiðist og það er ljóst að ferðamenn kunna vel að meta þetta Ijúfmeti. Það getur hins- vegar orðið erfitt fyrir veitinga- húsin hér að stóla á heima- menn sem við- skiptavini því varla fínnst sá Hornfirðingur sem ekki á slatta af humri í frystinum og oft er hann snæddur hér í miklu magni í heimahúsum." Aðspurður um matreiðsluað- ferðir segir Ingólfur algengt að fólk sjóði humarinn eins og hann kemur fyrir og borði með ristuðu brauði og koktailsósu. Það finnst honum hinsvegar fremur slæm meðhöndlun á góðu hráefni. „Mun betra er að kljúfa hann í tvennt, krydda Iétt með hvítlaukssalti og steikja í ís- lensku smjöri eða grilla. Fólk er svona smám saman að læra á þetta og yfirleitt eru útlendingar opnari fyrir humri í ýmsum til- brigðum en landinn. Ef fólk hinsvegar kýs að sjóða humarinn Það er mikill fengur fyrir veitingamenn að geta fengið ferskan humar allt árið um kring þá verður að gæta þess að of- sjóða hann ekki. Best er að setja fyrst vatn í pott með dálitlu salti, láta suðuna koma upp og skella þá humrinum út í. Þegar suðan kemur upp aftur er hann tilbúinn. Svo einfalt er það.“ Humar passar mjög vel í salat, með fersku grænmeti, með rist- uðu brauði, sem forréttur, aðal- réttur eða í súpu. Ingólfur segist einkum nota skelbrotinn humar i rétti svo sem pasta- rétti og súpur. „Hann er á hag- stæðara verði en gæðin eru þau sömu,“ segir hann. Langmest er notað af humarhölum, en hefur Ingólfur ekki líka heilan humar á boðstólnum? „Jú, við notum hann bæði sem forrétt og til skreytinga.“ Kaffí Hornið - nýr veitingastaður Ingólfur var um árabil yfirmat- reiðslumaður á Hótel Höfn, en opnaði eigin veitingastað á Hornafírði um síðustu mánaða- mót, sem hann nefnir Kaffi Hornið. Kaffi Hornið er í nýreistu bjálkahúsi og stendur við eitt fjölfarnasta götuhom bæjarins. Þar eru sæti fyrir 60 manns í að- alsal, Iftil arinstofa fyrir vetrar- kvöldin og sólpallur fyrir sumar- dagana. Ingólfur segir rekstur- inn fara ljómandi vel af stað. „Við erum á einu besta horni bæjarins og því í alfaraleið bæði heimamanna og ferðamanna. Samkomusvæði humarhátíðar- innar, sem haldin verður undir næstu mánaðamót, er steinsnar frá okkur og þá er eins gott að hafa nægan humar svo menn geti hreinlega étið á sig gat.“ Að endingu var Ingólfur beðinn um uppskriftir og lét hann þær fús- lega í té. Vonandi eiga sem flestir möguleika á að verða sér úti um þennan afbragðs skelfísk sem í alfræðiorðabókinni er svo lýst: humrar Homaridae: ætt stórra skjaldkrabba af undirættbálki skriðfætlna; með fjögur pör ganglima, fremsta fótaparið er ummyndað í gripklær, aftur- bolurinn sterklegur og hala- blaðkan vel þroskuð; lifa í sjó og nærast einkum á þörungum og ýmiss konar dýrafæðu. Við fsl. er einkum veiddur letur- humar en stórvaxnari teg. eru t.d. humar (Homarus gammar- us) sem getur orðið 5 kg. á þyngd og er alg. við strendur Evr. og Ameríkuhumar (H.americanus) undan austur- strönd N-Am. Hann verður allt aða 90 cm á lengd og um 20 kg. GUN. Upp- skriftir Humar í ýmsu formi Hiunar í koniakssósu 14-16 humarhalar 'á rauðlaukur 'A rauð paprika 2 st. sveppir 1 peli rjómi 3 cl koniak hvítlauksduft grilkrydd aromat smjör Humarinn er klofínn í tvennt og hreinsaður. Því næst er hann kryddaður. Pannan er hituð og smjörið sett á. Humarinn er lagður á sárið og steiktur í ca. 3 mín. Því næst er smátt skornu grænmetinu bætt á pönnuna og það svissað með humrin- um. Koníakinu hellt út á og svo rjómanum. Látið sjóða niður. Sósan bragðbætt með aromati.Borið fram með rist- uðu brauði og hvítvíni. Þessa uppskrift má uppfæra í pasta en þá er humarin tekinn úr skelinni. Grillaöur liuinar 14-16 humarhalar hvitlaukssmjör grillkrydd Humarinn er ldofínn eða klipptur á kviðinn og hreins- aður. Síðan er hann lagður á álbakka og kryddaður með grillkryddinu og smjörinu sem sprautað er með sprautupoka á humarinn. Hann er því næst lagður á heitt grillið og því lokað. Humarinn er grillaður í ca. 3 mín eða þar til hann er farinn að losna úr skeiinni. Koníaki dassað yfír. Borinn fram með brauði og fersku salati. Humaisúpa 1 kg humar í skel 1 stór gulrót 1 laukur 2 sellerístönglar 3-4 msk. olía 1 msk. grænt dill 1 msk. majoram 1 msk. rósmarin 2 msk. paprikuduft 4 msk. hveiti 2 1 vatn 2 / dl rjómi 1 dl hvítvín eða mysa salt og pipar kjötkraftur Taldð humarinn úr skelinni. Sneiðið grænmetið og steikið í potti í matarolíu ásamt humarskelinni. Kryddið meö dilli, majoram, rósmarin og paprikudufti. Hrærið hveitinu saman við og hellið vatninu smámsaman úti og hrærið vel. Sjóðíð í 15 - 20 mínútur. Sigt- ið súpuna og hleypið upp suðu. Setjið humarinn útí og sjóðið í 3 mín. Bætið ijóma og hvítvíni eða mysu út í. Krydd- ið með salti og pipar og örlitl- um kjötkrafti ef með þarf. Berið ffam með súpubrauði

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.