Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 7
 pp.þ.\ i i av\?>Knt\Kf\\JN\ ssl m ?.m ■’~*V«5^W’?t«3* Thyptr. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 - 23 LIFIÐ I LANDINU ár í þessu sama sukki.“ Gunnar segist hafa lifað af opinberri aðstoð í Svíþjóð. Það hafi verið farið með sjúkdóm- inn eins og mannsmorð. Ef hann hafi hinsvegar minnst á hann í félagslega kerfinu hafi verið hægt að fá ýmsan stuðn- ing. „Það var mikil vorkunn- semi gagnvart því að ég var eyðnismitaður. Það var farið með þetta þar eins og manns- morð. Það mátti ekki tala um þetta við neinn. Það hefur ýmislegt gefið sig í líkamanum út af eyðninni, en mest hafa það verið aukaverk- anir af lyfjunum. Ég er að taka lyf sem ég hef ekki hugmynd um hvort eru góð fyrir mig eða ekki. Ég veit að þau breyta efnaskiptum líkamans, en ég er ennþá á lífi og meðan svo er þá þarf ég ekki að kvarta. Ég gerði það oft í Svíþjóð að vera í stúd- íum þar sem verið var að gera tilraunir með lyf. Ég var þá alltaf mánaðarlega í tékki og fannst það ekki skipta neinu máli, annað en það að ég gæti lagt eitthvað jákvætt af mörk- um frekar en að drepast úr þessu. Sem hefur ekki gerst ennþá.“ Gunnar kom frá Svíþjóð í ársbyrjun 1994 til þess að fara í meðferð. Hann segist hafa verið að reyna uppfrá því að læra á lífið. „Ég hafði reynt að fyrirfara mér útí Svíþjóð. Það var alveg Ijóst að Djöfuilinn vildi mig ekki. Þá tók ég þá ákvörðun að reyna að Iifa með alnæmi. Sætta mig við það og treysta á að það fyndist lækn- ing. Fyrst ég var ekki dauður, þá myndi ég lifa þetta af. Enda eru komin ein 13 og 1/2 ár síð- an kom í Ijós að ég væri smit- aður. Ég hef starfað við ýmislegt um ævina. Ég hef keyrt stræt- isvagn, keyrt leigubíl, ég hef verið kaupmaðurinn á horninu. Ég hef verið fasteignasali, bíla- sali og tryggingasali. Það var allt í lagi með það en aldrei fann ég mig í raun og veru. Það er ekki fyrr en núna að ég er að ná betri heilsu að mér finnstég vera að finna mig aftur í tón- listinni. Það var þara voðalega mikið áfall fyrir mig þegar að ég gaf út plötuna Hamfarir fyr- ir þremur eða fjórum árum. Þá vann ég allt sjálfur. Platan kom út árið 1995. Það er alls ekki ódýrt að gefa út plötu. Ég var svo bjartsýnn á að ég myndi rokselja plötuna. Ég var vanur því eftir að hafa gefið út Mandala með Trúbrot sem var síðasta platan okkar. Við seld- um um 5000 eintök á mjög skömmum tíma. Það var árið 1972. Ég var minnugur þess og var alveg klár á því að ég væri það þekktur hérna og platan myndi seljast. Hún setti mig hinsvegar alveg á hausinn. Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður en þarna var bjartsýnin heldur mikil. Ég er búinn að vera að jafna mig á þessu ævintýri. Núna er ég hinsvegar að vinna nýja plötu. Ég reikna ekki með að ljúka henni fyrir jól.“ Fjölskyldan vissi það ekki Gunnar er samkynhneigður og segir það hafa komið í ljós þeg- ar hann fékk náttúruna 12 eða 13 ára. Hann hafi skammast sín fyrir tilfinningar sínar. „Ég var alltaf góður nemandi og fór niður í það að verða miðlungs- nemandi á skömmum tíma. Þarna þurfti ég á einhverri hjálp að halda strax. Ég gat ekki lifað með það að vera sam- kynhneigður. Ég skammaðist mín og talaði ekki um þetta við neinn, bauð engum heim eða neitt svoleiðis. Hvorki foreldrar mínir né bræður mínir vissu neitt um þetta. Það er tiltölu- lega stutt síðan þau fréttu af þessu. Það var vegna þess að ég bjó með strák í sex ár. Það var strákur sem ég elskaði mik- ið. Svo gerðist það, rétt áður en í Ijós kom að ég væri smit- aður, að hann dó úr alkóhól- isma. Hann drakk sig í hel. Það var eitt áfallið í viðbót, ég átti mjög erfitt með að jafna mig eftir það. Ég er ekki kominn yfir það enn. Það var ein ástæðan fyrir