Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 10
LIFIt) / LANDINU
26 - LAUGARDAGUR 3. júlí 1999
landið.
GUmar ^ Snjallharmonikuleikari og hefur honum verið boðið tii
____________ Ber9en í Noregi tii bess að spila. '
Hann er ættaður frá Streiti í Breiðdal. Gunnar með
uppeldisdótturinni.
Þijú á einu hjóli
Hún málar, hann spilar á
nikku, saman hjóla þau. Hjónin
Guðríður Jensdóttir og Gunnar
Guðmundsson hafa ferðast
mikið saman innanlands og
utan.
„Eg átti dreng sem missti sjónina og
þurfti að fara £ blindraskólann. Ég var
áður búin að sjá Gunnar og dauðvor-
kenndi honum að þurfa að ganga í vinn-
una á hverjum degi,“ segir Guðríður, en
Gunnar bjó á þessum tíma á Bjarkar-
götu og vann áður á skrifstofu Sam-
bandsins á Sölvhólsgötu 4.
Þau keyptu hús í Ingólfsstræti árið
1972 og hófu búskap. Þau segja
að staðsetningin hafi verið hentug
vegna þess að það var styttra í
vinnuna fyrir Gunnar, sem er
blindur. Hann þurfti þó að fara
yfir tvær umferðargötur, Banka-
stræti og Hverfisgötu. „Það var
sérstaklega erfitt fyrir hann að
fara yfir Hverfisgötuna, þar sem
ekki eru umferðarljós. Hann beið
þar stundum lon og don eftir að
komast yfir. Það gekk svo langt að
prestar voru farnir að leggja útaf
því við messu hvað hann væri þol-
inmóður," segir Guðríður.
Þau segjast hafa tekið húsið
mikið í gegn síðan þau keyptu það
og meðal annars var það tekið og
pússað allt að utan eitt sumarið
og málað. Þá voru reistir vinnu-
pallar og þau segja að nágrann-
arnir hafi óttast um Gunnar, þar
sem hann var að príla í þeim tíl
þess að komast áð til þess að
mála. „Eg reyndist bara vera Iið-
tækur málari," segir Gunnar og
Guðríður bætir því við að blindir
hafi sérstaka aðferð við að mála.
Fyrst sé málaður kassi, málað lá-
rétt inní hann og svo lóðrétt.
Vitlaus beygja á Jótlandi
Þau hafa ferðast mikið saman og
eru áhugafólk um hjólreiðar og
eiga tveggja manna hjól. Þau segja
að það hafi vakið athygli þegar þau voru
á hjólinu með uppeldisdóttur sína með
sér. „Við fórum stundum með Iitlu
stelpuna okkar út að hjóla. Við vorum
þá með barnastól á bögglaberanum
þannig að fólk rak upp stór augu þegar
að það sá þrjá einstaklinga á sama hjól-
inu,“ segir Gunnar.
Fyrrir allmörgum árum tóku þau þátt
í hjólreiðakeppni á Jótlandi. Þar voru
hjólaðir 25 km en þau segjast hafa á
einum stað tekið vitlausa beygju og
hjólað fimm til tíu km aukalega. Þau
segja að þrátt fyrir þetta hafi þau verið
einhverstaðar um miðjan hóp. Það hafi
margir þarna verið á flottum hjólum en
þau hafi fengið lánað hjól sem hafi ver-
ið hálfgerður garmur. „Við höfðum ekki
hjólið okkar með okkur út, en það var
nú svo sem allt í lagi. Við hjóluðum
þarna í einum spretti og skildum ekkert
í því að við sáum ekki nokkurt kvikindi
á hjóli í kringum okur. Svo kom leigu-
bíll á þeysispretti og sagði okkur að við
værum að fara eitthvað annað en til
stóð. Þetta tafði okkur talsvert.
Ég man eftir því að þarna voru svona
siglingsbrekkur sem ég átti nú ekkert
von á. Maður hefur alltaf haft þá ímynd
að Jótland væri ein flatneskja og maður
hafði það þarna á tilfinningunni að
Danirnir hafi hreinlega búið til brekkur
fyrir okkar að puða £,“ segir Gunnar.
Guðríður segir að áður en þau hafi farið
út hafi þau æft sig og hjólað svipaða
vegalengd og keppnisvegalengdina í ná-
grenni Reykjavíkur.
Paradís á jörðu
Þau hafa líka keyrt um landið, hafa
nokkrum sinnum farið hringveginn og
eitt sumarið voru þau í sumarbústað
austur á Héraði. „Við höfðum hann sem
bækistöð og fórum þaðan niður á firð-
ina. Þetta er dálítið sniðugur ferðamáti
ef maður er að heimsækja staði sem eru
kannski ekki í alfaraleið. Við fórum til
að mynda í Mjóafjörð. Það er alveg
dagsferð ef maður vill fara og skoða. Við
heimsóttum Vilhjálm Hjálmarsson á
Brekku. Hann er fróður maður um
þetta svæði bæði fyrr og síðar. Þarna á
Asknesi í Mjóafirði var mikil hvalstöð
fyrr á árum,“ segir Gunnar
Hann er að austan frá Streiti í Breið-
dal en hún er að vestan. Þau segja að
einu sinni hafi þau keyrt vestur á
Rauðasand, þar sem hún eigi skyld-
menni. „Ari Ivarsson, frændi Guðríðar,
sagði okkur ýmislegt um svæðið, rakti
kennileiti og ýmislegt þeim tengt.
Það var ákaflega sérkennilegt veð-
urlag einn daginn sem við vorum
þarna. Þá fórum við á fjörunni
niður á sandinn. Þá tók ég mig til
og hljóp alveg eins og ég lifandi
gat og var þá algjörlega lausbeisl-
aður. Maður hnaut þó nokkrum
sinnum um holur sem voru þarna
í sandinum. Síðan hvessti veru-
Iega og gerði ein 10 vindstig.
Sandinn skóf í rokinu. Þrátt fyrir
þessa miklu veðurhæð var 20
stiga hiti. Vindurinn stóð af fjöll-
unum, það var svona hnjúkaþeyr
þarna," segir Gunnar.
Guðríður segir að Rauðisandur
sé Paradís á jörðu. Fólk ætti endi-
lega að gera sér ferð þangað og
skoða, þar sé hægt að labba á fjöll
og margt að skoða. „Það er mikil
saga í Iandinu. Þarna er Sjöundá,
svo er upplagt að ganga inní Skor,
þar sem Eggert Olafsson ýtti bát
sínum úr vör. Svo eru þarna kola-
námur. Þarna er hrikalegt lands-
lag en fagurt. Ég stúdera fjöllin,
þau eru með allt öðru lagi fyrir
vestan en þau eru fyrir austan.
Gunnar stúderar fúglana. Ef mig
langar til þess að vita hvaða fugl
er hvað þá spyr ég hann,“ segir
Guðríður.
-PJESTA
„Ég stúdera fjöllin, þau eru með allt öðru lagi fyrir vestan en þau eru fyrir austan. Gunnar stúderar fuglana, “ segir Guðríður
Jensdóttir. mynd: e.ól.