Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 4
MENNINGARLÍFÐ
20 - LAUGARDAGUR 3. JÚLl 1999
Brúðkaupssiðir
fýrirmanna
BÚKA-
HILLAN
Kolbrún
Bergþórsdóttlp
skrifar
Uppkast til for-
sagna um brúð-
kaupssiðu hér á
landi er rit sem
Eggert Olafsson,
18. aldar skáldið
og náttúrfræð-
ingurinn, skrif-
aði og talið er
vera frá árinu
1757. Það
geymir lýsingu á
því hvernig
hefðarfólk skyldi halda veislur
og þá sérstaklega brúðkaup.
Þorfinnur Skúlason og Örn
Hrafnkelsson hafa unnið það
þarfa verk að koma handriti
Eggerts með nútímastafsetn-
ingu í bókarform.
Brúðkaupssiðabók Eggerts er
vissulega fróðleg lesning en um
leið nokkuð kúnstug skemmt-
un. Eggert segir á einum stað
um bókina, að hún sé:
„Samantekin eftir viðteknum
sæmilegum landsins venjum, að
fornu og nýju; víða Iagfærð eftir
tpLEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
BORGARb^lKHÚSIÐ
alþjóðlegu siðgæði og jafnframt
aukin með þvílíkum kurteisis-
legum siðbótum annarra þjóða,
fornum og nýjum, sem vel geta
viðgengist hér á Iandi.“
Sá veruleiki sem Brúðkaups-
siðabókin lýsir er nútímamönn-
um órafjarri en víst er að sam-
tímamenn höfundar úr alþýðu-
stétt hafa einnig haft af honum
litla eða enga reynslu. Reyndar
er alþýðunni hleypt inn í partý-
ið, rétt í lokin og þar heyrir hún
boðskap yfirstéttarinnar, sem-
sagt þann að pöbullinn eigi að
halda sig á mottunni og sætta
sig við hlutskipti sitt. Eftir að
hafa borðað sig sadda hefur al-
þýðan sennilega sæst á réttmæti
þessa.
Bók fýrir fína fólkið
Brúðkaupssiðabók Eggerts er því
bók ætluð fína fólkinu, sem
vegna auðs og valda gat leyft sér
að halda nokkurra daga veislur.
Sem skrásetjari er Eggert í nokk-
urs konar hlutverki siðameistara
sem kann reglurnar og skrásetur,
ákveður sætaskipan og mælir
með æskilegum klæðnaði, semur
ræður um margbreytileika mann-
lífsins, yrkir ljóð og vitnar í forn-
fræga menn, rit þeirra og skáld-
skap. Hann hannar allan fram-
gang veislunnar en leyfir þó sjálf-
stæðum veislugestum og hús-
bændum nokkur frávik.
Það er eins og ekkert fari fram-
hjá Eggerti og hann vinnur þetta
verk sitt eins og samviskusamur
og nákvæmur embættismaður
sem er svo Iánsamur að hafa í sér
sterka skáldlega taug og er alls
ekki laus við víðsýni, til dæmis
hvað varðar samskipti kynjanna.
Stíll Eggerts er oft skemmi-
legur og í verkinu má finna all-
margar snjallar setningar, sem
smjatta má á, eins og þessi:
„...handabándsheilsan, sem
áður hefur brúkast mann fyrir
mann, er bæði Iangsöm og leið-
inleg eins og flestöll önnur ís-
lensk compliment hvör mjög
tapað hafa fornaldar hæverks-
legum frjálsleika svo ei er eftir
nema harmurinn tómur þó mjög
rifinn og skallaður.11
í verkinu er Eggert víða nokk-
uð stúrinn því hann saknar
glæstrar fornaldar. Lái honum
hver sem vill. Verk hans er sum-
part eins og draumamynd af fín-
heitum, kannski ekki ólík þeirri
mynd sem einhverjir nútíma-
menn kunna að gera sér af
kóngaveislum eða bara forseta-
veislu á Bessastöðum. Nema
hvað veisla Eggerts stendur
lengur, í nokkra daga.
Bók Eggerts er vissulega
snobbrit en hún er líka fróðleg
heimild og skemmtileg aflestrar.
Eggert Ólafsson
Uppkast
TIL
FORSAGNA
UM
BRÚÐKAUPSSIÐU HÉR
Á LANDI
Þorí-xnnur Skúlason og
Örn Hrafnkelsson
ÖJUGGU TIL PRENTUNAR
SÖGUSPEKING ASTIFTI
HAFNARFIRÐI
MCMXCIX
Brúðkaupssiðabók Eggerts Ólafssonar er komin á prent og er stórskemmtileg
aflestrar auk þess að geyma mikinn fróðleik.
Veislustjórar í nútímabrúð-
kaupsveislum ættu að geta sleg-
ið í gegn með lestri úr henni því
bókin er oft fyndin án þess að
ætla sér það. Ekki er við Eggert
að sakast, tíminn hefur einung-
is unnið þannig úr verki hans.
Draumur eða veruleiki
Persónur myndarinnar The Matrix nota símkerfið til þess að koma sér á milli
heima. Keanu Reeves, Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss í hlutverkum
sínum.
