Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 14
LÍF OG HEILSA ^ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 Sumarleyfisferðalög standa nú sem hæst. Ýmsir pússa upp gönguskóna, aðrir setjast upp í bílana og halda út á vegi og vegleysur en hinir eru líka margir sem kjósa vegi loftsins og ferðast langt á skömmum tfma. Ekki er þó öllum rótt þegar þeir stíga um borð í flugvélar. Fjölmargir finna til flug- hræðslu og virðist hun einkum leggjast á fólk á aldrinum 30- 40 ára. Eins og fleiri tegundir fælni er hún algengari meðal kvenna en karla og talið er að um 50% kvenna finni til ótta við að fljúga. Einkennin eru innilokunarkennd og óöryggi sem lýsir sér með örum hjart- slætti, svita og hröðum andar- drætti. Hugsanir sem tengjast aðstæðunum geta komið þess- um ónotum af stað en oft ná þau hámarki þegar komið er inn í vélarnar þar sem farþegar „Stór hluti námskeiðanna gengur út á að upplýsa fólk um öryggisbúnað flugvéla, hvernig tæknin vinnur og hvernig hafa enga stjórn á aðstæðum þjálfun starfsfólks er háttað, “ segir Hallgrímur Sigurðsson. Flutjhræðsla og finna sig algerlega vanmáttuga. Fólk reynir ýmsar aðferðir til að yfir- vinna þennan ótta, til dæmis að fá sér neðan í því áður en Iagt er upp og algengt er að sjá fólk raða sér við harinn í flug- stöðvunum, jafnvel kl. 6 að morgni. En slíkar aðferðir eru fremur haldlitlar að sögn Eiríks Arnar Arnarsonar, sálfræð- ings, sem hefur aðstoðað marga sem ótt- ast það að fljúga. „Fræðsla um vandamálið er mun betra meðal og hægt er að hjálpa fólki heilmik- ið með tiltölulega einföldum aðferðum," segir hann og kveðst leggja áherslu á að kenna fólki að takast á við hugsanir og spennu sem tengist því að fljúga. „Slökun er mikilvæg aðferð til að takast á við spennuna. Svo er kjörið að fara út á Reykjavíkurflugvöll og fylgjast með að- stæðum þegar verið er að skrá fólk til flugs, hlusta á brottfarar- og komutil- kynningar, sjá fólk koma og fara og upp- lifa að allt gengur þetta eðlilega fyrir sig.“ Aðsókn er mikil að námskeiðum sem haldin hafa verið til að hjálpa fólki að sigrast á flughræðslu. Þar hefur Hallgrím- ur Sigurðsson, forstöðumaður rekstrar- deildar Flugmálastjórnar, tekið á móti mörgum þátttakendum. „Stór hluti námskeiðanna gengur út á að upplýsa fólk um öryggisbúnað flugvéla, hvernig tæknin vinnur og hvernig þjálfun starfsfólks er háttað. Fólk er nefnilega mun öruggara í flugvélunum en það held- ur. I fyrsta lagi eru flugvélar sendar í gagngerar skoðanir oft á ári og skipt um hluti í þeim reglulega þótt þeir séu í lagi. Svo eru öryggiskröfurnar þannig að flug- vél fer aldrei í Ioftið nema hafa einn tryggan varavöll, annan en þann sem för- inni er heitið til og drjúgan skammt af eldsneyti fram yfir það sem hún þyrfti að nota að þeim varavelli," segir Halígrímur og bætir við að rækilega sé vakað yfir öllu flugi af jörðu niðri og ekki megi gleyma því að áhafnir vélanna hafi fullan hug á að skila farþegum heilum á áfangastaði og komast sjálfar klakklaust heim. GUN Ráð gegn flughræðslu Slökun er eitt besta ráðið \4ð flug- hræðslu. Til að ná henni getur verið þörf á námskeiði en einnig eru til spólur eða diskar með slökunartónlist er geta gert stórt gagn. Sérstök öndun sem kennd er á slökunar- og jóga- námskeið- um kemur hvergi bet- ur að not- um en þegar flug- hræðslan herjar á. Flestir reyna að bera sig vel og láta ekki á neinu bera þótt óþægindi flughræðsl- unnar geri vart við sig. Einn liður í að byggja upp öryggiskennd getur þó verið fólginn í að tjá sig um líðan sína við flug- freyju/flugþjón. Þetta fólk er þjálfað í að annast flughrædda farþega og því er óþarft að vera hræddur við að láta hræðs- lu sína í ljós ef hún er fyrir hendi. Ekki er sama hvar setið er í flugvélinni. Sætin yfir vængjunum og allra fremst hristast minna en önnur. Gott er líka að reyna að hafa eitthvað fyrir stafni meðan á flugferðinni stendur annað en sitja og bíða eftir ókennilegum hljóðum og ónotalegum hreyfingum flugvélarinnar. Góður reyfari sem hægt er að gleyma sér við getur gert meira gagn en nokkurt námskeið. Gott er að fara í huganum yfir tíðni flugslysa og þá lýkst væntanlega upp fyr- ir mönnum að hún er mjög lág. Ekkert slys í farþegaflugi hefur t.d. orðið á Norð- ur Atlantshafi síðustu 20 árin þrátt fyrir að um það svæði fari um 800 vélar dag- lega, að jafnaði. Islenska flugstjórnar- svæðið