Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999- 25 Opinn hugur eða munnur - Hvar vilt þú staðsetja þig í hinu pólitíska litrófi? „Aður reikaði ég um með sós- íalískar skoðanir sem ég tíndi upp eins og fyrir tilviljun. En eftir að hafa verið í Rússlandi gerði ég mér grein fyrir því að sósíalisminn var ótækur sem stjórnmálaskoðun. Hann dugði ekki við þeim vandamálum sem við var að etja. Hugmyndin um ríkissósíalisma, þar sem opin- berir starfsmenn ráða öllu fyrir hönd verkalýðsstéttarinnar, er gjaldþrota, að svo miklu leyti sem hægt er að segja að hug- myndir verði gjaldþrota. Sósí- aldemókratisminn á Norður- löndum hefur heldur ekki geng- ið nægilega vel. Þar gætir ýmissa stöðnunareinkenna en það er ennþá spurning hvort hægt sé að lappa upp á þann kratisma sem einkennist af blönduðu hagkerfi. Síðan er það alveg augljóst að þjóðskipulög sem einkennast af mjög sterkum einkamarkaði glíma við alvarlega erfiðleika, eins og misréttið í Bandaríkjunum, spillingin í Jap- an og atvinnuleysi í löndum Evr- ópusambandsins eru dæmi um. Þannig getum við sagt að hvorki sósíaldemókratismi, eins og við höfum þekkt hann, eða einka- rekstur, eins og hann hefur verið praktíseraður, bjóði upp á fram- tíðarlausnir og eru þar af leið- andi ekki grunnur fyrir pólitísk- ar hugsjónir. Sá ágæti maður, Sigurður A. Magnússon, skrifaði fyrir stuttu grein í Dagblaðið þar sem hann sagði allar hinar póli- tísku hugsjónir vera gjaldþrota. Mér finnst hann hafa mjög mik- ið til síns máls. Sjálfur kýs ég að kenna mig ekki við neina einstaka stjórn- málastefnu. Hins vegar vil ég horfa á hvert tilvik fyrir sig og viðurkenna það sem vel er gert. Menn verða að nálgast málin með opnum huga en ekki ein- göngu með opnum munni. Hér er allt of mikið um að menn láti vaða á súðum, kynni sér ekki málin heldur sætti sig við það endalaust að ráfa um með síð- ustu skoðun sem þeir heyrðu. Við skulum til dæmis taka þessa hugmynd um tifandi tíma- sprengju sem kom nokkuð við sögu í síðustu kosningabaráttu. Þar er á ferð mjög lærdómsríkt dæmi sem er ástæða til að staldra við, sérstaklega fyrir ís- lenska fréttamenn og fjölmiðla- fólk sem brugðust þar ansi illa. Þannig gerist það að stjórnmála- maður reynir að ná athygli kjós- enda með krassandi orðum sem ég vil kalla gífuryrði. Síðan hlaupa fréttamenn til og verða að óskum stjórnmálamannsins og eiga við hann viðtal í nafni gífuryrðanna og vegna þeirra. Að þaki gífuryrðanna er engin ana- lýsa, engin rannsókn, heldur er bara bent á einn þátt, það er að segja viðskiptahallann. For- stöðumaður Hagfræðistofnunar skrifar síðan vandaða grein í Vísbendingu, þar sem hann lýsir breytingum á efnahagssviðinu undanfarin ár. Þingmaðurinn kemur síðan aftur í viðtal, hnykkir á og segir að sennilega hafi forstöðumaður Hagfræði- stofnunar fengið greiðslur hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir að halda þessu fram. Við venjulegar aðstæður hefði allt átt að verða vitlaust en blaðamenn og frétta- menn depluðu ekki auga. Það er sjálfsagt mál að efast um fullyrð- ingar hagfræðinga en menn verða að gera það með rökum, á heiðarlegan hátt.“ - En hafði þingmaðurinn ekki hara rétt fyrír sér? Það urðu alla- vega margir til að taka undir þessa fullyrðingu. „Upp úr 1980 hefðu fullyrð- ingar um tifandi tímasprengju átt rétt á sér. Þá bjuggu Islend- ingar við annað efnahagsástand en í dag. Þá gilti það að ef þú fórst út í búð þá borgaði sig að gá aftast í hilluna, ef þú varst til dæmis að kaupa súpupakka, því súpapakki sem var fremst í hill- unni og kostaði 150 krónur, kostaði kannski 50 krónur aftast í hillunni. Oft voru í búðum bunkar af verðmiðum hver ofan á öðrum og ef maður kraflaði af efsta verðmiðan kom í ljós ódýr- ari verðmiði fyrir neðan. Kaup- menn hækkuðu