Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 - 23 LÍFÍÐ í LANDINU jonsson kanbli ett & fyíterGunnilse 1 #t>. ,»tník iiltoning I • n urknvft i 1 1 Aíjmr Friftioi#*'". '«■ ’ I : ílwwndo fromtid knW’i A ttiotpnöunmÍKötiUen&ími' 1 jH ^ 1 nremiaren i 1»'»™ r,lt- j ■ llv. KnnkoWill* >•> ■ ,m»t(im, Tvkf>lt*i*l“; ] ■ rel.»rioonur»u»pp»t«t H Konccvi ^unna B5 000^:^*'*^ „Það var þannig að fyrir tæp- lega tveimur árum kom ungl- ingalandsliðsþjálfarinn, Nisse Andreasen, kom að máli við mig og sagðist vilja velja mig í sænska unglingalandsliðið. Eg sagði honum að ég væri Islend- ingur og væri því ekki gjaldgeng- ur í sænska unglingalandsliðið. Hann sagðist kippa því í liðinn með því að ég sækti um sænsk- an ríkisborgarrétt. Ég fékk smá- tíma til að hugsa um þetta og við ræddum það heima. A end- anum varð fjölskyldan sammála um að ég gerðist Svíi þar sem ég er fæddur hérna og þekki nánast enga jafnaldra mína frá Islandi og alls enga fótboltastráka." - Var ekki góð tilfinning að geta valið um að leika með tveimur landsliðum? „Eiginlega hafði ég aldrei neitt val um það. Ég vissi ekki um áhuga Guðna Kjartanssonar, unglingaþjálfara heima, fyrr en ég hafði gerst sænskur ríkisborg- ari. Hann hringdi nokkrum sinnum og ræddi við mig en lagði aldrei neina pressu á mig og virti þá ákvörðun sem við höfðum tekið. Hann var einstak- Iega Ijúfur og skildi að ég ætti alla mína vini í sænska boltan- um og það væri því ekki óeðli- legt að ég keppti með þeim í al- þjóða keppnum". Nú hefur Asgeir leikið tólf leiki með unglingalandsliðinu og skorað þrjú mörk. I sumar fer Evrópukeppni unglingaslands- liða fram í Gautaborg og þar verður Asgeir í eldlínunni með Svíum. Hann tekur það skýrt fram að þó hann sé sænskur rík- isborgari og leiki með sænsku landsliði sé hann stoltur af upp- runa sínum og Islandi. í atvinnumennskuna Fyrir tveimur árum hóf Asgeir atvinnuferil sinn í knattspym- unni samhliða því að stunda nám í menntaskóla. „Jú, nú er fótboltinn orðinn lifibrauðið og verður vonandi næstu árin. Það er kannski dá- Iítið skrítið að aftur gekk ég ffam hjá þeim Blá-hvítu í Gautaborg þegar ég fór í at- vinnumennskuna. Mér var boð- inn samningur við Gautaborg en sagði nei og gekk til liðs við fyrstu deildarliðið Gunnilse í staðinn. Ég vissi að ég myndi ekki komast strax í aðalliðið hjá Gautaborg og óvíst hvað maður fengi að spila mikið með því. Þess vegna varð Gunnilse fyrir valinu því ég vildi öðlast Ieik- reynslu í deildarkeppninni. Manni fer ekki mikið fram ef maður situr bara á varamanna- bekknum og horfir á hina spila. Ég komst strax í liðið hjá Gunnilse og er nú með samning við liðið til ársins 2001. Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og verið í fyrsta sæti suður- deildarinnar. Það er allt kapp lagt á að vinna sæti í úrvals- deidlinni, Alsvenskan, og mögu- Ieikar okkar eru góðir, alla vega eins og er“. Asgeiri hefur gengið mjög vel með Iiðinu og skoraði mikið af mörkum meðan hann lék í stöðu framherja. Nú hefur hann verið færður út á kantinn og hefur sent margar sendingar fyrir markið sem endað hafa í netbúri andstæðinganna. Erammistaðan hefur orðið til þess að lið í Evr- ópu