Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 03.07.1999, Blaðsíða 6
V&ptr LIFIÐ I LANDINU 22 - LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 Islendingur í sænsku landsliði þeirra stað“. Það mátti heyra það á Ásgeiri að hann var sammála þjálfara sínum og vini, Marosi, sem þjálfaði hann í fimm ár. Þegar farið er eftir þeirri fallegu hug- sjón að allir eigi að fá að leika jafn mikið, burtséð frá getu, bitnar það miklu meira á þeim bestu en bætir miðlungsmenn- ina lítið. Hæfileikarnir ná ekki að njóta sín og þroskast nema menn fái að leika sem mest gegn sterkum andstæðingum. „Eg var heppinn að komast að hjá Marosi f upphafi. Hann lagði ofuráherslu á að ná því besta út úr hverjum einstakl- ingi fyrir sig. Hann var fljótur að sjá hvar eiginleikar okkar strákanna lágu og kom þvf til skila þannig að við lærðum og vissum hver styrkur okkar var, hvers og eins. Fljótlega eftir að ég kom til Kortedala var ég valinn í úr- valslið Gautaborgar. Úrvalslið- inu gekk mjög vel og við urðum í öðru sæti í landskeppni úr- valsliðanna það árið“. í sænska unglingalandsliðið - En hvað kom til að Ásgeir gerðist Svti? Frá Húsavík til Gauta- borgar í móðurkviði. Eftirsóttur knattspyrnu- maður frá níu ára aldri. Sænskur ríkisborgari vegna landsliðsins. Stoltur af íslenskum uppruna. Dreymir um að leika á Ítalíu. Ásgeir Friðjónsson er nítján ára knattspyrnumaður og nýút- skrifaður stúdent, sem vakið hefur mikla athygli í Svíþjóð fyrir hæfileika sína. Hann er orðinn sænskur ríkisborgari til að geta leikið með sænskum landsliðum. Vinstri fóturinn er vörumerki hans. Annað ein- kenni Ásgeirs er einstök hóg- værð og yfirvegun. Það er alveg ljóst að hann talar ekki af sér. Ef móðir Ásgeirs, Bjarney Ás- geirsdóttir, hefði vitað að hún bar barn undir belti þegar hún og maður hennar, Friðjón Frið- geirsson, ákváðu að flytjast til Svíþjóðar fyrir tuttugu árum hefði hann sennilega aldrei orðið sænskur landsliðsmaður. Hún vissi ekki að hún var kona eigi einsömul fyrr en þau voru búin að pakka öllu sínu inn í Alfa Romeoinn og tilbúin að Ieggja í hann til Seyðisfjarðar þar sem Smyrill tók við og flutti þau til meginlandsins. Þessi ráðahagur hjónanna kost- aði Island góðan knattspyrnu- mann. Dagur fékk sögu Ásgeirs í rammíslensku þjóðhátíðar- kaffi í rigningunni í Gautaborg 17. júní. Níu ára í alvöru bolta „Eg byrjaði að æfa fyrir alvöru þegar ég var níu ára með liði í Gautaborg sem heitir Marie- holm. Fg hafði að sjálfsögðu áhuga á að byrja strax með þeim Blá-hvítu, eins og heimamenn kalla IFK Gautaborg. Það var búið að tala við bæði mig og pabba um að ég færi þang- að en þegar til kom valdi ég Marieholm. Það var minna félag og ég hélt að ég fengi að spila meira ef ég færi þangað. Þjálfarinn þar, Maros, hafði séð mig með boltann og sagði pabba að hann hefði gersamlega fallið fyrir vinstri fætinum á mér. Það hefur sjálfsagt haft sín áhrif á að ég fór frekar þangað en til Gautaborgar“. Tíminn í Marie- holm var góður og Iiðið vann öll mót sem það tók þátt í. Með tímanum óx Ásgeir upp úr liðinu og hugsaði eins og Snorri sálugi Sturlu- son, „út vil ek“. Bræðurnir, Ásgeir 19 ára og Arnar Már 14 ára, eru báðir á fuiiu í boltanum með Gunnilse. Ásgeir er með besta vinstrifót í sænska boltanum en Arnar er sterkari íþeim hægri. „Ástæða þess að ég hætti í betra lið í sterkari deild. Þá Mér gekk Marieholm var að mig langaði í varð Kortedala fyrir valinu. þjálfarinn Fjölskyldan stendur saman i boltanum sem öðru. Bjarney Ásgeirsdóttir, Ásgeir, Arnar Már og Friðjón Friðgeirsson í rigningunni í Gautaborg 17. júní. strax mjög vel þar en var ekkert í Iíkingu við Jakob Maros“. Ekki eins og sænskir þjálfarar „Þjálfarinn sem kennt hefur mér mest er tvímæla- Iaust Jakob Maros sem þjálfaði mig í fimm ár hjá Mari- eholm. Hann er Júgóslavi og einstak- ur maður og þjálf- ari. Hann er ekki á þessari sænsku linu að allir leikmenn i Iiðinu eigi að fá að spila jafn margar mínútur í leik. Hann stillti alltaf upp sínu sterkasta Iiði og við lékum alltaf til sigurs. Honum fannst það alltaf hálf asnalegt þegar hinir þjálfar- arnir byrjuðu að skipta inn á strákum sem ekki gátu mikið í fótbolta en tóku útaf flinka stráka í Einstaklega jarðbundinn Dagur hitti Janni Olson, fyrrum knattspyrnumann með Stuttgart og núverandi umboðsmann Ásgeirs, á vellinum í Ósló á dögunum þar sem hann fylgdist með félaga Tryggva Guðmunds- sonar hjá Tromsö, Rune Lange, í leik og seldi hann síðar til Arsenal. Að sjálf- sögðu barst talið að Ásgeiri Friðjónssyni. „Það er margt gott hægt að segja um Ásgeir. Fyrir utan vinstrifótinn, sem er sennilega sá besti í sænsku deildunum, er hann ein- staklega jarðbundinn og yf- irvegaður. Eg held að það sé öruggt að flest stóru lið- in f Svaþjóð vita orðið af honum og Gautaborg sæk- ist eftir að fá hann í sínar raðir. Hann þarf bara að halda áfram á sömu braut. Það eru nokkur Iið í Evr- ópu sem eru spennt fyrir honum. Að sinni er of snemmt að segja hver þau eru en ég get sagt þér að í Þýskalandi vilja bæði Bayern Munchen og Stutt- gart tryggja sér krafta hans í framtíðinni. Nokkur lið á Englandi eru líka inni í myndinni. En þetta á allt eftir að koma í ljós og ég get lofað því að það verður ekki langt þangað til að Ás- geir verður orðinn atvinnu- maður ef hann sleppur við slæm meiðsl í framtíðinni", sagði Janni Olson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.