Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 Fluguveiðar að sumri (135) Collie Dog og tækifærið (Leitin að laxinum: III hluti) Tveir heimar: sami fiskur. Þetta datt mér í hug eftir að hafa dvalið á slóðum konungs Atlantshafsins í Aðaldal, og nú kominn í Lundarreykjadal. Þar rennur nafntoguð lax- veiðiá sem margir hafa sagt frá með stjömur í augum, Grímsá. Þessi borgfirska á er nánast fullkomin andstæða syst- ur hennar fyrir norðan. Grímsá rennur undur hæg niður grösugan dalinn, hlykkj- ast eins og gamlar ár gera og grefur frá sér: í löngum og stundum kröppum beygjum hefur hún nagað tún og engi svo yfir gnæf- ir hár moldarbakki. A öndverðum bakka eru lágar eyrar þaktar möl. Svona fer hún í hlykkjum niður dalinn, stundum svo hæg að hún hreyfist varla, stundum er svo skýlt að djúpir álar em eins og spegill. Loks hrynur hún af fáeinum stöllum við þjóð- veginn niður í lítið gljúfur og steypist loks fram af fögrum fossi þar sem veiðihúsið stendur á klöpp. Það sjálft er furðulegt. Eftirvænting Þegar við renndum félagar upp að þeim gjömingi sem veiðihúsið við Grímsá er, sá maður glöggt hvað fluguveiðar geta gert mönnum. Gamlir refir sem landað hafa ótal löxum og fínum stórsilungum um ára- tugi, vom á vappi í hlaðinu. Að segja að þeir hafi verið glaðhlakkalegir færi ekki nógu nærri ástandinu. Hátíð fór í hönd. Þeir voru eins og böm milli klukkan fimm og sex á aðfangadegi jóla. Klakandi tíst í gömlu mönnunum og vímugljái í augum af gleði eins og þegar krakkarnir sjá jólatréð í frillum Ijósum. Fyrir marga í hópnum er ferðin í Grímsá hápunktur laxveiðisumars- ins. Tíu stangir skiptast á fimm svæði; þegar fer að líða á sumarið er mest af laxi á efstu svæðunum. Við höfðum dregist á það neðsta. En til að gefa mönnum meira svig- rúm eru tilnefndir almenningar, nokkrir hyljir sem allir mega sækja. Maður kann af reynslu að gera sér ekki háar hugmyndir um afla þegar komið er í fyrsta sinn að á, svo við vorum ekki jafn ölvaðir af bjartsýni og hinir gamalreyndu, sem nú renndu hver af öðrum að fomum veiðislóðum. Fyrstu klukkutímamir hjá okkur á stönginni fóru í að skoða eitt og annað og kasta á staði sem talið var að lax kynni að halda sig. Og svona rétt til að hleypa kappi í kinn fékk ég högg á Ally’s shrimp þar sem fróðir sögðu að „hefði verið lax fyrir nokkrum dögurn". En mest vorum við í ómarkverðum erind- um. Undir kvöld köstuðum við á breiðuna við húsið sem var æsilegt, þvílík var laxa- mergðin - og stöku stórir. En það fréttum við af reyndum mönnum síðar að þessi staður villti mjög fyrir - laxinn væri einstak- lega erfiður og yrði að fara sérlega varlega að honum. Brögð í tafli Grímsá kallar einmitt á að menn fari var- lega til Ieiks. I Aðaldalnum sveifla menn tvíhendum eða þungum Iínum og veiða oft á flugur númer 6-10, sem hefðin kennir að eigi að reka með straumi. Nú var maður búinn undir að veiða á mjög smáar flugur, 12-14, á léttar línur. Við hlýddum á kenn- ingar um að draga fluguna hratt inn til að fá laxinn í eltingarleik. Snjallir menn nota þama mikið flugur með glysi: það er eins og laxinn vilji skraut í Grímsá. Eg hef tröllatrú á visku reyndra manna og hef mjög oft notið góðs af þeim ffóðleik sem ég hef svælt út með því að misnota velvild annarra í veiðihópum. En enn sannaðist hið fornkveðna: ekki er öll viskan eins. Brögðin sem við beittum við fyrstu veiði- staðina reyndust full einhæf íyrir fiskinn. Hann gaf sig ekki. Svo oft hefur maður sagt við sjálfan sig, og svo oft hefur það sannast, að ekki ber að halda sig við einn sannleika, heldur