því að ég fór til Svíþjóðar." Gunnar segist hafa reynt mikið til þess að komst úr neti brennivíns og lyfja. Hann segir að eitthvað hafi síðan gerst fyr- ir um 32 mánuðum sem varð þess valdandi að allt í einu fór honum að líða betur. „Ég hef margoft gengið í gegnum hel- víti. Ég fékk oft svo mikla löng- un í áfengi að fílar Hannibals hefðu ekki getað stoppað mig. Ég er trúaður maður. Ég var búinn að biðja lengi og þá sér- staklega áður en þetta var. Ég hef farið á samkomu hjá Frí- kirkjunni og látið biðja fyrir mér. Ég bað og bað einlæglega. Ég fer í meðferð 23. desember 1996 og er þar yfir jól og ára- mót og þann 7. janúar gerist eitthvert kraftaverk. Ég losna við alla fíkn, ég fer að vera ró- legur. Núna læt ég brennivínið alveg vera. Ég tel að brennivín- ið sé búið að eyðileggja mig og mína heilsu. Það komist ekkert í lag, nema að ég fái mér hvíld frá brennivíninu." Trúbrot varð til við sameiningu tveggja hljómsveita. Karl Sighvatsson og Gunnar Jökull komu úr Flowers en Gunnar Þórðarson, Rúnar Júiíusson og Shady Owens úr Hljómum. Hljómsveitin byrjaði að æfa í maí 1969 og þá var æft stíft Listnám dýrasta námið Það er búið að setja Listahá- skóla íslands formlega í fýrsta sinni, þennan skóla sem á reyndar ekkert húsnæði. Hreyf- ing er þó á málinu og hugsan- verið á hafnarsvæðinu í Hafnar- firði og í Reykjavík... lfA þessari stundu er ekki nema einn kostur fyrir hendi,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Islands, um húsnæðis- mál skólans, sem settur var formlega í fyrsta sinni í gær. Þessi eini kostur er hús- næði Sláturfélags Suðurlands í Laugamesi, sem ríkið keypti fyrir nokkrum árum undir Listaháskóla, en listamenn og skólafólk hefur hins vegar haft efasemdir um að húsnæðið geti nýst og staðsetningin sé heppileg. „Þetta hús var byggt sem verk- smiðjuhús og er ekki að öllu leyti hentugt undir þá starfsemi sem við erum að hefja. Það myndi auk þess kosta mikla peninga að endurbyggja það hús,“ segir Hjálmar en grófar kostnaðaráætlanir um breytingar á húsinu hljóðuðu upp á 800-1000 milljónir. Listaháskólinn fór þess á leit við borgaryf- irvöld að þau könnuðu möguleika á lóð undir skólann í miðborginni og er von á niðurstöðum innan tíðar, en borgin er nú komin með samkeppnisaðila um skólann, því Hafnarljarðarbær hefur lýst yfir áhuga á að fá skólann á hafnarsvæði sitt, þar sem Bæjarútgerðin gamla stendur nú. Skólinn „Það ríkir sá skilningur hjá bandarískum fyrirtækjum að þeir þurfi að hafa þarf a.m.k. 10.000 fermetra húsnæði, segir þróunarstarfsemi og hugmyndaafigjafa. Þegar ég útskrifaðist frá háskóla í Hjálmar, en hugsanlega þyrfti hann ekki að Boston árið 1972, frá sama skóla og Ólafur Jóhann var í, þá rigndi yfir vera svo stór ef Reykjavíkurhöfn yrði fyrir okkur í tónlistardeildinni tilboðum frá ólíklegustu fyrirtækjum; vopnafyrir- valinu þar sem þá yrði hægt að samnýta að tækjum, auglýsingafyrirtækjum, gúmmíbarðafyrirtæki og bandaríska flug- einhveiju Ieyti aðstöðu í fyrirhuguðu tón- hernum!" segir Hjálmar og telur að Listaháskólinn muni útskrifa frjóa listarhúsi þar, sem og Listasafni Reykjavík- starfskrafta, hvort sem þeir verði allir listamenn eða ekki. Hann stendur ur við Tryggvagötu. óér fyrir framan húsnæði sem Listaháskólinn nýtir í vetur. mynd: teitur. legar lóðir undir skólann gætu Allar klær úti eftir sértekjum Fyrsta árið mun skólinn nýta jarðhæðina í SS-hús- inu í Laugamesi og fyrrum húsnæði MHI í Skip- holti. „En í raun verður þessi skóli ekki til, eftir þeirri hugmynd sem fyrir liggur, fyrr en hann kemst á einn stað,“ segir Hjálmar en strax á næsta ári bæt- ist leiklistardeildin við og ári sfðar vonandi tónlistar- deildin. Þá er verið að vinna tillögur um nám í hönnun og