Stóra svið kl. 20.00
Litla
hryllings-
búðin
e. Howard Ashman,
tónl e. Alan Menken
í kvöld lau. 3. júlí - uppselt
14.sýn. sun. 4/7
Leikferð um landið
Sex í sveit
- Herðubreiö,
Seyðisfiröi
í dag laugardaginn
3. júlí
Forsala í síma
568-8000
Miðasalan er opin dagiega
frá kl. 12 -18 og fram að
sýningu sýningadaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383
★ ★ ★
Sambíóin:
Draumaheimur-
inn (The Matrix).
Leikstjórn og
handrit: Andy og
Larry
Wachowski.
Aðalhlutverk:
Keanu Reeves,
Laurence Fish-
burne, Carrie-
Anne Moss,
Hugo Weaving,
Gloria Foster, Joe Pantoliano,
Marcus Chong.
Kvikmyndaáhugamenn hljóta að
hafa mjög gaman af ofsóknar-
brjálæði ef marka má vinsældir
þeirra bíómynda sem fjalla um
fyrirbærið. Það er engu líkara en
þeir Wachowski bræður hafi ver-
ið að hugsa um hið nettengda
eftirlitsþjóðfélag með sínum
miðlægu gagnagrunnum þegar
þeir sömdu handritið að kvik-
myndinni um draumaheiminn,
The Matrix. - Það er hálfgerð
hneisa að hin íslensku Sambíó
skuli ekki snúa titlum þeirra bíó-
mynda sem þau sýna yfir á ís-
lensku.
The Matrix er vísindaævintýra-
hasarspennumynd sem að gerist
þegar gervigreindartölvur hafa
tekið völdin (man einhver eftir
Isaac Asimov?). Vélarnar stjórna
heiminum og hlutverk mann-
kynsins er ekkert annað en að
vera orkugjafi fyrir þær.
Andspyrnuhópur vinnur að því
að frelsa mannkynið úr þessari
áþján. Foringinn er sjálfur
Morfeifur (Laurence Fishburne)
guð drauma í grískri goðafræði.
Hann hefur eytt lífinu í að bíða
eftir hinum „Eina“ og þykist
finna hann í tölvuhakkaranum
Neo (Keanu Reeves). Neo trúir
því ekki að forlögin ráði ferðinni
heldur ráði einstaklingurinn sér
sjálfur. Samt hræðist hann fyrir-
boða eins og svartan kött.
Myndin er full af goðsöguleg-
um, ævintýralegum og jafnvel
biblíulegum tilvísunum. Lísa sú
sem elti hvíta kanínu, datt ofan í
holu og Ienti í Undralandi kemur
við sögu. Myndin endar á því að
prinsessan kyssir prinsinn og
persóna Keanu Reaves er nokk-
urs konar kristsmynd, hann deyr
í myndinni og rís svo aftur upp
frá dauðum. Hans hlutverk er að
frelsa mannkynið. Vísinda-
skáldsagan virðist ólíkindaleg en
sú hugmynd að tengja hugann
beint tölvu er ekki fjarlæg.
Heimspekningar hafa reynt að
svara frumspekilegum spurning-
um um tilveruna í gegnum ald-
irnar. Descartes sagðist vera til af
því að hann hugsaði, Cogito ergo
sum, og hinn írski biskup Berkel-
ey hélt því fram að tilværan væri
ekkert annað en skynjun, Esse
est Percipi. I Matrix er tilveran
draumur. Stóra uppgötvunin er
sú þegar Neo fær skeið í hend-
umar að skeiðin er ekki til, þess
vegna getur hugurinn beygt
hana. „Hefur þig einhvern tíma
dreymt draum sem þú værir viss
um að væri raunverulegur? Hvað
ef þú gætir ekki vaknað af þeim
draumi. Væriðu ekki til í að vita
muninn á draumi og veruleika?"
spyr Morfeifur Neó.
Kvikmyndin er mjög töff. Per-
sónurnar eru töff týpur með
svört sólgleraugu. Heimsmyndin
er stundum færð í stílinn þannig
að maður heldur jafnvel stund-
um að maður sé að horfa á aug-
lýsingu fyrir farsíma eða Matrix-
sólgleraugu. Eg verð illa svikinn
ef svona gleraugu verða ekki
komin í tísku eftir sumarið.
Eins og í öllum góðum hasar-
mjridum er slegist í The Matrix.
Slagsmálin eru alls ekki ólík því
sem sést í tölvuleikjum. Það ku
hafa verið fenginn þjálfari sem
starfar við slagsmálaþjálfun fyrir
karatemyndir í Hong Kong til
þess að sjá um slagsmálin í
myndinni, þjálfa leikara og sjá
um hreyfingar. Fyrir unnendur
austurlenskra bardagalista eins
og Kung Fu eða Ju Jitsu er mynd-
in ágætis upplifun. Hún er það
einnig fyrir þá sem hafa gaman
af ævintýrum. Góð og gáfuleg af-
þreying.
KVIK-
MYNDIR