eru farin að sýna honum mikinn áhuga. Hann hefur dval- ið hjá þýska liðinu Stuttgart sem er spennt fyrir að fá hann í sínar raðir. Draumur Asgeirs er þó að fá tækifæri til að leika á Italíu í framtíðinni. Ekki sá eini ífjölskyldunni Ásgeir er ekki eini knattspyrnu- maðurinn í fjölskyldunni. Yngri bróðir hans, Arnar Már, sem er fjórtán ára leikur einnig með unglingaliði Gunnilse. Hann er sagður mjög efnilegur og eiga góða framtíð fyrir sér í boltan- um. Það fór ekki fram hjá blaða- manni Dags að greinilegt var að fjölskyldan er mjög sam- hent. Eoreldrarnir styðja strák- ana dyggilega og taka þátt f öll- um þeirra hugleiðingum og ákvörðunum f sambandi við fótboltann. Ekki er flanað að neinu og ekkert gert án þess að markmiðið sé Ijóst. Enda sagði umboðsmaður Ásgeirs, Janni Olson, að með þessu áfram- haldi þyrfti Ásgeir ekki að kvfða framtíðinni. -GÞÖ Úrklippur úr sænskum blöðum þar sem farið er mörgum fögrum orðum um Ásgeir Friðjónsson og hæfileika hans. | ging N | mo' n n sisong. Asgeír f Frkh utrops■ ttcken IGun- nilst. Steingrímur hefur beðið konu á þrítugsaldri og varð hissa þegar hún játaðist honum. Hin heppna er Spánverji og Tatari og Dani og segist vera blaðamaður en það gæti verið feminísk lygi. 50°/o Reykvíkinga orðið til í leigubfl Steingrímur St Th. Sig- urðsson list- málari hefur flust til Vest- fjarða og á voná dönsku kvonfangi til landsins. Aldursmunur- inn ertæp hálföld og Steingrímur hélt að hann værí að missa heymina þegar sú danska játaðist honum. „Já halló, ertu blaðamaður? Heyrðu, ég er að opna myndlist- arsýningu á Vestfjörðum. Ég er búsettur þar og alfluttur. Ég á ekki eftir að heimsækja Suður- Iand aftur nema þá til að mæta á jarðarfarir og það máttu hafa orð- rétt eftir mér. Ég er kominn hing- að til að beijast. Ég þekki Vest- firðinga og ef gæfa mín liggur einhvers staðar þá er það hjá þeim. Ég er búinn að kaupa hús á Bíldudal en hins vegar fer sýning- in fram á Isafirði. Hún verður í Alþýðuhúskjallaranum, sem heitir Krúsin núna. Hefurðu komið til ísafjarðar?" Já, einu sinni... „Þetta er fjögurra daga sýning og ég opnaði á fimmtudagskvöld ojg þama verða uppákomur. Jón Ólafsson sá hinn mikli söngvari frá Bíldudal ætlar að syngja. Svo reikna ég með að við fáum hljóm- sveit Viíla Valla, gamla tímann sem er að hverfa. Hver er pabbi þinn á Akureyri?" Hann er ekki frá Akureyri. „Ertu frá Reykjavík?" Nei, nei. „Hvaðan?“ Ég er Mývetningur. „Nú, þá ertu ákveðinn. Eflaust þá af annað hvort Reykjahlíðar- ætt eða Gautlandakyninu?" Já, hvoru tveggja held ég. „Þá ertu námsmaður. Varstu í MA?“ Já, reyndar.... Hvað varir sýn- ingin lengi hjá þér? Ekki vinsælir frekar en ég „Hún stendur fram á mánudags- kvöld og ég mun lesa kafla úr óprentaðri bók sem kemur út í haust og heitir Lífsmynd. Þar er langur kafli um vestfirskan hugs- unarhátt. Vestfirðingar eru dálítið miklir fyrir sér og ekkert undan- drag hjá þeim eins og er almennt með þjóðina. Fáir þekkja Vestfirð- inga. Þeir gefa engar skýringar, em duglegir, sjálfstæðir, rotta sig ekki saman, en em ekkert sér- staklega vinsælir. Ekki fremur en é8-“ Þakka þér fynr. Ég hef þá þetta. „Láttu þetta allt koma. Heyrðu