Dagur - 03.07.1999, Síða 20

Dagur - 03.07.1999, Síða 20
3f>- LAUGASVAGUR 3. JÚLÍ 1999 RAÐAUGLÝSINGAR A T V I N N A Framtíðarstarf Óskum eftir starfsmanni í varahlutaverslun á Akureyri. Um framtíðarstarf er að ræða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist fyrir 8. júlí í pósthólf 122, 602 Akureyri. Merkt framtíðarstarf. Öllum umsóknum verður svarað. Grunnskólinn í Grindavík Lausar kennarastöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður: Bekkjar- kennsla í 1.-8. bekk, kennsla í kjarnagreinum í 9. bekk og myndmennt. Grindavík er blómlegt bæjarfélag með 2.200 íbúa í aðeins 50 km fjarlægð frá höfuðborginni. Nemendur eru um 380 í 1.-10. bekk. í skólanum er unnið framsækið starf af áhugasömu starfsliði. Yfir- standandi eru miklar byggingarframkvæmdir við skólann og verður hann einsetinn að þeim loknum. Grindarvíkurbær greiðir álag á föst laun kennara auk þess sem sérstok fyrirgeiðsla er í boði fyrir nýja kennara. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í vs. 426-8555, hs 426-8504 og 426-8363. Umsóknafrestur er til 5 júli. Skólastjóri. Reykhólaskóli Reykhólum Lausar kennarastöður 1. Kennari í almennum kennslugreinum með kennslu í ensku í 5.-9. bekk og dönsku í 10. bekk. Fullt starf. 2. Kennari í handmennt og smíðum, fullt starf. 3. Sérkennari í fullt starf. Umsóknarfrestur er til 9. júlí 1999. Upplýsingar gefur skólastjóri, Skarphéðinn Ólafsson í símum 434 7807 og bílasíma 852 0140 og einnig skrifstofa Reykhólahrepps í síma 434 7880. Reykhólaskóli er einsetinn heimangönguskóli með um 50 nemendur. Skólinn er á Reykhólum og er starfsaðstaða kennara góð. Mötuneyti er rekið fyrir skólann. Sveitastjórn mun aðstoða við útvegun húsnæðis, sem greitt er fyrir samkvæmt sérstökum samningi. Eyjafjarðarsveit Hrafnagilsskóli Nú fer hver að verða síðastur! Kennara vantar í eina stöðu í efri bekkjum. Meðal kennslugreina: raungreinar, sam- félagfræði, stærðfræði, smíðar og saumar Nánari upplýsingar veitir Anna Guðmunds- dóttir, skólastjóri, í síma 463-1137, netfang annag@ismennt.is og heimasíma 463-1127. AKU RE YRARBÆR Tölvu og upplýsingamál Stjórnandi Auglýst er laust til umsóknar starf stjórnanda á þjónustu- sviði. Meginverkefni er yfirumsjón og ábyrgð á tölvumál- um bæjarkerfisins þar sem í notkun er m.a. eftirtalinn búnaður: AS/400 kerfi, Novell netstýrikerfi og Windows umhverfi. Einnig er bærinn að innleiða Lotus Notes hópvinnukerfi. Starfsmenn í tölvudeild eru nú þrír. Margs konar þróun er í gangi og stendur fyrir dyrum. Á þjónustusviði hafa stjórnendur ekki algjörlega afmark- aðan starfsvettvang, heldur bera ábyrgð á skilgreindum verkefnum og vinna að þeim með öðrum stjórnendum og starfsmönnum. Leitað er að umsækjanda sem hefur menntun og/eða mikla reynslu og áhuga á tölvu- og upplýsingamálum. Nánari upplýsingar um starfið gefur Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri í síma 462-1000. Umsóknir með góðum upplýsingum um nám og fyrri störf berist til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 16. júli. Starfsmannastjóri. Hafralækjarskóli í Aðaldal auglýsir eftir skólastjóra Hafralækjarskóli er grunnskóli og er staðsettur í Að- aldal um það bil 20 km frá Húsavík og um 70 km frá Akureyri. Skólinn býr við góða aðstöðu til náms og kennslu. Skólinn er einsetinn heimanakstursskóli með um það bil 100 nemendur úr 4 sveitarfélögum, þar sem sam- kennsla árganga er umtalsverð. Áhersla á list- og verk- greinar, þó einkum tónlist, eru helstu einkenni skóla- starfsins. Innan veggja skólans er rekinn tónlistarskóli með sameiginlega stundaskrá, aðstöðu og búnað. Við skólann er rekin sérdeild, sem þjónar meðferðarheimil- unum í Árbót og Bergi. Umsóknarfrestur er til 16. