Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 5
T^iir LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 - 21 MENNINGARLÍFD Ætlum að kveikja áhuga fólks Þjóðgarðurinn í Skafta- felli laðar til sín tugþús- undir ferðamanna ár hvert. Þar eru að verða þessi staður er. Við erum hér í 220 m haeð. I maí kom ágætis fiðrildahrota, svo varð hálfsmán- aðar hlé en nú upp á síðkastið höfum við fengið nokkur í heim- sókn. breytingar á gestamót- töku og við fengum Ragnar Frank Kristjáns- son, nýráðinn þjóð- garðsvörð, til að segja okkur frá þeim: „Við erum að opna gestastofu í Skaftafelli. Hún er í hluta þess húsnæðis sem áður var veitinga- salur og í henni er boðið upp á andlegt fóður. Þetta er upplýs- ingamiðstöð þar sem miðlað verður fróðleik um náttúru og sögu þessa staðar, í máli og myndum. Við setjum hér upp spjöld með ýmsu efni, verðum bæði með fastar sýningar og breytilegar. I sérstökum sal eru sýningar á myndböndum um líf og sögu fólksins hér í Oræfum og af eldsumbrotum og hlaup- um, til dæmis frá stóra Skeiðar- árhlaupinu 1996. En við ætlum ekki að segja allt heldur kveikja áhuga fólks þannig að það hugsi: „Þetta verð ég að skoða betur!“ Skaftafell er meiriháttar djásn og ég hef trú á að gestastofan Iengi ferðamannatímann hér verulega. Hún verður sú stærsta sinnar tegundar á landinu og kemur vonandi staðnum og hér- aðinu öllu til góða,“ segir Ragn- ar og áhugi hans á verkefninu Ieynir sér ekki. Rekstur verslunar, veitinga- sölu og tjaldstæðis er nú í höndum einka- aðila og er starfs- mönnum Náttúr- stofnunar óviðkom- andi. Ragnar gefur skýringar á þeirri stefnu: „Starfsemi landvarð- anna hefur á síðustu árum of mikið farið í gæslu á tjaldstæðinu. Það fer ekki vel saman að sussa á fólk á kvöld- in til að aðrir fái svefn- frið og reyna svo að lokka það í gönguferð morguninn eftir. Það er þægilegra íyrir okkur að vera laus við þennan rekstur og geta einbeitt okkur að upplýsinga- þjónustu og leiðsögn um svæðið, því við viljum geta sinnt ferðamönnun- um sem best.“ íris, Ulla, Anna og Ragnar meö yngstu dótturina, Freyju. mynd: þveitin.sh. sviðs fjöll og jöklar á báðar hendur og hæstur gnæfir Hvannadalshnjúkur. En hvernig fannst þeim hjónum að flytja um miðjan vetur úr stórborginni í fásinnið? Ulla verður fyrri til svars: „Mér fannst það mjög góð breyting. Eg hafði reyndar gert mér vonir um að vera hér í al- gerri kyrrð en Skeiðará sér fyrir því að svo er ekki. Niðurinn í henni er stöðugur. Hann berst vel hingað heim á hlað en þegar ég fer neðst niður í brekk- Anægð ísveitinni, UHa og ^gnar. mynkgu* Gott að komast í sveitina Ragnar tók við starfi þjóð- garðsvarðar um síðustu áramót og flutti þá úr Hafnarfirði með sína fjölskyldu, konu og þrjú börn. Hann er landslagsarkitekt að mennt og það er konan hans, Ulla Pedersen Iíka. Heimili þeirra heitir Hæðir og eins og nafnið gefur til kynna stendur það nokkuð hátt í skógi vöxnum hlíðum Skaftafells. Þaðan er stórbrotið útsýni: Skeiðarár- sandur flatur framundan, bak- verðum með ferðir inn í Bæjarstaðaskóg á laugardögum en aðaláherslan verður á stuttar gönguferðir. Við förum inn að jökli og í þeirri ferð er fræðsla um náttúrufarið, jöklana og breytingar sem orðið hafa á landinu, upp í brekkurnar í minjar sem þar eru og saga fólksins fléttast inn í og svo er farið út á varnargarð við Skeiðará. Þar komast menn í návígi við þessa miklu elfu sem segja má að hafi stjórnað ansi miklu hér í Skaftafelli í lífi fólks og gróðurs." Rannsóknarsetur Ragnar, þjóðgarðsvörður, hefur mikinn áhuga á að gera Skafta- fell að rannsóknarsetri. Hann segir verk þjóðgarðsvarðar með- al annars felast í að hlú að verð- mætum staðarins, söguminjum og náttúruminjum og ýta undir ábuga fólks á þeim. Hann sér urnar, nær ánni, þá hverfur hann.