Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 HELGARPOTTURINN Innan skamms geta menn ef til vill farið að kætast því að tvær dömur, þær Bryndís Björg Einarsdóttir og íris Wigelund Pétursdóttir, eru farnar að taka sig til og pakka sínu hafurtaski. Þær stöllur fara til Helsinki á þriðjudaginn til að taka þátt í keppninni Miss Skandinavia 2000. Keppnin verður haldin um borð í skemmtiferðaskipinu MS Viking Cinderella, sem siglir milli Tallinn í Dagmar frjs Gyifadóttir Eistlandi og Helsinki, en stúlkurnar ferðast um ------------ Finnland fram að keppninni. íslenskar stelpur hafa oft náð langt á þessum vettvangi og er skemmst að minnast þess þegar Dagmar íris Gylfadóttir var kjörin ungfrú Norðurlönd fyrir tveimur árum að ógleymdri Berglindi Hreiðarsdóttur sem náði þrið- ja sæti í fyrra. Dúndrandi settlegheit og spenna voru í opnunarhófinu á veitingastaðn- um Klaustrinu (gamla Bíóbarnum og Kaffi Listvið Hverfisgötu og Klapp- arstíg] fyrir helgina. Þar mátti sjá, virðulega kaupsýslumenn og tann- lækna lyfta glösum og skála, Þórarin veiðimann Sigþórsson og frú, Þorkel og Sigurð Valdimarssyni í Silla og Valda, Hermínu og Evu Benjamíns listmálara og Margréti í Míró og hennar mann. Klaustrið er þrískiptur staður með kaffistemmningu í Kaffi List-hlutanum, dúndr- andi dansiballi og stuð þar sem Bíóbarinn var og koníaksstofu niðri í kjallara. Sannarlega staður þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Og þá er það leiklistin. Karl Ágúst Úlfsson leikur eitt af aðalhlutverkunum í splunkunýj- um söngleik eftir sjálfan sig sem æfingar eru hafnar á í Kaffileikhúsinu. Söngleikurinn heit- ir Landvættir og þar verður grínið og gaman- ið í fýrirrúmi. Með Kalla í sýningunni er fyrrum samstarfskona hans úr Spaugstofunni og ný- lega bökuð móðir í þriðja sinn Erla Rut Harðardóttir og auk hennar þau Vala Þórsdóttir og ástarævintýramaðurinn Agnar Jón Egilsson. Brynja Benediktsdóttir leik- stýrir liðinu en Óskar Einarsson stjórnar tónlistinni sem er eftir ekki ómerkari mann en sjálfan Hjálmar H. Ragnarsson. Það styttist í að Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Ingólfsson bregði sér í gervi hinna saklausu trúða Barböru og Úlfars og segi Ijótar sögur með tilþrifum á sviði Loftkastalans. Þeim til halds og traust verður trúðurinn Jón sem Benedikt Erlingsson leikur. Þremenningarnir verða með spunasýningar í anda Splatters og þar má búast við svo mikl- um gusugangi með blóð og annað gums að börnum verður ekki heim- ill aðgangur. Lítið hefur sést af frjálsíþróttakempunum Þráni Hafsteinssyni tug- þrautamanni og íþróttafræðingi og konu hans, Þórdísi Gísladóttur hástökkvara, upp á síðkastið. Því skal hér kunngert fyrir þá sem ekki vita að Þráinn hefur haldið sig mest að tjaldabaki við að þjálfa landsliðið og ÍR síðustu árin en Þórdís hefur verið meidd á hásin og verið frá keppni að undanförnu. Þær fregnir berast að hjónin hyggi á athyglisverða land- vinninga. Þau hafa nefnilega verið með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir full- orðna síðustu ár og ætla að færa út kvíarnar og hjálpa unglingum í borg- inni og úti á landi við að styrkja sjálfsmyndina, setja sér markmið og virk- ja hæfileikana sem búa í hverjum og einum. Ekki ógöfugt það... Og þá er það úr einu í allt annað en samt íþróttatengt. Þær fregnir berast úr líkamsrækt- arbransanum að Hrafn Friðbjörnsson, fyrr- verandi maðurinn hennar Ágústu Johnson, verði gestakennari í líkamsræktartímum í Mecca Spa í vetur ásamt Sóleyju Jóhanns- dóttur í Dansstúdíói Sóleyjar og detti þar inn öðru hvoru. Hrafn er sem kunnugt er í fullu starfi í World Class og verður það áfram auk þess að vera í fjarnámi í meðferðarsálfræði úti í löndum. Hrafn er þó allsendis óbangínn við að taka að sér aukaverkefni. Fyrir utan Mecca Spa mun hann meðal ann- ars verða Gauja litla til aðstoðar í átröskunarmálum þegar hann opn- ar Heilsugarðinn í Brautarholti (Reykjavík á næstunni... Og enn er stuð í rokkhjartanu í Guðmundi nokkrum Rúnari Júlíussyni, þeim gamla og góða rokkara. Rúnar er þessa dagana að vinna að útgáfu á tvöföldum geisladiski með lögum