vera sveigjanlegur og uppáfinningarsamur. Jafnvel þótt lærðir menn segi hvað „gangi best“. A morgun- vakt vorum við búnir að fara yfir nokkra strengi eins og almenn regla kennir og enduðum hverja yfirreið á því að félaginn slakaði niður stórri túbu svona rétt til að kanna hvort stórvirkar vinnuvélar dygðu. An árangurs. Nú vorum við komnir á einn frægan stað sem ljóma stafar af: Klöppina. Þetta er manngerður strengur með því að ýta upp gijótgarði. Nokkrir slíkir em áberandi í Grímsá. Við vomm satt að segja agndofa. Oft vom íjórir eða fimm laxar á lofti. Efst í strengnum og svo niður allt. Stórir og litlir. Og svo urðum við enn meira agndofa: þeir tóku ekki neitt!!! Síðsumarsveiðin gerir lax- inn heldur varfæmari í hegðun og nú feng- um við að kenna á þessum dyntum sem „gera veiðina svo spennandi" að sögn þeirra sem selja veiðileyfin! Ojú, þetta var spennandi, en tók á taug- amar þótt góða skapið væri óbrenglað. Hvað gat fengið hann í fluguna? Við fómm hveija ferðina eftir aðra niður strenginn, létum reka, drógum mishratt inn, skiptum ört um flugur, létum ganga með vel völd- um flugum á Iegustaði sem geymdu greini- lega mergð laxa. Þegar dró að vaktarlokum var ég enn einu sinni kominn niður með strengnum. Ég var með gamla vinkonu undir, Collie dog númer 10, sem ég hnýtti sjálfur til að eiga við þau tækifæri sem stundum koma upp: þegar maður veit ekkert hvað maður á að gera, en vill veiða með sannfæringu. Collie dog er stundum þannig fluga í mín- um augum. Nú stóð ég og horfði yfir strenginn og upp með á: plonk, plask og plúps hingað og þangað þegar laxar stríddu mér. Og ég sá ljósið. Snéri mér hálfhring, kastaði flugunni beint upp fyrir mig og Iét hana lenda langt fyrir ofan, einmitt þar sem strengurinn herðist. Línan kom niður aftur og ég dró inn slaka. Eftir 3-4 metra rek var stopp. Stopp? Og svo hreyfðist lín- an. Nújá. Hann var á. Það var bragðið Þetta var sem sagt fyrsta bragðið sem gaf lax. Sjö punda fiskur hafði tekið svo báðir önglar stóðu fastir fremst í efri skolti. Þið getið ímyndað ykkur hvort hann var ekki þreyttur samkvæmt reglunni um að fara sér að engu óðslega og taka ekki áhættu. Fyrsti Grímsárlaxinn kom á land. Næst: Ekki er allt gull sem glóir FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar L0GA V TAKS V Hríöfi' V£ú)A í Kemld T KiM A Au&nM *- 5 MTTTT P'ILA SA&A pJ-tUSrA /?ÖA N0T PLÖKT 6ARDS umM 111 illi 111 ■ 6 YA QHCA léTV - I&ÁlO ‘OBAGSi ivwhoti SúTT Viú- AutO 1 H 'oPufi. LD00- ARA Sjo TÓMl ÖTuL FÆodu U'ATI £ DEILA Wf VOT- Ltm srÉTr DkOLL 'OLHA H'ofs MAMír HATH £)£Uu T;rí;rí:i::;jv!F miLL OuNOS 5K£L R'A Fó AS w £ V 111 4 FuGrL KETRI Hl£fil 5AM- TALS RArlA ‘MAHA Fuúl SdÁLfA SffJdN STudOA ÍfttíAR- mi ‘ATT DR'AJT- ARItl Ar/01 ÚAllDl k " M. mu W7 1 LAGLfQ GRlP m Vtó- KVÆAi ÍV'/KA illll UtSlNG S<fN RAmA Koid-" Id G KÖ/VV- uRHAR /JYAGI HLA$í SKOLLI $ HRRMlA i> GAW- LAUS AHG1 TÆP 6/ElTl HÍVfil I í 'AHLAuP SAPTI G AÓ'/V/V Rö SK Fjnmg SKo/5 FORIA TÖÚA6I 9 | mm TiTtu. T'/MA- 6/1 5AN TÖK 1 'fiTT SífiA írtf-MMf, n ÖLOt/M 8 'ottast VÆ-Tu- r'/e ¥ TAíIll 5KuftO- u R Mf U.M Helgarkrossgáta 153 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 153), Strandgötu 31, 600 Akureyri, eða með símbréfi í númer 460- 6171. Lausnarorð 151 var „sfmskeyti". Vinningshafi er Páll Pálsson, Bergþórs- hvoli I, Hvolsvelli og fær bókina „Sígaunajörðirí' eftir Agöthu Christie. Skjaldborg gefur út. Verðlaun: Öll erum við menn, eftir Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará. Skuggsjá gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.