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur Svanhvít Magnúsdóttir, skóla- stjóri, í síma 464-3580 eða 464-3581 og Dagur Jó- hannesson, oddviti, í síma 464-3510 eða 464-3520. Heilbrigðisstofnunin Selfossi Sjúkrahús Á sjúkrahúsið óskast hjúkrunarfræðingur til starfa á hand- og lyflækningasviði. Um er að ræða fjölbreytt störf við góðar aðstæður. Vinnu- hlutfall og vaktafyrirkomulag er samningsatriði. Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem vilja komast burt úr borgarerlinum en þó er stutt í höfuðborgina. Á Selfossi er góð aðstaða til íþróttaiðkana, fjölbreytt verslun og hvers konar þjónusta. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Upplýsingar um verkefni sjúkrahúss, starfsum- hverfi, launakjör og aðra þætti gefur Margrét Sigurðardóttir, deildarstjóri, í síma 482-1300, gsm 861-5563. Símenntunarmiðstöðin • Box 32, Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes.* Sími: 437-2390/863-0862 • Fax; 427-1494 Netfang: bjorg@simenntun.is • Veffang: www.simenntun.is Skrifstofustarf í Borgarnesi Símenntunarmiðstöð Vesturlands vill ráða starfs- kraft í 60% vinnu við skrifstofustörf; fjármál, bók- hald, símsvörun og skráningu á námskeið. Góð tölvu- og bókhaldskunnátta nauðsynleg. Símenntunarmiðstöðin hefur skrifstofu að Bjarna- braut 8 í Borgarnesi, en þjónar öllu Vesturlandi. Símenntunarmiðstöðin er samstarfsverkefni sveit- arfélaga, atvinnulífs og menntastofnana og hlut- verk hennar er að efla fullorðinsfræðslu, endur og símenntun með námskeiðshaldi og fjar- kennslu. Umsóknir berist fyrir 9. júli til Símenntunarmið- stöðvarinnar, Box 32, 310 Borgarnesi. Upplýsingar veitir Þórir Ólafsson í síma 431- 2544 eða 431-2528. Snæfellsbær Leikskólakennari óskast Við í leikskólanum Kríubóli á Hellissandi óskum eftir leikskólakennara til starfa. Kríuból er lítill tveggja deilda leikskóli með sveigjanlegan vistunartíma. Við leikskól- ann starfa 34 börn, einn leikskólakennari ásamt áhuga- sömu og metnaðarfullu starfsfólki, sem vilja fá leikskóla- kennara til liðs við sig frá og með 16. ágúst nk. Umsóknir þurfa að berast fyrir 9. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 436- 6723. Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað uppeldismenntað starfsfólk eða fólk með reynslu af uppeldisstörfum. Snæfellsbær er ungt sveitarfólag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðurvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. í góðu veðri er Hellissandur í tveggja tíma aksturfjarlægð frá Reykjavík - og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli. í Snæfellsbæ býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæ- fellsbæinga velkomna. Hór er líka sérstaklega fallegt umhverfi enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Kennarar Kennara vantar við Grunnskólann á Bakkafirði næsta skólaár. Meðal kennslugreina er almenn kennsla, enska, danska og handmennt. í skólan- um eru 15 nemendur í 1.-9 .bekk. Skólastarfið er metnaðarfullt og skólinn vel búinn tækjum. Sveitar- félagið útvegar húsnæði og greiðir flutningsstyrk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Sigríður Hlöðversdóttir í síma 473-1636 og skólanefndar- formaður, Rósa Magnúsdóttir í síma 473-1663. Umsóknarfrestur er til 25. júli.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.