verðið á vöru sinni svo oft að þeir nenntu ekki lengur að taka gömlu verðmið- ana af. Astandið var þannig að oft á ári fóru kaupmenn hring- inn í sinni búð og hækkuðu allt sem fyrir varð um 20-30 prósent í hvert sinn. A þessum árum var til hér á landi svokallað Verð- lagseftirlit, sem Alþýðubandalag- ið varði í líf og blóð. Það var rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 1983- 1987 sem afnam Verðlagseftir- litið og við það Iækkaði verð á innfluttum vörum um 30 pró- sent gagnvart öðrum vörum á fjórum til fimm árum. Nú dettur ekki nokkrum kaupmanni í hug að fara allan hringinn á lagern- um og hækka vörurnar því ef til dæmis Hagkauspmenn myndu hækka lager sinn um 20 prósent myndu Fjarðarkaupsmenn taka til sín öll viðskiptin. Við búum núna í annars konar samfélagi en var árið 1980. Það er ekki lengur um það að ræða að aftasta Maggisúpan í hillunni sé ódýrust. Það var þetta sem forstöðumaður Hag- fræðistofnunar var að reyna að segja með hagfræðilegum orðum en er sakaður um mútuþægni fyrir vikið." Samfylkt orðagjálfur - Víkjum aðeins að ríkisstjórninni, ertu sáttur við störf henn- ar? „Eitt af því sem menn verða að læra, hvort sem þeir hafa kosið stjórnarflokk- ana eða stjórnarand- stöðuflokka, er að viðurkenna stað- reyndir. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að efnahagsástand er óvíða jafn gott og það hefur verið á Is- landi síðastliðin fjög- ur ár. Margt hjálpast að, til dæmis mjög góð skilyrði frá nátt- úrunnar hendi, góð veiði, hátt markaðs- verð afurða og lágt verð á aðföngum. En ríkisstjórnin hefur borið gæfu til þess að koma ekki í veg fyrir góðæri og ár- angur í efnahagsmál- um þegar svona vel hefur árað. Efna- hagsstjórn frá stofn- un lýðveldisins ein- kennist nokkuð af því að ríkisstjórnir gripu til ráðstafana of seint og þegar áhrifa aðgerðanna fór að gæta var upp- haflega ástandið orðið allt annað. Þess vegna höfðu aðgerðir stundum þveröfug áhrif. Árið 1987 lögð- ust menn til dæmis í lántökur og ríkisumsvif þegar mikil þensla var ríkjandi. Sú ríkis- stjórn sem hér hefur setið síð- ustu fjögur ár hefur verið var- færin og hefur ekki komið í veg fyrir góðærið heldur hefur getað nýtt það til góðra hluta eins og að greiða niður skuldir ríkis- sjóðs. Þetta verða menn einfald- lega að viður- kenna. Þeir hafa hins vegar enn ekki hrófl- að við bákninu, það er enn kjurrt, gagn- stætt loforðum Sjálfstæðis, og hefur eflst ef eitthvað er.“ Hvemig sérðu fyrir þér framtíð Sam- fylkingar og Vinstrí grænna? „Samfylkingin er fyrst og fremst orða- gjálfur og það skiptir ekki svo miklu máli hvað verður um orða- gjálfrið. Þetta er hávaði í fólki sem reikar um með skoðanir út og suður. Málatilbúningur Vinstri-grænna á aftur á móti lítið skylt við stjórnmálaskoðan- ir, að mínu viti. Einhver sagði að þar væri búið að sameina þá sem hefðu rangt fyrir sér í öllum „Við búum núna í ann- ars konar samfélagi en var árið 1980. Það er ekki lengur um það að ræða að aftasta Maggi- súpan í hillunni sé ódýr- ust. Það var þetta sem forstöðumaður Hag- fræðistofnunar var að reyna að segja með hagfræðilegum orðum en er sakaður um mútu þægni fýrir vikið.“ málum. Samfylking og Vinstri grænir eru í raun og veru lausn ákveðins flóttamannavandamáls, flóttamannavandamáls sem myndaðist þegar ekki var lengur hægt að setja á flot Alþýðu- bandalagið eða Kvennalista. Annar bópurinn bjó um sig í flóttamannabúðum innan Al- þýðuflokksins, það eru samfylk- ingarmenn, hinn hópurinn hef- ur búið um sig á strandstað og mun vafalaust um síðir samein- ast einhverjum flokki. Hugmyndin um að sameina vinstrimenn hef- ur lengi verið lif- andi og jákvæð- asta mynd þeirra hugmynda er Reykjavíkurlist- inn. Það bland- ast engum hug- ur um að það var orðið mjög tímabært að hvíla