Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 18

Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 DJÚPPÆLD Sigtrygg Baldursson, trommuleikara og í seinni tíð söngvara líka, er víst ekki mikil þörf á að kynna fyrir þjóðinni, svo þekktur hefur hann verið í rúman einn og hálfan áratug sem meðlimur í Þey, Kuklinu, Sykurmol- unum og í líki Bogomils Font hin síðari ár. Allra seinustu ár hefur kannski ekki svo mjög borið á kappanum, enda hann búsettur ásamt íjölskyldu sinni í Bandaríkjunum, í Madison, þar sem margt og mikið hefur reyndar verið að gerast í amerísku rokki (þar hafa t.d. sumar af helstu nýpönksveitunum haft bækistöðvar og/eða eru þaðan upprunnar, s.s. eins og No doubt og Garbage). Hefur Sigtryggur þar fundið sér ýmislegt til dundurs og m.a. verið í seinni tíð að kynna sér tölvupopp ýmiskonar og verið að semja tónlist á þeim nótum. I samstarfi við ann- an þekktan íslenskan tónlistarmann, Jóhann Jóhannsson í Lhooq og áður t.d. í Ham er afrakstur þessara pælinga Sigtryggs nú kominn á markað hérlendis. Kalla þeir sig dip og nefnist platan hi camp lo fi. Það þarf víst ekki að fara mörgum orðum um að tæknibyltingin hefur opnað ýmsar gáttir fyrir tónlistarmenn jafnt sem marga aðra og er svo greinilegt hvað, áður „einfaldan" trommuleikar- ann/ásláttarleikarann, Sigtrygg varðar. í félagi við Jó- hann hefur hann skapað með þessari plötu margrætt og nokkuð svo djúppælt verk, þar sem sampler, á íslensku hljóðsarpur (eins og lagt var til fyrir margt löngu á þess- ari síðu að fyrirbærið kallaðist), er í aðalhlutverki. Vind- ar úr ýmsum áttum koma þarna við sögu, gamlir sem nýir og má m.a. heyra djass, fönk og sálaráhrif í lögun- Margræður skapnaður Sigtryggs Baldurssonar og Jóhanns Jó- hannssonar. um sem framreidd eru að mestu í stíl trip hop fyrirbæris- ins. Onefndar eru svo raddirnar sem við sögu koma, Sara úr Lhooq, Magga Stína, Jónsi úr Sigur rós og síðast en ekki síst Emiliana Torrini. Fer hún ekki hvað síst á kostum í laginu Come out, sem nú heyrist æ oftar á öld- um ljósvakans. Hinn „svarti“ keimur sem heyrist i söngnum hjá stúlkunni er hreint afbragð. Ljóst er að þessi plata er ekki alveg fyrir hvern sem er, til þess er hún of margræð og krefst þess að gaumgæfilega sé hlustað. Fyrir hina sem víst eru færri, en kafa djúpt í tónlistina, er þetta hins vegar hin forvitnilegasta skífa. íslandmeð SpHverkinu. Heimild f varanlegu formi. ISLAND Spilverksins Engum blöðum er um að fletta, að á seinni hluta áttunda ára- tugarins var Spilverk þjóðanna, með nokkrum sanni afsprengi Stuðmanna, ein af mest áber- andi hljómsveitum landsins. Með Valgeir Guðjónsson, Sigurð Bjólu, Egil Ólafsson og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem kjölfestu lengst af, náði Spilverkið mikilli hylli meðal landsmanna og gerði á ferli sínum, á árunum 1975 til 1979, plötur sem enn þann dag í dag þykja í hópi merkari verka í íslensku dægurlagapoppi. Fyrsta samnefnda platan, Götuskór, Sturla og ísland eru dæmi um þessar plötur. Sú síðasttalda frá árinu 1978 og sú næstsíðasta, ef rétt er munað, sem flokkurinn sendi frá sér, eru nú komnar út að nýju á geislaformi. Líkt og fyrri endurútgáfur á plötum Spilverksins er þessi útgáfa gott og þarft verk í að setja á varan- legt form merka heimild í ís- lenskri tónlistarsögu, á svipaðan hátt og gerst hefur undanfarin ár með plötur Megasar, Þursa- flokksins og fleiri. Þeir sem átt hafa þessar plötur á breiðskíf- um, sem ef til vill eru nú famar að láta á sjá, hafa því með þess- um útgáfum gott tækifæri til að eignast þær að nýju. Sömuleiðis er þessi útgáfa mikilvæg í að kynna þessi verk fyrir tónlistar- áhugafólki af yngri kynslóðinni. Með slíkri endurútgáfu er því ekki hægt annað en að mæla. TAKTFESTA Verk sem í senn er í nýjum og gömlum anda. Eins og lesa hefur mátt hér á síðunni, er DHR útgáfan í Bret- landi, Digital Hardcore Recor- dings, í fremstu röð þeirra sem hafa á sínum snærum harða og framsækna danstónlist. Fara þar að sjálfsögðu fremstir í flokki Alec Empire og félagar hans í Atari Teenage Riot, sem náð hafa hylli víða um heim. En ekki er allt í hörðu hjá DHR eða samstarfsfyrirtækinu Geist, sem Alec hefur einmitt umsjón með. Platan I’m mysterous með Like a Tim er einmitt dæmi um þetta. Þar er að mestu um allt annað að ræða en mikla hörku og hávaða. Krafturinn er þó fyrir hendi í taktföstum lögum, sem draga dám af tónlist fyrri tíðar í meira lagi. Eru það áhrif frá Motown og Stax útgáfunum frægu, fönk og sálaráferð sem einkenna virðast þessa plötu, en með þeim blæ sem nútímatækn- in býður upp á. Koma lögin mörg hver svolitlu iði á kroppinn og er það ekki hvað síst að þakka sterkum og skemmtileg- um áslætti. Þeir sem pæla mikið í danstónlistinni og vilja hafa hana sem fjölbreyttasta, munu áreiðanlega kunna að meta þennan grip. LIKEATIM I'M SERIOUS Tllveran réttlætt Þó ferill bresku rokksveitarinn- ar 3 Colurs Red hafi ekki bein- línis verið dans á rósum, alla- vega eftir að hún fékk fljúgandi start með fyrstu plötunni sinni, Pure, fyrir röskum tveimur árum, hafa Pete Vukovic og fé- lagar náð að tína brotin saman þegar virkilega hef- ur á revnt og haldið ' ótrauðir áfram. Efuð- ust reyndar margir að sveitin myndi endast í að gera aðra plötu, en síðla vetrar varð það ljóst að svo yrði. Og það er víst óhætt að full- yrða að með henni er sveitin að sanna tilverurétt sinn full- komlega. Varð það eiginlega strax ljóst og fyrsta smáskífan af plötunni sem í vændum var, Beutiful day, tók að heyrast. Var þar á ferðinni frábært stig- magnandi rokklag, sem náði vel inn að hlustum bresks rokkunglýðs og svo víðar í framhaldinu. Önnur platan, Revolt stendur svo, í samræmi við smáskífuna, vel undir væntingum með fleiri fín- um rokksmeJlum á borð við Song on the radio, Pirou- ette og Para- layse. Sterkar laglínur ein- kenna þessi lög, sem jafn- framt hafa í sér mikinn kraft og seiglu. Rokk- l’lóran breslca er mjög Qölskrúðug um þessar mundir og margt þar sem gleð- ur eyrað. Þessi önnur plata 3 Colours Red, Revolt, er tví- mælalaust í hópi þess betra sem þar er að finna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.