erum það bil 5,3 milljónir ferkíló- metra að stærð og talið er að um það fari um 70 þúsund farþegar á sólarhring. Netklámfíkn Jón gerir sér grein fyrir aö hann eyðir of miklum tíma í klámið og er fullur sektar- kenndar. Hann gerir sér grein fyrir eyðilegg- ingunni sem hegðun hans hefur en samt getur hann ekki hætt. Á Netinu er hægt að finna ALLT um kynlíf. Upplýsingar um kynlíf í sögulegu samhengi, kyn- Iífsheimspeki, leiðbeiningar um munngælur, leiðbeiningar um bindileiki, leiðbeiningar fyrir dragdrottn- ingar, kynlífsleikfangaverslanir, erótískar sögur, myndbönd af ástarleikjum venjulegs fólks, prófessíónal pornómyndir og myndbönd og uppskriftir fyrir mat sem er etinn af líkama eísk- hugans/ástkonunnar. En Netið geymir líka mikinn ósóma og ógeð, eins og upplýsingar og myndir sem tengjast misnotkun á börnum eða dýrum eða full- orðnu fólki. Að vísu varðar það við lög að dreifa slfku efni á Net- inu, en erfitt er að ná til net- perra og koma þeim úr umferð og á meðan vex viðbjóðurinn eins og ógeðslegur arfi og meng- ar Netið. Það frábæra upplýs- inga, skemmtunar og fræðigildi sem Netið hefur er því tvíeggja og getur verið niðurrífandi og mannskemmandi afl þegar börn, pervertar og fíklar eru annars vegar. Sjálfráða, vel vakandi full- orðið fólk með heilbrigðan fræði- eða skemmtiáhuga á kyn- lífi getur hins vegar notað Netið í leik og starfi, ekki skyldi líta fram hjá því. Fjandakornið þarna notaði ég heilbrigðishug- takið; þá verð ég að útskýra: það telst heilbrigt kynferðislega sem er stundað meðal einstaldinga sem allir eru samþykkir og upp- lýstir um það sem fer fram, þess vegna getur ekki talist heilbrigt að beina kynferðislegum áhuga/athöfnum að t.d. börn- um, dýrum eða þroskaheftum einstaklingum sem hafa ekki forsendur eða þroska til að skil- ja hvað á sér stað og geta þess vegna ekki veitt upplýst sam- þykki. A sama hátt er kynlíf óheilbrigt ef þátttakandi er upp- lýstur en ósamþykkur; það heitir öðru nafni ofbeldi. Jón og Rósa Fíkn í kynferðislegt efni á Netinu fer vaxandi. Hún getur birst í brjálæðislegum áhuga og tíma sem er eytt í að skoða alls kyns efni s.s. klámvídeó, klámmyndir eða hangsi á klámspjallrásum. Netklámfíklar eyða það miklum tíma í iðjuna að það hefur trufl- andi áhrif á líf þeirra á einhvern hátt: Jón var farsæll verðbréfasali þar til hann ánetjaðist klámsíðu ungpíunnar Wild Rose, sem set- ur inn ný klámmyndskeið af sér og ýmsum vinum sínum daglega, svo nú eyðir hann nær hálfum vinnudeginum í að skoða Rósu hina villtu og aðrar síður sem hún góðfúslega bendir gestum sínum á. Nú er forstjórinn í XYZ þar sem Jón vinnur, búinn að reka augun í hratt dvínandi ár- angur Jóns í braskinu og á hann eru runnar tvær ellegar þrjár áhyggjugrímur. Jón og hans líkar eiga það líka til að einangrast frá samskiptum við annað fólk, t.d. vinnur Jón nú fram eftir til að geta hangíð lengur með Rósu sinni og hann er steinhættur að mæta í körfu með strákunum. Þá sjaldan að hann mætir í körfuna er hann algjörlega upptekinn af hugsunum um Rósu og vini hennar; þráhugsanir og áráttu- hegðun eru algeng einkenni Net- klámfíkla. Síðan hennar Rósu hentar Jóni mjög vel því hann hefur, eins og margir Netklám- fíklar, myndað með sér þol gagn- vart efninu og þarf sífellt að fá eitthvað nýtt til að ná sama örv- unarstigi. En Rósa er mjög samviskusöm stúlka og sér Jóni alltaf fyrir nýjum og safaríkum myndskeiðum. Jón gerir sér grein fyrir að hann eyðir of miklum tíma í klámið og er fullur sektar- kenndar t.d. gagnvart strák- unum í körfunni, mömmu sinni sem hann mætir ekki Iengur til í sunnudagslæri, forstjóranum í ÞÆÖ og dóttur sinni sem hann á lög- um samkvæmt að sjá um aðra hvora helgi en skorast nú undan ábyrgðinni f aukn- um mæli. Hann gerir sér grein fyrir eyðileggingunni sem hegðun hans hefur en samt getur hann ekki hætt og það veldur honum vax- andi kvíða og þunglyndi. Von fýrir Jón En Jón á sér von. Netklám- ffklar hafa getað nýtt sér meðferð sem byggð er á tólf spora kerfi AA, því ætti hann hið snarasta að taka upp tólið (símtólið) og hringja í SÁA eða á fíknimeðferð- ardeild Landspítalans. Hann get- ur líka snúið Netinu sér í vil og heimsótt síðuna onlinesexadd- ict.com sem hefur að geyma góð ráð og Ieiðbeiningar fyrir þá sem eru háðir ldámefni á Netinu. KYIMLIF Ragnheiöup Einíksdóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.