arkitektúr. Listaháskólinn er sjálfseignar- stofnun og fær ákveðið rekstrarframlag skv þjón- ustusamningi við ríkið, þennan fyrsta vetur 150-60 milljónir, en getur aflað sér tekna víðar, m.a. er fyrir- hugað að skólagjöld hækki talsvert (eru nú um 36.000 kr.). „Svo munum við að sjálfsögðu reyna að afla sértekna eins og verkefnis- og rannsóknar- styrkja, ekki síst erlendis frá. Við munum hafa allar klær úti. Menn skulu gera sér grein fyrir því að list- nám er dýrasta námið á háskólastiginu sem þekkist alls staðar í heiminum. Og við njótum auðvitað ekki hagkvæmni m.t.t. stærðarinnar hér.“ Kostanir fyrirtækja -Eitt af því sem Hóskóli Islands hefur gert til að afla tekna og efla rannsóknir er að setja upp verkefni í nánum tengslum við og með styrkjum frá atvinnulíf- inu. Hafið þið möguleika á slíku? „Já, ég held að þeir möguleikar séu mildu meiri en það sem við blasir. Ekki síst í „nýjum listmiðlum" og á sviði hönnunar og arkitektúrs. Atvinnuiífið er líka að uppgötva það að það getur sótt til listarinnar bæði eftir starfskröftum og hugmyndum,“ segir Hjálmar. „Það er eflaust hægt að hugsa þetta svo að það sé gróði fyrir fyrirtækin að tengjast bæði lista- stofnunum og listgreinum." -Þannig að þið hugsið ykkur að leita jafnvel eftir kostun frá fyrirtækjum ? „Já, ég geri ráð fyrir því.“ Grætt á smæðinni Listaháskólinn mun einnig sinna fræðslu fyrir al- menning sem og símenntun Iistamanna og er þegar kominn vísir að slíku með fjölmörgum námskeiðum og fyrirlestrum á þessari önn. Þá er einnig gert ráð fyrir að samvinna milli listgreina aukist mjög þegar allar verða komnar undir eitt þak. „Við gerum ráð fyrir að nýta okkur þá möguleika sem sambúðin gef- ur. Ég held að sá þekkingarsjóður sem hvað vannýtt- astur er, sé sá sjóður Sem skapast þegar fólk úr ólík- um greinum sest niður og vinnur saman. Það hefur reynst erfitt erlendis að sameina listgreinarnar þannig að þær virkilega \inni saman af því að deild- imar em svo stórar. En við teljum að þama getum við grætt á smæðinni." -Hvað með kvikmyndagerð, verður hún inni? „Kvikmyndagerðarmenn hafa kynnt mér hug- myndir um ca. eins árs menntun í kvikmyndafræð- um. Það væri mjög spennandi og gæti líka verið eft- irsóknarvert fyrir skólann að reka „cinemateque“ þar sem yrðu sýndar myndir frá öllum tímabilum kvik- myndasögunnar. Ég sé laugardagskvöld í Listahá- skólanum fyrir mér þannig að það yrðu sýndar fimm ntyndir í bunu og menn hafi bara bjórinn með sér inn í salinn og sitji þar og horfi á 5 myndir af ólíkum tegundum." -Er þá ætlunin að tengja skólann menningarlífinu í landinu, reka þarna kaffi- eða veitingahús opið al- menningi? „Já. Ég sé kaffiteríuna fyrir mér sem kjamann í þessari nýju skólabyggingu og að bak við hana blasi við gluggarnir á bókasafninu, til hægri leikhúsið og til vinstri tónleikasalurinn. Svo að þetta verði samfé- lag. Ég lít ekki bara á þetta sem skóla til að útskrifa Iistamenn. Fólk sem fer í gegnum listnám held ég að búi yfir þjálfun og þekkingu sem nýtist mjög vel í þessu samfélagi sem við emm að sigla inní. Þó að fólk starfi ekki sem listamenn eftir þetta nám þá er um mjög verðmæta starfskrafta að ræða. Það ríkir t.d. sá skilningur hjá bandarískum fyrirtækjum að þau þurfi að hafa þróunarstarfsemi og hugmynda- aflgjafa. Þegar ég útskrifaðist frá háskóla í Boston árið 1972, frá sama skóla og Ólafur Jóhann var í, þá rigndi yfir okkur í tónlistardeildinni tilboðum frá ólíklegustu fyrirtækjum, vopnafyrirtækjum, auglýs- ingafyrirtækjum, gúmmibarðafyrírtæki og banda- ríska flughemum! Það er viðtekið hjá stærri banda- rískum fýrirtækjum að fara í listadeildir til að leita að hugmyndaríkum og frjóum starfsmönnum." LÓA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.