þú mátt líka spyija um eitthvað ósvífið. Þegar ég var í blaða- mennsku þá var oft talað um að hún yrði að vera próvókatíf, blaðamenn yrðu að fara út á ystu nöf. Annars væri ekkert líf. Þetta má ekki verða neitt saumakonu- blað hjá ykkur, fölt og frosið." En þú þekkir það þá væntan- lega líka frá þinni blaðamannatíð að blaðamenn vilja sjálfir ráða hvort eða hvenær þeir spyija pró- vókatífra spuminga? „Það er nokkuð til í því, ég var ekki að panta neitt hjá þér. Hel- víti ertu stoltur. Mér fannst þú fyrst tala eins og Húnvetningur en ég heyri það núna að þú ert Þingeyingur. Skelltu einhveijum ósvífnum spumingum á mig. Það má vera um Akureyri. Ein setning getur riðið baggamuninn." Þú segir það, hvemig er með þessa dönsku? „Hún kemur 21. september til landsins nákvæmlega." Engin aftursætisrapsódía Er hjónaband á döfinni? „Eg er kaþólikki maður. Held- urðu að það verði einhver íslensk aftursæta-, félagsheimila Hreyf- ilsrapsódía í gangi hjá mér. Þú veist að helmingur alíra Reykvík- inga er getinn í aftursætinu á ein- hveijum Hreyfilsbílum. Ég meina það.“ Hvað geturðu sagt okkur frá þessari konu? Hún er eitthvað yngri en þú? „Heldur betur. 27 ára en ég er 75. Ég bað hennar að fomum sið og hún sagði já. Ég hélt nú fyrst að ég væri farinn að heyra illa en ég er víst alveg með fálkaheym." Hvað heitir hún? „Hún heitir nafni sem er svo erfitt að bera fram að ég á eftir að læra framburðinn betur. Hún er Spánveiji og Tatari og Dani. Þama hefurðu það. Hún er sjúmalist. Blaðamaður? ,Ja, kannski lýgur hún. Það gæti verið femínin lygi. Hún sá blaðamannapassa frá Mogganum og fannst það helvíti flott.“ Þykir það flott? „Flott? Nema þá að það þyki flottara að vera með passa frá Degi. Blaðið er annars að skána hjá ykkur. Það var ekkert sérstakt á tímabili en þetta er allt að koma. Geturðu ekki reynt að vinna þig upp?“ Brýntað lesa Njálu daglega En það er sem sagt gifting framundan og konan kemur al- flutt? „Nú, hvað heldurðu? Annað hvort til eignar eður ei. Djöfull er Biggi annars vel ritfær. Ég bið að heilsa honum. Þú veist að þið verðið að vera betri en hinir. Veistu hvemig þú gætir æft þig í stíl? Þú átt að lesa kafla í Njálu, kafla í Sturlungu og þijár þjóð- sögur Skúla Gíslasonar á hveijum einasta degi. Þú veist að það em engir skólar héma og menn verða að bjarga sér sjálfir. Ég er búinn að kaupa mér 350.000 króna tölvu og gæti kennt þér á Inter- netinu hvemig á að skrifa stfl.“ Sjáum til með það. „Ég keypti hana sko út af bók- inni.“ Gefurðu hana sjálfur út? „Nei ertu bijálaður? Útgáfufyr- irtækið „Nú“ sér um það. Hún verður allt öðmvísi en hin bókin. Það eru loksins orðnar sættir milli mín og Þorsteins vegna hinnar bókarinnar." Segjum þetta gott Steingrímur. „Heyrðu, þetta má allt fara en annars er ég viss um að þú hefur tekið gott stúdentspróf. Þú hefur verið drykkfelldur og latur en hefðir vel getað fengið ágætis- einkunn. Einn frændi þinn gekk dmkkinn í gegnum embættispróf og fékk hæstu einkunn." Nú verðum við að slíta þessu Steingrímur. „Ég vil gera þig að ritstjóra." Þakka þér, blessaður. „Blessaður." Björn Þorláksson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.