“ Ragnar: „Við höfðum mikla þörf fyrir að komast í nánari snertingu við náttúruna en kost- ur var á fyrir sunnan og hér höf- um við meira en nóg að gera.“ Talið berst aftur að verkefn- unum: „Allur undirbúningur fyrir skipulagðar skoðunarferðir um þjóðgarðinn verður í gesta- stofunni. Við erum bún að láta gera mjög góða göngustíga um svæðið hér í kring og það tekur við miklum fjölda fólks. Við nýju gestastofuna jem þeirri áætlun. „Eg vil skapa sérfræð- ingum aðstöðu til að vinna hér að rannsókn- um og held að nemar í Háskóla íslands og fleiri skólum hlytu að fagna því að koma á þennan fagra stað og stunda hér athuganir væri þeim gert það kleift. Það er mun skemmtilegra en loka sig inni í skólastof- um. Gestastofan er upp- lögð í fræðistörf utan aðal ferðamannatímans og þá er líka svefnpláss í oklcar nýja starfs- mannahúsi. Hér er starfsmaður á fullum lið Gamia smiðjan er að hruni komin. mynd: gun. launum allt árið sem getur verið til halds og trausts. Svo er Hótel Skaftafell í fárra kílómetra fjær- lægð og þar er góð aðstaða fyrir ráðstefnur af ýmsu tagi.“ Ragnar og Ulla stunda sjálf vísindastörf í Skaftafelli og eru með fiðrildagildru skammt frá húsinu sínu. „Hér er verið að finna út hvaða fiðrildi koma hingað og á hvað árstíma. Hálf- dan Björnsson á Kvískeijum er með svona gildru og önnur er á Tumastöðum í Fljótshlið. Það er mikill munur á magni og teg- undum sem finnast á Kvískerj- um og á Tumastöðum og því þótti okkur áhugarvert að sjá hver útkoman yrði hér, líka vegna þess hversu hátt uppi œr«SSÍ5SSS,~ 30 gera!‘ Fornminjar og saga Ragnar sér ekki einungis fyrir sér náttúrufræðirannsóknir í Skaftafelli heldur einnig sögu- legar. „Öræfin í heild sinni eru rannsóknarefni. Hér í Skaftafelli eru dæmis 40 tóftir dreifðar út um allt. Þær er nú verið að skrá af starfsmönnum Þjóðminja- safns. Þeir eru líka að lagfæra Selið, torfbæ sem er í umjá safnsins." Ein þeirra fornminja sem Ragnari er sárt um er smiðja er stendur nærri heimili hans. Hún er að falli komin. „Fyrir þessu fallega húsi ligg- ur ekkert annað en vera rifið og gert að tóft. Sýslusafn A-Skafta- fellsýslu fær það sem er eigulegt innan úr því. Hér var mikið smíðað bæði úr tré og járni því í Skaftafelli voru hagleikssmiðir öldum saman og höfðu voldugri verkfæri í sinni smiðju en gekk og gerðist á venjulegum sveitaheimilum. Eg hef heyrt þá sögu að bóndinn í Skaftafelli hafi fengið verkfæri úr hollenska Ind- íafarinu, gullskip- inu á Skeiðarár- sandi, sem strandaði á 17. öld og mikið er -------- búið að leita að. Hér hafi því verið aðstaða til að smíða hluti eins og byssuhlaup og fleira sem ekki þekktist víða. Talið er að ankeri úr gullskipinu sé grafið í sand hér neðan við brekkur og ég mun hafa það sem gæluverk- efni, ásamt fleirum, að finna það!“ Lesið í landið Ragnar fékk skólabörn úr grunnskólanum á Kirkjubæjar- ídaustri til að vinna sjálfboða- vinnu í Skaftafelli í vor og telur að meira eigi að gera af því að tengja skólana og þjóðgarðinn. „Það er svo gaman að fræða krakkana um leið og þau hjálpa til. Um fuglalífið og gróðurinn, þingstaðinn sem bér var til forna og um það líf sem hér var lifað með reisn, þrátt fyrir óblíð náttúru- öfl. Það þarf að kenna unga fólkinu að lesa í landið. Það er kúnstin. Þjóð- garður á að vera eins og opin lestrar- bók. Mér finnst að það ætti að vera þjóðgarður í hverjum landsfjórðungi til að ýta undir náttúrur- vernd og varðveislu sögunnar á hverjum stað.“ GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.