Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 18

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 18
Eftir að Berlínarmúrinn féll fyrir röskum áratug, hefur mikil geijun og uppstokkun átt sér stað í Þýskalandi. Sár seinna stríðsins og þess kalda sem fylgdi í kjölfarið með skiptingu þjóðarinnar í tvennt, hefur markað svo þetta fyrrum risaveldi að lengi enn mun það sjálfsagt ekki ná fyrri reisn, ef það þá gerist nokkurn tímann. Þrátt fyrir þennan tfma sem liðinn er frá sameining- unni, þykjast þeir sem t.d. heimsækja Berlín sjá að skilin séu áfram skörp milli þeirra sem annars vegar byggðu austurhluta borgarinnar og þeirra sem lifðu og hræðust í þeim vestari. Margt kemur þar til sem ekki er hægt að rekja frek- ar hér, en sem dæmi má nefna, að uppbygging austur- hlutans hefur víst ekki farið sem skildi. Þar er sömu- leiðis áfram vettvangur íyrir sósíalismann, ekki hvað síst vegna þess að ástandið hefur ekki batnað meir en raun ber vitni og í austurhlutanum þar sem atvinnu- Ieysið er mikið (eins og reyndar víðar í Iandinu) virðist jarðvegurinn fijór sem aldrei fyrr fyrir harða þjóðernis- sinna. Þjóðernissósialisma vex semsagt fiskur um hrygg nú í Þýskalandi og bera nýjustu kosningatíðindi fyrr í vikunni þess glöggt vitni. Hvort sem menn kunna svo vel við það eður ei, þá er ein af vinsælli og kraftmeiri rokkhljómsveitum Evr- ópu þessa dagana einmitt sprottin að hluta upp úr þessari geijun og gerir leynt og ljóst út á hana. Þetta er auðvitað sexmannasveitin Bamstein, sem notið hefur sívaxandi vinsælda síðustu tvö til þrjú ár með sínu teknóskreytta þungarokld. Það er ekki hvað síst með kröft- Rammstein. Tónleikaplata í iagi. ugu tónleikahaldi sem sveitin hefur aflað sér hylli, fyrst heima fyrir og víðar í kring en nú Iíka annars staðar í álf- unni og víðar. Það er því tilhlýðilegt nú, að hún sendi frá sér tónleikaefni. Er þar um að ræða tvöfalda geislaplötu með samtals 20 lögum þar sem flest eða öll þekktustu lögin er að finna, Du hast og öll hin. Sem fyrr sagði er Ramstein eiginlega þung- arokksveit, kryddar bara tónlistina með teknótöktum í bland. Er þetta ánægjulegt fyrir gamla þungarokksblesa að sjá slíka tónlist ná þvílíkri athygli, en tímann sinn tók að fá slíka við- urkenningu. Hitt er svo ekki síður merkilegt og er umhugsunarvert fyrir íslenska tónlistarmenn, að sveitin hefur náð þetta langt AN þess að flytja textana á ensku. Væri hægt að fara meir út í þá sálma en því sleppt að sinni. Annars er þessi tvö- falda lifandi þjóðemisrokkskífa hin ánægjuleg- asta sending og er gott spark í hversdagsins leiðindi og lognmollu. Afram. veginn Frammistaða íslensku sveit- anna Gus gus, Botleðju/Silt og Kölrössu krókríðandi/Bellatrix á Readinghátíðinni, sem svo færðist að hluta til Leeds einnig, gefur tilefni til að ætla að hlutirnir séu að mjakast hægt og hægt í rétta átt hjá þessum sveitum. Sérstaklega er hér átt við þær tvær síðar- nefndu er skemra á Ieið eru komnar, en áfram veginn má segja að þær fikri sig nú í að ná fótfestu á erlendri grund. Botnleðja er svo nú að spila vfða og það er einnig að hluta dæmið hjá Bellatrix, en útgáfa er þar sömuleiðis í deiglunni. Nýja smáskífulagið Jedi Wannabe er tekið að heyrast, aldeilis fínt og kraftmikið rokklag