eftir sjálfan sig. Diskurinn á að bera nafnið Dulbúin sæla í tugatali og á honum verður safn af gömlum lögum Rúnars en auk þess ný lög í bland. Alltaf góður Rúnar... Þá er það Guðjón Petersen, sem í árarað- ir var framkvæmdastjóri Almannavarna ríks- ins, en hann hefur nú haslað sér völl á nýjum starfsvettangi. Eftir að hafa verið bæjarstjóri í Snæfellsbæ síðustu árin, eða eftir að störfum við almannavarnir lauk, er Guðjón nú aftur fluttur til Reykjavíkur og er tekinn við starfi framkvæmdastjóra Skipstjóra- og stýrimannafélags fslands. Er Guðjón raunar ekki alls ókunnugur í þeim ranni en fyrr á árum var hann lengi stýrimaður á skipum Landnelgis- gæslunnar og síðast skipherra. Hrafn Friðbiörnsson. Pétur útbjó skiiti og faidi á stöðum fyrir ofan Hafnarfjörð. Hann merkti felustaðina inn á landakort og lýsti í orðum. Merkin eru falin þannig að þau sjást alltaf, að minnsta kosti frá einu sjónarhorni. , Að springa úr vinsældum Pétur Sigurðsson kynntist ratleik í Noregi og hreifst af. Hann hefur staðið að rat- leik við Hafnarfjörð í sumar, bæði léttum og erfiðum, og geta allir, sem hafa áhuga á útiveru, tekið þátt. Það er bara að draga fram útiskóna og flíspeysuna og skunda af stað. „Ég kynntist ratleik í Noregi þegar ég var að vinna þar fyrir mörgum árum síðan og hreifst af. Ratleikir eru þar í hverju bæjarfélagi. Ég var í Vestur-Noregi og tíndi þetta upp hjá hverju bæjarfélaginu á fætur öðru. Og hafði gaman af. Þegar ég kom heim Iiðu nokkuð mörg ár. Ég hafði alltaf hug á að setja ratleik á legg hérna og var hissa á því að það skyldi ekki vera hér ratleikur fyrir alla sem væri í gangi allt sumarið svo að ég fór niður í Upplýsinga- miðstöð ferðamanna. Þeir tóku vel í að reyna þetta,“ segir Pétur Sig- urðsson, starfsmaður í álverinu, en hann er mikill útivistarmaður. Sjást alltaf Pétur lét hendur standa fram úr ermum, útbjó skilti og faldi þau á stöðum fyrir ofan Hafnarfjörð, merkti inn á landakort hvar þau voru falin og lýsti merkisstöðunum í orðum þannig að hver sem er get- ur verið með, hvort sem hann þekk- ir staðhætti við I Iafnarfjörð eða ekki. „Ef það er uppi á holti þá segi ég uppi á holti, ef það er í hjalla þá segi ég hjalla og svo í gildragi og svo framvegis,11 segir hann. Til að byrja með voru kortin Ijósrituð og afhent þátttakendum. Rétt er að taka fram að merkin eru falin þannig að þau sjást alltaf, að minnsta kosti frá einu sjónarhorni. - Þetta er auðveldur leikur? „Bæði og. Fyrir menn sem ganga og þekkja kort er þetta leikur en það getur verið erfiðara fyrir algjöra byrjendur. I ár höfum við þetta tví- skipt, léttari leik og svo erfiðari leik sem við köllum þrautagöngu. Hún er fyrir göngugarpa." Markmið að stefna að Léttari leikurinn er hugsaður að henti fjölskyldum, fullorðnum og bömum. Skiltin eru falin umhverf- is Hvaleyrarvatn við ITafnarfjörð þannig að hægt er að Ijúka leiknum á einum degi. „Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla og í ár er þetta að springa í vinsældum. Þarna hefur fólk markmið að stefna að. Oft þegar fólk gengur úti í nátt- úrunni gengur það stefnulaust og skoðar náttúruna. Það gefur göng- unni gildi að finna merkin og svo þegar þau eru öli fundin þá er nátt- úrulega að skila inn gögnum til Upplýsingamiðstöðvarinnar." Síðasta þátttökuhelgin er nú um helgina og fást gögn hjá Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Hafnar- firði. Skilafrestur lausna er á mánu- daginn og á að skila til Upplýsinga- miðstöðvarinnar. Þar er opið í dag og svo aftur á mánudag. Dregið verður úr innsendum lausnum. Girnileg verðlaun eru í boði og því er bara að drífa sig af stað. GHS MAÐUR VIKUNNAR ER LÖGGA ■ 13 75H Maður vikunnar er lögga. Lögga í launabaráttu. Lögga sem efnir til mótmælafunda til að vekja athygli á bágum kjörum sínurn. Lögga sem sér eftir því að hafa afsalað sér verkfallsréttinum fyrir mörgum árum síðan og hefur síðan treyst á sanngirni ríkisvaldsins í launamálum sín- um, en uppsker í staðinn niðurskurð og takmörkun á yf- irvinnu sem væntanlega skemmtir engum - nema auð- vitað krimmunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.