forystu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Sof- andahátturinn og spillingin í Reykjavíkurborg var orðin óbærileg. Nú er þetta að breyt- ast. Menn eru að vakna til vit- undar um hlutverk sitt sem borgarar og jafnvel sjálfstæðis- menn eru skyndilega farnir að hafa áhuga á málefnum borgar- Sjálfur kýs ég að kenna mig ekki við neina einstaka stjórnmálastefnu. Hins vegar vil ég horfa á hvert tilvik fyrir sig og viðurkenna það sem vel er gert. Menn verða að nálgast málin með opnum huga en ekki eingöngu með opnum munni." innar og efna til andófs og mót- mælaaðgerða um borgarmál, sem er alveg nýtt, og hafa tölu- vert til síns máls. Sigur Reykja- víkurlistans byggðist á því að vinstri mönnum lánaðist að sameina krafta sína að baki hæf- um forystumanni sem fólkið treysti og er hvorki spilltur né tengdur hagsmunahópum. Menn treystu einfaldlega Ingi- björgu Sólrúnu af því hún er sanngjörn og heiðarleg og lýgur ekki upp á fólk eins og sumir stjórnmálamenn eru nú uppvísir að.“ - En er það ekki hið besta mál að safna jafnaðarmönnum í einn flokk eins og virðist vera að gerast við tilkomu Samfylkingar? „Þarna er ekki verið að sam- eina jafnaðarmenn í einn flokk. Hér er um lausn á flóttamanna- vandamáli að ræða. Auk þess má minna á að flestir jafnaðarmenn eru auðvitað í Sjálfstæðisflokkn- um. Samfylkingin er engin lausn fyrir hægri krata. Ekki hefur heldur enn komið fram forystu- maður sem nýtur trausts. Allir sem hafa gert tilkall til forystu eru málpípur hagsmunahópa eða klíkna, en það á svosem við um flesta menn. Ingibjörg Sól- rún gæti auðvitað veitt þessari samsuðu forystu en ég efast um að hún vilji það. Hvers vegna? Vegna þess að það vantar eitt hjólið undir þessa sameiningu vinstri manna. Og það er hið mikilvæga hjól Framsóknar- flokksins. I vinstri stjórnum hafa framsóknarmenn ætíð verið hið jarðbundna hjól sem tengdi póli- tískt glamur gáfumannaliðsins við jörðina. Framsóknarmenn eru þrátt fyrir allt fulltrúar ákveðinnar hefðar í stjórnmál- um. Samvinnuhreyfingin byggir á draumórasósíalisma Owens og nú þegar hinn vísindalegi sósí- alisni er runninn á rassinn og er orðinn gjaldþrota þá hlýtur hinn óvísindalegi sósíalismi að eiga aftur leik. I rekstri eru tvær leið- ir færar, eins og allir heilbrigðir menn sjá. Það er annars vegar einstaklingsframtakið og hins vegar samvinna. Það er alveg sama í hvað samfélögum við erum, þessar tvær leiðir munu alltaf vera færar. Félagslegar lausnir og einkalausnir eiga mis- vel við eftir aðstæðum. Einka- lausnir eiga vel við í framleiðslu en hugsanlega ekki eins vel við í heilbrigðismálum. Og það er merkilegt sem Islendingar hafa sýnt fram á að það borgar sig að ríkið borgi meðferð alkóhólista, því ef tuttugu menn fara í með- ferð þá munu tveir menn sem rennur af borga meðferðina fyrir alla í þjóðhagslegum hagnaði. Þetta þýðir það í reynd að óbein áhrif þess að gefa drykkjusjúk- lingunum meðferðina eru svo mikil að það hagkvæmasta sem ríkið getur gert er að gefa mönn- um meðferð við drykkjusýki." - Biddu við, nu er ég ekki með, hvað kemur meðferðartalið skyn- samlegri efnahagsstjómun við? „Það er hagkvæmt að ríkið borgi fyrir meðferðina en það þarf ekki að þýða að það sé hag- kvæmt að hafa reksturinn á hendi ríkisstarfsmanna. Hér á Iandi eru það einkafyrirtæki sem sér um rekstur meðferðarstofn- anna í samkeppni við ríkisstofn- anir og það er gott. Yfirleitt fer það einkaaðilum betur að reka sjoppuna en það þýðir ekki að ríkið geti ekki komið þar við sögu sem mikilvægur aðili, rétt eins og gerist í brennivínsmeð- ferðinni. Eg held að brennivíns- meðferðin sé stórkostlegt efna- hagslegt dæmi um það hvernig mögulegt er að samflétta félags- legar lausnir og einkalausnir."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.