sem sýnir Elízu og hennar félaga í essinu sínu. Upptökur á stórri plötu hefjast svo hjá þeim innan tíðar. Svo má ekki gleyma henni Emiliönu Torríni sem einnig er búsett í London. Fyrsta platan hennar, Life in the Time of Science, er nú að koma út og af henni er nýjasta smáskífu- lagið, To be Fine. Eins og fram hefur komið er litla spúsan á mála hjá engu öðru fyrirtæki en One Little Indian, því sama og Sykurmolarnir og síðar Björk hafa gefið út á og Skunk Anansie er einnig á mála hjá. En vonandi er þetta allt saman bara upphaf að lengri ferli og er svo bara að vona sömuleiðis að áðurnefnd fótfesta náist þannig að frekari afrek sjái dagsins ljós er fram líða stund- ir. „Harðneskju- heimsókn“ Eitt af því sem pönkið fæddi af sér, eða Ieiddi af sér var einhvers konar bræðingur þess við þungarokk þess tíma þannig að úr varð fyrirbæri sem kallað hefur verið á ensku Hardcore, eða harðneskjurokk (svo gefin sé hugmynd um hvað málið snýst). Auk svo tónlistarlegs skyldleika frá pönkinu var líka um að ræða róttæka og harða gagnrýnistexta, sem ekki beinlínis tíðkuðust þá í þungarokkinu, né hafa gert það á þeim vettvangi í sérstökum mæli síðan. Þessi gerjun átti sér stað að mestu í kringum 1985 og var ekki hvað sfst áberandi í New York. Nöfn á borð við Aagnostic Front, Cro-mags, S.OD: (síðar M.O.D.) og Antrhax báru merki þessarar stefnu hátt á lofti og svo einnig ein til, Sick of it all, sem nú er að koma hingað til lands að halda tónleika 17. þessa mánaðar. Hefur hún starfað frá 1986 og sent frá sér um tug platna. Rokkarar landsins alls ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara, en hann er enn einn í röð margra góðra á þessu hlýja og góða sumri. * Eftir nokkurt hlé er kolanámutenór- inn hann Sting kominn á kreik og er að senda frá sér nýja plötu innan skamms. Fyrsta smáskífulagið af henni er tekið að hljóma, New Day heitir það og skartar Stevie Wonder sjálfum í gesta- hlutverki. Spilar sá blindi kappi á munnhörpu í laginu. * Á Readinghátíðinni sem Iauk fyrir skemmstu var mikið um dýrðir eins og oftast og voru Blur, Red Hot Chili Pepper og Manchestersveitin Charlatans í aðalhlutverkunum. Charlatans eru einmitt að halda upp í tónleikaferð til að fylgja væntanlegri nýrri plötu eftir. * Eftir því sem næst verður komist er nær uppselt í sæti a.m.k., á tónleika Robbie Williams í höllinni þann 17., á fimmtudaginn kemur. Verður væntan- Iega glatt á hjalla hjá íslenskum, bresk- um og víst sænskum aðdáendum Iíka á Chariatans. Góöir á Reading og ný plata i takinu. þessum tónleikum. * Söngvari jaðarrokk- aranna í Stone Temple Pilots, Scott Weiland, hefur ekki beinlínís átt sjö dagana sæla sl. árin. Hefur hann hvað eftir annað fallið á eiturlyfja- bindindinu og oftar en einu sinni komist í kast við hinn langa arm lag- anna þess vegna. Hann var nú á dögunum dæmdur í eins árs fang- elsi vegna þessa, auk þess sem hann verður á skilorði næstu þrjú árin á eftir. * Þessi vandræði hafa hins vegar ekki komið í veg fyrir að hljómsveitin hefur starfað áfram (með herkjum þó) og er nýjasta plata hennar vænt- anleg í seinni hluta næsta mánaðar. Verður hún sú fjórða frá STP og kall- ast í samræmi við það, Number 4. Poppkorn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.